Vísir - 02.03.1922, Qupperneq 3
VISIR
»
Fyrsta flakkft Itahkir og Antirrlskir
herra hattar
fyrirliggjandi.
Sigfús B'iOndahl & Co.
ffmi 720. Lækjargötu 6B.
■ ■
sjá útgerÖ vora fara í kaldakol.
En hlutverk nefndarinnar er
'einmitt að athuga þetta. Fyrir
þvi mun eg greiða l'rv. atkv. til
nefndar.
Landstjðrnin
og bannlögin.
Landsstjórnin hefir nú lagt
íagáfrumvarp fyrir Alþing Is-
íendinga, um svo mikilsvægar
breytingar á hannlögunum, að
það gildir í raun og veru full-
komið afnám þcirra, — eða
meira og verra en það. — Og
það gerir hún svo fyrirvaralaust
og með svo mikilli leynd sem
framast er auðið, að þjóðinni
forspurðri, og að því leyti al-
veg heimildarlaust. ]>vi að sa
valdhafi, er hafði vald til að
setja þau lög uppliaflega (n. 1.
hannlögin), liefir einn vald til
að hreyla þeim eða afnema.
samkvæmt öllum sanngjörnum
guðs og manna lögum; en sá
valdhafi er atkvæðameirihluti
þjóðarinnar.
Um leið og stjórnin leggur frv.
þelta fyrir þingið, með þeim fyr-
írmælum, að það verði afgreitt
sem lög, innan 3 vikna (eða fyr-
ir 15. mars þ. á.), — það er áð-
ur en þjóðin getur áttað sig á
því eða hreyft andmælum gegn
því, — þá segist hún þó vera
„sannfærð um, að æskilegast og
jheppilegast væri fyrir þjóðfélag-
ið, bæði af haglegum — (fjár-
hagslegupi) — ástæðum og heil-
brigðisástæðum, að bannlögin
héldust óbreytt.“ — En segist
þö jáfnframt hai'a orðið, ein-
mitt „vegna fjárhags landsins
og sjávarútvegarins,“ að láta
^indan kröfum Spánverja í þessu
máli, — þrátt fyrir aðstoð utan-
rikisráðuneytisins og umboðs-
manns landstjórnarinnar, Gunn-
ars Egilssonar, — sem sennilega
■eru allir samskonar vinir bann-
láganna og stjórnin sjálf.
Stjórnin segir enn fremur, i
samhandi við nefnt frumvarp,
að skilyrði Spánverja fyrir end-
úrnýjun samningsins, hafi verið
að eins það, „að aðflutnings-
bannslögin yrðu upphafin að
því er snerti spönsk vín, sem
’ekki hefðu meiri áfengisstvrk-
leik en 21%. — Hvernig er það
aft' skilja í sambandi við ákvæði
frumvarpsins, um að öll vín, |
með þeim vínandastyrkleika,
skuli undanþegin bannlögun-
um ? — Er það til þess enn bet-
ur að sýna þjóðinni „sannfær-
ingu“ stjórnarinnar um ágæti
hánnlaganna í því formi sem
þau eru nú, þjóðfélaginu til
heilla í „haglegu“ og „lieilbrigðj-
i tegu“ tilliti. — Og enn segir
stjórnin, —- eins og sigri lirós-
andi yfir afreksverkunum. —
að hún Iiafi gert það að skilyrði
af sinni hálfu, til að leggja þetta
dásamlega frumvarp fyrir þing-
ið, að spánska stjórnin ábyægð-
ist, að islenskur saltfiskur —
langbesti saltfiskurinn §em til
er í heiminum! —- sætti ekki
óhagstæðari kjörum á Spáni en
sáltfiskur (lakari saltfiskur)
nokkurs annars ríkis. — — .Tá,
mikil eru verkin mannanna!—
Af því sem liér að framan
greinir, virðist það hvérjum
lnanni augljóst, að stjórnin er
óhreinskilin í þessu máli, — svo
óhreinskilin, að ekki þætti sæmi-
legt vatdalaúsum meðalfnönn-
um, — þar sem hún segist vilja
framhald bannlaganna, vegna
heilla þjóðfélagsins, en sýnir þó
í öllu, að hún er óvinur þeirra;
meðal annars með þvi, að ganga
lengra en Spánverjar heimta, í
ógildingu bannlaganna, — í því
að heimta innflutning allra vína
í stað spánskra vína að eins, og
með þvi, að útvelja sér til að-
stoðar í meðferð þessara mála
einungis eða aðallega þá menn
(eða þann mann), sem helst
þykir treystandi til þess að vilja
bannlögin sem allra fyrst af-
numin. Og loks með jþví, að
flytja frumvarp þetta, svo fyrir-
varalaust og til svo ftjótfæmis-
legrar afgreiðslu, sem hér er til
stofnað.
pegar þess er nú enn fremur
gætt, að í sambandi við alla
þessa ótrúlegu frammjstöðu
stjórnarinnar í svo mikils varð-
andi máli, að hún hefir enn
ekki gert nokkurn skapaðan
hlut — svo kunnugt sé — til
þess, að útvega landinu saltfisks-
markað nokkursstaðar utan
Spánar, né reynt til að rannsaka
nökkur skilyrði þar að lútandi.
Og heldur ekki reynt neitt til
að kynnast líkunum fyrir því,
hver áhrif það mundi hafa á
hugi og fjárhag Spánverja, ef
þeim tækist að útiloka íslensk-
an saltfjsk af markaðinum þar
i landi. þá er hlátt áfram ómögu-
legt að verjast þeiiri ályktun, að
stjórnin liafi í raun og veru ekki
1, 1*/*, 8, 2l/»t 3, 37a, 4, 5 og 6 lbs., höfum við fyrirliggjandi fri
flrma Levi Jacli«oia & 8obs, Irlassop, Eagland.
Stofnsett 1840.
Linarnar era búnar til úr egta itölskum hampi, og alstaöar
viðurkendar þser bestn sem notaðar hafa verið. — Gerið svo vel
og spyrjið nm verð og skoðið iínurnar áður en þér festið kanp
annarsttaðar.
Aöalnmboðsmenn fyrir ísland:
•'nr*--- f •’ V
K. Einarsson & Björnsson
Símnefni: Einbjörn. Reykjavik. Simi 915.
viljað vera þess valdandi, að
þjóð vor hefði framvegis nokk-
urn markað fyrir saltfisk sinn
annarsstaðar en á Spáni, og þá
nátlúrlega með þessum skilyrð-
um, sem frumvarpið býður upp
á, ekki að eins að þvi er spönsk
vín snertir, heldur og auk þess
allra annara landa vín.— Vegna
þess, verður þá líka alt samn-
ingamakk stjórnarinnar við
Spánverja til þessa, algerlega
gagnslaust fyrir það fyrsta, og
frumyarp hcnnar algerlega þýft-
ingarlaust dokument, með því
að engar líkur eru nú til þess, —
hvað þá vissa fyrir því, — að
ekki hefði verið unt, — né fyrir
þvi, að ekki geti tekist hér eft-
ir, — að ná vel viðunanlegum
verslunarsamningum við Spán-
arstjórn, og það í tíma, sé að
því gengið nú þegar, svo fram-
arlega að unt sé að velja til
þess vet hæfa menn, er fúsir
séu til, að inna það starf af
hendi sér og þjóðfélaginu til sem
allra mestrar sæmdar og heilla
að auðið er. Frh.
Rvik 2% »22. S.
GQðmnnðQr PétQrsson,
nnddlæknir, Langaveg 46. Til
viðtals fré, 1—B. Sími 394.
Góð skemtun.
í janúarmáiiuði var sloí'nað
til skemtunar í Nýja Bió, sjúkri
konu til hjálpar, og skemtu þar
þessir menn: Símon pórðarson,
Árni Pálsson, Sigurður Nordal,
Davíð Stefánsson og Guðmund-
ur Thorsteinsson. Aðgöngumið-
ar kostuðu 3 krónur og seldust
þó allir á örstuttum tima og
urðu þó margir frá að liverfa.
Nú á að endurtaka þessa ágætu
skemtun, í öðrum tilgangi, sem
sjá má af augl. í blaðinu i dag.
pó verður nú sú breyting a
skemtiskránni, að Óskar Norð-
mami syngur í stað Simonar
pórðarsonar og ræðumennirn-
ir flýtja önnur erindi en síðast.
Aðsókn verður varla minni að
þessari skemtun en kiuni fyrri
og ráðlegra að tryggja sér að-
göngumða sem allra fyrst.
Noregnr og tollstriðið.
Norska sjórnin „hvikar“ eigi.
Mikil samhygð með íslands-
málum.
Merkur ritstjóri norskur,
sem er iiijög handgenginn
stjórninni og fylgist persónulega
með í gjörðum hennar í Spán-
artollmálinu, símaði til mín
seint í gærkvöld, og er þetta
niðurlag skeytisins:
„Möter störste velvilje spansk
Islandspolitikk. Sikkert press
paa Noreg, men regjerningen
fast
Á íslensku:
Spánartollstríð íslands mæt-
ir fyltstu samhygð í Noregi. —
Spánverjar herða eflaust einn-
ig að Noregi, en stjórnin stend-
ur föstum fótum og lætur
hvergi bifast.
Rvik, 2. mars.
Helgi Valtýsson,
Strokofangi.
Lögreglan hefir beðiS a'ð birta
eftirfarandi:
SíðastliSinn sunnudagsmorgun
strauk gæslufanginn Óskar Niku-
lásson, á'ður kaupmaöur í Hafnar-
firði, úr hegningarliúsinu lijer.
Hann mun vera ætta'ður úr Sel-
vogi og ekki ósennilegt, að hann
hafi farið þangað. Hann er 25 ára
að aldri, tæplega meðallagi hár,
dökkhærður, brúneygður. skegg-
laus með dökka rót á kjálkanum.
Þegar hann hvarf, var hann í slitn -
um, dökkum, þykkum yfirfrakka
meS spæl aS aftan, hafSi gráa.
enska húfu á höfSi. var meS stíf-
aSan flibba um hálsinn. Hans hefir
orSiS vart á bæjunum kring um
Reykjavík, og talaSi þar allmikið
um Englahdsferðir, er hann hafði
farið. Ef manns þessa yröi vart
einhversstaSar, eru menni beSnir a'5
tilkynna ]>aS tafarlaust til lögregl-
unnar í Reykjavík, eSa gera næsta
sýslnmanni eSa hreppstjóra aSvart
þegar í staS.