Vísir


Vísir - 23.05.1921, Qupperneq 2

Vísir - 23.05.1921, Qupperneq 2
XIRiK Saistöð okkar er til sölo, með ðllm tilheyrandi. ^ Allar upplýsingar geta menn fengið hjá okkur eöa stööyar- •tjóra Bjargmundi Gaömundssyni. Símskeytl tri fréttaritara Vísis —o— Kaupmannahöfn 21? maí. Bandartkin og England. Frá London er símað, að hinn nýi sendiherra Bandaríkjanna hafi lýst j?ví yfir, að Bandaríkin ætli als ekki að ganga í pjóðbandalagið og vilji engin afskifti af ]?ví hafa. Hins vegar hefir hann, fyrir hönd Hard- ings forseta, heitið Bretum samvinnu Bandaríkjanna, og er það ætlun ýmsra, að Bretar og Bandaríkin hafi }?egar komið sér saman um sameiginlega stefnu í heimsstjórn- málunum, NorÖmann fá Lán í Bretlandi. Frá London er símað, að enskir bankar hafi boðið út fjögra miljóna sterlingspunda lán fyrir norska ríkið og upphæðin verið boðin fram inn- an tveggja stunda eftir að útboðið yar birt. ff Ófröar-glæpirtúr. Frá Berlín er símað, að rannsókn ófríðarglæpamálanna eigi að hefj- ast á mánudaginn (í dag) fyrir rík- isréttinum í Leipzig. Gengi erl. m]>ntar. Erlend mynl. 100 kr. sænskar . . . . — 130.75 100 — norskar . — 88.00 100 lírur ítal . — 30.85 100 pesetar, spansk. . 74.50 100 frankar fr 48.35 100 mörk þýsk 9.40 Sterlingspund . - 22.00 Dollar . — 5.51 (Frá Versl.ráðinu). Margir hafa furðað sig á ]zví, hve símskeytin minnast sjaldan á kola- verkfallið breska, sem þó er sá at- burður, er íslendinga skiftir meira en nokkuð annað, sem nú er fram að fara úti um heim. En verkfallið hefir í raun og veru verið viðburða- lítið frá upphafi og jafnvel alls ekk- ert gerst, frásagnarvert, tímunum saman. í nýjustu enskum blöðum, sem hingað hafa komið, er þess getið, að h.IutaðeiVendir Iiaf' •■’á samningum fyrir nokkru og engar líkur virðist til, að nokkur ætli að hefja nýjar samningaumleitanir í bráð. Öllum virðist það ráðgáta, hvern- ig námamenn fari a ðdraga fram líf- ið. Verkfallssjóðir allir voru gersam- lega eyddir eftir tvær til þrjár vik- ur, en samskotafé hefir verið hlut- fallslega lítið. Neyðin er sögð mjög mikil og fer dagversnandi, en þó sjást þess engin merki, að verkamenn vilji taka þeim kjörum, sem boðist hafa. Járnbrautarmenn og flutninga- menn ætluðu í fyrstu að ganga í verkfallið, en hurfu frá því. pó hafa hinir fyrnefndu ekki viljað flytja kol til iðnaðar, en hinir síðarnefndu hafa neitað að ferma eða afferma skip, sem nota útlend kol. pó hafa þeir ekki fengið loforð um stuðning frá „Alþjóðafélagi flutningamanna,* enda er sá stuðningur ekki talinn mjög mikils verður, eins og nú standa sakir. Fyrstu viku í þessum mánuði var flutt lítið eitt af kolum frá Belgíu til Bretiands og urðu sjálfboðalið- ar til að afferma þau. Stjórnin lét það boð út ganga, að þjóðarnauðsyn væri á kolum frá öðrum löndum og yrði að nota sjálfboða til að koma þeim í land. Strangar takmarkanir hafa verið settar um kolanotkun í Bretlandi og þykja horfurnar hinar ískyggileg- ustu. Þinglekia. pingi var slitið á laugardaginn kl. 1 Zi síðd. eftir tæpra 14 vikna setu. petta þing hefir þannig orðið eitthvert lengsta þingið, sem háð hef- ir verið. Fundir voru haldnir 79 í e. d., 77 í n. d. og 4 í sameinuðu þingi. Lögin, sem þingið afgreiddi, urðu 71 talsins (49 stjórnarfrv. og 22 þingmannafrv.), og mætti það telj- ast vel að veríð, ef vel væri gengið fiá þeirri lagasmíð. Munu aldrei hafa verið samþykt svo mörg lög á einu þingi. Lögin eru þessi: 1. um afnám laga nr. 12, frá 18. sept. 1891, um að íslensk lög verði eftirleiðis aðeins gefin út á íslensku. 2. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast fyrir hönd rík- issjóðs nýtt skipaveðlán h. f. Eimskipafélags íslands. 3. um sendiherra í Kaupmanna- höfn. 5. 6. 7. 8. 9. 10. II. lp. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. 38. 39. 40. í um heimild fyrir ríkisstjómina að taka í sínar hendur alla sölu á hrossum til útlanda, svo og útflutning þeiiTa. um samþykt á landsreikningn- um 1918 og 1919. Fjáraukalög fyrir árin 1918 og 1919. um friðun rjúpna og breyting á lögum um friðun fugla og eggja nr. 59, frá 1913. um veiting ríkisborgararéttar. um breyting á lögum 8. okt. 1913 um bæjarstjóm á Akur- eyri. um stækkun verslunarlóðarinn- ar í Bolungarvík í Hólshreppi. um löggilding verslunarstaðar á Suðureyri við Tálknafjörð. um sölu á kirkjujörðinni Ups- um í Svarfdælahreppi í Eyja- fjarðarsýslu. um eignarnám á vatnsréttind- um í Andakílsá, o. fl. um biskupskosningu. urn breyting á Iögum nr. 54, 30. júlí 1909, um stofnun vá- tryggingarfélags fyrir fiskiskip. um breyting á lögum nr. 36, 26. okt. 1917, um stofnun al- þýðuskóla á Eiðum og afhend- ing Eiðaeignar til landssjóðs. um einkaleyfi handa háskóla íslands til útgáfu almanaks. um sölu á landspildu, tilheyr- andi pnigeyrarklausturspresta- kalli, til Blöndóshrepps. um aukatekjur ríkissjóðs. um verslun með tilbúinn áburð og kjarnfóður. um breyting á lögum nr. 40, 30. júlí 1909, um sóknargjöld. um breyting á póstlögum nr. 43, 16. nóv. 1907, og lögum nr. 64, 28. nóv. 1919. um erfðafjávskatt. um breyting á lögum nr. 84, 14. nóv. 1917, um slysatrygg- ing sjómanna. um lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra. um framlenging á gildi laga nr. 57, 28. nóv. 1919. (Seðlaauki íslahdsbanka, bráðabirgðal.). um breyting á lögum nr. 71, frá 14. nóv. 1917, um vátrygg- ing sVeitabæja og annara húsa í sveitum utan kauptúna, svo og um lausafjárvátryggingu. um samvinnufélög. um lestagjald af skipum. um vörutoll. um stofnun og slit hjúskapar. um einkasölu á tóbaki. um breyting : 1. gr. tolllaga, nr. 54, 11. júlí 1911. um friðun lunda. um varnir gegn berklaveiki- um viðauka við lög um lauri embættismanna, nr. 71.28. nóv 1919. um breyting á lögum nr. 58, 30. júlí 1909, um breyting á lögum nr. 34, 16. nóv. 1917, um skipun læknishéraða o. fl. um afstöðu foreldra til óskilget- inna barna um breyting á lögum nr. 67, 14. nóv. 1917, um bæjarstjóm ísafjarðar. Fjáraukalög fyrir árín 1920 og 1921. 41. um viðauka við og breyting á lögum nr. 58, 28. nóv. 1919. um bæjarstjórn á Siglufirði. 42. um húsnæði í Reykjavík. 43. um lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra. 44. um læknaskipun í Reykjavík. 45. um hvíldartíma háseta á ís- lenskum botnvörpuskipum. 46. um sölu á prestsmötu. 47. um skipulag kauptúna og sjáv- arþorpa. 48. um bifreiðaskatt. 49. um afstöðu foreldra til skilget- inna barna. 50. um breyting á lögum nr. 21, 9. júlí 1909, um fiskimat, 51. um veiting ríkisborgararéttar 52. um útflutningsgjald af sfld o. fl. 53. um breyting á fátækralögum frá 10. nóv.1905. 54. um einkasölu á áfengi. 55 um eignarnám á landspildu á Bolungarvíkurmölurn 56. um stofnun Ríkisveðbanka Is- lands. 57. um breyting á lögum nr. 26, 22. nóv. 1918, um bæjarstjórn Vestmannaeyja. 58. um fasteignaskatt. 59. um breyting á sveitastjórnarlög- um 10. nóv. 1905. 60. um breyting á þeim tíma, er manntalsþing skulu háð. 61. um lneppskilaþing. 62. um útflutningsgjald. 63. Fjárlög fyrir árið 1922, 64. um afsals- og veðmálabækur Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. 65. um heimild handa landsstjóm- inni til framkvæmda á rann- sóknum til undirbúnings virkj- unar Sogsfossanna. 66. um tekjuskatt og eignaskatt. 67. um stimpilgjald. 68. um seðlaútgáfu íslandsbanká. hlutafjárauka o. fl. 69. um heimild til lántöku fyrir rík- issjóð. 70. um hlutafélög. 71. um heimild handa ríkisstjórn- inni til að hafa á hendi útflutn- ing og sölu síldar. Síðasta verk þingsins var kosning tveggja manna til að meta hluta- bréf íslandsbanka, ef svo skyld: fara, að ríkissjóður keypti hluti í bankanum. Var sú kosning einkenni- leg að því leyti, að meiri hluti þíngs- ins lét hana afskiftalausa, og skiluðu 22 þingmenn auðum seðlum. Kosnir voru: Bjöm Kristjánsson fyrv. bankastjóri og porsteinn J?or- steinsson hagstofustj., og munu þeir hafa verið tilnefndir af stjóminní. Hlaut B. Kr. 17 atkv. en p. p. 15. Magn. Jónss. próf. 2, P. A .Ólafss. I og Böðv. Bjarkan 1. — Afskifta- leysi hinna 22 þingm. af kosning- unni. mun eiga að skilja svo, að þar sem svo var fyrir mælt í lögunum. að kosið skyldi óhlutbundinni eða meiríhluta kosningu, þá ætti stjóm- iu að sjálfsögðu að ráða kosning- unni og bera allan veg og vanda af henni. Og af kosningunni má sjá, hvert raunveiulegt þingfyigi stjómar- innar er.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.