Vísir - 15.06.1921, Page 2

Vísir - 15.06.1921, Page 2
xfiftil . - Hðfain fyrirliggjaudl: Saltkjöt Lunch —- sætt matarRex Gabiíi — ósætt — Græaar bauair Kartöfluœjöi. Sagogrjöa IÞurkuð epli. Hershey’s átsúkkulaði og COCOa höfaaa við f/rirliggjandi Jöh. Olaísson & Co. Slmar: 584 & 884. Reykjavík. Simnefni „Juwelu. Það rignir íi morgun. Munið eitir regnkápu átsöl- unni í ThomseuB'iUndi — örfá 8kref fr& ísl&ndsbank& aö aust- anveröu. H.œ5a Bjarna Jónssonar Jrá Vogi, , Ká tiu ára afmœli íþróltavallarins, 11. þ. m. Góðir íslendingar, konur og menn! Saga þessa vallar er rituS í MorgunblaSinu 12. sept. 1920. pangað vísa eg þeim, er vita vilja nánar um þetta efni. pess eins skal hér getið, að vallargerðin var lúð mesta þrekvirki, unnið með góðum yilja, þrautseigju og þoli og hollum metnaði. Enda er nú glæsilegur sig- ur unninn. íþróttir efla þrek, þrekmenn vinna þrekvirki. Og það er yndi þeirra. Mikið er unnið, meira er eftir. Enginn biðst hvíldar, hugurinn sæk- ir áfram. Excelsior! pessi völlur hefir sama eðli sem Draupnir, drupu af honum 9 hring- ar jafnhöfgir 9. hverja nótt. Svo er hér, bæði í Rvík og annarsstaðar um land. Takmarkið hefi eg spurt um, og hefir Sigurjón Pétursson svarað svo: Hver maður leggur stund á íþróttir, karl og kona, þar til höfuðeinkenni þjóðarinnar verður: fimi, afl, ítur- mannlegur vöxtur, áræði, þol, snar- ræði, vilji til frelsis og vit til að njóta þess, metnaður, dugur og drenglyndi. Karlmenn fagrir sem Apollo og fræknir sem Gunnar og Skarphéð- inn, konur íturvaxnar sem Aþena, hraustar sem spartverskar konur og fræknar og hugaðar sem Helga jarlsdóttir, kona Harðar. Andar göfgi beggja til jafns við Forn- Grikki og íslendinga hina fornu. Mikið er unnið. Völlurinn er 10 sinnum betri en í upphafi fyrir 10 árum, íþróttamenn eru 10 sinnum fleiri í Rvík en fyrir 10 árum, 1000 fyrir 100, 10 sinnum fleiri íþrótta- mót nú en þá. Meira er óunnið. Á næstu 10 ár- urn verður að tífalda það, sem nú er, og svo áfram áratug eftir ára- tug þar til allir landsmenn eru orðn- ir íþróttamenn, en þá kemur viðhald og vöxtur að gæðum. Aldrei má íþróttin hvflast. Hún verður að vera sístarfandi. Henni veljum vér einkunnarorð jarðarandans í Faust: Á lífsins djúpi, í stormi starfs eins og í ólguköf hvarfía eg hér og þar, er eg upphaf, gröf og óslitinn mar, og bylgjandi íðin og brennandi stríðin. I þjótandi tímanna vefstóli vef eg voðirnar lifandi ogdrottniþærgef. Vel sé þeim, er hófu endurreisn íslenskra íþrótta, vel sé þeim, er síð- an hafa unnið að viðgangi íslenskra' íþrótta og vel verði þeim er halda fram stefnunni, vel verði þeim, er fulikomna starfið og halda því við síðan. Verði þessi völlur Íþrótta-Draupn- ir íslands! Verði þessi vísir upphaf svo mikils þjóðarþroska, að frægð íslands verði meiri en hún hefir mest verið. Verði þjóð vor sönn öndveg- isþjóð. Verði oss að þeim vonum, er eg nefndi. — Lifi og blómgist íslenskar íþróttírf SjfitrassmUg Beylfayíkar. Á síðasta aðalfundi Sjúkrasam- j lags Reykjavíkur voru samþyktar nokkrar breytingar á lögum samlags- ins og hefir stjórnarráðið staðfest þær. pessar breytingar voru við 6. lið 9. gr. laganna og hljóðar nú þessi liður greinarinnar þannig: ,,Hver samlagsmaður skal greiða mánáðargjald sitt fyrirfram á skrif- stofu gjaldkera. Ef samlagsmaður greiðir ekki mánaðargjald sitt fyrir I5.dag hvers mánaðar, fellur niður réttur hans á ókeypis læknishjálp, lyfjum og sjúkrahúsvist. Er samlagsmaður ætíð skyldur til að sýna lækni og lyfja- búð gjaldabók sína, nema um slys sé að ræða. En ef þrír mánuðir líða án þess hann greiði gjöld sín. þá er hann úr samlaginu, Skal gjaldkeri gera honum aðvart um þetta fyrir miðjan þriðja mán- uðinn. Sama gildir og um vara- sjóðsgjald. Umsögn gjaldkera er full sönnun þess, að aðvörun, sem jafnan skal vera skrifleg, hafi farið íram. Samlagsmaður skal greiða allan þann kostnað, er leiða kann ab þvi að innheimta þau gjöld hans, sem fallin eru í gjalddaga. pessar breytingar koma til fram- kvæmda 1. júlí næstk., þ. e. a. s- að síðasti gjalddagi á iðgjöldum fyrir júlímánuð verður 15. julí og svo 15. dagur hvers manaðar upp frá því. Vonandi að þessar breytingar nái tilgangi sínum með það, að meðlim- ir samlagsins greiði gjöld sín í tæka tíð, enda er það lífsspursmál fyrir vöxt og viðgang samlagsins, og of mikið í húfi fyrir hvem einstakan meðlim þess, að sýna hirðuleysi í því efni og missa við það þau miklu réttindi, sem þeir annars njóta, því tilhliðrun eða undanþága, hvorki má eða getur komið til greina fremur en hjá öðrum tryggingarfélögum. Sjúkrasamlagið er eitt það þarf- asta og besta félag, sem hér hefir verið stofnað, og mörgum félags- manni hefir það hjálpað fjárhags- lega, þegar veikindi hafa borið að höndum, já, mörgum, sem annars hefðu orðið að leita á náðir armara. Skulu hér að eins tilfærð nokkur dæmi áf mörgum: 1. Stúlka ein, fátæk og um- komulaus, fékk úr samlagssjóði síð- astliðið ár fullar 1400 kr., en gjöld hénnar til samlagsins það ár voru 20 kr. 40 au., og með þeirri upp- hæð hafði hún trygt sér þessar 1400 krónur. f 2. Fátæk kona frá bamaheimill fær sömu upphæð fyrir sama gjald. 3. Maður með stóra fjölskyldu hefir legið á sjúkrahúsi síðan um nýár; fyrir hann hafa verið borgað- ar 1200 kr. 4. • Barn, frá fátæku heimili hef- ir legið á Vífilsstaðahælinu síðan um áramót; fvrjr það hafa verið borg- aðar 700 kr. Hverjar hefðu afleiðingamar orð- ið fjárhagslega hjá þessu fólki, ef það hefði ekki verið búið að tryggja sér þessa hjálp ? J?að munu víst flest- ir geta farið nærri um það. Menn og konur! íhugið hvaða þýðingu slík tryggingarfélög geta: haft; gleymið ekki að veikindi geta fljótlega að höndum borið — gera ekki boð á* undan sér — og þá er ofseint að ganga í sjúkrasamlag. Dragið því ekki lengur að afla yður þessarar tryggingar og gangiS í Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Bjarni Pétursson. • . ... .a&a .-ia. V' i ' t \ | Bæjarfréttir. |j Botnia er væntanleg hingað kl. 7 í kvöld. Símon pórðarson lauk embættisprófi í lögum hér í háskólanum í gær. Tveir guðfrœðingar lúka embættisprófi í dag, þeár Björn O. Björnsson og Friðrik A. Friðriksson. peir flytja prófprédik- anir sínar í dómkirkjunni kl. 5 síðd. Steindór Gunnlaugsson, cand. juris, kom hingað til bæj- arins í gær. Hann hefir verið settur ; sýslumaður í Árnessýslu undanfarna sex mánuSi. FróSir menn segja, að fimtán menn hafi gegnt sýslumanns- störfum í Árnessýslu síðan Sigurður sýslumaður Ólafsson í Kaldaðarnesi sagði af sér. Sþáli hefir verið reistur sunnan við Iðn- aðarmannahúsið og hafa vegfarend- ur gert sér að skyldu að skemma : hann eftir föngum, þegar þeir hafa ! gengið frani hjá. Ef ekki tekur fyr- | ir þessar skemdir, verður öll umferð bönnuð sunnanverðu við Iðnó. i Nþja Bíó biður þess getið, að þeim, sem ekki gátu séð seinasta þáttinn af mynd þeirri, sem nú cr sýnd (vegna mótor- bilunar) er velkomið að koma í kvöld og næstu kvöld frá kl. 10— io</2. LeWrétt.ingar: I greininni um trúarjátninguna blaðinu í gær stóð: „Við henni Iíta nú naumast aðrir en afturhalds- menn“ ------en átti að vera: „Vi5 henni líti o. s. frv. Og ennfremur: .... „öðlumst rétt hinar persónulegu sannfæringar“ .... fyrir „hinnar persónulegu sannfæringar“ ....

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.