Vísir - 09.04.1921, Side 2
V
visiB
1
Hófum fyrirliggjandi:
Hafnfirðingar!
Ef þér viljiö fá bestu og um leiO ódýrustu þvottasápuua
Haframjöl
Hrlsgrjón
Bankabygg
Sagogrjón
Sagomjöl
Klofoar Bauuir
Heilar Baunir.
Caoao „Bernsdorp»“
Melrose-te
Exportkaffi
Eldspýtur
Colmans Stivelse
Maismjöl
Hafra.
em til er, þá kaupið „OCTAGröN“. Ennfremur hand-
sápur frá Colgate af mörgum tegundum {
VefsL Þ. Ingvarssonar
Haínarfirði.
Libby’s Mjðik væutaol. með Lagarfoss.
Sjúkrasamlag Rvikiir
hclt aðalfund sunnudaginn 3.
apríl í G.-T.-húsinu. Formaður
samlagsins, bankagjaldkeri Jón
Pálsson, setti fundinn og stýrði
kosningu fundarstjóra og var
Steindór Bjömsson kosinn fund-
arstjóri og Bjami Pétursson
fundarskrifari.
Lagðir fram og lesnir upp
endurskoðaðir reikningar sam-
lagsins fyrir síðastl. ár og báru
þeir með sér, að hagur samlags-
ins er nú með besta móti og er
það mikið að þakka, hve góður
órangur varð af skemtisam-
komu þeirri og hlutaveltu, sem
haldin var 1 vetur til ágóða fyrir
samlagið.
Tekjur samlagsins á árinu
voru kr. 58.808,6 og útgjöld kr.
58.450,63; þar af til lækna um
20.000, til lyfjabúða 8.140, til
sjúkrahúsa 17.953,25 og dagpen-
ingar 1702 kr. — Reikningarnir
voru samþ. án athugasemda.
Talsvert liafði borið á hirðu-
leysi ineð greiðslu iðgjalda s. 1.
2 ár; í tilefni af því brýndi for-
maður það fyrir samlagsmönn-
irni, hve mikla þýðingu það
hefði, fyrir samlagið og meðlimi
þess, að iðgjöldin væru greidd
á réttum tíma.
Nokkrar tillögur lil lagabreyt-
inga lágu fyrir fundinum frá
sjórninni, er flestar lutu að því
að skerpa aðhaldið gagnvart
greiðslu iðgjalda, þar á meðal,
að hver sá samlagsmaður, sem
ekki hefir greítt iðgjald sitt fyrir
15. dag hvers mánaðar, missir
réít til læknishjálpar og meðalft.
Breytingatill. voru allar sam-
þvktar.
Form. voltaði nefnd þeirri,
sámlagsmönmun og öllum þeim
er unnu að og styrktu síðustu
skemtun og hlutaveltu til ágóða
fyrir samlagið, og sem hafði
borið svo ágætan árangur, sitt
og stjómarinnar innilegasta
þalíklæti fyrir vel unnið starf í
þarfir samlagsins.
Sighv. Brynjólfsson mintist
með þakklæti á, hve vel bæjar-
búar utan saml., hefðu stutt
áðurnefnda hlutaveltu bæði með
gjöfum og á annan hátt, og tóku
fundarmenn einhuga undir það.
St j órnarkosning.
Úr stjórninni áttu að ganga:
Jón Pálsson form., Einar Árna-
son, þuríður Sigurðardóttir og
Steindór Björnsson. Voru þau
öll endurkosin, nema Einar
kaupm. Árnason, er hafði skor-
ast undan endurkosningu; í hans
stað var kosinn Jón Jónsson frá
Hól. þess utan eru nú í stjóm-
inni Bjarni Pétursson, Guðgeir
Jónsson og Felix Guðmundsson.
Varaformaður kosinn Sighv.
Brynjólfsson. Annar endurskað-
andi, Gísli Kjartansson, átti að
ganga frá, en var endurkosinn;
sömuleiðis annar varaendur-
skoðandi, Gísli Halldórss., end-
urkosinn.
Stjórninni falið að skipa sjö
manna nefnd til þess að undir-
búa og sjó um hlutaveltu, næsta
haust, til ágóða fjrir samlagið.
FjilU-Efriiiar.
Herra ritsjtóri!
Eg sé að mönnum verður
nokkuð tíðrætt í blaði yðar um
það, hvemig fé því verði var-
ið, sem greitt verði fyrír að-
göngumiða að fimtugustu leik-
sýningu Fjalla-Eyvindar. Mér er
það talsvert furðuefni, hvemig
slíkar bollaleggingar skuli hafa
getað orðið að blaðamáli. Ef til
vill er það réttasta skýringin á
því, að þeim, sem þessi skrif
hafa látið frá sér fara, hafi ekki
verið full-ljóst, um hvða þeir
hafa verið að skrifa. það, sem
farið er fram á, af báðum þess-
um mönnum, sem skrifað hafa ,
um þetta efni, er það, að leik- |
endur og þeir aðrii-, sem að leik-
sýningunni vinni, láti af hendi
kaup sitt fyrir starfann. pað
verður ekki betur séð, en að
greinarhöfundum þessmn virð-
ist fé það alls annai's eðlis, sem
mönnum er goldið fyrir þessa
vinnu en aðra. petta má að því
leyti til sanns vegar færa, að
þvi er til leikenda kemur, að leit
mun vcra að annari vinnu í þess-
um bæ, sem lélegri borgun sé
goldin fyrir. Fastir leikendur
vinna að æfingum 2—3 stundir
að kalla má á hverju einasta
lcvöldi allan vetúrinn, auk þess
sem þeir eiga að læra lilutverk
sín og þurfa einhvem tima til
þess að hugsa um þau. Sjálfum
er mér það óskiljanlegt, að það
að vinnan er þessa eðlis og
svona örðug, veiti óviðkomandi
mönuum, sem hafa þó ekki ein-
urð til þess að láta nafns sins
gctið, rétt til þess að ráðstafa
borguninni fyrir hana í biöðun-
um, eftir því sem þeim þylcir við
eiga.
Eg geri ckki ráð fyrir, að mörg-
um sé það Ijósara en Leilcfélagi
Reykjavikur, að íslendingum
beri skylda til þess að láta sér
vel farast við ekkju Jóhanns Sig-
urjónssonar. Og eg fæ ekki bet-
ur séð en að félagið hafi sýnt
það i verkinu, þó af veikum
mætti liafi verið. Hitt er mér
með öllu óskiljanlegt, að þvi
félagi beri meiri skylda til þessa
verks en lesendum rita Jóhanns
eða óhorfendum, sem notið hafa
ánægju af leikjum hans en ekk-
ert á sig lagt annað en að borga
inngangseyri. Eg hefi ekki þá
einurð — enda gæti eg ekki gert
það nafnlaust — sem til þess
þarf að fara til þeirra manna,
sem að leiksýningu þessari
vinna, og krefja þá um kaup sitt
— en hitt skal vera mér ljúft,
að taka við því, sem „Leikhús-
gestur“ og „Leikhúsvinur“ og
aðrir bæjarbúar kynnu að vilja
láta af hendi rakna til ekkju
Jóhanns Sigurjónssonar, uin
leið og eg sendi henni ritlaun frá
Leikfélaginú.
% 1921. "
Ragnar E. Kvaran,
p. t. framkv.stjóri Leikfélagsins.
>1 p
|| Bæjarfréttir. |f
* v
Jarðarför
Jóels sál. Jónssonar fer fi*am
í dag.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. 11 árd. síra
Jóh. þorlcelsson, kl. 5 sira Bj.
Jónsson.
í fríkirkjunni í Hafnarfirði
kl. 1 síra Ól. ól. og í fríkirkj-
imni hér kl. 5 sira ól. ÓI.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 2 st., Stykk-
Tapast hefur veski meö pen-
ingutn o. fl. Skitist á skrifstofu
Lögreglustjóra gegn fundarlaun-
um.
ishólmi 1,4, ísafirði 2, Akureyri
4, Grimsstöðum fr. 1, Raufar-
höfn hiti 2.2, Seyðisfirði 4.1,
pórshöfn í Færeyjum 5.5 st. —
Loftvog mjög há vfir Færeyjum
og Orkneyjum, stígandi eða
stöðug hér á landi. Suðlæg átt.
Horfur: Suðlæg átt.
Skúli fógeti
kom inn af veiðurn í gær;
liafði veitt vel,
Allir nemendur
Stefáns sál. skólaineistara á
Akureyri, sem staddir eru hér i
bæ, eru beðnir að koma á fund
í samkomusal mentaskólans S
morgun (sunnud. 10. þ. m.) kl.
5 síðd. Nefndin.
Vísir
kemur ekki út á morgun.
Kirkjuhljómleikar
Páls ísólfssonar verða endur-
teknir í kvöld.
Prentarar
liafa gleðskap í Iðnó í kvöld.
Síra Jakob Kristinsson
flytur erindi um stefnuskrá
guðspekisfélagsins í Nýja Bíó S
morgun kl. 3 e. h. Aðgm. fást
við innganginn og kosta 1 kr.
— Ágóðanum verður varið til
hjálpar austurrískum bömum.
Mínervu-fundur í kvöld.
Fjölmennið!
Sterling
fór frá ísafirði kl. 10 í gær-
morgun, og átti að fara beint
hingað. Kom hingað fyrir há-
degi.
•Gengi erlendrar myntar.
Khöfn 8. april.
Sterlingspund ..... kr. 21.60
Dollar..............— 5.52
Mörk................ — 9.10
Sænskar krónur ... — 130.25
Norskar krónur ... — 89.60
Fr. frankar.........— 39.50
Svissn. frankar .... — 96.00
Lírur .............. — 24.35
Pesetar............. — 77.50
Gyllini ............— 191.50