Vísir - 13.08.1919, Blaðsíða 4

Vísir - 13.08.1919, Blaðsíða 4
VlSIR Tveir atvinnuvegir Styrkurinn til Búnaðarfélagsins. Báðir höfuðatvinnuvegir ís- lands eru jafngarnlir þjóðinni. Til skamms tima stóðu þeir Bokkurn veginn jafnt að vigi að J»ví leyti, að allir voru fátækir, sem stunduðu þá. Á þessu vildu allir ráða bót og skrifuðu og skrifuðu og lögðu á ný og ný ráð. En ekkert dugði. Alt sat í sama farinu. pað er bæði fróðlegt og lær- dómsríkt að líla á sögu sjávar- útvegsins. Menn leituðu til Danmerkur og Noregs eftir fyr- irmyndunum, á öldinni sem leið. Fáeinir menn lærðu sjó- mensku, og ef þeir hurfu heim, þá þótti eftirsóknarverðast að taka til að kenna öðrum. Kenn- arastaðan við sjómannaskólann þótti t. d..mesta keppikefli, þeg- ar hann var kominn á fót; sjálf sjómenskan ekki eins eftirsókn- arverð eða arðvænleg. En svo kemur mönnum all i einu í hug, að semja sig að sið- um þeirra þjóða, sem lengst eru komnar og afkastamestar í sjávarútvegi. þeir ráðast í að kaupa bolnvörpuskip. það lán- asl ágætlega. Sjávarutvegurinn verður alt i einu stórmikil auðs- uppspretta og nú finst öllum þetta bafa verið afskapiega auð- velt og fyrirhafnarlaust. En liætt er við að þeim fvndist annað, ef þeir þektu sögu þess atvinnu- vegs. En nóg um það. peir, sem nú læra sjómanna- fræði, gera það til þess að stunda sjómensku að loknu námi. pað hey'rist nú aldrei lalað um neina Bienn, sem finni hjá sér sérstaka köllun til að „kenna“ sjó- rnensku. En livað er um landbúnaðinn. þar helst enn þá gamla lagið. Fyrirmyndirnar sóttar fyrst og fremst til Danu og Norðmanna. j?eir, sem inest „læra“, hafa mestan áhuga á því, að gerast kennarar eða einhverskonar starfsmenn eða ráðunautar bún- aðarfélaga, til þess að leiðbeina öðrum. Hvernig skyldi slanda á þessu, að nálega hver lærður maður i búfræði vill heldur fást við eitt- hvert kenslustarf heldur en sjálfan búskapinn ? það er varla nema tvent til: annað hvort búast þeir við að vinna landi og lýð meira gagn með þvi móti, eða þeir treystast ekki til að búa. Ef hið fyrra er skoðun þeirra, má óhætt fullyrða, að bændur þykjast ekki hafa haft svo mik- ið gagn af ráðunautunum sem æskilegt væri, og vist er um það, að öllum kemur saman um, að wiörgu sé svo ábótavant í bú- skap, að svo búið megi ckki standa. En þeir, sem mest vit hafa — eða eiga að hafa — á búskap, telja mikJa nauðsyn á að fjölga ráðunautum. peir eiga af vera einskonar lifakkeri, þó i:ð stungið sé raunar upp á fleiri nýjungum, svo sem verkfæra- kaupum. Búnaðarfélagið sækir nú um uokkru meiri styrk en áður til .þingsins, og sumir amasl heldur við því, þó að þeir játi, að „eitt- hvað“ verði að gera fyrir land- búnaðinn. Mér finst styrkurinn sjálf- sagður, og hann ætti að vera marg-velkominn! En hvernig væri að skifta al- veg um stefnu í öJlum þessum búnaðarframförum, - „lcggja liönd á ]ilóginn“ í orðsins eigin- lcgu merkingu og sýna i verlti, að búnaður geti borgað sig, eins og liver önnur atvinnugrein? Eg vil láta segja við hina lærðu landbúnaðarmenn: — Veljið yð- ur sína jörðina hver og setjist þar að, og stundið þann búskap, sem yður er geðfeldastur. Eign- ist kúahú, fjárbú, hrossabú, eða alt í sameiningu; alið upp svín og alifugla; veitið á vatni; kaup- ið nýtísku vélar og stórvirkar; reynið innlend áburðarefni, þara og fleira og sýnið, hvort þér græðið eða ekki. Stjórnin ætti að geta látið alla þessa menn fá jarðir af sínum, annaðhvort keyptar, leigðar eða jafnvel gefnar, og milli þessara manna ætti svo að skifta mest- öllum þeim styrk, sem veittur er til landbúnaðar, í nokkur ár til reynslu, — og sjáum svo hvernig færi! þessum tillögum verður auð- vitað tekið eins og fullkomnum fjarstæðum, og eg sætti mig vel við það. En það gæti þó orðið einhverj- um íhugunarefni, hvort ekki fari eittlivað aflaga í þeim atvinnu- vegi, sem þeir vilja síst stunda er mest skilyrði eiga að hafa til þess að reka hann með arðvæn- legum árangri. Hinn mesti greiði, sem nokkur getur gert landbúnaðinum, er að sýna það í verkinu, að menn geti rékið hann me(5 sæmilegum hagnaði og án þess að slíta sér meira en_, við aðra atvinnuvegi. því fé er vel varið, sem til þess fer, hvort sem það er meira eða minna. þegar fyrirmyndin er fengin, þá kemur alt hitt af sjálfu sér, jafnt í húnaði sem i öðrum at- vínnugreinum. A. I. S. Góðnr skildingnr. „Fram“ á Siglufirði segir frá því 2. ágúst, að þá sé innflutn- ingsgjald af salti og tunnum, greitl á Siglufirði, orðið rúm 400 þús. krónur. Heimkominn. læknir. Trnr og siðprnðnr drengur sem getur iesið skrift, óskast tii að bera Yisi til kaupenda. I v©rslu.n Markúsar Einarssonar i Laugaveg 44. Fá menn eftirtaldar vörur ódýrastar: Kvensokka á kr. Barnasokka - — Nærföt (normal)----- Tóbaksklúta - — Stiausykur - — Ennfremur afar ódýrt !8irts. 1,80 parið. 1,50 — 10,00 0,90 stk. 2,00 kg. Skipsjómfrú og þjón vantar á s.s. ,Sterling‘. Brytinn hittist ki. 4-5. Prima Krystals^pa,. Stansasápa SalmlaK. Handsápmr GöirpvottadLiIi Fægílögul’ i versl. ,Skógafoss‘. A.ða,lstr seti| 8, Tajsimi r HÖSMJBil II 2 herbergi og eldhús óskast strax. Sigurbjörn Jónasson, Stýrimannaskólanum. r ViPAB-V«Iil» II 1 (53 Herbergi óskasl lil leigu sem fyrst. A. v. á, _ (95 1 Sendibréf með ljósmynd í hefir lapasl á leið frá Hverfis- götu að Bergstaðastræti. SkilisL á Bergstaðastræti 42. (97 Fundnar tóbaksdósir. Vitjisl á Bjargarstíg 14. (96 Eldavél, uoluð, lil sölu. A. v' á (9? Versl. Hlíf, Hverfisgötu 56 Á, simi 503, selur allflestar nau®' synjavörur, þar á meðal: S#* saft frá Alfr. Benzon, Soyja’ sósulit, sardínur, mysuost, kat smjörlíki, te, súkkulaði, caca°’ mjólk (sæta og ósæta), sr|PD teninga, súpujurtir o. fl. ið í síma 503 og spyrjið verðið. Ágætur barnavagn til ^ Lágt verð. Klapparstíg 2. _-- . F élagsprentsuuðjan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.