Vísir - 10.01.1922, Blaðsíða 4
slssi
T«r.) ekki við sprengingunum
búnir. Slys af þessuin spreng-
ingum liafa ekki orðið teljandi
taá þessa, en þó nógu mikil, í
«kki stærra bæ en Reykjavik,
« þess að hafa þenua hégóma
•kki um hönd oftar en eitt kvöld
i ári. y. y. R.
Viðgerðir
iritvéiam,gramm6fónnm, sanma-
' vélum, prlmusum og m. fi.
G ullsmlða vinnuato f a
Ölaís Sveinssenar,
Austuretræti 5.
Oamllr
hattar
gerðir upp sem nýjir. Einnig
kjólar téknir til sauma
Laugaveg S7. uppi.
Langsjal fundið
Laugaveg 71.
Vitjist á
(138
Karlmannsúr tapaðist nálægt
Nýja Bíó á sunnudaginn. Uppl.
i versl. Von. (130
Fundin brjóstnál í fríkirkj-
UMiii. Uppl. hjá fríkirkjuverðin-
uki, Grettisgötu 24, niðri. (144
/ Hodersprjten VULCANO: Pris 10 og 12 Kr., med alle jy* 3 Rör 14 og 16 kr. Udskyld- / \ ingspulver 2,60 kr. pr. SBske pr. Efterk. eller Frim. Forl. ill. Prisliste over alle Gummi- og sauitefcsvarer gratis. Firmaet „Samariten". Köbenhavn K. Afd. 59, Tveggja herbergja íbúð Lil leigu. Tilboð sendist afgr. Vísis, merkt „Ibúð“. (129
Góð stofa með forstofuinn- gangi til leigu. Tilboð merkt „50“ sendist Vísi. (143
KENSLA |
Bifreiðarkeðja tapaðist frá Álafossi til Reykjavíkur. Skibst til Sigurjóns Péturssonai', Hafn- arstræti. (146
Enn geta nokkrar stúlkur fengið tilsögn i léreftasaum, hjá Jórunni pórðardóttur, Lækjar- götu 4, heima 4—7 síðd. (139
Skóhlíf fundin. Upplýsingar Bjarnaborg nr. 7. (133
| YINffA j
BÚSNÆBI | í söðlasmiðabúðinni Sleipnir ter tekið til viðgérðar reiðtýgi, aktýgi, og annað er tilheyrir. Enn fremur ei’u reiðtýgi tekin til hreinsunar og smurnings. Söðlasmíðabúðin S1 e i p n i r, Klapparstíg 6. Sími 646, Eggert Kristjánsson. (100
Til leigu nú þegar 2 herbergi og eldliús á Vesturgötu 23 B. (135
Herbergi til leigu. Uppl. gef- ur Gunnar Gunnarsson, Hafn- arstræti 8. (134
Undirrituð tekur að sér alls- konar prjón. ÖU vinna fljótt og vel af hendi leyst. Ingólfsstræti 21 B, Snjófriður Gísladóltir. (140 Gullsmíðavinnustofa Jóns Levi, Bergstaðastrseu 1, tekur að sér allskouar gull- og silfursmið- ar, eftir pöntun. Verslið J>ar. (127 Stúlka, sem hefir ágæt með - mæli, óskar eftir ráðskonustörf- um. A. v. á.’ (137
Til leigu litið herbergi fyrir einlileypan karlmann. Uppl. á ! Lokastíg 25. (132
Fámenn, umgengnisgóð fjöl- skylda (ískar eftir 1 herbergi með aðgang að eldhúsi, sem fyrst. Tilboð merkt „13“ send- ist afgreiðslunni fyi'ir 15. jan. (128
íbúð. — Til leigu 3—4 her- bergi i góðu húsi 14. maí. Til- boð merkt „Ibúð 1“ sendist Vísi. (148
Stúlka óskast í visl. Uppl. á Njálsgötu 12 A. (145
Ivona eða stúlka óskast ti|
hjálpar á fámennu heimiii, —*
A. v. á.
Slúlka óskast nú þegar. UppL
Vesturgötu 54.
(147.
Prímusviðgerðh' bestar og
ódýrastar á Laugaveg 4, Ólafur
Bjarnason. (126
Tek að mér að þVo þvott
heima; tek einiiig menn í þjón-
ustu. porbjörg Egilsdóttir, Lind-
argötu 43 B, kjallaranum. (141
Lítið hús, raflýst á sólríkum
stað, til sölu. A. v. á. (142
Frímerki kaupir Hannes Jóns-
son, Laugaveg 28. (84
Smábrenni til uþpkveikju fæst
í versl. Hornbjarg, Vesturg. 20.
(44
, Nýleg aktýgi, olíuofn, olíu-
vél, oliubrúsi 20 litra úr jái ni,
rafmagns- og oliuborðlampi, til
sölu mjög ódýrt. Erin freujur
ný vigt, löggilt, sem engin lóð
þarf við. Tekur 400 kg. Uppl. í
síma 646. _ (99‘
Ágæt kæfa til sölu. Tækifær-
isverð. Grjótagötu 16, uppi. (136-
Silki crépe kjóll til sölu. Yerð
25 krónur. Saumar teknir. A.
v. á. (131
F élagspreiitsmiðjan.
„Við sannfænng sína,“ sagði Cartoner. „Og,
atkugiS þér afleiðingarnar.“
„pá eruS þér góSir, ekki síSur en gagnorSir,“ í
sagSi hún og leit alvarlega og hugsandi til hans. i
„]7að er augljóst," sagSi hann, „að hver sá i
■taður, sem telur stúlku á aS giftast sér, án löng- (
uar eSa sannfæringar eða samvisku, hann er að
ttofna tii óhamingju hennar og sín-“ j
„Ó!“ sagði hún, ,,en þér krefjist mjög mikils." :
„Eg biS um ást.“
„Og,“ sagði hún, án þess að svara spurning-
unti, „engar hindranir.“
„Engar hindranir, sem bæSi gætu ekki með góðri
sawvisku horfst í augu viS og vísað á bug.“
„En ef eitthvað slíkt kynni upp að koma —
irversu lítiS sem væri?“
„pá verða þau að sætta sig við ástina eina.“
Wanda leit af honum nokkur augnablik og
var hugsandi. pau virtust bæði vera að feta sig
áfram á |?eim vandfarna vegi, sem margur anar
út á' og mörgum verður að fótakefli.
„per hafið lag á því,“ sagðil hún, „að orða
— í fám orðum — það sem aðrir hugsa óljóst og
reyna ekki nema að litlu leyti að breyta eftir. Ef
þeir gerðu ]?að, — mundu, ef til vill, engin hjóna-,
könd verða.“
„pað yrðu engin óhamingjusöm hjónabönd,“
sagði Cartoner.
,,Og j?að er betra að sætta sig við ástina eina?“ í
,,Betra,“ svaraði hann.
Nú varð aftur j?ögn góða stund, j?ó að jiau |
hefðu svo stutta stund til viðtals. Klukka á arin- j
hillunni sló hálf-ellefu. fcyrir að eins hálfri stundu j
hafði Cartoner boðið Jósep P. Mangles góðar j
nætur og á þessari stuttu stund hafði hann lent
í lífsháska — hann hafði reynt þyngstu áhyggjur i
og hæstu gleði, síðan þeir skildu. pegar guðirnir
koma til sögunnar, þá eru þeir hraðvirkir.
„Svo að það er yðar kenning," sagði hún loks-
ins. „Og þar er engin má!amíðlun?“
,,Engin,“ svaraði hann.
Og hún brosti alt í einu að einsatkvæðis svörum
hans. Hún hafði haft meiri kynni en títt er um
tignar konur af mönnum, sem ekki vildu hlusta á
neina málamiðlun, og hún vissi, ef til vill, að slíkt
er einkenni mestu þrekmanna.
„Ol“ sagði hún andvarpandi og leit eftir endi-
löngum salnum, „þér hafið þrek — þér hafið þrek
handa tveimur.“
Hann hristi höfuðið neitandi, því að hann vissi
að hún var gædd því óbilandi, stælta kvenþreki,
sem alla ævi rís undir byrðum, sem veröldin veit
ekkert um. En nú sneri hún talinu að því, sem þau
höfðu ekki rætt enn, því að hún vildi breyta eftir
þeirri kenningu sinni, að leita ævinlega að réttum
skilningi.
„Og ef maður og kona ættu þetta sameiginlegt,"
sagði hún í spurnarrómi, „sem þér segið að gæti
gert þau ánægð, — ef þau ættu það og væru
sannfærð um að svo væri og bæru jafnframt full-
komið traust hvort tii annars—en vissu að þau gætu
aldrei öðlast neitt annað, gætu þau verið ham-
ingjusöm?“
„pau gætu verið sælli en nálega allir aðrir í
heiminum,“ svaraði hann.
„Og ef þau ættu að lifa svona alla ævi -— og
ef annað væri í London og hitt í Varsjá — Var-
sjá?“
„pau gætu þó verið hamingjusöm.“
„Ef hún — alein í útjaðri álfunnar“ — spurði
Wanda, sem jafnan vildi þekkja alt út í ystu æs-
ar, — „ef hún sæi smáhverfa þessa litlu prýði, sem
æskan lánar —’ og hún hefir ef til vill sjálf haft
mætur á?“
„Hún gæti þó verið hamingjusöm, — ef —
',,Ef —?“
.„Ef hann vissi að hún elskaði hann,“ svaraði
Cartoner hægt.
Wanda sneri sér við og leit á hann og hló ein-
kennilega um leið, og það blikaði á tár í aug-
unum.
„Ó! þér megið vita það,“ sagði hún. „pér
megið fyllilega treysta því, ef það m- það, sewr
þér kjósið.“
„Eg kýs mér það.“
pegar hann sagði þetta, tók hann í hönd henni
og bar hana hægt að vörum sér. Hún horfði á
niðurlútt höfuð hans og þegar hún kom auga á
hærurnar í vöngum hans, þá brá skyndilega
bjarma fyrir í augunum, sem var verndandi og
umhyggjusamlegur.
„Mig langar til að þér farið úr Varsjá,“ sagðí
hún. „Eg vildi heldur að þér fæiuð, — jafnvel þó
að þér segðust vera hræddir við að vera hér.“
„Eg get ekki sagt það.“
„Auk þess,“ sagði hún og hló glaðlega, „þau
mundu ekki trúa, þó að þér segðuð það.“
,,Eg lofa yður,“ sagði hann, „að leggja mig
ekki í neinar hættur og gæta allrar varkárni. Ea
við megum ekki sjá hvort annað. Eg kann að þurfa
að fara án þess að sjá yður.“
Hún kinkaði kolli til merkis um að hún skildi
hann, og beit á vörina. Hún leit í áttina til dyr-
anna, því að hún heyrði mannamál j?aðan.
„Mér þætti vænt um að mega gefa yður lof-
orð í staðinn," sagði hún. „pað yrði mér til ösegj-
anlegrar ánægju. Einhvern tíma kann yður a3
þykja gaman að minnast þess.“
Mannamálið barst nær þeim. Deulin var að tala.
og virtist hafa óþarflega hátt.
„Eg lofa yður,“ sagði Wanda og horfði til hans
hyldjúpum augum, „að giftast aldrei öðrum manni.“
Og dyrnar lukust upp og inn kom Deulin, hlæj-
andi og talandi. Hann gekk áfram og leit hvorki
á Wöndu né Cartoner, heldur á klukkuna.
„ 1 il tjalda þinna, ó, ísrael!“ sagði hann.
Cartoner bauð góðar nætur þegar í stað, og gekk
til dyranna. Deulin var einn hjá Wöndu augna-
blik. Hann gekk að smáborði og tók upp staf sinn
og velti honum við í hendi sér.
• „Wanda,“ sagði hann, „minnist þér mín í bæn-
um yðar í kvöld!“