Vísir - 16.08.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 16.08.1921, Blaðsíða 2
VISIR Mstrgar teguiir af baiðsápwa frá HSfum fyrirliggjandl: FiatniagshGifi 0agia 7 ex. ex. Prlmusa Frá Rússlandi. Hjálparbeiðni Maxim Gorki og svör H. Hoovers. Fyrir nokkru var í Vísi skýrt frá hinni afskaplegu hættu, sem vofði yfir rússnesku þjó'ðinni, vegna langvarandi þurka og upp- skerubrests í frjóvsömustu akur- yrkjuhéruðum Rússlands. Nýkom- in útlend blöö staöfesta þær fregnir og sýna, aö ney'öin er jafnvel enn meiri en ætlaö var í fyrstu. í Parísarútgágfu blaösins Chi- cago Tribune ségir svo, í lok fyrra mánaðar: Firnin miljónir Rússa eru nú að bana komnar, vegna bjargarskorts og drepsótta. En þaö eru einkum ’bændur í héruðnum við Volgu og Doná, og nú er orðið um seinan að senda þessu fólki vistir til lífs- viðurhalds. í Berlínarblöðunum segir iim sömu mundir: Hungursneyðin í Rússlandi nær til 20 miljóna manna að meira eða minria leyti, og ef hugsað er til að bjarga þeitri, verða þeir að fá svo miklar kornvörur næstu þrjá mánuði, að nemi tveim pundum á mann* daglega. Tvær miljónir. smálesta af matvöru verð- ur að útvega hið bráðasta. En þess ber að gæta, að matvælin yrði að senda á smáskipum upp eftir rúss- nesku fljótunum, ]jví að hafnir hafa gengið svo úr sér þar, að stór- skipum verður ekki við komið. Flýta verður þessum flutningum sem mest, svo að þeim verði lokið áður en ár leggur í Rússlandi. Járn- brautir landsins eru svo af sér gengnar, að þær koma ekki að full- um notum 'við úthíutun matvæl- anna, og með því að drepsóttir eru að magnast, má gera ráð fyrir, að miljónir manna bíði bana áður en hjálp verður við komið. Maxim Gorki, rithöfundur, hefir skrifáð Þjóðverjanum Gerhard Hauptmann bréf það, sem hér fer á eftir, og birt hefir verið í þýsk- um blöðum: Vegna afskaplegra þurka, hefir uppskera brugðist með öllu á hin- um víðáttumiklu sléttum í Austur- Rússlandi. Sakir þessarar óham- ingju vofir hungursneyö yfir mil- jónum mánna. Eg leyfi mér að vekja athygli yðar á því,‘að rúss- neslca þjóðin er mjög aðþrengd, vegna styrjáldar og innanlands- uppreisna, og hefir jjaö mjög dreg- ið úr líkamlegum þrótti hennar. Ömurleg framtiö vofir nú yfir föð- urlandi Tolstojs, Dostojevskis og annara ágætismanna, sem allur heimur hefir haft mætur , á. Eg treysti jrví, að .mentaðir menn og konur í Evrópu og Vesturheimi láti sér skiljast hörmungar rússnesku þjóðarinnarog komi henni til hjálp- ar, svo fljótt sem auðið er, og sendi henni einkanlega vistirog lyf. Trú á mannúð og göfuglyndí l hefir stórum lamast við hina sví- j virðilegu styrjöld og grimdaræði j sigurvegaranna við hina sigruðu. ! En ef menn gera sér vonir um í viðreisn mannlegra tilfinninga í brjóstum sigurvegaranna, þá gefst . nú hið besta færi til þess 'að sýna það og sanna á rússnesku þjóðinni. að enn sé til mannúð í heiminum, Hin hryllilegu styrjaldar-ár hafa ríregið flestar þjóðir jarðarinnar til hinna afskaplegustu hryðjuverka, og í þessum hrikaleik hafa heimska og grimd tekið höndum saman til Jjess að varpa skugga á hina feg- urstu framtíðardrauma mannkyns ■ ins. Þeir. sem í hug og hjarta hafa orðið að þola þær eldraunir, sem mannkynið hefir stunið undir, Colg&te & Oo. Nev Tork, höfam rið fyrirliggjandi. Ennfremur hina ódýru og gó5u þvottasápu Jöh. Olaísson & Co Sím&r: 584 & 884. Reykjavík. Simnefni „Juwel". munu fyrirgefa bituryrði mín. Eg bið allar þjóðir Evrópu og Vestur- heims að víkjast vel og fljótt við nauðsyn rússnesku þjóðárinnar, og láta eitthvað af mörkum. í öllum helstu blöðum stórveld- anna hefir neyð Rússlands verið gerð að umtalsefni, og víkjast menn misjafnlega við þessari hjálparbeiðni. Þó er svo að sjá, se'rn víðast hafi verið brugðist vel við og efnt til hjálparsamskota, Þó segir eitt j)ýskt blað svo: „Vér eig- um ekkert til að gefa, og þó að svo væri, ])á ættum vér ekkert að gefa.“ Rússar vænta sér mestrar hjálp- ar frá Bandaríkjunum. Þar er af mestu að taka, og þjóðin stórgjöf- ul, þegar mikið liggur við. Herbert Hoover, ráðherra, hefir svarað málaleitun Maxim Gorkis af hálfu Bandaríkjastjóruarinnar, og segir, að Bandaríkjaþjóðin sé fús til hjálpar, en jró að jovi tilskildu, að herfangar frá Bandaríkjunum, sem enn eru í varöhaldi á Rúss- landi, veröi tafarlaust látnir lausir. Auk jjess setur hann nokkur önnur skilyrði, svo sem þau, að fulltrúar Bandaríkjanna fái fult frelsi til að koma, ferðast um landið og fara Jægar Jjeir vilji, að vistum frá Bándaríkjunum verði úthlutað án manngreinarálits o. s. frv., og læt- ur hann þess getið, að sams konar skilyrði hafi Bandaríkjastjómin sett öllum þjóðum, sem hún bafi hjálpað hér í álfu síðan friður komst á. Þess var getið i símskeytum fyrir nokkru, að bjargrá'ðanefnd Banda- rikjanna væri farin að senda vistir til Rússlands, og má ganga að Jjví visu, að stjórn Rússlands hafi gengið að öllum skilyrðum Hoo- vers. Gengls-deilan. r—O— Sum blöð vor hafa undanfarna daga flutt greinar um fisksöluna x sambandi við bankana og útgerð- armenn. Undrar engan þótt svo stórt mál fari ekki fram hjá þeim. En hitt er einkennilegra, að í skrif- um jjcirra koma að eins fram upp- lýsingar frá öðrum aðila málsins —- bönkunum, hin hliðin kemur hvergi til greina.' Þau eru með öðr- um orðum einhliða og einlit, eins og svo oft áður. Engan undrar J)ótt Aljxbl. sé það, því Jxaðan hefir jafnan andað köldu í garð útgerð- armanna ])ótt enginn skjmbær maður skilji hvers vegna. Hitt er furðulegra, að lesa grein í Morgunbl. 13. þ. m. um „Bankana og útgerðina.“ Þar kemur aö eins frarn sú hlið málsins er móti veit útgerðannönrium, og er þar fastri slegið skoðun bankanna sem réttri, án Jiess að afla sér nokkurra upp- lýsinga frá hinni hliðinni. Manni finst einhvern veginn aö Jx a S blað ætti að hegða sér öðruvísi. Þaö eru nokkur atriði í Jxessu máli sem eg vildi athuga og skýra, — frá ósögðu hliðinni. Þegar fisksala byrjaði hér í sið- asta mánuði, var ástandið þannig með erlenda mynt, að hún var lítt fáanleg. Það lítið sem bankarnir seldu heimtuðu þeir greitt með kringum 26 kr. pr. £. Kaupsýslu- menn voru á þrotum með að halda gangandi verslunum sínum sakir þess að þeir fengu hvergi erlenda mynt til innkaupa — ekki einu sinni fyrir 26 krónur sterl.pundið. Þá koma hingað útlendir fisk- kaupmenn með gnægðir erlendrar myntar. Þeir þefa fljótt ástandið, og sagt er að sunrir Jxeirra hafi undanfarið víxlað hér stórum upp- hæðum í íslenskar krónur og feng- 99 HESSIA N“, Fiilliðltlinsrstrigi 54“ Ifaaiirigi 72“ MiikLlar bir§*öir nÝ^o^OLnar Læg’sta verð ét landinu. Helgi Magnússon & Co.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.