Vísir - 18.03.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 18.03.1921, Blaðsíða 2
»»81» FeDguai£ine& p/a. íslaud: Hershey’ átsúkkulaði af mörgum tegun Hrísgrjón Matarkex - Lunch Sóda Snowflake - Cabin Maísmjöl Dósamjólk - ensk -16 oz. dósir Kaffi — Rio I Cocoa - frá Bernsdorp. Kartöflnmjöl Þessar vörur éru aö mun Ö<3L^’X!»d.rl en.undaufarið. Hershey’s cocoa í II 1! og 1 ]bs: dósum. höfum við fyrirliggjaudi. Jöh. Olafsson & Co. Símar 684 & 884. Reykjavík. Simuefui „Juwel“. Frá Alþingi. Traustsyfirlýsingin til stjórnarinnar feld með /2 all(V. — 15 þingmenti neita að greiða atlfvœði. J?að eru líklega einsdæmi, jafn- vel þó að leitað væri um öll lönd, þar sem þingræðisstjórn er, að starfandi stjórn sé svo gersamlega fylgislaus í þingi, eins og raun varð á um núverandi stjórn vora í gær. Eftir hinar löngu og ströngu tveggja daga umræður um van- traustsyfirlýsinguna í neðri deild, sem hér er ekki rúm til að skýra frá, var loks gengið til atkvæða rúmum tveim stundum eftir mið- nætti. Var fyrst borin upp dagskrár- tillaga Gunnars Sigurðssonar, um að lýsa trausti á stjórninni. Hafði hann áður boðist. til að taka þá tillögu aftur, ef teknar yrðu \k einnig aftur „loðmuIIu“-tillögur þær, sem fram höfðu verið bornar í því skyni, að fá vantraustsyfirlýs- ingunni vísað frá. En því tilboði var ekki tekið. Fóru síðan svo leikar að þessi traustsyfirlýsingartillaga var feld með 12 atkv., en 12 þing- menn neituðu að greiða atkvæði, vegna þess að tillagan væri „óþing- lega“ fram borin. Forseti neitaði að taka slíka undanfærslu til greiná, en þá kröfðust þingmenn þessir at- Tcvæðagreiðslu um það, og úrskurð- uðu með atkvæðum sínum, að þessi ástæða þeirra, til að koma sér hjá því að greiða atkv., væri „góð og gild“! pessir þingmenn vóru: Björn Hallsson, Einar porgilsson, Jón A. Jcnsson, Jón Sigurðsson, Jón por- lgksson, Magnús J. Kristjánsson, Olafur Proppé, Pétur Ottesen, Sig- urður Stefánsson, Stefán Stefáns- son, Sveinn Ólafsson og pórarinn Jónsson. Ráðherrarnir tveir, Magn. Guðmundsson og Pétur Jónsson, neituðu að greiða atkvæði, ekki af þvi að till. væri „óþingleg", heldur af því, að hún snerti þá, og loks neitaði porleifur Jónssön að greiða atkv., án þess að gera grein fyrir ástæðunni. — Af þingmönnunum tólf, sem áður voru taldir, var það játað, að þeir hefðu gert samtök um að hjálpast þ'annig að því, að komasjí hjá að greiða atkvæði, án þess áð það varðaði vítum, og þeir yrðu taldir „með meirihlutanum". Á móti tillögunni greiddu atkv. r Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Eiríkur Einarsson, Gunnar Sigurðs- son, Hákon Kristófersson, Jakob Möller, Jón Baldvinsson, Magnús Jónsson, Magnús Pétursson, Pétur pórðarson, porleifur Guðmundsson og porsteinn Jónsson. Lýsti forseti því þá yfir, að þessi traustsyfirlýsingartillaga væri fallin, en Bjarni Jónsson tók þá aftur till. sína (vantraustsyfirl.), með því, að sýnt væri, að stjórnin hefði ekki traust deildarinnar, og því óþarfi: að ganga til atkvæða um þá tillögu. — pá var því hreyft (Jón porl.). að traustsyfirlýsingin væri ekki lög- Iega fallin, og vitnað, því til sönn- unar, í grein í þingsköpunum, sem er á þá leið, að engin ályktun sé lögmæt, nema með henni hafi verið greiddur fullur helmingur atkvæða. — En slíkar hártoganir á orðum þingskapanna, geta engu breytt um það, að traustsyfirlýsingin var feld, og það svo rækilega, að ekkert at- kvæði var fáanlegt með henni. Er nú eftir að vita, hfternig „hæstvirt“ stjórn tekur þessum málalokum. — Viðbáran sú, að traustsyfirlýsingartill. hafi verið „ó- þinglega“ fram borin, af því að flutningsmaður hennar lýsti því yf- ir, að hann ætlaði að greiða atkv. á móti henni, er einskis nýt, og eru mörg dæmi þessu lík í þingsögunni. T. d. tók Benédikt sál. Sveinsson upp stjórnarskrárfrumvarp Valtýs Guðmundssonar á þingi 1897, sem Valtýr sjálfur hafði tekið aftur, og gerði Ben. Sv. það að eins í þeim tilgangi að það yrði felt. enda greiddi hann sjálfur atkv. á móti því. — En þingmennirnir, sem skor- uðust undan því að greiða atkv. um traustsyfirl. til stjórnarinnar í gær, vildu sumir hverjir með engu móti greiða atkv. með slíkri yfirlýsingu, hvernig sem hún hefði verið bon'n fram, en aðrir, hinir örfáu fylgis- menn stjórnarinnar, vissu á hinn Veginn, að þeir myndu ekki verða nema svo örfáir, s.em fást mundu til að greiða henni atkv., að þeir kusu heldur að taka þátt í samtökunum um að greiða ekki atkvæði, heldur en að láta það sjást, hve fáir þeir væru. pað var sagt í umræðunum í gær, áð núv. forsætisráðherra hefði til þessa „flækst fyrir“ því, að nokkur tilraun fengist gerð til þess að mynda samfeldan meirihluta um samstæða sijóm. Ef hann situr nú enn, í trássi við þessí úrslit, þá sann- ar hann þessi ummæli svo vel sem verða má. Og mikið má þá stjórn- ina langa til að hanga, ef hún get- ur sætt sig við atkvæðagreiðsluna, eins og hún varð, • Tiðskiftahöitin. Nefndarálit samvinnunefndar þingsins í viðskiftamálum um við- skiftahömlurnar hefir nú verið prent- að, og eru aðalniðurstöður nefndar- innar á þessa leið: „iSlefndinni þykir það mjög miklu máli skifta, að verðlag erlendra nauðsynja hér á landi geti lækkað sem fyrst og sem mest. Hún lítur svo á, sem innflutningshömlur geti tafið fyrir slíkri verðlækkun og að þær hafi gert það á stundum. Henni virðist hins vegar sem nú sé ekki lengur hætta á, að þær vörur muni fluttar inn um hóf fram, þótt slept sé hömlunum, því að lækkandi vöruverð og minkandi kaupgeta ætti að vera innflytjendum nægi- legt tilefni til varúðar. Hún vill því að gerðar séu nú þegar ráðstafanir til að innflutningshömlur á nauð- synjavörum verði afnumdar, og leggur til, að Álþingi láti þann vilja í ljós með því að fella frv. á þgskj. 14, en þar með- falla þá bráða- brrgðalögin frá 15. apríl 1920 úr gildi og þar með viðsþiftanefndin. Nefndin viðurkennir, að nauð- syn sé að takmarka póstávísanir frá íslandi til útlanda fyrst um sinn, en slíkar takmarkanir má gera með stjórnarráðstöfun, án þess að ti! komi sérstök lagaheimild, og er þetta atriði þannig ekki því til fyrir- stöðu, að bráðabirgðalögin séu feld úr gildi. pað verður ,ekki séð, að viðskiftanefndin hafi í framkvæmd- inni haft úrskurðun um yfirfærslur hankanna til útlanda, heldur hafi hvor banki ráðið þeim sjálfur fyrir sig, og virðist nefndinni, að svo megi vera áfram. Bann gegn því. að skipv^rjar eða farþegar flytji peninga til útlanda, virðist Jrýðing- árlaust eins og nú stendur, því að þeir einu seðlar, sem hér eru í um- ferð, eru ekki ínnleystir erlendis, svo nökkru némi, en gullpeningar og silfurpeningar eru ekki í umferð, og verða því ekki fluttir út. Telur nefndin því, að afnám reglugerðar- Brodergarn D.M.C. og flokksilki í öllum lit- um, fæst í Haimyrðaverslnninni örettisgötu 26, innar frá 26. apríl, sem að sjálf- sögðu fellur úr gildi með bráða- birgðalögunum, þurfi ekki að válda neinum vandkvæðum. pað hefir orðið að samkomulagi í nefndinni, að fallast á það, að heimildarlögin frá 8. mars 1920 héldust í gildi fyrst um sinn, en með því skilorði að „óþarfur varningur" í þeim lögum merki einungis óþarfar vörutegundir, en alls ekki nauðsyn- legar vörur, þétt landsstjórninni þyki óþarft að flytja þær til lands- ins eftir þeim kringumstæðum, sem kunna að véra fyrir hendi í ein- hverju einstöku tilfelli. Eftir því sem nefndin vill, að þau lög séu skilin. hefir þá stjórnin samkvæmt þeim heimild til að banna eða takmarka með reglugerð innflutning á óþörf- um vörutegundum, sem yrðu taldar upp í reglugerðinni. pó telur nefnd- in óhjákvæmilegt, að undanþágur frá slíku innflutningsbanni séu, ef til kemur, veittar, eftir svipuðum grundvallarreglum og viðskifta- nefndin hefir fylgt hingað til, en tel- ur að stjórnarráðið eigi að afgreiða slíkar undanþágur sjálft án þéss að halda uppi sérstakri skrifstofu til þess. Meðal nefndarmanna eru skiftaj skoðanir um það, hvort rétt eða hagkvæmt sé að stjórnin noti þessa heimild laganna frá 8. mars. Meiri- hluti nefndarmanna er þeirrar skoð- unar, að minkun sú á innfluttu vörumagp.i, sem leitt gæti af notkun heimildarinnar, jnuni nema svo lít • illi fjárhæð, að ráðstöfunin yrði þýðingarlaus fyrir verslúnarjöfnuð landsins, og kæmi því ekki að fullu haldi til gjaldeyrisspai-naðar. En nokkrir nefndarmenn álíta, að upp- hæðin muni nema svo miklu, að rétt sé að taka upp þessa tilhögun fyrst um sinn. Varð það að samkomu- lagi, að leggja það á vald stjórn- arinnar, hvort hún notar heimildina eða ekki.“ i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.