Vísir - 13.10.1921, Blaðsíða 2
VlSIK
Með Grullfoss feagum við :
„OMA“-smjörliki,
„Kokbepige“ plöntufeiti,
Libby’s mjólk — 16 oz. dósir,
„Tower Brand“ mjólk.
Sveskjur, 1
Apricots — þurkaðar —
Epli — þurkuð —,
Syltetoj, '
Baunir J/i og */*>
Krístalsápu,
Þakpappa, og fleira.
Lampaslös
allar stærðir og gerðir, hálfa
ódýrari en annarsstaðar.
VERSL. B. H. BJARNASON.
Sfmskeyt:
frl fréttaritara Wia&tk,
Kaupmannahöfn, 12. nóv.
Sœnsfca stjórnm.
Frá Stokkhólmi er símaS, að nýja
Brantings-ráSuneytið taki viS stjórn-
inni á morgun. Branting er sjálfur
ulanríkisráðherra, auk þess sem
hann er forsætisráðherra, Akermann
er dómsmálaráðherra og Thorson
f j ármálaráðherra.
Slfifting Efri-Slesíu.
Frá Brehn er símað, að ýmsar
sögusagnir um skifting Efri-Slesíu
hafi vakið feikna æsing meðal stjórn-
málamanna og orðið til þess að
þýska stjórnin hafi enn á ný reynt
að leiða bandamönnum fyrir sjónir,
að pjóðverjum sé gert með öllu ó-
lcleift að uppfylla skuldbindingar
sínar, ef þeir verði sviftir iðnaðar-
svæðinu.
Irsfcu samningarnir.
Frá London er símað, að bresk-
írska ráðstefnan sé tekin ti! starfa,
en því, sem þar fari fram, verði hald-
ið leyndu fyrst um sinn.
Konungur segir af sér.
Frá París er símað, að Alex-
ander Jugo-Slavíu-konungur ætli að
segja af sér, sakir heilsubrests, en
láta elsta bróður sinn, Georg, fyrr-
um ríkiserfingja, taka við völdum.
Shaðabœtur pjóöverja gcfnar eftir?
brá París er símað, að meðal
kaupsyslumanna se sa orðrómur upp
kominn, að Bretar eetli að beita sér
fyrir því, að pjóðverjum verði gefnar
eftir allar hernacfarskaðabæturnar
að því undanskildu, sem þarf til
endurreisnar Norður-Frakklands.
m
cigárettur
reykja allir sem vilja tyrkneskar
cigarettur. pær eru þriðjungi ó-
dýrari cn samskonar cigarettur
eru seldar hér í búðum. Kosta
í smásölu hver pakki 75 aura.
Fást i flestum verslunum —
eru meira virði en þær kosta.
—
Frá Þýskalandi.
Stjórnmálaóeirðirnai- í pýska-
landi, sem um eitt skeið var búist
við að mundu verða svo snarpar nú
með haustinu, að jafnvel mundi
draga til byltingar, þær virðast nú
vera að hjaðna alveg niður. — Og
það er lítill vafi á því, að með morð-
inu á Erzberger, hafa afturhalds-
menn í raun og veru unnið sjálf-
um sér og sínum málstað alveg óbæt-
anlegt tjón. J?að varð einmitt til þess
að styrkja stjórnarflokkana um leið
og það svifti afturhaldsmennina alln
samúð þess flokksins, sem þeim stóð
næst, „þjóðflokksins“, sem nú hefir
gert bandalag við stjórnarflokkana.
pað varð það líka, sem að lokum
réði úrslitum í deilunni milli stjórn-
arinnar í Bayern og alríkisstjórnar-
innar.
I Bayern var talið, að afturhalds-
liðið þýska ætti sér öruggast vígi.
Stjórnin þar, Kahrs-stjórnin, var að
vísu ekki hrein afturhaldsstjórn, en
sjálfur var forsætisráðherrann
rammur aflurhaldsmaður. Ffann
sagði af sér út úr deilunum við al-
ríkissljórnina, en þá var talið óvíst
hvernig þeim mundi ljúka, og jafn-
vel búist við að Kahr kæmist aftur
til valda. En um þetta leyti varð
það uppvíst, að morðingar Erz-
bergers höfðu átt griðland í Bayern,
eftir að morðið var framið, og jafn-
vel fullyrl, að stjórnin hefði haft
vitneskju um það. Ur því átti Kahr
sér engrar viðreisnar von. Bayerns-
stjórnin nýja, sem tók við völdum
23. f. m., hóf þegar samninga við
alríkisstjórnina þýsku og fór for-
sætisráðherrann, Lerchenfeid greifi,
á fundi Wirths ríkiskansiara í þeim
erindum. J?eim samningum lauk
þannig, samkvæmt því sem frá er
skýrt í dönskum blöðum 28. f. m.,
að Bayernsstjórnin félst á að fella
Fjárbyssur og.skot
nýkomin.
-Jóii. Olaísson .& Go.
úr gildi uppreisnarástandstilskipanir
þær, sem verið hafa í gildi í Bayern
nú um alllangt skeið, síðan kommún-
istauppreisnin var gerð þar. pessar
tilskipanir eiga að falla úr gildi 15.
okt:, en um þær var aðaldeilan milli
þýsku alríkisstjórnarinnar og Bay-
ernsstjórnarinnar. — Annað ágrein-
ingsefnið var tilskipun þýsku stjórn-
arinnar frá 29. ágúst, um höft á
prentfre'isi og samkomufrelsi, sem
Bayernsstjórn vildi ekki við una.
Og í þessu efni slakaði alríkisstjórn-
in þannig til, að Bayernsstjórnin er
látin einráð um, hvernig hún fram-
kvæmir þær ráðstafanir, sem til-
skipun þessi fjallar um. — pesssi
lausn málsins er sagt að mælist mjög
vel fyrir um alt pýskaland,
En þó að stjórnmála-,,óeirðirn-
ar“ séu þannig að hjaðna niður, þá
eru framtíðarhorfurnar í pýskalandi
alt annað en glæsilegar. Markið
hefir fallið afskaplega í verði, og
dýrtíðin jafnframt margfaldast. Er
ýmsurn getum leitt að því, hvað eink-
um vafdi gengislækkuninni. Iðnað-
ar-forkóifarnir og auðmennirnir
kenna aðallega skaðabótagreiðslun-
um og ótrú annara þjóða um þetla,
en aðrir kauphallarbrcskurum. En
senniiegt er að þetta hjálpist alt að.
Hugo Stinnes, iðnaðarkongurinn
þýski, hefir nýlega í viðtali við
amerískán blaðamann, látið þá
skcðun uppi, að pýskaland geti með
engu móti uppfylt fjárhagsskuld-
bindingar sínar við bandamann.
; pað sé ekki af því, að pjóðverjar
: vilji ekki vinna, en þá vanti efnið,
j sem jaðrar þjóðir, sem ekki vilji
j vinna, hafi í svo ríkum mæli. Hann
i vill láta Breta og Bandaríkin gera
; fjárhagslegt bandalag við pjóð-
i verja, það sé eina „bandalagið* ,
' sem gott geti af sér leitt og trygt
- varanlegan fjárhagslpgan frið í
heiminum. — Wirlh ríkiskanslari
hefir nú einnig lýst því yfir, að hann
telji pjóðverjum með öllu ókleift
að standa í skilum við Bandamenn,
Fallegar vaírartápar
og vetrartáputaB
• nýítomið.
HaraMnr írnm
ef þeir eigi að borga skaðabæturn—
ar méð gulli, eins og um hafi verið
samið. — pá séu ríkisgjaldþrot
óumflýjanleg.
Væri betur að orðrómur sá, sens
sagt er frá í símskeyti hér í blaðinu
í dag um ráðgerða eftirgjöf á hern-
aðarskaðabótunum, reynist eiga
við rök að styðjast; Er enginn vafi
á því, að með því yrði stórt spor
stigið í áttina út úr ógöngunum,
sem heimurinn er nú í.
Bæjaríréttif,
7. O. O. F. 10310148!/2. — Fl.
%
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 5 sh Vestm.-
eyjum 5, Grindavík 5, Stykkishólmi
5, ísafirði 4, Akureyri 3, Gríms-
.stöðum 2, Raufarhöfn 4, Seyðis-
firði 8, Hólum í Hornafirði 5„
pórshöfn í Færeyjum 8 st. Loftvog
lægst fyrir vestan land, fallandi,
nema á suðvesturlandi. Hæg suð-
læg átt. Horfur: Vestlæg og suð-
læg ált.
Boinia
kom í dag. Meðai farþega voru:
prófessor Haraldur Níelsson, síra
Bjarni Jónsson og Sigurjón Péturs-
son, kaupmaður.
Es. Enigheden
kom í nótt, með saltfarm frá
Spáni.
Njáll '
kom frá Hafnarfirði í gær til að
fá sér olíu. Fer héðan til Fáskrúðs-
fjarðar og tekur þar fiskfarm til
Spánar.
Peningum var stolio
úr búð Tryggva Siggeirssonar í
fyrrinótt. Maður var settur í gæslu-
varðhald í gær, grunaður un
þjófnaðinn, en hefir ekkert játað.
Rannsól(n
í máli Guðmundar frá Korpúlfs-
stöðum var að mestu lokið í gær.
peir Björn og hann hafa báðir gert
skýlausa jálning.
Cotneska letriS.
Ut af greininni, sem birtist í Vísi
í gær, hefir prentsmiðjan Acta skýrt
Vísi frá því, að hún hafi gotneskt