Vísir - 03.09.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 03.09.1921, Blaðsíða 2
viBta IfelHlM I ÖLSEIHl dl!G QQdyear Fengam meö e.s Gullfoss: Kartöflur, ódýrari en áður. Kartöflumjöl. Eldspýtur. Rúsinnr. Lauk Einnig fyrirliggjandi: Hrisgrjón. Cbocolade. Libby’d-mjóik — stórar dósir. Tower Brand — stórar dósir. Símskeytf frá fréttaritara Visis. Khöfn 2. sept. Harðstjóm í Þýskalandi. Frá Eerlín er símaö, aö stjórn iýöveldisins þýska verjist aftur- haldinu meö víötækum bannráö- stöfunum. Þannig hefir útgáfa flestra íhalds- o'g al-þýsku blaö- anna veriö bönnuð, bannað er aö klæðast einkennisbúningi, Sedan- hátiðirnar, sem halda átti í dag, hafa verið bannaðar og allar aðr- ar samkomúr íhaldsmanna. Efri-Slesía og Þjóðbandalagið. Frá Genf er símað, að Þjóð- bandalagsráðið hafi falið fulltrú- unum frá Belgíu, Kína, Brasilíu og Spáni, sem algerlega hlutlausum í Efri-Slesíu-deiIunni, að rannsaka það mál á ný. Framkvæmd bannlaganna í Nofegi. Frá Kristjaníu er símað, að norska stjórniri hafi lagt fram lagafrumvarp þess efnis, að flytja út takmörk tolleftirlits á sjó, og vill stjórnin hafa þau takmörk io enskar mílur frá landi, til þess að geta haft hemil á ólöglegum vín- innílutningi. Friðþjófur Nansen er kominn til Lundúna, frá Rúss- landi. í þeim erindum að reyna að útvega bolshvikingastjórninni to milj. sterlingspunda lán. — (Nan- ;-sen er aðalerindreki alþjóða-hjálp- arstarfseminnar i Rússlandi). G-engi erl. nayntar. Khöfn 2. sept. Sterliogspunc! . , , kr. 21.00 Dallar ... . . — 5.61 100 mörk, þýsk , . — 6 60 100 kr. sænsksr . . — 122.60 100 kr. norskar . . — 75,85 100 frankar, franskir — 44 35 100 frankar, svissn, . — 96.25 100 lirar, ítal — 26 25 100 pesetar, spánv. . — 73.75 100 gyllini, holl. . . — 179.75 (Frá Verslunarráðinu). Húsnaeðisleysið. Eftirtektarverð grein, um hús- næðisvandræðin i bænum, birtist í Morgunblaðinu í gær. Vafalaust eru lækarnir því kunnugastir, hve „hræðílega bústaði“ margar fjöl- skyldur hér í bænum verða að láta sér lynda. Og höfundur þessarar greinar er einmitt einn læknirinn, Sæm. Bjarnhéðinsson prófessor. Það er hörmulegt að hugsa til þess, að í slíkum húsakynnum, sem hann lýsir, skuli fjöldi barna og unglinga þurfa að dvelja og spilla heilsu sinni, svo að þau ef til vill aldrei bíði þess bætur. — En það hefir verið vanrækt í fimm ár, að bæta úr þessu neyðarástandi. Fyrir margra ára vanrækslu verður ekki bætt í einni svipan. Fólkinu hefir fjölgað ákaflega í bænum siðustu árin. Þegar á fyrstu ófriðarárunum var það fyrirsjáan- legt, að húsnæðisvandræði myndu verða afskapleg á næstu árum. Um haustið 1915 var þetta mál rætt hér í blaðinu, og því haldið ein- dregið fram, að ujn að eins eina leið væri að ræða, til að koma í veg fvrir neyðarástandið, sem þá þegar blasti við framundari, o^ sú Ieið væri, að bæjarfélagiö sjálft beittist fyrir húsabyggingum í all- stórum stíl. —- En þessi tillaga 'féíl ekki í góðan jarðveg hjá bæjar- stjórninni. Hana „varðaði ekkert um“ húsnæðisleysið þá, nema að því leyti, að sjá þurfalingum bæj- arins fyrir húsnæði; í því skyni var „Bjarnaborg" keypt, en hús- . næðið varð ekkert meira fyrir það. j Ef þá hefðu íásið upp einhverjir | góðir menn, þó að utan bæjar- ! stjórnar hefðri vexdð, og stutt Vísi að málum, ]xá heföi ef til vill tekist að koma í veg fyrir vandræðin, sem nú eru duniri yfir. Nú sjá menn það, hve háskaleg sú stefna var, sem þá’ var tekin : að láta aít „reka á reiðanum", fólkið hola sér niður, hvar sem nokkra kytru var að fá, hve léleg sem hún yar, jafn.vel þó að veggirnir væru ekki fokhejdir, og siðan að verja tuguin og hundruðum þúsunda til að hröngla úpp bráðabirgðaskýlum yfir ]xað, sem úti varð á hverju hausti og lnærgi gat fengið inni. En ]xað vantar ckki afsakanirn- bifreiðagúmmí fáum við með nœstu skipum. Stærðir: 30 X 37* Noa-Skid Tread 01. 30 X 37* All-Weather Tread n 31 X 4 — — — n 33 X 4 Smooth Treaá s.s. 33 X 4 All-Weather — 8. S. 32 X ^7* — — — S. S. 34 X 47* — — — s. s. 35 X 5 -— — — s. s. Allir sem bifreiðar nota vita að Goodyear „Fabric“ og „GordE dekk eru best, frestið því að kaupa gúmmi þar tii við fáum birgð- ir okkar. Verðið miklu lægra en annarstaðar. Aðalamboðsmenn fyrir Goodyear Tire & Rubber Co, ■AJíy ou, Oiiio, Jöfi. Olaísson & Co. Sím&r: 584 & 884. Reykjavík. Símnsfní „JuweÞ'. ar. Þær er venjulega'hægt að finna nógar. Og vitanlega er ekki bæj- arstjórninni einni um að kenna, hvernig koiriið er. Nei, svo að segja allir, sem hefðu átt að styðja að því, að hrynda einhverju í fram- kvæmd, hjálpuðust að því, að gera örðugleikana sem ægilegasta. — Bæjarstjórnih afsakaði sig með því, að hún gæti ekkert fé fengið til húsabygginga. Vitanlega reyndi liún það aldrei. En það hefði víst ekki staðið á afsVarinu hjá bönk- unurn, ef hún hefði reynt það. Nema til bráðabii'gðaskýlanna, því að til þeirra var altaf nóg fé fáan- legt. — En nú þykjast vist allir geta velt skuldinni af sér og á ein- hverja aðra. Og nú er svo komið, að bæjar- félagið og einstakir merin hafa tapað meira fé á þessu aðgerða- leysi heldur en lcostað hefði að byggja það, sem þörf var fyrir, vel og varanlega, ef það hefði veriö gert í tíma og jafnóðum og þörf- in krafði. Of fjár hefir verið var- ið í óhæfar og þó dýrar bj'gging- ar, en liúsnæðisvandræðin eru 5 raun og veru litlu minni en þó að ekkert hefði verið bygt. En hér er ekki til nokkurs hlut- ar að vera að þylja langar þulur um það, hvað hefði átt að gera, en þá vitanlega ckki heldur um, hvað nú ætti að gera. Nú er ekkert hægt að gei-a annað en það, sem hefðí átt aö vei-a búið að gera fyrir löngu. En örðugleikarnir eru víst ekki minni nú en áður. Frá Rússlandi. Ummæli þau, er hér fara á eftir eru lauslega þýdd úr þýskum o" austúrrískum blöðúm, einkum Das Echo og Nene Freie Presse. Nú er hræöileg skelfingatíð í Ritsslandi. Frégnirnar þaðan eru svo hræðilegar, að maðúr naumast getur skilið þær til fulls. Miljónir liungraðra manna, setxi flosnað hafa upp frá heimilum sínum, ráfa á flótta um landið, sem orðið er að eyðimörk, og eiga hvergi höfði síriu athvarf og engrar hjálpar von. Jörðin er skrælnuð og sprungin af hitunum og því hvei-gi vistir né vatn að fá. Á hælum hungurvof- unnar er hræðileg drepsótt, sem flóttamennirriir flytja með sér borg úr borg. Vér (Þjóðverjar)] höfum einnig orðið að kenna hung- urs og geturn því betur fundið til með þeim, sem í böl þetta hafa, ratað, og endui-minningin um alt hið ilía, sem oss hefir hent á síðari árum og rótina átti að rekja til Rússlands, dregur eigi hið minsta lir aumkun vorri. Blað eitt, sem gefið er út í Moskva, hermir, að margar miljónir manna séu þegar á flótta. Annað blað lýsir hamför- um kólerunnar um landið, og hversu alt sé í kalda koli, senx heil- brigðismálum viðvíkur, — af hendi þess opinbera, og átakanleg eru orð Maxim Gorki’s, cr hann hrópar á hjálp fyrir hönd hinnar hnngur- þjáðu þjóðar sinnar. í fimtáii fylkjum Suður-Rúss- lands hefir kornið gereyðilagst, af langvarandi þurkum, — afleiðing- um af •hitum þeim, senx í sumar hafa gengið þar, og raunarvíðarum Evrópu; en hræðilegastir hafa hitarnir orðið í Volgahéruðunum. Jafnvel riorðlægar borgir og béruð liafa eigi farið varhluta af þessum ósköpum, og verðhækkunin á mat- vörum er afskapleg. A .tveimur dögurn er sagt, að verðið á einu. brauðpundi hafi stigið úr 2700 upp i 8000 rúhlur, og allar matvörur auk ]xess á þrotum. Skelfingar þessar eru bámarkið á þjáningum píndrar jxjóðar. Vit- anlega eru hitar og þurkar algeng- ir náttúruviðburðir, en hinar hræðilegn og ví'ðtæku afleiðingar þeirra, vaniarleysi íbúanna gegti þeim og getuleysi til hjálpar, ]iar /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.