Vísir - 21.12.1921, Blaðsíða 2

Vísir - 21.12.1921, Blaðsíða 2
VlSIR Höfam fengið nýjar birgðir af u m búðapappír mikið ódýrari m áðnr. Símskeytf frá fréttaritara Vísis. Khöfn 20. des. Briand og Lloyd George á fundi. Símaö er frá London, aö Briand, Loucheur og Lloyd George sitji nú á ráðstcfnu, Fyrsta verkefni þeirra var aö ræða um skaSabóta- kröfurnar, en síSar kemur til um- ræSu, hvort Bretland muni gefa Frökkum eitthvaö eftir af herflaS- arlánunum, og þá er í ráði að gera samning með Frökkum, ÞjóSverj- um og Bretum um það, að engin þjóðin ráðist á lönd annarar. Rathenau kominn til London. Ratlienau kom til Londonar í gærkveldi og býr í sama gistihúsi eins og Briand. Er hann kominn í umboSi þýsku stjórnarinnar til þess að sitja fundinn meS Lloyd George og Briand, ef svo ber undir. Evrópu-þingið. Daily Chronicle krefst þess á- kaft, að b’oðað verði til Evrópu- þings. Bréfaskifti Hindenhurgs og keis- arans. Símað er frá Berlin, að blaðið Deutsche Algemeine Zeitung birti bréf, sem farið hafi milli Hinden- burgs og Vilhjálms keisara. Segir keisari þar, að hann beri enga á- byrgð á upptökum jstyrjaldarinn- ar. Stjórnin telur illa farið, að bréfin skuli birt nú. Það muni styrkja Frakka í kröfum þeirra við England. Norskn kosningarnar og hannið. I neðanmálsgrein, sem birtist í „Politiken", eftir ritstjóra „Dag- bladet" í Kristjaníu, Einar Skav- lan, segir svo m. a.: — — Það er langt síðan öldurnar hafa risið eins hátt í kosningarhríð eins og í þetta sinn. Hægri menn töldu sér fyrirfram sigurinn vísan. og kosningarróðurinn var framinn mestmegnis sem herför á hendur banninu. Hægri menn ætluðu að útvega landinu brennivín og önnur sterk vín, og um leið átti að tryggja hag norskta útgerðar- manna með samningum við Spán og Portúgal, því aö þessi lönd kaupa gjarnan norskan fisk, ef Noregur kaupir aftur vín af þeim. — Undir hið síðasta varð kosn- ingaróðurinn nokkuð grófgerður. Hægri blöðin fluttu kosningaljóð sem voru ískyggilega lík drykkju- vísum. í grein frá mikilsmetnum manni sem birtist í einu blaði í- haldsmanna, var talað um að „norska-mamma" þyrfti að fá sér þrifabað til þess að hreinsa af sér vinstriflokks- og jafnaðarmensku- óværðina. Og til þess að hressa sig á eftir væri gott fyrir hana að fá sé brennivinstár eða lögg af öðru sterku víni. Svona var tónninn oft. En kosningarnar urðu flokkn- um mikil vonbrigði. Jafnvel þótt hægrimenn græddu á brennivíninu mörg atkvæði sem þeir hefðu ann- ars ekki fengið, þá vantar mikið á, að flokkurinn hafi náð nokkr- um meiri hluta á Stórþinginu ný- kosna. Kosningarúrslitin hafa ekki bifað banninu og samningarnir við Spánverja munu framvegis verða háðir á sama grundvelli og áður. Sá orðrómur gekk ytra, að and- banningar norskir ættu eigi að eins óbeinan heldur og ef til vill bein- an þátt í þessari óbilgjörnu kröfu Spánverja um afnám bannsins í Noregi. Hún átti að hjálpa hægri mönnum til að sigra við kosn- ingarnar og fá bannið afnumið. Hvað hæft er í þessu verður aldrei sannað. En einkennilega fljótir voru Spánverjar að breyta stefn- unni, þegar þeir fréttu um kosn- ingarúrslitin í Noregi. Gullfoss ' kom til Vestmannaeyja kl. 5J/2 1 morgun. Hrepti stórviðri í hafi. Kemur hingað í nótt. Goðafoss er væntanlegur frá ísafirði kl. 2 í dag. Sterling 'TC var 250 sjómílur undan Vest- mannaeyjum kl. 4 síðdegis í gær. Kemur ekki í Vestmannaeyjar. Mun koma hingað í nótt. Hefir orðið vel reiðfara. Lagarfoss | var 850 sjómílur frá íslandi á ! hádegi í gær. Vellíðan á skipinu. 4 ístaka hófst á tjörninni x morgun. I Dánarfregn. Ágúst Olgeirsson, stúdent, son- [ur Olgeirs Friðgeirssonar, andað- 'ist í fyrrinótt á heilsuhæli suður í Tyrol. Hann var vel gefinn og myndarlegur maður, sem mikil eft- irsjá er . að. Andlátsfregn hans kom mjög á óvart, því að hann var nýskeð sagður á góðum bata- vegi. Ethel kom frá Englandi í gær, hlaðin kolum. Hjúskapur. io. þ. m. voru gefin saman í hjónabnd: ungfrú' Guðrún Jó- hannsdóttir og Jón Þorsteinsson, bifreiðastjóri, bæði til heiniilis á Nýlendugötu 19C. Síra Jóhann Þorkelsson gaf þau saman. VísiV er sex síður i dag. í aukablaðinu er sagan og margar auglýsingar um kjarakaup. Einxreiðin, 5.—6. hefti XXVII árs, er nýkomin út, og er efnið þetta: Steingr. Matthíassonar: Sjúkra- húsið á Akureyri; K. T. Sen: Mentalífið í Kína; Guðm. Davíðs- son: Þjóðgarðar; Sveinn Sigurðs- son: í borgarmusterinu; Bjarni Jónsson: Gömul og gleymd skóla- bók; Kristján Albertsson: Matth Jochumsson; Gerhard Gran: Ró- mantík; Finnur Jónsson: Oft er í í . hoíti lieyrandi nær; Magnús Árna- son: Nökkur kvæði; Andrés Björnsson: Ort en aldrei sent (kvæði); Magnús Jónsson: At- hugasemdir um Kristnitökuna; Theódóra Thóroddsen: Hannes stutti; * : Gyldendalsbókaverslun ; Valdimar Briem: Matthías dáinn! (kvæði); B. Lindforss: Hægri höndin. Síðast er ritsjá, eftir rit- stjórann og Snæbjörn Jónsson. Fjöldi mynda er í heftinu. „Um vetrarsólhvörf“ heitir nýútkomin bók eftir Sig. Kristófer Pétursson. Eru það er- indi, guðspekilegs efnis, og segir höfundurinn svo um þau í formála: „Erindi þessi voru rituð fyrir einn af lestrar- eða námsflokkunum innan Guðspekifélagsins hér í Reykjavík, er hafði ásett sér að kynna sér sem ítarlegast rökin fyr- ir boðskapnum um lcomu trúar- leiðtogans. Ber að skoða erindi þessi sem fyrstu námskaflana í þeim efnum, én ekki sem endi. Hitt er undir hælinn lagt, hvort flejri erindi verða rituð, og sérstaklega, hvort þau verða gefin út.“ „Útsalan“ heitir ný verslun, sem opnuð var í gær á Laugavegi 23, og eru þar eingöngu útsöluvörur á boð- stólum. ' Jólahlað Ljósberans kemur út á morgun og verður selt til jóla. Það verður þrjár arkir í kápu, prentað á góðan pappír nico mörgum myndum. Hefir rit- I Kefliir-pÉSiliílli fer til Ketlavikur: fimtudag (á morgun), föstudag (porláksmessu) og laugardag (aðfangad. jóla) Frá Keflavík: þriðjudag (þriðja í jólum). Fólk er beðið að panta far í tíma. Afgíeiðslan í Kefla- vik á pósthúsinu. Sími 6. í Reykjavik Símar 581 og 838. Strausykur. Appelsinur, 2 teg. 0,20 og 0,35 stk. Syltetau, KonfektrúsinurB Möndlur, Hnetur, Epli, Ávextiir þurk. og í dósum, Saft, Sago* Sveskjur, Rúsinum alm. og Kon- fekt. Niðursuðuvörur fjöldi teg, Spil og Kerti, Hangið kjöt og flest annað, sem útheimtist á jólaborðið, er best í VERSL. B H. BJARNASON, stjórinn vandað svo vel til þess„ sem föng voru á, og verður blaðxff selt fyrir 50 aura. Má það heitst gjafverð. V er kst j órafélagið heldur fund í kvöld. Drengir og telpur! Komið á fimtudag kl. 12 á há- degi, til þess að selja jólablað Ljós- berans. Bergstaðastræti 27. Hafið þér lesið „Jólagjöfina“? Fólki, 1 sem ætlar til Keflavikur um jól- in, skal bent á hinar þægilegu bhF- reiðaferðir þangað suður, frá bif- reiðastöð Steindórs, í Veltusundi g. Hitt og þetta. Alþjóðabankinn. Ameríski bankamaðurinn Van- derlip Hefir verið á ferð í Evrópa fyrri partinn í vetur í því skyni að rannsaka skilyrði fyrir alþjóða- banka, sem Bandaríkjamenn ætla að setja á stofn. Þessi banki á aB vera liður i starfinu fyrir endur- reisn Evrópu; hlutaféð er 200O miljónir dollara og hafa amerxskir peningamenn þegar skrifað sig fyrír þvi öllu að sögn. Ameríska auðvaldið færir þar laglega út lcviarnar. En margir vona, að þetta geti orðið til þess að festa pen- ingagengið milli Ianclanna. !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.