Vísir - 11.10.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 11.10.1921, Blaðsíða 2
iVKSIK IB&rmw Með Gullfoss féum við: „OMA“-smjörliki, „KokkepigeM plöntufeiti, Libby’s mjólk — 16 oz. dósir, „Tower Brand“ mjólk. Sveskjur, Apricots — þurkaðar — Epli — þurkuð —, Syltetoj, Baunir */* og */*» Kristalsápu, Þakpappa, og fleira. Gufuskip hleður frá Kaupmannahöfn til Heykjavikur og Hafnarfjarðar 15, þessa mánaðar. Flutningsgjöld muu ódýrari en með áætlunar skipunum. Borg- un í íslenskum íacröiaum í Seykjavik. Vörur x stserri „par- tium“ sérstakur samningur. Flutningur tilkynnist strax til 6. KristjánssoBar, Vestnrgfita 5. Símar 589 og 1009. Símskeytf fri fréttaritara Vfsta, Khöfn io. okt. Tyrol sjálfstætt. — Bylting í að- sigií Austurríki og Ungverjalandi? Frá Vín er símað, að Tyrol sé að búa sig undir að segja skilið við Austurríki og lýsa yfir sjálfstæði sínu og ef til vill gera bandalag við Bayern. — Ennfremur er sím- að þaðan að konungssinnar í Ung- verjalandi hafi mikinn viðbúnað til þess að koma Iiabsborgarætt- inrii aftur til valda i Ungverja- landi og helst einnig í Austurríki, og er stjórnin því viðbúin bylt- ingartilraun af hálfu konflngssinna. — 500 austurrískar krónur eru nú jafngildi einnar krónu danskrar. Margar sölubúðir í Vín eru alveg tæmdar að vörum, en i öðrum er neitað að taka við greiðslu í inn- lendum peningum. Bolshvíkingar fá ekkert lán. Frá London er símað, að svo virðist sem tilraunir Friðþjófs Nansens til að útvega Rússum lán, hafi algerlega mistekist. Samninganefnd Sinn-Feina komin til Englands. Frá London er símað, að samn- inganefnd Sinn-Feina sé þangað komin, og Griffith varaforseti íra fyrir henni. Var nefndinni tekið með stórkostlegri fagnaðarviðhöfn af fylgismönnum sjálfstæðishreyf- ingarinnar írsku. — Yfirleitt eru menn þó vondaufir um að samn- ingar takist. Branting tekinn við stjóm. Frá Stokkhólmi er símað, að Branting hafi tekið að sér að mynda nýja ráðuneytið sænska. Karl Kautzky, sem talinn er mestur lærifaðir (teeoretiker) jafnaðarmanna síðan Kari Marx leið, er hingað kom- inn til Kaupmannahafnar og ætlar að flytja 3 fyrirlestra á háskólan- wtn. Frá Danmörkn. Hagur Dana. ' Innflutningstollarnir í Dan- mörku hafa undanfama 6 mánuði (april—sept.) orðið 9 milj. kr. rninni en á sama tímabili í fyrra, eða 22 milj. 576 þús. i stað 31 milj. 588 þús. — Neysluskattarnir allir hafa minkað um 13% miljón, voru i fyrra 84 milj. 756 þús., en nú 71 milj. 213 þús., þessa sömu 6 mán- uði ársins. ’ Dýrtíðin minkar óðum í Dan- mörku. Heíldsöluvisitala „Finans- tidende" hefir lækkað úr 234 niður í 202, eða nál. 14% í september- mánuði. Síðan í nóvember í fyrra- haust hefir hún lækkað um helm- ing. Nú er heildsöluverðlagið sam- kvæmt þessu 102% hærra en árið 1914. Danskur sendiherra í Lundúnum hefir nú verið skipað- ur Preben Ahlefeldt-Laurvig, greifi, sem verið hefir sendiherra Dana í Varsjá. Bókaverslun Gyldcndals hefir heitið 50 þús. kr. verðlaunum fyrir besta skáldsögu eftir norsk- an eða danskan höfund, auk 20 þús. kr. fyrir útgáfuréttinn. Frestur er settur til marsmánaðar 1923, til að skila handritum, og til þess tíma verður nöfnum keppenda haldið leyndum. Fæðis-dýrtið. Matvörur hafa lækkað allmikið í verði og kol um ,75%. Þessu fagna allir. en ekki fá þó aliir að njóta góðs af þessu verðfalli. Ein- hieypu mennirnir, sem verða að kaupa fæði á matsöluhúsunum, kvarta sáran yfir því, að m a t u r- inn lækki ekkert í verði. ,.Við verðum að borga fæðið sama verði og áður, meðan dýrtíðan var mest,“ segja þeir, „matsalarnir v i 1 j a ekki lækka verðið.“ Auðvitað er þetta ekki allskost- ar rétt. Það er hægt að fá ódýrara fæði hér í bænurn nú, en meðan dýrtíðin var í hámarki. En rétt Einn setbekkur (sóffi) og noklcrir legubekkir (dívanar) fást með tækifærisverði í Húsgagnaversluninni ÁFARM. Ingólfsstræti 6. Sími 919. Einnig sjómannadýnur á 10 kr. stk. mun það vera, að stærstu mat- söluhúsin hafa lítið eða ekkert lækkað verðið á mat sínum. — Og það er von að „kostgangaramir“ kvarti. Það er líka auðsætt, að þeit geta ekki unað við þetta til fram- búðar. Tekjur þeirra hljóta að fara minkandi úr þessu. Flestir vinna þeir fyrir ákveðnu kaupi, og kaupið hlýtur að lækka. En þá geta þeir vitanlega ekki varið eins miklu fé i fæði og áður. En hvernig á að fara að því, að fá matsalana til að lækka verðið á fæðinu? — Þessi spurnirig hefir verið lögð fyrir Vísi af fleirum en einum, en haun veit ekki nema eitt ráðið. Þaö er að semja! Ef matsalarnir vilja ekki „taka sönsum" og lækka verð fæðisins í einhverju sanngjörnu hlutfalli við verðfallið á matvörunutn, elds- neyti og öðrum tilkostnaði, þá hlýtur að því að reka, fyrr eða síðar, að „kostgangararnir“ fari frá þeim. — Og með s a m t ö k- u m ættu þeir að geta knúið fram sanngjama verðlækkun á fæðinu þegar í stað. — Það er alveg á- reiðanlega hægt að fá fæði hér 5 bænum fyrir minna en 140 kr. á mánuði, og það engu lakara en það, sem nú er selt því verði. Af taju stafar það? Eg geri ráð fyrir, að það séu fleiri en eg, sem veitt hafa því eftirtekt, að ísl. hrossunum er að hnigna, þrátt fyrir kynbæturnar, bæði hvað gæði og fegurð snertir. Það er ekki svo langt siðan, að þá útflutningshrossum var skipað hér úm borð í skipin, að bæði eg og aðrir þóttumst sjá glögg merki þess, að svo og svo mörg hestsefni sigldu árlega, og eitt var víst, að þá var ætið töluvert af tryppum, sem sköruðu fram úr að vexti og fegurð, en nú mun slikt fátítt. Eg liefi í sumar fylgst dálítiS með þeim tryppum, sem héðan hafa verið flutt, og hefi eg eklci komíð auga á eitt einasta tryppi, sem bor- ið hefir með sér gæðings-útlitið, og sama má segja nm fegurð og vöxt þeirra. Eg geri ráð fyrir, að kynbóta- frömuðirnir, kunni ef til vill ekki að vera mér hér samdóma, en þeir um það. — „Verkin sýna merkin.“ Það er kunnugt, að nú um all- langt skeið hafa verið víðsvegar á landinu gerðar hrossakynbóta- tilraunir, en svo framt, sem eg hér að framan hefi farið með satt mál, þá virðast þær eEki koma að til- ætluðum notum, hverju sem um er að kenna. Slíkt þarfnast rannsókn- ar, því tilgangslaust er að vera að kosta til kynbóta ef árangurinn er auðsær enginn. Hér i Reykjavík, og víðar á landinu, er að vakna almennur á- hugi á að eignast góða hesta, og er enginn efi á því, að rnenri eru al- rnent að komast upp á að færa sér i nyt alla kosti hestanna, þótt mest beri á þvx að menn færi sér „tölt- ið“ sem mest og best í nyt. — Það er því auðsætt, að mesta áherslu þarf að leggja á, að gera „töltið" sem allra fyrst kynfast. Bændur þurfa sem almennast að gera sér •*» það ljóst, að takist þeim að bæta hestakynið, eru þeir með því aö stíga eitt spor í viðreisnaráttina x landbúnaðinum. Eg skal fullvissa bændur urtx það, að jafnframt sem fjárkrepp- unrii hér á landi linnir, þá eykst eftirspurn eftir gæðingum, svo ört, að þeir þurfa að duga betur hér eftir en hingað til, ef þeir eiga að geta fullnægt þörfinni. Það hefir verið og verður svo, að hestarnir okkar veita okkur mesta ánægjuna, erida kvað okkar góða þjóðskáld Matth. Jochums- son: Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður. Dan. Daníelsson. Biejiifréttly, Gullfos* ! koin laust fyrir miðnætti í nótt. Meðal farþega voru: Stefán Jóns-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.