Vísir - 24.03.1919, Blaðsíða 4

Vísir - 24.03.1919, Blaðsíða 4
V X a t H Freðiisk iindan Jökli selur versi. Karlhringur,merktur,hefir fund- ist. Vitjist í Fisherssund i (uppi). (32X Silfurnæla fundin. Vitjist á Njálsgötu 27 B. (322 Fundist hefir rjól og tóbaks- baukur á landsímastöðinni. Vitj- ist þangað gegn borgun þessar- ar augl, (328 Sá, sem vill lána 500 krónur í eitt ár, geri svo vel og sendi til- boö merkt: „500'“ á afgr. Visis fyrir mánaðamót. Háir vextir í feoSi, borgaöir fyrirfram. (325 VINNA | Stúlka óskast nú þegar. A. v. á. (261 Félagsprentsmiöjan Hagsýni maðnrinn. Sæi’ hann skóg, r— um skjól og arö aö skrafa — var hans siöur. Hrifnum aö orði honum varð: „Hér er eldiviður"! „Ef söngvinn ertu“ — seggur tér, „ég sóma þig ei ræni: í askinn getur gáfan þér gefið nokkra spæni“! Fluglist sálar sjá ég má, ef sé ég hennar fjaðrir. Og hægt er í þau spil að spá, sem s p a r k a til vor aðrir! Og alt það hjal um „anda“og„sál“, um ást, — um „Drottins fingur" — í augum hans var að eins prjál og ekkert nema glingur. Rendirðu’ augum aurum frá og upp mót röðli — glaður — viðsjálsgripur varstu þá og villutrúarmaður! Gjöfull fáu gegn í heim við g u ð hann vildi’ ei spara, en herra kaus að þóknast þeirn: það var „praktiskara'M! Var hann athvarf aumingjans? Nei! Alla burt með „slóða“! Kn fylginn hundur höfðingjans var hann — í von um gróða! — Þá opnast hofmm himinvé mun hann ei fátækt saka, þvi „yfir um“ með sér alt sitt fé hann ætlar sér að taka------! Grétar óf. Fells. Sildartnnnnr nýjar og gamlar eru keyptar háu verði í verelun £TZSoega, Bankastræti 14. Lenin. Rússneskur flóttamaður, sem ný- skeð hefir komist úr klóm Bolsh- víkinga í Moskva, segir sögulega frá Lenin og hátterni hans. Lenin hefir sest að í skrauthýsi í Moskva og heldur þar stórveisl- ur, skemtanir alls konar og sam- drykkjur. Yfir máltíðum eru hermenn látn- ir leika á hjóðfæri til skemtunar. Leikkonum og söngmeyjum er oft boðið til að halda uppi gleðskap í veislunum. Er þá vín haft óspart um hönd og lifað í sukki og svalli. Lenin hefir strangan vörð um sig, og eru í honum Kínverjar, Lettar og sjómenn úr flotaliði Rússa. Þessi flokkur ver hann fyrir ó- vinum hans, og hver stéttin ver hann svo fyrir annari, það er að segja: Kínverjar og Lettar verja hann hvorir fyrir öðrum og sjó- mennirnir verja hann bæði fyrir Kínverjum og Lettum. Lenin er ákaflega hræddur um líf sitt og var um sig. Hann fer aldrei að heiman nenra í vopnaðri bifreið og lætur hermenn fara íneð sér og fyrir sér. Bústaður hans er víggirtur og varinn hríðskotabyss- um. \ g»W8a&mt»MMK.lllHllállWHI«l .38888« VáfBT66IN6AB Brunatryggingar, Skrifstofutími kl. 1011 og 12-2: Bókhlöðustíg 8. — Talsimi 254t A. V. T u 1 i n 1 u 9. Ofn til sölu á Hverfisgötu 72. Notaður fatnaður af hraustu og hreinlegu fólki tekinn til sölu og seldur á Laugaveg 79. (287 2 eldhússkapar með hillum, I. stór spegill, 4 stólar, 1 sóffi, með? rauðu plussi og 1 borð, er til sölu. Uppl. hjá Milner, frá kl. 3—6. (32$ Hægindastóll og vaðstígvél til sölu. A. v. á. (324 Hreinar léreftstuskur eru keypt- ar í Félagsprentsmiðjunni. (326 Skúr og hjallur til sölu, og grá- sleppunet. J. Jónsson, Lindarg. 1J; (327 Skóhlífar nr. 11—12 óskast keyptar. A. v. á. (328- r KENSLA I Gagnfræðingur vill kenna börn- nm þrjár stundir á dag á heimili. A. v. á. (307 leikum bundið. En eg er eigingjörn. — Eg gleym 1 þvi, að þér eruð þreyttur og þarfnist fevíldar; ,og eg er að þreyta yður. Nei, þér skuluð ekki láta eftir dutlungum mínum og draumórum. Hallið yður aftur á bak og hvíl- ið yður; viljið þér það ekki?“ Hún tók ábreiðu af næsta legubekk og breiddi hana yfir stólbakið, þar sem hann sat; um leið hló hún afsakandi, en leit þó á hann bænaraugum. Clive bandaði hendinni við ábreiðunni og hendur þeirra mættust. — Blóðið jiaut fram í andlit henni við snert- inguna og henni vöknaði um augu. Forviða og eins og hálf hikandi kipti Clive að sér feendinni og leit á hana, sem nú horfði til jarðar; hann var vandræðalegur á svipinn. Þau voru bæði komin í hreinustu vandræði. En áður en þau gátu sagt nokkuð, opnaðist hurðin og Sara kom inn. Ungfrú Edith hrökk við og leit upp reiðuleg á svip. „Hvað er að Sara?“ spurði hún með illa dulinni óþolin- mæði í röddinni. Sara hafði staðnæmst við dyrnar og litið snögglega á Clive, illúðlefga, næstum ógn- andi; en svo hneigði hún sig djúpt og rétti fram hendurnar til kveðju, að austurlenskum sið. „Fyrirgefíð, lafði mín.“ tautaði hún. Eg vissi ekki, — hélt að enginn væri í herberg- inu. Fyrirgefið, sahib.“ Hún hvarf samstundis jafn hljóðlega og bán hafði komið; en hún hafði truflað frau og Clive stóð á fætur, og honum létti, eins og hann yrði feginn einhverju, ef til vill því, að sleppa ? „Eg tek yður á orðinu, og mun færa mér hið vingjarnlega boð. yðar t nyt, ungfrú Edith,“ sagði hann alvarlega. „Ef eg þarfn- ast hjálpar til handa einhverjum fátækling- anna minna, þá ætla eg að koma til yðar, og eg er yöur mjög þakklátur.“ Hún rétti honum höndina þegjandi og horfði til jarðar föl á svip Og lengi eftir að hann var farinn sat hún hreyfingarlaus og starði á stólinn þar sem hann hafði setið. Þegar Clive gekk ofan tröppúrnar og út á strætið komu orð Standons lávarðar aftur upp i huga hans. Hann lifði í því umhverfi þar sem fjöldi manna giftu sig án ástar, þar sem það, að giftast til fjár, var eins algengt eins og hver önnur gróðabrallsaðferð, svo að hann varð ails ekki hissa á hugmyndinni, sem Standon gamli hafði komið fram með. En hann hrökk upp frá þessari tilhugsun með óbeit, sem átti rót sína að rekja dýpra en til hugmyndarinnar um giftingu án ástar. Hún var mjög fögur og hagnaðurinn af slikri giftingu var ekki minni en Standon hafði bent honum á. En hann gat ekki gert það, þó að hánn ætti með því að öðlast alt, sem hann þráði. Hvers vegna var hann svo hikandi? Hvað hafði gert hann að slíkum heimsflóttamanni ? Svo sem svar við þessari sptirningu gægðist andlitið á Mínu fram í huga hans, en hann vísaði hugsuninni um hana á bug, vildi ekki fá svarið svona ósjálfrátfc \ framan í sig. Þegar hann gekk inn í Tale myndasafniö daginn eftir og horfði ákafur i allar áttir til þess að gá að Mínu, varð hann mjög hrygg- ur er hann gat ekki komið auga á hana. Hann gekk hratt um myndasalina og hve ; feginn og fagnandi varð hann er hann sá j hana koma á móti sér. Hún var föl og vandræðasvipur var á gráu I augunum þegar hún rétti honum höndina. í „Eg kom seint," sagöi hún og forðaðist að líta á hann. „Eg — eg ætlaði ekki að koma.“ I „Ætluðuð þér ekki að koma? Hversvegna ?“ j spurði hann, þó að hann vissi fyrir fram | svar hennar. „Nei,“ sagði hún og horfði i augu honunr með áreynslu og einbeittlega. — „Eg fór að hugsa um það eftir á. Eg vissi, að Tibby mundi verða reið og eg sagði henni ekki frá , þvi, að eg hefði hitt yður. Og nú ætlaði eg ekki að koma. En eg — eg gat ekki gert | að þvi. Mér fanst það lýsa svo miklu van- j| þakklæti af mér að koma ekki til jiess að láta yður vita, að það yrði í síðasta sinn.“ „Eg skil,“ sagði hann eins lágt og Mína. „Þér haldið að það sé rangt af yður, Mína.“ Hún draup höfði; engin tár sáust í augunr hennar, en hann vissi, að hún óttaðist. að þau kynnu að brjótast fram. „Já, eg býst við að það sé. Tibby vildi fa 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.