Vísir - 15.08.1921, Page 3

Vísir - 15.08.1921, Page 3
VÍSIR Seildsala — fmboðsvepslui Er’3?rr,iir3Ll«r®j4a.3CLca.l ■ IWÍlölliixrbriisar jyalv. 16 & 20 lítra (nýkomnír). -A.ltiminiixm vötur allsk. (ódýrastar á þes«u landi). VatEisíötu.i* 28 — 30 — 82 cm. lilmaileraöar vörur allsk. sérlega ódýrar. Járnvörur, aðrar, i miklu úrvali. Sigfás 3 i m 1 7 2 0. & Co.' Lækjargötn 6B. ai5 skifta þ.eim milli bandamánna cn búist viö, aö þau lendi flest \ cigu Breta aö lokun(. Breskir út- geröarmenn fengu forkaupsrétt á skipunum, en þaö, sem afgangs varö, var selt öörum þjóöum. Kappakstur bifreiða. Bifreiöamenn ýmissa landa þreyttu kappakstur meÖ sér í París, seint í fyrra mánuöi. Akbrautin var liö- lega 17 km. og fór liver keppandi 30 hringa, eöa samtals 517 km. ■og 800 m. Hlutskarpastur varð Bandarikj amaðurinn Murphv- Hann var í Duesenburg-bifreið, (sem ekki eru kunnar hér), og var 4 klst. 17 mín. ny2 sck. alla þessa vegalengd, en þaö er 120 km. hraöi, til jafnaöar, á klukkustund. Hraöast fór hann 134 km. á klst. Þrettán voru þátttakendurnir og þótti mörgurn þaö illur fyrirboöi. Þó varö ekkert alvarlegt slys í þessum kappleik. Næstir Murphy gengu Frakkar tveir, en meðal binna 5 fyrstu var enginn Breti. Þess er getiö, að einn keppenda stansaði til aö skifta um hjól, og var aö þvi í 17 sekúndur, og þóttii það snör bandtök! Mannfjöldi í Svíþjóð. í árslok 1920 voru í Svíþjóð 5904000 íbúar; liaföi fjölgað á ár- inu um 57 þúsundir. Er það meiri fjölgun en nokkru sinni, síöan i86t. Bæjarfrétíir. I. O. O. F. — H. 1038158. Myndir af konungsförinni voru sýndar í fyrsta sinni siðast- liðið laugardagskvöld í báöum kvikmyndahúsunum. Þær eru af landgöngu konungs og för hans austur. Myndirnar eru viða fal- legar og lausar viö allar smekk- leysur og afkáraskap. Veröa þær landinu til sóma en ekki athlægis, livar sem þær veröa sýndar. Varla veröur sagt um eina mynd aö hún tandle 1 Buthbertson Xji O 3XT X> o JV. — DUKT3DEE. Framleiða allar tegundir af „Hessian“, ásamt öðrum „Jute- vörum“. — Fyrsta flokks vörur. — Verðið aíarlágt. — Fijót af- greiðsla. — Kaupmenn, kaupfélög og útgerðar- menn : S8ndið fyrirspurnir yðar annaðhvort beint til ofannefnds fírma, eða:okkar, sem erum aðalumboðsmenn þess fyr- ir ísiand. Helgi Magnðsseu & Co. sé annari betri, þær eru margar mjög svipaðar. Þingvallamyndirn- ar hafa tekist ágætlega og förin upp Kamba er mjög svipmikil. Þá er „sundreiðin" talsvert agaleg, en endar vel og eins og í sögu. Á- horfendur hafa sig alla viö að horfa á frá upphafi til enda, til þess aö koma auga á vini sína og kunningja í konungsfylgdinni og margir eru svo hepnir að sjá sjálfa sig, en enginn fer svo heim, aö hann hafi ekki séð þar einhvern sem liann þekti. og sést mönnum þó yfir marga í fyrsta sinni. Að- sókn aö myndunum hefir veriö mikil. Prentarar fóru skemtiferð til Viðeyjar á Skildi í gær. Skemtu þeir sér fyrst heima á túninu. Þar var sest aö snæðingi, ræöur fluttar, sungið, dansað og leikiö. Um nónbilið fór aö rigna, og var þá haldið austur á eyju, og þar fekk feröafólkið aö skemta sér við dans í rúmgóöu vörugeymsluhúsi. — Þátttakendur lofa mjög viötökurnar í Viöey og greiöasemi herra Eggerts Briem, sem greiddi götu þeirra í hvívetna. Komiö var hingaö laust eftir kl. 8 i gærkveldi, og létu allir hið besta yfir skemtuninni. Dyravarðarstaðan í stjórnarráðinu er auglýst til umsóknar i Lögbirtingablaðinu. Umsóknarfrestur til 10. september. Umsóknir sendist dóms- og kirkju- málaráðuneytinu. Knattspyrnukappleiknum milli „Þrándar“ og „Fyllu“- manna, sem háöur var í gær, lauk svo, aö „Þrándur" vann meö 4:1. í fyrri hálfleiknum höföu ,,Fyllu“- menn vindinn meö sér og komu þá knettinum einu sinni i markið, en í síöari leiknum skifti um, og urðu úrslitin þannig alveg eins og siö- ast. — Leilcurinn var viðvanings- legur af beggja hálfu, en „Þrænd- ir“ eru kappsamir og sumir þejrra töluvert duglegir. — Dómari var Ben. G. Waage. Veðrið í dag. Hiti i Reykjavík 10 st., Vest- mannaeyjum 8, Grindavikg, Stykk- ishólmi 9, ísafiröi 9, Akureyri 8, Grimsstööum 7, Raufarhöfn 8, L STELLA 81 Hún hafði talað af sér. Ekki hafði hún fyrr slept þessum háðslegu bituryrðum, en hann þaut að henni og greip um handlegg henni. Henni varð fótaskortur og hún sneri sér við og greip dauðahaldi í hann, því að hún hafði hratað út af stýfiugarðinum og hékk þarna milli heims og helju, en undir var beljandi árstraumurinn. parna voru þau augnablik og leit hann æðisgengnum augum til hennar og hótaði henni bráðum bana. En loks dróg hann djúpt andann, kom til sjálfs sín, hvarf frá morðhugsun sinni, hörfaði aftur á bak og dróg hana að sér og úr allri hættu. „Varið þér yður!“, sagði hann og þurkaði svit- ann af fölu enninu með skjálfandi hendi. „pér gleymið því, að eg elska „þessa stúlku“. sem þér svo nefnið, þó að hún sé Ijósengill og tigin stjarna í samanburði við yður, sem lútið svo lágt, að opna annara manna bréf og bera út óhróður! Varið þér yður! pér skuluð framvegis hafa gát á tungu yðar, þegar þér nefnið -nafn hennar. Eg hefi nú varað vður við, og yður hefir skilist, að eg • er ekki þræll, sem fer að öllu að yðar óskum. — þess vegna getum við nú rætt um erindið, sem þér áttuð við mig. Viljið þér ekki fá yður sæti?“ Hann benti á pailinn á stíflugarðinum. Hún skalf eins og hrísla, bæði af líkamlegum vanmætti og óstjórnlegri ofsareiði. En fyrr hefði hún látið drepa sig, en hún hlýðnaðist honum. „Haldið þér áfram,‘ sagði hún. „Hvað ætlið þér að segja?“ „penna ráðahag verður að hindra og hið flekk- lausa mannorð ungfrú Etheredges verður að vernda og verja. Eg get hindrað þetta hjónaband, jafn- vel nú á síðustu stundu. Eg ætla að gera það, að því tilskildu, að þér heitið mér því, að segja aldrei frá þessu, meðan við lifum. Eg óttast ekki mjög að þér segið frá því; mér þykir sennilegt, að jafn- vel þér veigrið yður við að skýra þriðja manni frá að þér eigið það til að opna annara manna bréf!“ „Eg lofa því,“ sagði hún þurlega. „Og hvernig ætlið þér að hindra þetta? pelckið þér manninn, sem þér ætlið að ganga í berhögg við? Varist þér har.n! pað ér ekki við lambið að leika sér, þar sem Trevorne lávarður er!“ „pakka yður fyrir!“, ansaði hann afundinn, „yður fer vel og drengilega að vara mig við, í einkanlega af því, að yður mundi þykja gaman j að sjá mig liggja fyrir fótum Trevornes lávarðar. En eg þarfnast engra ráðlegginga. Eg skifti við liana en ekki hann. Eg segi engum, hvernig eg ! fer að því.“ „Eg ætla að fara,“ sagði hún kuldalega og 1 sýndi á sér fararsnið. „Verið þér kvrrar,“ sagði hann, „þér eigið vðar hlutverk ógert, og munið, að þér eigið meira á hættu en eg. Eg berst fyrir ást minni, þér berjist fyrir ást, auði, metorðum og völdum, — öllu því, sem yðar líkum finst eftirsóknarverðast hér í heimi.“ „pér eruð ósvífnir!" „Nei, eg er blátt áfram nærgætinn. Við tvö þurfum engu að leyna hvort fyrir öðru úr þessu. Ef hún fer að beiðni hans, þá leggja þau af stað í fyrramálið klukkan ellefu á járnbrautarlest- I inni, og hann mun bíða þeirra á endastöðinni í London. pau munu fara á þeirri lest, en þau skulu aldrei lcomast alla leið. Ekkert er auðveld- ara en lcoma í veg fyrir það. Ekki er annað en ! falsa litla orðsendingu.“ I „Falsa orðsendíngu?", sagði hún í hálfum hljóð- um. „Já, úr því að hann hefir beðið hana að fara tiltekna leið, þá verður hann að sjá sig um höid og skrifa henni ný fyrirmæli. pað verður að koma ný orðsending frá honum — það verður hyggilegra að skrifa piltinum — og það verður að segja þeim að fara úr lestinni á næstu stöð utan við London, í Vauxhall. par eiga þau að fara út, ganga út fyrir stöðina og þar bíður þeirra einkavagn, sem ! flytur þau til hans. pér skiljið ?“ „Eg skil,“ svaraði hún. „En orðsendingin, hver ! á — að falsa — skrifa hana?“ „Hver er færari til þess en þér? pér hafið lengi í steininn klappað. pér þekkið rithönd hans og get- ið með hægu móti náð í bréfsefni hans. Pappírinn og umslagið verður að bera með sér skialdarmerki Wyndward ættarinnar. Einhver þjónninn frá höll- inni gelur farið með orðsendinguha.“ Hún var þögul og sem steini lostin yfir bragð- vísi hans og ósjálfrátt varð hún hrifin af slægð hans og ráðkænsku. Satt var það, sem hann sagði, hann var ekki þræll, — það var ekki við lambið að leika sér, sem hann var. „Eins og þér sjáið,“ sagði hann, þegar hann hafði gefið henni tóm til að yfirvega þessa ráða- ! gerð, „þá verður að afhenda þessa orðsendingu á síðustu stundu, helst í vagndyrunum, þegar þau eru að leggja af stað. pér ætlið að gera það, er ekki svo?“ , Hún sneri sér undan og herti upp hugann: „pað geri eg ekki! svaraði hún. „Gott og vel!“ sagði hann. „Eg finn þá eitt- hvert annað ráð. Stella Etheredge skal aldrei verða kona Trevorne lávarðar og ekki heldur svo kölluð ! lafði Lenore Beauminster. Á morgun þegar hann stendur bugaður og sigraður og sér mig taka Stellu Etheredge út úr höndunum á sér, þá skal eg veita /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.