Vísir - 01.03.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 01.03.1922, Blaðsíða 3
VtSlH skilja vilja. Enda staðfestir landsstjórnin þetta atriði greini- lega í skýringum þeim, er hún Sætur fylgja frumvarpi sínu. Eru þvi firn mikil að háttv. þingm. Dalam. skuli gerast stuðnings- maður stjórnarinnar í þessu máli áður en fullreynt er, hve langt verði komist í samnmgum iþessuin. Virðist allmikill vafi leika á þvi, hvort háttv. þing- menn hafi kynt sér mál þetta rækilega og hugsað gang þess út í æsar. Bj„ J. t. d. telur það að éins „einfalt reiknmgsdæmi“, að étgerðin „þoli eigi þennan háa ftoll“. — Mætti liann þó vita, að t. d. norsku stjórninni og mikl- aim f jölda fiskiveiðamanna víðs- vegar um Noreg hefir eigi virst jþetta dæmi svo einfalt. Hefir þó norska stjórnin „setið talsvert lengur við dæmið“ og reiknað rækilegar en bæði liáttv. fór- sætisráðherra og þingm. Dala- manna. Mun eg víkja nánar að 'þessu atriði síðar, ef þörf gerist. Jakob ritstj. Möller tók all - rækilega í strenginn gegn gjör- ræði stjórnarinnar. Hann benti á einu réttu og sæmilegu leið- ina, sem auðvitað hefði átt að vera þingmönnum ljós frá upp- hafi. að kveða niður frumvarp stjórnarinnar og rjúfa þing. Eg hefði þó vænst, að Jakob Möller hefði verið enn ákveðnari í þessu máli. pá nefndi liann einnig það atriði. sem er eitt aðalatriði þessa máls, en virðist þó fara mjög á milli hluta hjá þeim sem am málið ræða. það er, „hvort Spánverjar komist af án ísl. og norsks fiskjar, og nefhir Nýfundnalandsfiskinn, sem er alt önnur og lélegri vara. J>essum fiski hefir þó óspart verið otað fram sem grýlu gegn Norðmönnum og Islendingum í Spánartollstríðinu. En er hv. þiugmönnum ljóst hvernig þessu atriði er varið? — I ágústmánaðarlok sl. skýrði eg Vísi frá, að Nýfundnalands- fiskurinn hefði hækkað mjög í verði undireins og Norðmenn lentu í tollstríði við vinlöndin, og urðu því Spánverjar og Portúgalsmenn að kaupa þessa lakari vöru háu verði. Hefir þó lítið reynt á þetta enn, þar eð Norðinenn hafa selt fisk sinn góðu verði til Spánar eftir sem áður. Færi nú svo, að Norðmenn og íslendingar gengju eigi að kröfum Spánverja og yrðu því að sæta „hæsta tolli“, — eru þá þá nokkur líkindi til þess, að Spánverjar haldi áfram að kaupa miður góðan Nýfundna- landsfisk litlu lægra verði! — Mundi eigi eðlilega sú verða raunin á, sem þegar þrásinnis hefir bólað sterkt á — að spönsk alþýða heimtaði tolhnn lækk- aðan á ísl. og norskum fiski, sem þeir geta eigi án verið til lengd- ar! J?egar öllu er á botninn hvolft kemur þó tollur þessi þyngst niður á kaupendunum, Spánverjum sjálfum. — Aftur á móti er það samkeppnishliðin. sem snýr að norskum og ísl. sjávarútveg. Og til þessa hefir eigi verið sýnt né sannað með rölcum, aö sú liætta sé yfirvof- andi, þótt hún sé hugsanleg. það er því að svo stöddu „staðlaust hróp“, að hér sé „ótvírætt að ræða um líf eða dauða stærsta atvinnuvegar vors“, — „koll- vörpun sjávarútvegs vors og efnalegs sjálfstæðis“ (sbr. P. i Mbl. í gær). Og fáránlegur barnaskapur er að fullyrða, „að það erum vér, sem erum upp á Spánverja komnir um kaup á íiski vorum, en þeir alls eigi upp á oss!“ — Eigi hefir Norð- mönnum til þessa virtst þetta svo ótvírætt og ljóst. — pingið þarf að athuga málið rækilega og flasa eigi að neinu. pað er skylda þess allra hluta vegna! Helgi Valtýsson. Gömulsaga. Eg sá þess nýlega getið í ís- lensku hlaði, sem eg vissi að vísu áður, að gamh Voigt væri látinn, sem kendur var við Köpe- nick, og ýmist kallaður „kap- teinninn”, „skóarinn“ eða „ræn- inginn“ frá Köpenick. Já, sú var tíðin, að margir könnuðust við bann, en ummæh blaðsins, sem gat um lát bans, eru fremur vill- andi. „Frægð“ hans eða „ævin- týri“ stóðu aldrei nema nokkrar klukkustundir og saga hans var eitthvað á þessa leið: Seint á ári 1906 var fátækur skóari suður í Köpenick, sem er smábær nálægt Berlín. Hann hét Voigt og var nýskroppinn út úr fangelsi fyrir smáhnupl eða því um líkt. Hann vissi ekki, bvað liann átti fyrir sig að leggja, en komst þá af hendingu yfir einkennisföt kapteins úr þýska hernum og fór í þau. pó að búningurinn væri ekki alveg samstæður, lét liann það ekki á sig fá og gekk snúðugt út á götu. Rakst liann þar á her- mannaflokk og skipaði þeim að koma með sér til ráðhússins. þeir hlýddu tafarlaust og gekk hann svo „með makt og miklu veldi“ til rúðhússins og gerði boð fyrir borgarstjórann. Kvaðst hann kominn til að víkja hon- um úr embætti og heimtaði alla reikninga hans og fé það, sem liann hefði undir höndum. Gekk hann svo fast eftir þessu, að borgarstjóri Iét alt laust og tók Voigt við fjárhirslunni og hélt leiðar sinnar og sendi hermenn- ina brátt. frá sér. — En nú vik- iu’ sögunni til hins afsetta borg- arstjóra. Hann fór eitthvað að forvitnast um tilefni afsetning- grinnar og kom þá i ljós, að hér væri um svik að ræða og ekki annað. Fanst Voigt fljótlega og var þá kominn úr einkennisföt- unum. Sagði hann alt af létta um athafnir sinar, kvaðst hafa verið afar-skelkaður meðan á öllu þessu stóð og búist þá og þegar við að verða handtekinn, meðal annars vegna þess, að einkennisbúningurinn var ósam ■ stæður, hann sjálfur óhreinn og hafði gatslitna skóræfla á fót- um. Sagðist liann ekki skilja í þeirri ofdirfsku, sem hefði grip- ið sig, að ráðast í þetta stórræði. Fréttin um þetta flaug eins og eldur i sinu út um allan lieim og vakt hvervetna hinn mesta lilátur og athlægi. J>ýskur lier- agi var þá sem mestur og þótti þetta góð sönnun þess, hve þýskum starfsmönnum væri eig- inlegt að lilýða í blindni þeim skipunum, sem kæmu frá her- stjórninni. En um Voigt er það að segja, að hann var dæmdur í fangelsi og sat þar nokkuð lengi, en þegar hann slapp út, barst honum talsvert fé að gjöf, svo að hann bjó eklci við fátækt upp frá þvi. — En tímamir breytast og hætt er við, að meira þurfi nú til að skemta öllum heiminum heldur en þurfti 1906, þegar þetta litla atvik varð hlát- ursefni um víða veröld. v. R. ffiin unni honnm. 9 „En — en,“ sagði Wal og starSi á hann. — „Mér sýndist þú ekki vera nándarnærri svona illa til reika, þegar viS fórum, Clyde.“ „Eg tók ekki eftir því heldur, Leyton, sagSi hinn pilturinn. „Ó, þaS er ekki neitt," svaraSi Clyde, staðráð- inn í því að segja þeim ekki frá æfintýri sínu. „Ekki nema það, sem þvæt af í vatni. Gefðu mér í staupinu, Wal. pað er gott. Haldið áfram að spila og hirðið ekki um mig,“ og hann fór raul- andi inn í fataklefa sinn og hringdi á Stevens. pegar hann kom aftur til drengjanna, settist liann að spilum með þeim, en spilaði svo illa, og gerði svo undarleg axarsköft, að Wal stóð upp og sagði hlæjandi, að Clyde væri syfjaður, og 3>ví væri ekki réttlátt að vinna af honum fé. Og ■drengirnir leiddust út. En þó að Clyde væri syfj- aður, virtist hann ekki hraða sér að ganga til sængur. í þess stað kveikti hann sér í vindli og settist hugsandi á lágan stól. Hver var hún? Og hvað var hún að gera á "jþessum óþrifalegu stöðum, alein, um miðnætti? Klukkan fjögur reis hann loks á fætur, varp öndinni mæðilega og gekk til sængur. Og þegar liann sofnaði, dreymdi hann yndisfrítt meyjarand- lit, með grá augu og hrafnsvarta, þykka lokka. Daginn eftir sat hann að morgunverði og reyndi að festa hugann við jblöðin og bftéfin, sem á öorðinu lágu, og voru ýmist skuldakröfur frá kaup- mönnum eða heimboð, skrifuð með meyjarhönd- -«01, þegar Stevens tilkynti komu jarlsins af North- field. Og hans hágöfgi, faðir Clyde’s gekk inn í stofuna. Hann var maður hávaxinn, skarpleitur, með hörkudráttum um munninn, og vitaskuld var hann alrakaður. Hann var í svörtum klæðum, sem ekki máttu heita nærskorin, og bar regnhlífar-ræksni. peir, sem ekki höfðu átt því láni að fagna, að kynnast honum, hugðu að hann væri verkstjóri, og óþjáll og hörkulegur málrómur hans styrkti mjög þá trú. pessi mannvera rétti Clyde beinabera höndina, án þess að taka af sér hjartarskinns- glófann, og sagði í alvarlegum og höstum rómi: „Komdu sæll, Clyde.“ „Komdu sæll, herra,“ sagði Clyde og reyndi af öllum mætti að dylja undrun sína, því að jarlinn hafði að eins einu sinni áður heiðrað hann með heimsókn. „Eg býst við að þú hafir borðað morg- unverð?“ bætti hann við, um leið og hann bauð honum sæti. „Eg borðaði morgunverð, eins og vandi ’er, klukkan hálf-eitt. „Og það má ekki bjóða þér neitt?“ byrjaði Clyde. „Eg þigg hvorki vott né þurt á milli mála,“ sagði jarlinn alvarlega. „petta er morgunverður þinn, en ekki hádegisverður," bætti hann við. „Já, morgunverður," svaraði Clyde. „Eg vakti heldur lengi fram eftir í gærkveldi.“ Jarlinn stundi þungan. „pað er stórmerkilegt, að þú skulir halda heilsu,“ sagði hann og horfði á hraustlegt yfirbragð son- ar síns. Clyde hló og tók sér sætL „Ó, mér líður vel, herra,“ sagði hann fjörlega. „Ahl pér líður kannske vel líkamlega,“ sagði jarlinn raunalega, „en um annað, og það sem meira er um vert —“ Og hann stundi þungan aftur. Jarlinn leit í kringum sig í stofunni, og var auð- sætt, að honum mislíkaði að sjá skilmingarsverðin, hnefleikaglófana og leikkonumyndirnar, sem héngu á veggjunum. „Pú ert víst forviða á heimsókn minni,“ sagði hann. Clyde var í rauninni steinhissa, eu tautaði eitt- hvað á þá leið, að honum þætti „ánægja að því“, og að hann væri ávalt „feginn að sjá hann“, og beið eftir hverju fram yndi. „Pú verður að játa það, að eg ónáða þig ekki að jafnaði,“ mælti jarlinn; „en það er stundum að skyldan,"' hann lagði sérstaka áherslu á orðið, svo að rómurinn varð enn óþjálli en venjulega, „að ekki er hægt að virða skylduna að vettugi. Eg skal ekk- ert minnast á þær áhyggjur, sem framferði þitt veldur okkur foreldrum þínum.“ „Eg vona að móður minni hafi liðið vel þegar þú fórst að heiman, herra?“, sagði Clyde. „Henni leið eftir vonum vel,“ svaraði jarlinn, í þeim rómi, að Clyde hefði mátt ætla, að fram- ferði hans hefði nærri því dregið hana til dauða. — „Eftir vonum. pað er samkvæmt hennar ósk og vilja, að eg hefi heimsótt þig, í þetta sinn, Clyde. Mig langar til að spyrja þig um hvað — hm — hér —, hve lengi þetta eigi að ganga svona til?“ Clyde horfði fast á gólfábreiðuna. Hann vissi, að hvað sem hann segði, yrði það til að ergja jarl-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.