Vísir - 05.08.1921, Blaðsíða 4

Vísir - 05.08.1921, Blaðsíða 4
VISIR Var nú stöðvuS vélin og báturinn dreginn aS hliSinni, og mátti þaS ekki seinna vera, þvf að eins hnífl- arnir stóSu upp úr; tókst þannig aS bjarga mönnunum á síðasta augna- bliki. Var þaS einstök mildi, aS ekki varð að slysi, því ekki hefSi þurft nema eina stóra öldu, til að skola mönnunum útbyrSis. J?eir voru látnir fara niður í vélarúm, til aS þurka sig, því ekki var nokkur þur blettur á þeim, er þeir voru dregnir upp. — Skipverjar a 11 i r á „]?ór“ ertt sérstakir sóma- og heiðursmenn hvaS dugnað og hjálpfýsi snertir, og ættu farþegar að muna þeim það ein- hverntíma ef þeir gætu. Var öllum frjálst að vera hvar sem hver óskaði og var ekki það herbergi til í skip- inu, sem fólkinu var ekki leyfilegí að vera í, og hefSi það ekki alstaðar verið leyft. Nú voru margír, sem vildu snúa við aftur heim til Reykjavíkur; þótti einsýnt, að þetta yrði engin skemti- för, en samt var haldið af stað aftur inn fjörðinn. En er komið var inn á móts við Maríuhöfn, var alt í einu kallað upp, að báturinn væi*i slitnaður aftan úr, og sást hann þá laigt fyrir aftan, og vart þó annað en sjórokið, sem stóð upp af hnífl- unum. Var nú skipinu snúið við, og báturinn eltur, og gekk vel, undan vindi og sjó. Var krækt í hann með bátshaka, og hann síðan festur aftur við skipið. Við alt þetta vastur við bátinn hÖfðum við tafist svo, að nú fór „Skjöldur“, fram úr okkur, en hann var í byrjuninni langt á eftir. Litu margir hann og farþega hans hálfgeroum öfundaraugum, því hann kom upp eftir talsvert á undan pór. •— ViS komum svo upp eftir laus: eftir hádegi, og var nú flautað á mótorbát, sem þar iá, og hafði farið uppeftir daginn áður, með veitinga- fólk og vistir, sem selja átti í tjöldum uppi í Vatnaskógi, en tjöldin urðu ekki reist fyrir stormi. Ekki var neinn asi á „mótoristanum“, og urðum við að bíða drjúga stund, áður en við sáum nokkuð til ferða hans í landi. Loksins lögðu nokkrir menn frá landi á smátbát og fóru út í vélbátinn, til að „hita hann“, og kom hann svo loksins og dró uppskipunarbátokkar, — sem á meðan hafði verið þuraus- inn — í land, með því fólki sem í hann komst. Tók hann það af fólkinu sem í land vildi fara, í fjór- um ferðum. Var uppskipun lokið klukkan rúmlega 3. Var nú farið að hugsa til snæð- mgs, og farið fyrst heim að Saur- bæ. En ekki vildi prestur selja mat né kaffi, og vísaði fólki upp í hest- hús og hlöou, því þar voru veitinga- menn félaganna. pótti fólki óvist- legt þar að \'era, og næddi mjög þar inn. Sumir fóru upp í skóg, en aðrir settust undir garða og hóla og borð- uðu nesti sitt. pegar fólk hafði dálítið jafnað sig eftir ferðaiagið, safnaðist það saman á túninu fyrir neSan Saurbæ og lék IúSrafél. „Harpa“, sem menn vissu þá fyrst — og síðast — að var með í förinni, nokkur lög til skemt- unar. pá talaði Sig. Eggerz, og sagðist honum vel að vanda. Var nú fólkið farið að hressast þaS, að það hafði rænu á að leika sér dálítið þarna á túninuv og var því haldið áfram til kl. 6, er skipið pípti. pá fóru menn að tínast niður að lend- ingarstaðnum aftur. En eigi hófst útskipunin fyr en klukkan vel 7, — var enginn asi á vélamanni nú frem- ur en fyr um daginn. Var fyrst flutt út í „Skjöld", og fóru tveir bátar út í hann, en margir af farþegunum sem með honum komu, voru eftir og komust ekki um borð, því skip- stjóri vildi ekki senda bátinn í land oftar. pegar tveir bátar voru komnir í pór, var orðið svo lágsjávað, að bátarnir flutu ekki við klappirnar, og varð ekki hægt að flytja fleira fólk um borð, nema með því móti að fá bátinn, sem var með „Skildi“ og nota hinn fyrir bryggju, en skipstjór- inn vildi ekki lána bátinn, þó að hann hefði ekkert yfir honum að segja, og sendi mótorbátinn, sem lá við hliðina á „Skildi“, í land, til að skipa okkur að sleppa kaðlinum, sem fest var milli skips og lands, — not - aður til að draga bátinn eftir í land og úr landi —, en svo illa vildi til, að hann fór of grunt, og stóð fastur, hvað sem hver sagði, og var það þó margt kröftugt, en sumum þótti mak- legt fyrir óliðlegheit skipstjóra „Skjaldar”, og athuguðu ekki sinn eigin skaða fyr en síðar. Var síðan skorið á kaðalinn og fór „Skjöldur“ með spottann heim til Reykjavíkur, án þess einu sinni að flauta í þriðja sinn, og þótti mönnum það dóna- skapur, því slíkt er nú tíska orðin, er skip fara með farþega. — Vav nú haldið S.tim til Saurbæjar aftur, og leitað , húsaskjóls, þangað til flæddi að aftur, og hægt yrði að komast um borð, en „pór“ vildi ekki bíða svo lengi, sem ekki var von, og fór heim til Reykjavíkur 'me'i það fólk, sem komið var um borð. Var nú fyiirsjáanlegt að við, sem eftir vorum, kæmumst ekki heim fyr en með morgninum, og var því fanð að hugsa sér fyrir náttstað. Kierkur leyfði fólki að vera í hlöðunum og öllum húsum, eftir því sem hægt var, en það var ekki nærri nóg, þyí þarna var um 300 manns. Varð hlaðan troðfull o svipstundu. og lá fólkið í kös, hvað ofan á öðru, karlmenn og kvenfólk hvað innan um amiað, en fjöldi fólks varð að vera úti, þar á meðal kvenfólk. Fór þá skemti- nefndin þess á leit við karlmenn þá er lagstir voru, að þeir stæðu upp og leyfðu kvenfólkinu að liggja inni í hlöðunni, en að þeir fengju sér annan náttstað, sem ekki kæmust þarna fyrir, og var það gert. (Niðurl.) An Old Sailor. } Góð saft á íloskutm Sími 105. BEJ ólHestar og alt þeim ti!heyr§tndi, úr og klukkur óiýrasS hjá Sigurþór Jönssyni, úrsmið, AðaSstrseti 9. Eíf yKi^ur vantar YÖruflutningabií’reið í ferðalðg eða innanbæjarvinnu, þá talið fyr^t við mig, Kristján Jóhannsson, Þórsgötu 21, sími 513. AS Baldanhaga verða hár eftir fast&r áætlunar- ferðír á hrerjum degi, frá Reykja- vík kl. 9 e. m, og tii baka aft- ur frá Baldurshaga ki, 12 e. m. Farið verður frá horninu á Lauga- veg og Ktapparstíg. Danistea Drengur óskast t-il að bera út Víei til kaupenda. Mffiið eifír regnbápu-útsDianm i Thomsens- sundi. | B0SM£g§§ 1 2—-4 herbergi og eldhús óskast til leigu i. okt. næstk. Tilboö merkt „90“ sendist afgr. Vísis fyr- ir 10. þ. m,' (26 2—3 herbergi og eldhús vantar mig frá 1. sept. eSa 1. okt. Fyrir- framgreiösla ef óskað er. Björn Þorgrímsson, sími 450. (52 1—2 herbergi og eldhús, eöa lít- it5 hús, óskast 1. okt. Tilboö send- ist afgreiöslunni merkt: 4 -f- 3 = 7. __ (64 Eitt eöa tvö herbergi óskast frá i. október, handa mjög siðprúöum skólapilti. Leiga greidd fyrirfram. Hver sem leigja vildi, er vinsam- lega beöinn M semja viö Baldur Sveinsson, Bergstaðastræti 42. Sími 1010. (69 ’i Peningar tapaöir í gær. Finn- andi tali viö síma 649; (70 Tvær,. peningabuddur, sjálfblek- ungur, peningar, ermahnappur, tó- baksdósir og handvagn hefir fund ist. Uppl. um muni þessa eru á lög- regluskrifstofunni. (.68 Notuð kápa, oliuvél o. íl. til sölu á Vesturgötu 22 niðri, kl. 6—8 síö- degis. (66 Kvenhattar, sérlega fallegir, til sölu Hverfisgötu 35 uppi. Tæki- færisverð. (61 Karlmannsjjeiöhjól til sölu á Klapparstíg 20 uppi. Tækifæris- verö. (72 Barnavagn til sölu. Uppl. í verslun Hjálmars Þorsteinssonar, Skólavörðustíg 4. (78 4 rúllugardínur (3 gular, 1 rauð) 90 cm. breiöar, eldhúsvaskur email. með patent lás og kopíupressa ný til sölu á Vesturgötu 35 A. (77 4—6 hesta bensín- eöa olíumótor óskast keyptur. Tilboð sendist Þorkeli Sigurðssyni, Laugaveg 55, fyrir 8. þ. m. (76 Barnavagn til sölu, en kerra óskast til kaups á sama staö. A. v. á. (75; Gömlum fötum snúíð og gert viðs. bæöi karla og kvenna. A.v.á. (17 Duglega stúlku vantar mig nú; þegar. Kr. Dahlstedt. Baldurshaga. (43’‘ Nókkrir mei.ji teknir í þjónustu. ' •nm!-.::cN;s ; .viö prjón á Óöins- Undirrituð sat.uur upphluti og upphlutsskyrtur. Guörún Sigurðar- dóttir, Laugaveg 27 B. (65 Góð stúlka óskast í hæga vist. A. v. á. (fe Kaupakona vantar að Hágils- stað í Kjós. Uppl. i lcjallaranum j Barnaskólanum. (73 2 kaupakonur vantar strax. — Hærra kaup i boði en gerist. Uppl. í síma 652. (71 Stúlka sern kann að sauma bux- ur óg vesti óskast strax. Uppl. á Laugaveg 32 B. (74 Píanó óskast til leigu nú þegai: Siguröur Þórðarson, Laugaveg' 43, sími 406. (63 Gort sveitaheimili óskast fyrir 15 ára dreng yfir árið. Uppl. Vest- urgötu 14. (67 Félagsprentsmiðjan,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.