Vísir - 15.11.1919, Blaðsíða 2

Vísir - 15.11.1919, Blaðsíða 2
V í S I R Kjósendur! i dag eigiS þér að kjósa ]>ing- metin íyrir Reykjavik fyrir eitt kjörtimabil. Á þessu kjörtímabih ver'Ma á dagskrá sum mestu vanda- mál þjóMarinnar, og þar á meMal allra alvarlegasta máli*, sem veriS hefir á dagskrá þjóMarinnar um tugi ára. — ÞaM er fossamáliö. Stór háski vofir yfir þessari þjóh. ÞaM er aM visu ekki nein far- sótt, sem tekih geti lít landsmanna hundruöum saman, eins og sótt sú, sem geysaöi hér i fyrra um þetta levti. og stjórnarvöldin ekki gátu snúist viM ah stemma stigu fyrir. En sá háski. sem nú vofir yfir þjóöinni, þó aö annars eölis sé, er engu óalvarlegri. heldur miklu viö- tækari í raun og veru. Nú er þaö ef til vill líf islensku þjóMarinnar allrar, sem um er teflt. Einn fossabrasksinaöurinn sagöi eitt sinn, er hann fór um brúna á einni stóránni* eystra, eitthvaö á þessa leiö: „Gaman veröur aö lifa hér eftir 50 ár, þegar búiö veröur aö beisla alt þetta geipiafl og gera okkur þaö undirgefiö. En þá verö- ur engin íslensk tunga töluö her á landi.“ Þetta vita rnenn. En menn deilir á urn þaö, hvort meira skuli meta, þjóöerniö og umráöin yfir landinu eöa „auö og allsnægtir“, sem þó er vitanlegt fyrirfram, aö aö eins muni falla fáum mönnum í skaut. Um þetta er nú kosiö. Þess vegna er því hér meö alvar- lega beint til kjósenda, aö láta, viö þessar þingkosningar, ekkert ann- aö hafa áhrif á atkvseöi sín. en þaö. hvor stefnan í þessu máh menn hyggja aö veröa rnuni land- inu og þjóðinni giftudrýgri til frambúðar, að ofurselja orkuvötn- in í hendur útlendra auðfélaga, eða aö banna þeim allar stórfram- kvæmdir, og reyna heldur að bjargast af eigin rammleik. virkja fyrst í stað hin smærri aflvötn. til aflframleiöslu handa þjóðinni sjálfri, en færa sig svo upp á skaft- itS smátt og smátt. eftir því sem efnin leyfa og þörf þjóðarinnar sjálfrar krefst. Hagsmunir einstaklinga veröa að lúta í lægra haldi, þegar hags- munir þjóðarinnar eru í veði. f dag ættu kjósendur þessa bæj- ar og alls landsins að sameina sig í einn flokk, eSa þá aö skeyta ekki um neina flokka. Menn eiga ekki aö kjósa um neina flokks- eöa klíku-hagsmuni. Fyrst og fremst ber mönnum aö hugsa um hagsmuni alls landsins og. sjá þeim borgið. Þaö hefir rignt bréfum og á- vörpum yfir kjósendur hér í bæn- um undanfarna daga. þar sem þingmannaefnin eru að skora á menn og biSja menn aö kjósa sig. Frá einum frambjóöandanum hefir þó ekkert slíkt bréf verið sent út, enda hefir hann ekki eins „liátt- standandi“ stimpil til þess aö setja undir bréfin sem hinir. Honum hefir heldur aldrei kom- i8 til hugar, aö kjósendur létu slík ODEVKomr (tvær stæröir). Þeir sem hafa í hyggju að kaupa þessar ágætu bifreiðar á komandi vori, eru vinsamlega beðnir að gera pantanir hið allra fyrstá. Jóh. dlafsson & Co., Reykjavík. Leikfelag^Reykjavíkur. Nfársnóttin verður leikin sunnudaginn 16. þ m. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó laugardag kl. 4—7 fyrir hækkað verð og sunnudag kl. 10—1)2 og 2—8. Yenjulegt verð kr 2 og 2,50. Hækkað verð kr. 2,60 og 8,00. ráöagerö Jóns Magnússonar og bréf liafa áhrit' á atkvæöi sín. þvi bö sjaldnast er borift við að rétt- læta áskoranimar meö neinu öðrti en fánýtu hjali um flokkshagsinuni og því líku. Hann væntjr þess, að cins, aö hver kjósandi láti sann- færingu sína ráöa atkvæði sínu Þa* er skylda hvers góðs kjós- .-•nda aö bægja öllum öörum áhrif um frá sér. í hvafta flokki sem hann er, ber honum aö eins aö kjósa eins og sannfæringin segir honum a« rétt sé. Jafnvel þó aö hann hafi 'í fljótræMi lofaö ööru. bá má hann engin slík loíorö efna. Þaö er betra aö breg'öast loforöum sínum viö atkvæöabetlarana. held- ur en aö bregðast skyldum sínum viö land og þjóð, alda nienn og óborna. Daufar unðirtektir. 1 kosningablaöi „Sjálfstjórnar" i gær var birt „yfirlýsing og á- skorun*' frá nokkrum mönnum hér í bænum, um aö þeir styöji kosn- ingu þeirra Jóns Magnússonar og Sveins Björnssonar og óski að aör- ir geri þaö santa. Undirskriftum þessum hefir verið safnað saman undanfarna daga. meö miklum erf- iöismunum og fyrirhöfn. Fyrst var fjölmörgum kjósend- urn, eitthvaö um 900, skrifað og þeir beðnir aö koma til viðtals á skrifstofuna. Erindiö var að biðja þá aö skrifa undir. Undirtektirnar voru svo daufar, að ekki þótti ráö- legt að láta þar við sitja; og er þó haft eftir einum skrifstofu- manninum, aö 200 undirskriftir hafi átt að nægja. Hann hafði líka sagt, að þetta væri aðallega gerí vegna þess, að Jakob Möller hefði birt nöfn meðtnælenda sinna! t fyrradag voru menn sendir út með marga „lista", til að safna undirskriftum; því að í, gær átti að birta alla romsuna. En hvað varð svo úr öllum þess- um umbrotum? Það sást í „Kosn- ingablaðinu“ i gær. Undirskrift- irnar urðu samtals 136-— eitt hund- rað þrjátíu og sex — og virðist þú eitt vera tvítalið, en mörg tekin í heimildarleysi ; sem sé nöfn þeirra manna surnra, sem að eins gerðust meðmælendur Sveins Björnssonar og v í s t er, að ekki kjósa Jón Magnússon, og allmörg nöfn höfðu verið strikuð út á listunum, áður én prentað var af því að bein mót- rnæli höfðu komið gegn „trausta- takinu“ á þeim! Þó nú að öll þ e s s i atkvæði kæmu til skila við kosningarnar, sem nokkur vafi ícynni nú að leika á, þá hossaði það nú samt ekki hátt! Glapræðið mikla. Það varð mörgum hverft við, þegar Jakob Möller, á síðara fUndi sínum í Báruhúsinu, sagði frá dönsku stjórnarinnar, um að láta Island ganga inn i þjóðabandalag- ið með Danmörku. Það hefir veriö ein aðalkrafa Is- lendinga, aö hlutleysi landsins yrði viöurkent, svo aö það mætti vera óáréitt af öllum, þó að til ófriðar dragi milli stórþjóðanna. í ófriðn- um mikla vorum vér hlutlausir, af því að Danir voru það. Ef Danir ganga i þjóðabandalagiö. er hlut- leysi þeirra'úr sögunni, samkvæmt sáttmálanum um þjóöabandalagiö. Vér þóttumst því geta hrósað ekki litlu happi, er fullveldi landsins var nú viðurkent i endalok ófrið- arins, því að mjög- óttast menn það, að þess verði ekki langt að bíða, aö nýr ófriður blossi upp í heim- inum, þó aö allir voni. aö ekki komi til þess. Eií ef viðurkenning fengfst á hlutleysi landsins, þyrft-.- um vér þó ekki að óttast það, aö Island drægist inn í þá styrjöld. En ef ísland á hinn bóginn, gengi í þjóðabandalagið, gæti ekki verið um neitt hlutleyi aö ræða, heldur gæti það þá flækst inn í hverja deilu, sem upp kynni að rísa milli þjóðanna úr því. Þá er það og auðsætí, að ef ís- land ætti að njóta verndar hins danska hers, þá gæti ekki hjá því farið, að það yrði að greiða sinn tiltölulega hluta af útgjöldunum til þess hers í friði og stríði. Hjá þvi yrði alls ekki undir neinum kring- umstæðum komist nú, þegar land- j ið er orðið sjálfstætt ríki. Væntanlega þurfa menn nú ekki að óttast, að neitt verði úr þessu ráðabruggi. Þó munu þingmenn lengi vel hafa verið í vafa um það, bvort: „samtal“ forsætisráðherrans við dönsku stjórnina hefði ekki verið bindandi fyrir ísland. Það var að minsta kosti með naumindum sloppið frá því. Forsætisráðberra og Reykjavik. „Lögrétta" hefir ineðal annars haldið’ því fram, að forsætisráð- herrann væri ómissandi af þingí fyrir okkur Reykvikinga. Enginn niundi eirrs og hann geta gætt hagS kjördæmisins þar. ' Það er vitanlega skylda hvers þingmanns. aö gæta hagsmuna kjördæmis sins á þingi. Hvernig forsætisráðh. muni rækja þá skyldu i framtíðinni, ef bann nú yrði þingmaður, sltal engvr spáö um. En hitt er á allra vitorði, hvernig hann hefir ræíct hana hingað til. Og það spáir ekki góðu um framtíðina. Síðasta kjörtímabil var Reyfeja- vik ver en þingmannslaus. AS nafninti til voru tveix þingmenn, Reykvíkinga á þingi. F.n ekki nema. að nafninu. Jörundur var allur í vasa „Framsóknar“-flokksins, svo kallaða, eða réttara sagt spekúlant- anna, sem þann flwkk haía að leifc - soppi. Það var því ekki við miklu aö búast af honum, enda hafði vist cngirtn búist við miklu af honum, Um Jón var öðru máli að gegna. Hann var forsætisráðherra, valda- inesti maður landsins og valda- mesti maður Júngsins. Ætla mætti, að hvert það mál, er slíkur maður beitti sér fyrir, ætti vísan fram- gang á þingi. En hvernig hefir verið um málefni Reykjavikurbæj - ar á síðustu þingum? Ef ,,Lögrétta“ ætti að fara a« telja upp áhugamál Reykvikinga, þau er Jón Magnússon hefir kom- ið fram á þingi, býst eg við, að henni yrði ógreitt um svör. Því þau erti engin. En hins vegar má nefna fjölda mörg nauðsynjamál bæjarins, sem engan framgang hafa fengið á þingi. Má þar til dæmis nefna bæjargjaldamálið, dtt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.