Vísir - 08.10.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 08.10.1921, Blaðsíða 2
fffsi* Með Gullfosa fáum við: „OMA“-Bmjörliki, „Kokkepige" plöutufeiti, Libby’a mjólk — 16 oz. dósir, „Tower Brand“' mjóik. Sveskjur, Apricots — þurkaðar — Epli — þurkuð —, Syltetoj, Baunir */» og */*> Kr/stalsápu, Þakpappa, og fieira. YerMækKun Landsverslunar. Grein meS þessari fyrirsögn birtist í Alþbl. í fyrradag, og var þar sveigt lítils háttar aö Vísi, gef- ið í skyn, aS honum væri ekki um verölækkanir landsverslunarinnar gefiö! Þessu til sönnunar, var vitn- aö í grein, sem nýlega heföi birst hér í blaðinu, „vafalaust undan rifjum einhvers heildsalans,“ en þess látið ógetið, hvaöa dag sú grein heföi birst, og var það hyggilegt. Það má gera ráð fyrir því, að leseridum Vísis komi kynlega fyrir sjónir, ásakanir í hans garö, fyrir að amast viö verðlækkun. En „al- þýöu-leiötogarnir“ munu treysta því, að „sauðsvartur almúginn“ t r ú i þeim, hvað sem þeir nú kunna að segja, jafnvel þó að þeir segi að hvítt sé svart. Hugsast gæti þó, að átrúnaðurinn á þá þyldi ekki til lengdar slíka umhverfingu á sannleikanum. Landsverslunin hefir lækkað verð á ýmsum vörutegundum und- anfarið, og er það góðra gjalda vert. En því fer þó fjarri, að hún hafi í því fylgst með verðfalli á erlendum markaði. Á það hefir Vísir þráfaldlega bent, hann hefir einmitt sí og æ verið að ala á því, að verðlækkunin ætti að vera meiri og örari, bæði hjá landsverslun og öðrum. en verið hefir. A Alþbl. er svo að skilja, að Vísir hafi fundið að því, h v e m i k i ð hveitiverðið var lækkað á dögunum. — Allir, sem lesið hafa Vísi. vita, að þctta er þveröfugt. Að hinu var fundið, að verðlækk- unin hefði lcomið seinna en átt hefði að vera, og að e n n væri verðið of hátt, því að hveitiverð heildsala væri lægra. — Þá er olíu- verðið. I.andsverslunin hefir nú tvívegis lækkað það, og þó er verð- ið talsvert hærra enn, en það þyrfti að vera. Það er nú um 80 kr. á tunnu, en samkvæmt tilboðum Jónatans Þorsteinssonar þyrfti það ekki að vera hærra en 65—70 kr. Vísir getur látið sér það í léttu rúmi liggja, þó að Alþbl. saki hann tm að reka erindi heildsalanna! <Það hlýtur að minsta kosti að vera öllum ljóst, að hann gerir það ekki með því að vinna á móti verðlækk- un á nauðsynjavörum. En hins veg- ar getur hann með engu móti feng- ið sig til þess, að syngja lands- versluninni „lof í háum tórium,“ þó að hún seint og síðar lækki verð á vörum sínum, löngu eftir að til- svarandi verðlækkun er orðin er- lendis, eiris og t. d. á hveitinu, og beinlínis aðþrengd af samkepni kaupmanna. En allra síst er ástæða til að löfa hana svo mjög fyrir síð- ustu verðlækkunina, því áð vitan- legt er að landsstjórnin hefir líka gengið ríkt eftir þeirri verðlækkun af alveg sérstökum ástæðum. Prettir. Einkennileg saga hefir flogið hér um bæinn undanfarna daga og þótti hún svo lýgileg, að fæstir lögðu trúnað á hana, en mun þó sönn vera. Fyrir nokkrum dögum kom maður í Landsbankann, sem Þór- arinn heitir Þorvarðsson, ættaður úr Dalasýslu, en nýlega komin frá Vesturheimi. Hann kom inn til bankastjórnarinnar og spurði, hvort þar væri Magnús Sigurðs- sori, og var því játað. Þegar Magn- ús gaf sig fram, tók maðurinn sig á og sagðist hafa ætlað að hitta Magnús bankastjóra. Honum var sagt, að alt væri sami maðurinn. Þótti Þórarni það undarlegt, sagð- ist hafa talað við annan mann, sem hefði sagst vera Magnús banka- stjóri, — og þóttist illa gabbaður. Fór hann síðan til lögfræðings hér í bænum og sagði honum sínar far- ir ekki sléttar. Til hans höfðu komið tveir menn í sumar. Var annar þeirra Guðmundúr Þorláksson á Korp- ólfsstöðum (sem hann þekti), en hinn kvaðst vera Magnús Sigurðs- son bankastjóri. Erindið var að fala lán af Þórarni. Hann hafði dregið saman eitthvað um 9000 krónur, en Guðmundur þurfti á fé að halda í svip, en „bankastjór- inn" vottaði, að óhætt væri að lána Guðmundi. Hann hefði loforð fyr- ir láni í Landsbankanum, en banlc- inn væri félítill í svip, en úr þvi 1 mundi rætast innan skams. Fór þá svo, að Þórarinn lánaði Guðmundi 8300 krónur um tiltekinn tíma, og átti að fá góða þóknun fyrir. Leið riú að gjalddaga, en ekki greiddi Guðmundur lánið, en „Magnús bankastjóri,“ er sig kallaði svo, símaði þá til Þórarins og sagði honum, að enn væri liagnr bank- ans svo þröngur, aö Guðmundur gæti ekki fengið lánið fyrr en rík- islánið væri fengið, en þó væri öllu óhætt, og lét Þórarinn sér það vel líka í svip. Loks fór honutn þó að lengja eftír borguninni og fer þá að hitta Magnús Sigurðsson, bankastjóra, sem fyrr segir, Þórarinn hafði i höndum ein- hvers konar tryggingarskjal frá Guðmundi fyrir skuldirini, og sýndi það lögfræðingi þeim, sem hann leitaði ráða til. En þegar lög- fræðingurinn hafði lesið það, sagðí hann það eiriskisnýta vitleysu frá upphafi til enda. Furðaði Þórarinn mjög á þvi, sagði að Stefán Loðmfjörð hefði samið það, en Guðmundur hefði sagt hann lög- fróðan. Málið var kært í gær til sýslu- mannsins í Hafnarfirði. Uppskeran. paS var ágætt og vel tíl falliS, aS* þér, herra ritstjóri, skylduS birta í heiSruSu blaSi ySar, útdrátt úr skýrslu landssímans, áriS sem leiS. pví aS þar sannast þaS, sem haldiS var fram, aS okurgjöld símans hlytu aS leiSa afturför yfir þetta land. A3 vísu hefir tekist aS „skrapa“ saman aukiS fé handa stjórninni til aS „valsa“ meS, en þaS eru blóS- peningar atvinnuvega íslendinga. Símskeytin innanlands hafa fækk- að. Símanum var komiS á til efling- ar atvinnuvegunum. Nú er síminn notaSur sem teI?justofn ríkissjóSs. Hvorki litiS til hægri né vinstri. AS eins hugsaS um aS ná sem mestum sköttum af þeim mönnum, sem reyna aS gera eitthvaS til viSreisnar í landinu, því aS þaS eru þeir, sem verSa fyrir álögunum. J?ví var þegar í öndverSu spáS, og um þaS ritað' í þetta blaS ,a3 hin gífurlega hækkun símagjalda innanlands yrSi til þess aS hlaSa undir verslun útlendinga hér á landi, því aS gjaldskrá fyrir skeyti milli íslands og annara landa hækkaSi ekki. Sú spá hefir líka ræst. prátt fyrir alla niSurníSslu hafa útlendu skeytin fjölgaS. DýrtíSin er nú aS sliga íslend- inga. En hvaS gerir stjórn ríkisins til aS létta henní af? Ekkert! paS inni viS, meSal annars, meS óheyri- lega háum símagjöldum og póst- gjöldum, sem stjórnin fann ástæSu til aS láta hækka á síSasta þingi, ei-nmitt þegar tók aS bóla á verS- lækkun yfirleitt og tækifæri var til aS minka útgjöld póstsjóSs. paS væri fróSlegt, ef Vísir vildi birta kafla úr „blómasögu“ póstmálanna þá er póstlögin nýju hafa reynt sig. . Kjósandi. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. ix, prests- vígsla. f fríkirkjunní i Hafnarfirðj kl. 1 e. h. síra Ólafur Ólafsson og £ fríkirkjunní hér kl. 5 síðd. síra ólafur Ólafsson. (Engiu messa ML 2)- í Landakotskirkju: Hámessa ld, 9 f. h. og kl. 6 síðd. guðsþjónusta; með prédikun. Sterling kom kl. 5 siðdegis i gær. Far- þegar voru sagðir um 200. Grænlandsfarið 1 Godthaab fór héðan i morguri, áleiðis til Danmerkur. Tók hér póst. Veðrið í morgtm. Hiti hér 3 st., Vestmatmaeyjum 6, Grindavík 5, Stykkishólmi 3, ísafirði 1, Akureyri ~ 2, Gríms- stöðum -f- 2, (engin skeyti frá Raufarhöfn). Seyðisfirði 2, Hól- um í Homafirði 4, Þórshöfn í Fær- eyjum 10 st. — Loftvog lægst fyrir suðvestan land, stöðug eða. hægt fallandi. Austlæg og suðaust- læg átt. Horfur: Suðaustlæg og suðlæg átt. U nglingastúkumar Svava, Unriur og Æskan halda fund á rnorgun, (sjá augl.). Ný saga hefst í Visi í ‘ dag. Húri heitir „Gammarnir“ eftir Henry Seton Merriman og er hún taliri einhver allra besta saga þessa á- gæta höfundar. E.s. Botnía fór frá Leith kl. 6 í morgun. Kemur við í Færeyjum og Vest- mannaeyjum. S“öngskemtun heldur Einar Einarsson, frá Laugarnesi, í Bárunni aunað kvöld kl. 6 siðd. P reství gsluathöfn verður í dómkirkjunni kl. 11 f. h. á rnorgun. Vigðir verða kandi- datarnir Sveinn Ögmundssori, sett- ur prestur í Kálfholti og Friðrik’ FriSriksson, sem ráðinn er til að þjóna ísl. söfnuðum í Saskatche- wan í Canada. —' Docent síra Magnús Jónsson lýsir vígslu. Málverkasýning í K. F. U. M. Magnús Jónsson dósent hefir sýningu á málverkum eftir sig í húsi K. F. U. M., eins og auglýs? er á öðrum stað hér í blaðinu. Verður hún opnuð á morgun. Þar eru nokkur málverk úr Vatnsdal í Flúnavatnssýslu, sem er orðlagður fyrir náttúrufegurð, ennfremur af Blöridu, af He!lun\ og Bjamarhöfn á Snæfellsnesi, Isafirði, Baulu,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.