Vísir - 13.12.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 13.12.1921, Blaðsíða 2
VÍSIR 1 MafmM Með „Íílandi" væntanlegar Eldspýtur Hrismjöl Hrísgrjón Haframjöl Sagogrjón Kartöflumjöl Kartöflur Kaffi Exportkaffi Uppkveikja Apx-icots, þurkaðar Epli, þurkuð Sveskjur Rúsínur Bakara-rúsínur Heill kanel Blegsóda Sóda Baunir Vindlar kertL Olinfatnaðnr. Sfmskeyt; Khöfn 12. des. Tollstríð milli Spánverja og Prakka. Frá Paris er símað, að versl- unarsamningum Frakka og Spánverja, sem hafa staðið yfir ail-lengi, hafi nú loks verið sht- ið, og tollstríð hafið milh land- anna. — 1 framkvæmdinni má heita að innflutningur spænskra # vara sé algerlega bannaður i Frakklandi. }7jóðverjum synjað um lán. Frá London er símað, að Englandsbanki hafi synjað J>jóð- verjum um miljardalán, sem þeir höfðu beðið um, en ráðlagt þeim að taka minna lán til styttri tíma. Anatole France f er hörðum orð- um um friðarsamningana. Frá Stokkhólmi er símað, að franska skáldið Anatole France hafi í Nobel-samsætinu ráðist mjög á Versala-samningana og sagt, að þeir væru framhald ó- friðarins. Hlutlaus rannsókn á upptökum ófriðarins. Frá Kristjaníu er símað, að vísindamenn meðal ófriðarþjóð- anna hafi skorað á Noreg, Sví- þjóð, Holland og Sviss að skipa hlutlausa nefnd til að rannsaka aðalorsakir ófriðaims. Nefndin á að koma saman í Kristjaníu eða Haag i janúarmánuði og er skipun hennar algert einlca- mál og stjómmálum óviðkom- andi. J. C. Poestion Yeikur- Með „íslandi“ kom sú sox’g- arfregn frá Vín, að Islands göfgi vinur, Hofrat Dr. Poestion, hafi fyrir rúmum mánuði feng- ið talsvert alvarlega aðkenningu af slagi, þar serú hann sat við skrifborð sitt og var að vinna að isl. fræðum. Hann liggur síð- an á spítala, þar sem hann verð- ur að borga með sér 3000 kr. á dag, og er á batavegi og tal- in von um sæmilegan bata með tímanum. Hann er þó máttfar- inn í vinstri handlegg og fæti. Læknarnir telja sj úkdóminn af- leiðing af ofmikihi andlegri á- reynslu síðustu mánuðina. Er su orsök mjög skiljanleg þeim sem vita, með hve miklu kappi hann vann, sérstaklega að þýð- ingu ísl. bóka. Er það til dæmis urn, hve miklu hann gat afkast- að, að hann þýddi og bjó undir prentun Frumnorræna mál- fræði Dr. Alexander Jóhannes- sonar í hjáverkum á 3 vikum í sumar, og fór þó um leið í gegn um öll heimildarrit hans, og það sem út hafði komið á þýsku í sömu fræðigrein, eftir að mál- fræði Dr. A. J. lcom út. I vor sem leið lét Poestion af forstöðu bólcasafnsins, sem hann hefir gegnt um langt skeið. — Hefir lxann síðan helgað starf sitt ein- göngu íslandi og isl. bókment- um. — Egiftaland. Samningum slitið milli Breta og Egifta. Fyrir nokkru sendu Egiftar „millilandanefnd" til Lundúna til þess að semja viS bresku stjórn- ina um framtíðarsamband Bret- lands og Egiftalands og var Adlv pasha formaður sendinefndarinn- ar. Hann er foringi hinna kröfu- deigari þjóðernissinna, en Zaghlud pasha er foringi hinna kröfuharð- ari og sat hann heima. Curzon lá- varður, utanríkisráðherra, samdi fyrir hönd stjórnarinnar. — Þess- um samningum lauk svo, að full- trúar Egifta höfnuðu síðasta til- boði bresku stjórnarinnar, seint í fyrra mánuði og héldu lieimleiðis. Tilboð þetta og svör sendinefnd- arinnar verða birt, þegar nefndin er komin heim. Sagt er að samn- ingarnir hafi einkanlega strandað Goodyear bifreiðadekk liiifnm við fyriíliggjandi af þessnm stærðnm: 30 X 31/* 31 X 33 X 4L 82 X 84 x 33 X 3 Aðalumboð lyrir: Tite IStteiyear Tire & Rtsbler Gsspaay. Akron, Ohio U. S. A. Jöh. Olafssoxa 8c Co. S mar 584 & 884. Símnefni „Juwel“ á ágreiningi um setulið Breta í Egiftalandi. Egiftar vildu að það hefði ekki annarsstaðar aðsetur en í nánd við Suez-skurðinn, en Bretar vildu hafa það í einhverri borg í landinu og nefndu til Cairo eða Alexandríu. Sendinefndin taldi gagnslaust að fá loforð um sjálfstæði, ef útlent setulið mætti sitja hvar sem væri í landinu. Árið 1882 náðu Bretar yfirráð- um i Egiftalandi með hervaldi. Þar hafði verið uppreisn, sem þeir, bældu niður. Ekki slóu þeir þó eign sinni á landið, heldur laut það Tyrkjasoldáni, að nafninu til, þangað til Tyrkir gengu í lið með Þjóðverjum. Þá tóku Bretar land- ið í sína vernd, en innlimuðu það ekki. Egiftar bjuggust við, að sú ráðstöfun mundi genga úr gildi, þegar friður væri kominn á. En svo varð ekki og bandamenn við- urkendu rétt Breta til að vernda landið. Það varð upphaf óánægju og upphlaupa, sem bæld voru nið- ur með hervaldi og síðan hafa her- lög verið þar í gildi og landinn stjórnað með hervaldi. Landsmenn hafa unað þvi mjög illa og auk þess hefir margt fleira orðið til sundurþykkju. Egiftar höfðu haft tjón af styrjöldinni. Þeir léðu Bretum fjölda verkamanna til hjálpar á herferðum þeirra í aust- urvegi og einnig margt áburðar- dýra. Margt þeirra manna átti ekki afturkvæmt og heimtur urðu hinar verstu á skepnunum. Egiftar höfðu tekið miklum framförum undir vernd Breta og þegar friðarsamningarnir voru birtir, þótti þeim undarlegt, að Egiftaland fékk ekki frelsi, en önnur lönd, er skemra voru á veg komin og áður höfðu lotið Tyrkja- soldáni, fengu sjálfstæði, svo sem Sýrland, Arabía og Mesópótamía. Þjóðernisandi Egifta var nú orð- inn meiri en áður og þess vegna tóku þeir að leita réttar síns af meira kappi. Bretar tólcu vel í lcröfur þeirra frá uppbafi og hafa lengi verið að semja við þá og alt- af verið góðar horfur um sam komulag þangað til sendinehnSm fór heim, sem fyrr segir. Sumir spá því, að nú vnuni alt komast i bál og brand þar sy&ra, en aðrir gera ráð fyrir, að stofnað verði til nýrra samninga hið brái- asta. Leiðrétting á athugasemdum landsstma- stjóra í „Vísi“ 9. þ. m. ÍJt af athxigasemdum lands- símastjóra við grein í Vísi 5. þ. m. leyfi eg mér — til þess aS afstýra öllum misskilningi —■ að gefa eftirfarandi upplýsing- ar: — 1) Laust fyrir miðjan júlí þ. á. hitti eg fjármálaráðherra aS máli út af skaðabótamáli minu. er lá fyrir síðasta þingi og hana — að fengnu bréfi minu ttt stjói’narráðsins, dags. 9. júni þ. á. — hafði lofað að athuga og tjáði hann mér þá: „að stjóm- in liefði komið sér saman trai að bjóða að borga mér 5000 kr< með því skilyrði, að eg léti mál- ið falla niður,“ en við fyrirspurn mirrni um, hvað í því væri fólg- ið, að „láta málið falla niður** svaraði liann mér ótvírætt a$ „eg mætti ekki höfða mál gegn O. Forberg sem landssíma- etjóra.“ 2) 20. maí síðastl. skrifaSi landssímastj. mér sem svar viS munnlegum umsóknum mínum, að hann sæi sér ekki fært aS mæla með því við stjórnarráðiS að mér yrði veitt aftur stöðvar- stjórastaðan í Vestmannaeyjum, en atvinnumálaráðherra sagði mér rétt á eftir að „hann hefði lagt fast að landssímastjóra a5 gefa mér þessi meðmæli“, eins og hann (rh.) 'aður hefði tjáð mér, að hann ællaði að gera, þar sem „hann áíiti best að jafna málið á þeitnan hátt.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.