Vísir - 22.01.1921, Blaðsíða 3

Vísir - 22.01.1921, Blaðsíða 3
V t s I R 3 '■1* »0* «1* *L» *i* fcl* jl Bæjarfréttir. J| •Goodiemplaraklúbburinn Sjá augl. hans í blaSinu í dag Annie, hiS enska skip suSurheimskauts- 'faranna, fór héSan í gær, áleiSis til Bíldudals, meS einhverjar vörur; lekur þar fisk og fer héSan til Stykkishóims og tekur þar fisk til utflutnings. M.sl(. Njáll fór til Stykkishólms í gær. \ E.s. Pór, björgunarskip Vestmannaeyinga, fer héSan í dag, áleiSis til Eyja. Lagarfoss^ kom til New York í gær. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11 síra Jóh. J?orkelsson; kl. 5 síra Bj.' Jónsson. í fríkirkjunni hér kl. 2 síra Ólafur Ólafsson; kl. 5 prófessor Haraldur Níelsson. E.s. ísland mun fara frá < Kaupmannahöfn á morgun. E.s. Mogens Koch kom frá PatreksfirSi í morgun meS 6 farþega. Saga Borgcrrœttarinnar. Fyrri kafli.hennar var sýndur í .síSasta sinn í gær, en í kvöid verS- xir síSari kaflinn sýndur í fyrsta .sinn. LeikhúsiS. „Heimkoman" eftir Hermann Sudermann verSur leikin í ISnaS- armannahúsinu kl. 8 annaS kvöld. Samsífota er leitaö fyrir veika stúlku, sem lengi hef- ir legiS á sjúkrahúsi, en á engan aS, sem getur hjálpaS henni til aS kljúfa legukostnaSinn. A samskota- listanum, sem borinn er um bæinn, fyrir hana, er vottorS frá síra Ólafi Ólafssyni fríkirkjupresti um ástæS- ur hennar, og má einnig senda gjaf- ir til hennar á afgr. þessa blaSs. Bio-sýningu, eina enn („bfandaSa") ætlar A-listinn aS halda á morgun. — Halda þeir emi uppteknum hætti, aS loka sig inni á fundum sínum og hleypa engum keppinautanna aS! Eru margir orSnir leiðir á þess- ari aSferS, og bráSlega mun verSa boSaSur almennur kjósendafundur, svo aS kostur gefist á aS heyra mál- svara allra flokka, ,og reynt aS fá hæfilega stórt húsnæSi. Alveg tilhœfulaust er þaS, sem AlþýSublaSiS sagSi í gær um þá bæjarfulltrúana Jón Ólafsson og pórS Bjarnason, aS þeir vildu ekki láta þá kjósendur, sem vantar á aSal- eSa auka-kjör- skrá, fá aS njóta réttar sín's. AS þeir ekki greiddu atkvæSi meS til- lögu þeirri, sem samþykt var á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag, stafaSi eingöngu af því, aS þeir j vildu fara aSra leiS til þess að koma j þessum mönnum á kjörskrá, sem sé j að setja þá á sérstaka viðaukakjör- skrá. Fyrir þessu gerði pórður i Bjarnason fulla grein á fundinum, og Alþbl. er það vafalaust kunnugt F1 ó n e 1. Vér höfum á boðstáium fjðlda margar teguudir af flóuelum sem "eld eru með lágu verði. — Kanpfélag Beykvikinga Laugaveg 22. Sími 7 2 8. Hitt og þetta. Óeirðiraar í Flensborg. Þess var nýlegá getið í skeyti frá Kaupmannahöfn, að fjöldi manns lieffii safnast saman utan viö hermannaskálana í Flensborg, „eftir jarSarför kommúnistafor- ingjans“ og heföi þá her- menhirnir ráöist út og skotið á lýöinn og' drepið 15 manns. Petta var ekki nánara skýrt í skeytinu, enda mun eitthva'S hafa falli'S úr i því. E11 i ensku hlaSi, dagsettu 5. j þ. m., er þess getiS, aS lögreglan I í Flensborg hafi drepið kommún- j istaforingjann.Hoffmann, er hann j gerSi tilraun til aS strjúka úr fang- j elsi. HerbúnaÖur Japansmanan. pessa árs fjárlagafrumvarp Jap- ans var birt fyrir jólin og þar ráð- j gert að verja 35'/2 miljón sterlings- punda til landhersins, en 67J/2 j miljón st.pd. til flotans, en það er rúmlega þrjátíu og þrem miljónum meira en síðastliSiS ár. Bretum og Bandaríkjamönnum stendur stugg- j ur af þessari ráðagerS og er nú ver- ið að reyna að koma á samkomu- lagi milli þessara þriggja landa, um aS auka ekki herbúnað á þessu ári og má vera. aS það takist. Leifur Sigurðsson endnrskoöari Hverfisgötu 94 Til viðtals 5—7 slðd. Caruso, hinn frægi söngvari, veiktist af brjósthimnubólgu skömmu fyrir jól og var þá staddur í New York. pess er getið, að 5 læknar og tv«r hjúkrunarkonur hafi stundaS iiann og var hann þó ekki talinn haettu- lega veikur. púsund lollurum tapar hann á dag viS þessi veikindfi, svo mikiS er dagkaup hans; enginn söngvari í heimi hefir slíkar tekjur. Framtíð Austurríkis. Afskaplegar hörmungarfregnir ílytja ensk blöð frá Austurríki, og þó einkanlega frá Vínarborg. Börn svelta þar þúsundum saman, og öll farigelsi eru troðíull. Mikið af föngunum eru konur, sem stolið hafa matvælum handa hungruöum börnum sínum. Mataja, foringi „kristinna jafnaöarmanna“ í Vín- arborg, sagöi svo nýlega í ræðu, að ef landiriu kæmi ekki mjög Karlmanna 1 alsLlaLSl^ór ódýrif' hjá ®t©íá,ni Ounnarssyni- Einþykka stúlkan. 65 sem var að koma ofan stigann meS svartan silkislóða í eftirdragi. — „Svona er kvenfólkiS! Nú höfum við öll beðiS eftir henni í fimm mín- útur.“ Cecil var í búningi franskra mit- aldaskálda og fór hann honum á- gætlega. pað var Carrie, sem hafði fyrst dottiS í hug að láta hann vera í því gerfi, og þegar hún stóð viS hliS honum, þá snart hún einn streng í gítarnum, sem hann bar á bakinu í gullfesti. Konurnar voru allar í hjúpi yfir veisluklæðunum, en ekki í grímu- danskjólum, pó að fordyriS væri nokkurn- vegin fullskipað af þessum flokki, þá A^ar þar enginn troðningur eSa asi á neinum. Kenworth lávarður var kominn þangað; hafði komið á aukalest frá Londcn til þess að vera á dans- •leiknum og nú var skipast í vagn- sætin og hestarnir þutu af stað. pessar tólf mílur vóru fljótfarnar -og það leið ekki á löngu áður en þau voru komin að dyrunum í Ferndale. „En hvaS hér er fallegt! “ varð Carrie aS orSi og augu benn- ar leiftruðu af eftirvæntingu. „petta er eitthvert elsta og feg- ursta höfðingjasetur í öllu landinu,“ svaraSi Cecil, „og Ferndake-ættin er einhver ágætasta ætt, sem eg þekki. pér mun brátt geðjast á- gætlega að þeim, einkum lafði Ferndale. Hún var einu sinni falleg og er ekkert nema gæðin.“ Carrie kinkaSi kolli og andvarp- aði ofurlítiS. „Mér finst í kvöld eins og eg gæti elskaS nornirnar þrjár í Macbeth." „Að ógleymdri prinsessunni,“ skaut Philippa inn í. Cecil Hló. „Eg hafði nærri gleymt henni, þessari leyndardómsfullu prinsessu." „En ekki eg,“ sagðiCarrie. „Mér leikur mesta forvitni á að sjá hana- Mér þætti gaman að vita, hvort hún er eins fögur eins og Kenworth lávarður lætur. Við fáum nú að • / (t sja. „paS fáum við ekki!“ svaraði Cecil. „pú gleymir því, lambið mitt litla, að við eigum öll að hafa grímur.“ „Já, eg steingleymdi því.“ „Ykkur er best að láta á ykkur grímurnar,“ sagSi Cecil þegar þjónninn lauk upp vagninum, og tók því næst ofurlitla silkipjötlu og lét fyrir andlitiS. pau stigu því næst út úr vagn- inum og gengu inn í forstofuna. Alt hjálpaðist að því að gera Carrie utan viS sig fyrst í stað: — Ljós- in, hljóðfærasláturrinn, sem barst í móti þeim úr danssalnum og fjöldi þjóna, er gengu aftur og fram í viðhafnarbúningum, — „En hvað þetta er alt furðulegt, Cfcil! pað er eins og ævintýraland, eins og all- ar hetjur heimsins séu hér saman komnar sem í draumi, eins og sögu- staSir og löngu liðnar aldir komi hér fram á sjónarsviSiS. Hvert eig- um viS nú að fara?“ spurði hún.. því að hann var að leiða hana að dyrum, sem lágu inn úr forstofunm og streymdu gestirnir þar út og inn. „ViS verSum aS fara og heilsa lafði Ferndale,“ svaraði hann, og gekk áleiðis inn í biðsalinn, þar sem Carrie sá konu í venjulegum veislu- klæðum, grímulausa, en gestírnir höfðu safnast umhverfis bana. pað var Iafði Ferndale, en Neville lá- varður gekk til hennar og leiddi Carrie við hlið sér. Hún rétti fram höndina og sagði einkennilega fögr- um málrómi: „paS gleður mig mjög mikiS, að sjá ySur kæra. pér verðið að koma seinna og lofa mér að sjá hana, lávarSur. . . E.n þá mintist hún þess, að ekki mátti nefna nöfn og hætti brosandi í miðri setningu, en nýja gesti bar að, og þckuðust þau fyrir þeiiri inn eftir biSsalnum. paðan hé'du þau inn danssalinn, mikilfenglegan sal, sem enn virtist fáskipaður og rúmgóður, þó að þar væri fyrir á að giska tvö hundruð gesta. Aldrei gleymdi Carrie þeirri sjón. sem þá blasti við augum hennar; oft átti sú sjón að elta hana á ó- komnur árum eins og martröð, bæði í svefni og vöku, því aS innan þess- ara veggja átti að gerast sárasú þáttur í ævi hennar. En engum skugga brá enn á gleði hennar, þar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.