Vísir - 09.05.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 09.05.1921, Blaðsíða 2
VlSIK A & Biíreiðadekk Vkj í ____________ > '''4Æá3i5£KSSgSíaS®æ & Fytiriiggjandi Þakpappl. Haskinpappl. Sanmnr 2’ Teggiððnr. Símskeyti frá fréttaritara Vísia. Kaupmannahöfn 7. mai Herfðr Pólrerja. Innrásarher Pólverja er sifelt aukinn, segir Berlínarfregn, og eru hersveitir bandamnnna hver- vetna á undanhaldi, en væntasér liðstyrks á leiðinni. Fehrenhach hefir lýst yfir, að Þýskaland verði ajálft að grípa til nauðsynlegra ráðstafana; ef bandamenn komi ekki á friði eða þiggi hjálp Þjóð- verja til þess. Bandaríkin og yfirráðið. Simað er frá Washington, að stjórn Bandaríkjanna ætli að senda einkafulltrúa á fund yfirráðsins, á sendiherrastefouna og til skaða- bótanefndarinnar. Alþjððafundur skipaeigenda. Times segir, að alþjóðafundur akipeigenda verði haldinn_i Lon- don f októbermánuði. Kaupmannahöfn 8. mai Breska Terkfallið. Enn á ný hefir lmrðnað deilan um kolaverkfallið. Leiðtogar járn- hrautamanna og flutningamanna hafa bannað þeim að vinna að innflutningi kola til Englands frá Bandaríkjunum eða Frakklandi. Dregur til sáttu í Irlandi? Simað er frá London: DeValera sat á ráðstefnu rneð Craig, for- ingja Ulstermanna, síðastliðinn fimtudag. Reyndu þeir að semjn með sérgrundvöll til samkoniulags. Urslita-ákvarðanir ráðstefnunnar verða lagðar fyrir Ulsterþingið og þing Sinn Feina. Mælt er að báð- ir málsaðilar séu mjög fúsir til samkorhulags. Sjómannarcvkfall í ííorcgi. Verkfall norskra sjómanna hefst dag, en á morgun verður af- ráðið, hvort boða eigi til allsherj- ar verkfaíls. Þjóðrerjar og bandamenn. Simað er frá Beriín, að sú skoðun sé að ryðja sér tii rúms á þýska þinginu, að hafna beri úrslitakostum bandamanna. Herför gegn Pólyerjum. Borgarastyrjöld fullkomin er nú i Efri-Schlesíu, og með þvi að herforingjar i einkennisbúningum ráða fyrir pólsku hersveitunum, hefir þýska þjóðvarnarlið verið kvatt til vopna, en það eru 100 þúsundir vigra manna. Er liði þessu ætlað að ráða til orustu, ef þörf krefur, þegar Þýskaland hefir sagt Pólverjum stríð á hendur. Stjórnin i Varsjá lýsir yfir því, enn á ný, að hún eigi engan þált í innrás Pólverja. Vísir hefir veriö fáoröur um bankamálin á þingi, og eru til þess þær ástæöur, að ritstj. blaðsins á sæti í nefnd þeirri, sem um þau mál hefir fjallað, og taldi hann það ekki viðeigandi að gera þau að blaðamáli, meðan nefndin var að störfum. Nú hafa önnur blöð vikið nokkuö að þessum málum, og það á þann hátt, að rangt er að láta það afskiftalaust. Því hefir verið haldiö fram, að andstæðingar stjórnarinnar á þingi hafi reynt að nota peningamálin sem árásarefni á stjórnina, og það talið „illa farið.“ Sannleikurinn er nú sá, að það gat ekki vel hjá því farið, að eitthvað yrði sveigt að stjórninni fyrir meðferð þessara mála, og því fer fjarri, að stjórn- arandstæðíngar hafi þar gert nokkúrn úlfalda úr mýflugu, svo sem í því skyni að fella stjórnina, og skal þaö nú sýnt. Það er kunnugt, að þegar þing kom saman, hafði fjárkreppan þjakaö landinu í tíu mánuöi, og herti æ meira og meira að. En af öllum þeim frumvörpum, sem stjórnin lagði fyrir þingið, laut þó ekki eitt einásta að því, að ráða bót á þeim vandræðum, uema frv. „um seðlaútgáfurétt o. fl.“, sem vitanlega laut þó eingöngu að skipun seðlaútgáfunnar. En stjórn- in gaf það í skyn, að með jæirri skipun seðlaútgáfunnar mundi í raun og veru alt fengið. Það hefði nú mátt ætla, að þetta frv. hefði verið sæmilega undir- búið, en |)ví fór fjarri. Stjórnin fullyrti, að báðir bankarnir hefðu samþykt það „i flestum aðalatrið- um,“ en það kom smátt og smátt í Ijós, að ekki að eins bankana greiiídi á urri frv., ráðherrunum kom heldur ekki saman. Þeir lögðu mismunandi skilning í eitt höfuð- atriði j)ess, en úr því var reynt að bæta með óákveðnu orðalagi! slöngur á fram- og aftarbjól JF" or d. bitreiða, höfam tíÖ fyriríiggjandi. Jöh. Olafsson & Co. Hér við bættist það, að þær von- ir, sem stjómin hafði gefið nm það, að sú skipun seðlaútgáfunn- ar, sem frv. gerði ráð fyrir, myndi að 'nokkru leyti geta greitt úr fjár- kreppunni, reyndust öldungis fá- nýtar. Stjórninni sjálfri bárust í hendur gögn, er báru það með sér, en því fór svo fjarri, að hún að fyrra bragði birti þinginu, eða nefndinni, sem um málið fjallaði. þau gögn, sem henni bar þó að sjálfsögðu að gera, að hún leyndi þessum gögnum í lengstu lög og það þrátt fyrir eftirgrenslan af hálfu nefndarinnar. Seðlafrv. stjórnarinnar laut að þvi að koma seðlaútgáfunni i hendur Landsbankans, smátt og smátt. — En auk þess ágreinings, sein um það er, á hvem hátt seðla- skiftin skuli fara fram, er það líka álitamál, hvort rétt er að gera Landsbankann að seðlabanka. Það væri að líkindum heppilegra, að fela hinum fyrirhugaða fasteigna- banka seðlaútgáfuna. Landsbank- inn fæst við alveg samskonar störf eins og Islandsbanki, hann er að vissu leyti „spekulaúons"-banki, liann hefir miklu stærri sparisjóð og er að því leyti ekkert betur fallinn til þess að vera seðlabanki. — Fasteignabankinn á ekki að fást við nein „áhættu“-fyrirtæki, og engan sparisjóð að hafa, og ef ó- gulltrygða seðla ætti að gefa út, þá ætti fasteignabankinn einmitt að fá þann útgáfurétt. 1 öðrum löndum hefir mikið verið um það rætt, að hverfa frá gulltryggingu seðla, en láta einmitt fasteignaveð — og þá helst jarðarveð — koma í staðinn, en seðlarnir yrðu þá í raun og vem bankavaxtabréf, notuð sem seðlar, en ríkissjóöur fengi vextina. — En þó að um þetta megi ef til vill deila, þá verð- ur því þó ekki neitað, aö nokkur ástæða geti verið til að íhuga það og fresta endanlegri skipun seðla- útgáfunnar að sinni. Það er það, sem stjórnarandstæöingarnir á þingi vilja gera, en það, að þeir vildu ekki reyna að „lappa upp á“ seðlafrumvarp stórnarinnar, sem ekki einu sinni fylgismenn stjórn- arinnar sáu sér fært að taka að sér, það er nú lcallað að nota málið til árása á stjórnina. Andstæðingar stjórnarinnar hafa einmitt farið mjög vægilega að henni í þessu máli, en stjórnin hef- 'ir farið frámunalega óviturlega að ráði sínu. Hún hefir gert það að kappsmáli, að fá endanlega skipun gerða á seðlaútgáfunni á þessu þingi, í stað þess að fallast á það, „þegjandi og hljóðalaust", að láta það bíða betri tíma og fullkomnari rannsóknar. Nú er svo komið, að fjögur seðlafrv. liggja fyrir þing- inu, og veit enginn hvað ofan á veröur, eða hvort nokkurt þeirra verður samþyktl Stjórnin hefir gert þetta seðla- mál að aðalatriði peningamálanna, í stað þess að það er í raun og veru aukaatriði, eins og nú er ástatt. En af þessum misskilningi stjómar- innar stafar það, að ekkert hefir verið gert, enn sem komið er, til þess að greiða úr fjárkreppunni. Páll E'Iinpsen sunikennari. Páll Erlingsson, sundkennari, hefir nú hætt sundkenslu, eftir nær 30 ára starf og veit víst enginn tölu þeirra, sem hann hefir kent sund, — þessa íþrótt, sem fegurst er allra íþrótta og eitt sinn var höfuð-íþrótt íslendinga, en nálega. gleymd hverju mannsbarni hér á landi í uppvexti Páls, svo að hann var jafnvel um eitt skeið farinn að örvænta um, að hann munds nokkru sinni sjá syndan mann. Var hann kominn nær þrítugu er hann lærði sund. Braust hann þá hingað suður, af miklum vanefnum, til að læra sund af Birni Blöndal, er þá fyrstur manna var farinn að kenna sund hér í gömlu laugun- um. Að loknu námi hélt hann aust- ur til átthagfe sinna, en fám árum cftir lát Bjöms heitins Blöndab réðst hann suöur hingað til að kenna sund, að áeggjan Björns Jónssonar, er þá var ritstjóri ísa- íoldar, og best var sundfær, með Indriða Einarssyni, þeirra, er þá voru hér í Reykjavík. Síðan hefir Páll kent sund á hverju ári, oftast fyrir „mjög sanngjarna borgun," það er að scgja: afarlág laun. Nemendur Páls erti víst fleiri og færri í hverri sýslu á landiriu, ef ekki í hverri sveit, og margir þeirra hafa bréflega tjáð honum, að þeir hafi átt sundkunnáttu sinni líf sitt að launa. Þeir, sem notið hafa kenslu Páls, lúká upp einum munni um skyldu- rækni hans í því starfi og bregðs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.