Vísir - 14.12.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 14.12.1921, Blaðsíða 2
vísir Gengtð og seðlarnir. Morten Ottesen heldur enn á- fram aö skrifa um gengismáliö, og „Morgunbla‘ðií5“ a'S birta skrifin. En þaS er tæplega, aö Vísir nenni að hafa fyrir því, aS svara þeim skrifum, þó að ýmsu sé þar beint til hans. Ottesen er svo einkarvel lagiö, aö svara sér sjálfum í ö'Sru oröinu. Þaö er nú augljóst, af hverju stafar sú meinloka Ottesens, aö xsl. króna sé nú seölar íslands- bánka . og dönslc króna danskir ÞjóíSbankaseölar, og ekkert ann- aö. Hann heldur að seölarnir séu nú sá „regulator“ á greiSslujöfnuö landa á milli, sem gulliö var. Hann segir, aö gulliö sé „nú sem stend- ur úr sögunni“ og meö gengi pen- inga sé því átt við seölana óinn- leysanlega meö gulli. En þetta er bygt á herfilegum misskilningi. Se'ðlar eru vitanlega alls ekki nota'Sir sem slíkur ,,regulator“ í stað gulls í heilbrigSum viöskift- um landa á milli. Það er augljóst, aö Ottesen hefir fyrir augum dæmi Þjóöverja. Þýskir seðlar hafa ver- iö notaðir mjög ínikið í millilanda- viðskiftum, vegna þess aS menn í öðrum löndum hafa óSfúsir vilj- að kaupa þá í gróðabralls augna- miði. Og því er nú komið sem komiö er fyrir Þjóðverjum. En at- hugi menn t. d. seðlaútgáfu Norö- urlandabankanna, þá er auðvelt að sannfæra sig um, að í heilbrigðum viðskiftum á þetta sér sama sem alls engan stað. Um þaS leyti, sem verslunarjöfnuður Dana var einna verstur, og einna mestur munur ,á gengi danskrar og sænskrar krónu, var seðlaútgáfa Dana þó 'síst meiri en Svía. Af þvi má sjá, að meðan viðskiftalífið er heil- brigt, fer seðlaútgáfan eingöngu eftir gjaldeyrisþörfinni innanlands. bvað sem viðskiftunum við önnur lönd líður. í raun og veru gæti Vísir látiS þetta nægja sem svar við öllum skrifum Ottesens, því að allar gengiskenningar hans byggjást á þessum misskilningi hans á seðl- unum. En þó skal að eins vikið að „skyldleika" danskrar krónu og íslenskrar krónu, sem Ottesen hef- ir orðið svo tíðrætt um. Ottesen segir, aS ísl. króna sé ekki skyldari danskri krónu en sænskri og norskri eða jafnvel sterlingspundi og dollar. Sá mun- ur er þó á. að á íslandi og í Dan - mörku gilda sömu peningalög, ’dönsku peningalögin frá 1873, sem ekki gilda í Noregi, Svíþjóð, Eng- landi eða í Bandaríkjunum. íslend- ingar geta að vísu sett sér önnur peningalög, en það hefir ekki verið gert enn, og íslensk króna er „nú sem stendur" aö lögum sama sem dönsk króna. En þar við bætist, áð viðskiftasamband fslendinga víð Danmörku er alt öðruvísi en við önnur lönd. Aðalbankinn er aS mestu leyti d ö n s k stofnun og aðalstjóm hans í írauxkvæmd- ínni í höndum Dana. Og öllum bankaviSskiftum landsins vi’S önn- ur lönd er þannig variS, að danskir bankar hafa þar í raun og veru tögl og hagldir. Loks er verslun landsins að mjög miklu leyti í höndum danskra kaupmanna, t. d. rnargar ef ekki flestar verslanir á Norður- og Austurlandi eigp danskra verslunarfélaga. Þetta stafar alt af hinu forna sambandi landanna, eins og það stafar líka af því sambandi, að Danir eiga að njóta jafnréttis við íslendinga á íslandi og íslendingar jafnréttis við Dani 5 Danmörku, samkvæmt sambandslögunum. — Það er yfir- leitt alt samband landanna að fornu og nýju, sem skyldleiki krónanna stafar aðallega af. „SANITAS" sætsaftir era gcröar úr berj- um og sykri eins og bestu útlendar saftir. ■— Þær eru Ijúffengar, þykkar og lita vel. Sími 190. Veðrið í morgun. I Reykjavík o st., Vestmanna- eyjum 3, Grindavík o, Stykkis- hólmi -4- 2, ísafirði -4- 4, Akur- eyri -4- 4, Grímsstöðum -4- 8, Raufarhöfn -4- 6, Seyðisfirði -4- 3, Þórshöfn í Færeyjum 9 st., Jan Mayen -4- 10 st. Loftvog lægst fyr- ir austan og sunnan land, stígandí, Norðlæg átt, Horfur: Norðaust- læg átt. Barnaskemtun frú Guðrúnar Indriðadóttur og Guðm. Thorsteínsson, verður end- urtekinn kl. 8 í kvöld í síðasta sinn. Börnin hafa haft mikið gam- an af þessum skemtunum. Á fimtu- dagskvöldið kl. 8/ ætla þau að halda skemtun íyrir fullorðna, með upplestri, söng, hraðteikning- um o. f 1., svo sem sjá má af augl. á öðrum stað í blaðinu. Fundur í S. R. F. í. annað kvöld kl. 8/ í Bárunni. Prófessor Haraldur Níelsson flytur eríndi. Gamla Bíó sýnir þessi kvöld mynd af Car- pentier, hinum fræga hnefleika- manni og viðureign hans við Sví- ann Lennares. Myndin er greinileg og vel tekin, Goðafoss fór frá Húsavík í gærmorgun. Háskólafræðsla. í kvöld kl. 6—'7: Prófessor Ág. H. Bjarnason: Huglækningar í trú og vísindum. Merkúr, félag versiunarmanna, heldur. fund í Iðnaðarmannahúsinu kl. i kvöld. IÖLAXO er ekki rétt blönd- nð nema not&ð sé sjóðandi v&tn. Steikarapönnur, allar stærðir. Eplaskívupönnur, Köku- og Geleform. Straujárn í settum með lausum höldum; alt hálfu ódýrara en allstaðar annarstaðar VERSLUN B. H. BJARNASON Jóhann Sigurgeirsson, trésmiður í Hafnarfirði, hefir tekið sér ættarnafnið Dalberg. Frá Englandi kom Hilmir í gærkveldi, en í morgun komu Vínland, Geir og Draupnir. Hinn síðasttaldi varð fyrir brotsjó í hafi, sem sprengdi planka í þilfarinu. E.s. ísland fer héðan kl. 2 í dag. Kemur við á ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. M.b. Trausti, mjólkurbáturinn frá Brautar- holti. náðist á flot í gær, talsvert laskaður, og var dreginn hingað. til viðgerðar. Verslunarmannafél. Rvíkur heldur skemtifund á morgun kl. 8j/2 siðd. á Hótel Skjaldbreið. Svar við atbagasemd. Það er ánægjulegt að sjá, að grein mín virðist hafa haft hinat ákjósanlegustu verkanir á lands- simastjórann, sem sjá má af at- hugasemd hans 8. des.; þó að þar sé talsvert hallað réttu máli, þá er athugasemdin stillilega skrifuð. — En hr. Petersen hefir nú leiðrétt það, sem leiðrétta þurfti, svo að eg ætla ekki að svara öðru en því, sem beint er til mín sérstaklega. Það, sem eg gerðj, var að skrifa sannan, réttan útdrátt úr skjölum, sem lögð voru fyrir síðasta Al- þingi, eftir að landssímastjórinn hafði fengið þau til athugunar og skrifað meðmælabréf með þeim, án þess a'ð gera þar við nokkra athugasemd. Það verður því alls ekki með sannindum sagt, að eg vilji ómaklega „rýra álit“ jjessa rnanns, er eg skýri rétt frá lineyxl- ismáli, sem ekki má liggja í lág- inni. En hitt er mjög sennilegt, að „álit landssímastjóra“ rýrni við það, að opinberlega er rétt skýrt frá verkum hans. Annars álít eg afarhæpið að tala alment um að „álit“ landssímastjóra geti rýrnað. og má færa líkur að því, með til- vitnunum í „Elektron", „Morgun- blaðið“, „Vísi“ o. s. frv. Kunnugum kemur kynlega fyrir sjónir vandlæting Forbergs urn ó- kurteisi. — Sjálfur er hann kunn- ur að því að leyfa sér flest í þeim efnum. Ótrúlegt er að hann liafi tekið miklurn stakkaskiftum síðan Hafid íér lesiJ ’Jfólagjðflaa’? Jólagjófln 1921 er nú komin í allar bókaversla«ir. Efni: A jólanóttina Hngleiðing eftir caná. theol S. Á. Gislaison. Stóvi-Jón. Saga eftir Gunnar Gunn- arsson með fjóruin myndium eftir GuSm. ThorsteinSson. Á siglingn. Sönglag eftir Jón NorS- mann við kvæði eftir Hannes Hafstein. Jól i Grænlandi. Eftir ö. Bistrup. Með tólif íiiyndura. Heimkoman. .1 ólasaga efitir Jóhan*es Eriðlaugsison frá Fjalli. Jól. Kvæði efitir Sigurjón Jón.sson. Leikurinn endar meff alvöru. Ga**- anmynd. Eftirvæntingin mikla. Efitir C, Ghriistenisen. Til minningar. Kvæði eftir vald. Jól i sveit fyrrum og nú. Eftir Guðw. Firiðjónsson frá Sandi. Forn og ný forynjudýr. Eftir K. Hjortö. Með mynd. Ræða eftir Jtinas Hallgrimsson. iFílutt á gainlárskvöld 1829. MeS iforjnála eftir Mattli. Þórðarso* ifornmenjavörð. Ná lokar manni rósin rjóff. Sönglaig ieftir LaftGuðmundsson við kvæði eftir Guðm. Guðm. Bylur. Sönglag eftir Matth. Þórð- arson við kvæði eftir Einar H. Kvaran. Kisuvisa. Barnabálkur. Fiinm æ.fintýri með imyndum. Samtiningur. Skríthir, ví.sur, sjón- hverfingax', gamanmynd o. fl. Alt aff 30 myndum eru í bókinni. í aprí 1 síðastb, en þá vildi svo til,: að bæjarstjórn í einurn meiri hátt- ar kaupstað hér kvartaði yfir því við landssímastjórann, að siminn þar og ýmislegt honurtx viðvíkj- andi væri ekki í viðunanlegri reglu, og bað hann að hlutast til um að því yrði kipt í lag. Hr. For- berg „mótmælir", án þess aö kynna sér málið, undir eins í skeyti til oddvita bæjarstjómar- innar, og segir: „Þér talið hér um mál, sem þér berið ekki skyn á ög getið alls ekki dæmt 11111“! — Ea mjög skömmu síðar fékk hr. For- berg óþyrmilega að kenna á því, að ástæður til umkvörtunar bæjar- stjórnarinnar voru altof sannar. En það er hr. landssímastjóranum fyrir bestu, að sem minst sé við því máli hreyft, og skal ekki farið út í þá sálma a'ð sinni. „Hvorugur ráðherranna hefir látið í ljós neitt það, er hægt sé aS nota til að rýra álít landssíma- stjóra ..“ segir Forberg. En hvað finst honum þá látió í ljós með því. að greiða hr. Peter- sen 5000 kr. í skaðabætur fyrir áf- brot landssímastjóra? Vissulega hefir stjórnin með því dómfelt landssímastjórann, hvort: sem þeinx dómi verður fullnægt með frávikningu hans, eða ekki. Vestmannaeyingur. Dauðadómnr. Varla hefir nokkurt glæpamál vakið meira umtal eða eftirtekt hér í álfu á síðari áratugum, ert mál það, sem kent er við Frakk- ann Landru. Rannsókn hófst í því 1 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.