Vísir - 14.10.1921, Síða 2
■
V & O í M
mum k Qlseini
Með Grallf03S feugum við:
„OMA“ -smjörliki,
„Kokkepige" plöntufeiti,
Libby's mjólk — 16 oz. dósir,
„Tower Brand“ mjólk.
Sveskjar,
Apricots — þurkr.ís.r —
Epli — þurkuð —,
Syltetoj,
Baunir og */„
Krístalsápu,
Þakpappa, og fleira.
Kensla i
þýsfeu, ensku og
dönsku fsest hjá
Halidóri Jónassyni
Amtmannsstig 2 uppi.
Sími 732. Helst he'ma 6—7.
Símskeyti
frá fréttarltan Yfafek
Kaupmannahöfn, 13. okt.
Efri-Slesíu-málið.
' Frá París er símað, að þjóð-
bandalags-ráðið hafi í gaerkveldi
lagt síðustu hönd á Efri-Slesíu-mál-
ið, undirskrifað gerðabókina og
sent hraðboða með tillögur sínar til
Parísar til forseta yfirráðs banda-
manna, Briands forsætisráðþerra.
í París er búist við, að yfirráðið
muni samþykkja tilllögur þessar án
frekari vafninga, og þó er talið lík-
legt, að Bretar krefjist þess, að yfir-
ráðið taki málið til yfirvegunar á
ný og að þeir muni halda því fram,
að nauðsynlegt sé að tryggja fjár-
hagslega einingu héraða þeirra, sem
skifta á samkvæmt tillögum þjóð-
bandalagsráðsins. Tillögur þessar
verða birtar, þegar þær hafa verið
tilkyntar stjórnunum í Varsjá og
Berlín.
Bretar og hernaðarsfyaðabœlurnar.
Frá London er símað, að breska
ráðuneytið hafi í gær rætt um fram-
komna tillögu um nýja skipun á
skaðabótagreiðslu pjóðverja til
Breta.
írskn samningarnir.
Laud helsi-brot.
Seyðisfirði í gær.
Fálkinn kom hingað fyrir nokkr-
um dögum með botnvörpung, sem
sektaður var um 12000 krónur fyrir
ólöglegar veiðar í landhelgi. Kom
hann síðan aftur með annap botn-
vörpung, sem hann hafði tekið í
landhelgi norður af Bakkafirði, en
skipstjórinn þverneitar öllu saman,
og er Fálkinn farinn aftur norður
með sýslumann til þess að hefja þar
vitnaleiðslu í málinu.
Veðrátta hin besta fyrirfarandi.
pó að ekki sé spáð sem best fyr-
ir samningum Breta og íra í sím-
skeytum, má áreiðanlega vænta þess
að þeir takist að lokum. pað er tal-
ið góðs viti, að það varð Griffith
en ekki de Valera, sem varð foringi
íra á samningaráðstefnunni, sem nú
er nýbyrjuð. Griffith er talinn gæt-
inn maður og miklu meiri samninga-
meður en de Valera. Nýlega birt-
ist í stjórnarblaðinu enska „Dailv
Cronicle", viðtal við Griffith, og má
af því sjá, hvert hugur hans stefnir.
„Sá, sem lætur binda sig á hönd-
um og fótum, áður en hann sest
niður til að semja við bresku stjórn-
ina, verður eins ósjálfbjarga og flug-
an í köngulóarvefnum,“ segir hann.
Hann á við það, að írar geti ekki
byrjað samningana með því, að
viðurkenna fyrir fram ,að írland sé
og eigi að verða „óaðskiljanlegur"
hluti breska ríkisins. En þetta var
það einmitt, sem samningarnir um
eitt skeið virtust ætla að stranda á.
De Valera sagði, að írar gætu ekki
samið, nema fullveldi þeirra væri
viðurkent. Lloyd George sagði, að
þá gætu Bretar ekki samið. — Að
lokum var byrjað á samningunum
án þess að nokkuð væri viðurkent
eða aftekið um fullveldi íra.
„pér spyrjið, hvaða málefnum
eigi að skipa með samningi," seg-
ir Griffith. „Eg verð að svara því
þannig, að þeim verði öllum að
skipa með samningi. Ef enda á að
binda á þessa Iöngu deilu, þá verð-
ur að gera það að fullu en ekki tii
bráðabirgða. í dag eru líkur til
þess, að unt sé að binda enda á
lengsta ófriðinn, sem heimurinn
þekkir og sætta aðilana að fullu.
IEf breska stjórnin reynir að beita
brögðum, þá verða þær líkur að
I engu orðnar á morgun."
Griffith 'veit það auðvitað, að
breska stjórnin gengur ekki að því,
að sambandinu milli Irlands og Bret-
lands verði slitið að fullu og öllu
nú þegar. Hann talar líka um það,
að skipa verði öllum málefnum með
samningi, og þá væntanlega ein-
hverskonar sambands-samningi. En
hins vegar heldur hann, eins og de
VaJera, fast við það, að fulveldi
írlands verði viðurkent, og hann
segir, að írar séu þess albúnir, að
Nýkomið meðes. Botain:
Rúgmjöl
Hálfsigtimjöl
Hrísgrjón
Jarðepli
Kaffi, Rio og Santos
Exportkaffi
Sveskjur
Súkkulaði.
0. friöDeirsson $ Skúlason,
Hafnarstræti 15. Sími 465.
berjast fyrir því. — En að lokum
lýsir hann því yfir, að hann voni
— „að það «é eina vonin,“ að
samningaráðstefnan komist á, þá
megi gera sér vonir um heppileg úr-
slit.
Af þessu sést, að írar vilja semja.
og það eru líkur til þess, að þeir
vilji einmitt semja á svipuðyjm
grundvelli eins og íslendingar sömdu
við Dani, sem sé þannig, að fullveldi
landsins sé viðurkent þegar í stað
og endanlegur samningur gerður um
öll mál, þó að sambandniu verði
haldið áfram fyrst um sinn meðan
báðar þjóðir vilja una því.
Sannleikurinn
um bannið í Bandaríkjuiinm.
—o—
En hvað er sannleikur í því efni?
Svo má margur spyrja, því að sitt
sýnist hverjum. En nú hafa Frakkar
ráðgert að senda nefnd manna frá
París til að ferðast um Bandaríkin
og leita sem sannastra frétta um
þetta efni. Sumir hafa verið ’af-
skaplega hugfangnir af því, hve
mjög væri farið í kringum Egin,
hve mikið væri flutt inn af víni og
hve auðvelt væri að fá vín keypt,
ef nóg væri boðið fyrir það. petta
hefir og verið játað, en á hinn bóg-
inn er svo að sjá, sem þetta taki
ekki til „sauðsvarts almúgans", sem
svo er ikallaður. pví að miljónir
manna í Bandaríkjunum hafa ekki
efni á því að kaupa áfengi því
/verði, sem krafið er fyrir þessa
„bannvöru". — Ef vínbann væri
skyndilega lögboðið í hinum fjöl-
mennustu iðnaðarhéruðum Bretlands
mundu blöðin flytja margar og
miklar greinir um ólöglegan inn-
flutning áfengis, en óstjórnleg ósköp
þyrfti að flytja inn, ef vínið ætti
að komast til allra, sem vildu kaupa.
Mi’klar líkur eru til þess, að bannið
hafi reynst ágætlega vel á stórum
svæðum víðsvegar um Bandaríkin.
Kunnur blaðamaður frá Eng-
landi, P. W. Wilson, hefir nýskeð
sagt, að bannið hafi „farið sigur-
för, er boði ný tímamót“ í Banda-
ríkjunum. Og Fra,nk Simmons, einn
kunnasti blaðamaður Bandaríkj-
anna, segir bersýnilegt, að mjög hafi
dregið úr drykkjuskap og vinnulaun
verkamanna renni nú ekki til vín-
söiumannanna og hann telur engar
líkur til, að bannið verði afnumið,
því að nú hafi konur fengið kosn-
ingarrétt, en þær finni, að meira
gangi nú til heimilisþarfa en áður
af kaupi verkamar.r.ar.r0 Er h*tt
segir hann vera, að margir efnalitlir
menn séu gramir yfir því, zZ geta
ekki veitt sér vín einr og hinir efna-
TCiein. — * kv’ 'íkindum heyrist hhit-
fallslega meira um barnlagabrotin
í stórborgunum en um gagn haS,
sem þessi stórfelda tilraun hefir i
för með sér meðal alls fjölda fólks
(Lauslega þýtt úr Manchester
Guardian).
Belgaum
seldi afla sinn nýlega í Englaadr
fyrir 1124 sterlingspund.
Meðal farþega
á Botniu í gær, voru þessir, auk
þeirra, sem getið var í gær: Knud
Zimsen, borgarstjóri og kona hans,
Franz Siemsen f. sýslum. og kona
hans, Tofte bankastjóri, F. C. Möll-
er, Gísli Oddsson, Jón Víðis o. fl
Botnia fer héðan annað kvöld.
Gullfoss
fór héðan í gærkvöldi til ísa-
fjarðar.
Sviþ og preitrr.
Maður var settur í gæsluvarðhald
í gær, sem Sigurður heitir Sigurð6-
son. Hafði hann logið til nafns síns
og svikið út fé úr Söluturninum, fyrir
neftóbak, sem hann þóttist eiga og
ætla að selja „turninum" fyrir gott
verð, Ef ti! vill er þetta sami mað-
urinn, sem seldi sveitamanni nokkr-
um 6 flöskur af ,,brennivíni“, fyrir
60 krónur, en „vínið“ reyndist vatn.
þegar til átti að taka.
Málverkasýmingarnar þrjár,
sem nú eru, í húsi K. F. U. M„
Goodtemplarahúsinu og uppi yfir
búð Egils Jacobsen, hafa allar ver-
ið vel sóttar; má þar sjá marga hina
fegurstu staði úr öllum landsfjórS-
ungum.
Brauðverðið lœþþað.
Oll brauðgerðarhús bæjarins hafa
nú aftur lækkað brauðverðið. BrauS-
verð Alþýðubrauðgerðarinnar mun
þó óbreytt nema á rúg- og normal-
brauðum, en á þeim tegundum er
verðið 1.60 heilbr. og 80 au. hálfbr.
Félagsbakaríið selur þessar brauð-
tegundir á 1.35 heilbr. og 78 aii.
hálfbr. (sbr. augl. hér í blaðinu).
Bakarafélagið auglýsir brauðverð
sitt í brauðsölubúðunum.
Dánarfregnir.
Halldór Gunnlögsson, verslun-
armaður, andaðist hér í bænum í
gær. Elann var bróðir Jakobs Gunn-
lögssonar, stórkaupmanns í Kaup-
mannahöfn.
Látinn er í Húsavík, nyrðra, Að-
alsteinn kaupmaður Kristjánsson,
eftir lang\rarandi sjúkleik
t