Vísir - 03.03.1922, Blaðsíða 4

Vísir - 03.03.1922, Blaðsíða 4
KlSIR Ef yöur yaniar föt eöa frakka, þá er txkifœrið nú aö fá sér þaö. Verö á fata- efitvun og ymnn, falliö aö |mun. — Fyrsta flokka vinna, fljót og góö afgreiðala. Yöríihúsið. fiuðmnndnr Pétnrsson, nnddlœknir, Laugaveg 46. Til viötals frá 1-3. Sími 394. Tfeir grimnMnÍngar til leign. Til sýnia á Baldurs- götu 18. 6 5 5 er talsímanúmer fisk- sölunnar i Hafnarstræti 6. Ben. Benónýsson & Co. (138 IslandsbankaseSilI fundinn í Vonarstræti. Réttur eigandi gefi sig fram í búð Áma Eiríksson- ar. (53 Hvítur l'ingravetlingiu' tapað'- ist í fyrralcvöld. Skilist Berg- staðastræti 34 B. (58 Kvenblýantur með silfuriesti, hefir fundist á Hverfisgötu. — Uppl. Frakkastíg 10, uppi. (65 Hreinsuð og pressuð föt, Oð- insgötu 24, niðri. Hvergi ódýr- ara. (40 Stúlka óskast í vist. Guðrún Jónsdóltir, pórsgötu 3. [72 Get tekið fleiri börn til kenslu. Til viðtals kl. 10—12 og 2—4. Sími 68. Dómhildur Briem. (63 Stór hjóldæla tapaðist á þriðju- dagskvöldið, frá sláturhúsinu suðiu- í Gróðrarstöð. Skilist gegn fundarlaunum til Jóns A. Guðmundssonar, ostagerðarm. (64 Húsnæði til leigu hjá Eliasi Hólin. (67 1 • 2 herbergi handa þiug- inanni til leigu. Upjd. á Baldurs- götu 34 B. (57 íbúð vantar mig frá 14 maí u.k. Einar Hróbjartsson, Unnar- stíg 1. Til við'tals í pósthúsiuu (sími 180), (55 Búð ásamt skrifstofu til Ieigu. A. v. á. (54 Grimudragtir, herra og dömur til sölu. Til sýnis í Bláubúðinni. (48 Matardcild Sláturfélagsins seP ur 1. fl. saltkjöt á 85 aura pr. % kg. (30 Ford-flutningabifreið er til sölu með góðum skilmálum — einnig iitið notuð bifreiðahjól með „massívu“ gummi. A. v. á. (373 Sem ný peysuföt, skúfhúfa og skór nr. 37 til sölu, Grettisgötu 18. (70 Bárnavagga til sölu á Lindar- götu 7 a. (68 Byggingarlóð ekki mjög stór óskást til kaups. A. v. á. (66 1. fl. dilkakjöt, saltað, er að eins á 85 aura y2 kg. i verslun- inni VON. (62 Barnavagga og franskt sjal til sölu á Kárastig 5. (61 Góð barnavagga til sölu. A. v. á. ' (59 Til sölu er hyggingarlóð á góð- um slað. Uppl. hjá Hannesi Olafssyni, Grettisg. 1, kl. 2—4. (56 LEIGá $ Píanó óskast til leigu. A. v. á. 60 Félagsprentsmið ja n. Gott IslensKt smjör nýkomið í verslun Gannars Þórðarsonar Laugaveg 64. Vönduð og þrifin stúlka ósk- ast, i forföllum annarar. Uppl. gegnar í versl. Alfa, Laugaveg 5. (71 Prjón tekið á Grettisgötu 38 B. (69 f KENSLá 1 Hún unni honnm. II ekki lengur mátið, en reis á fætur og ætlaði út, en þá heyrði hann miðaldra konu segja við sessu- naut sinn: „Nú kemur hún næst. Eg ætla að hlusta á hana og fara svo. Hún er þeirra lang-best." Clyde hinkraði enn við og settist aftur. pegai öllu var á botninn hvolft, var eins gott að sitja þar, eins og að Iáta Dorchester hafa af sér fé í spilum. Hann kveikti sér því í vindli og hagræddi sér í sætinu. Hljóðfæraflokkmánn sem bæði var fjölmenn- ur og í rauninni vel æfður — breytti nú um hið glannalega undirspil. sem hann hafði leikið með- an línudansararnir voru á sviðinu, og lék nú þýtt lag og hreimfagurt, svo að Clyde varð hálf for- viða. Var það forspil að venjulegum þvættingi? Meðan hann var enn að velta því fyrir sér, kom ung stúlka fram á sviðið, sem áhorfendurnir heils- uðu með áköfu lófataki. Hún var í svörtum kveldbúningi og virtist helst koma úr einhverjum viðhafnaisalnum, sem Clyde hafði vanist. En það var þó ekki hefðarmeyjar- fasið og skrautklæðin, sem var þess valdandi, að Clyde hrökk við, heldur hitt, hve henni svipaði mjög til stúlkunnar, sem verið hafði bjargvættur hans kvöldið áður. Hann beygði sig áfram og •;tarði á hana með mikilli eftirvæntingu. Jú. það var hún! Hann var viss um, að það vaf engin missýning. Gáfulegt yfirbragðið var hið sama, og drættirnir um munninn hinir sömu; grá, blíðleg augu og hrafnsvart hár. Clyde! skifti lilum og gerði ýmist að roðna eða fölna, og sat fáein augnablik hreyfingarlaus. Síð- an kallaði hann í þjón, keypti skemtiskrá, og blað- aði í ákafa í henni. „Ungfrú St. Claire." pað var alt og sumt. Hann kannaðist ekki við nafnið; hann var viss um, að hann hefði aldrei séð hana fyrr á leiksviði. Hann Ieit í hálfgerðri leiðslu af nafninu í skemtiskránni og horfði á hana- Stúlkan kom fremst á sviðið og byrjaði að — tala, cn ekki að syngja. Clyde virtist hún segja sögu. Hún var um telpu, seni var bjargað úr húsbruna, neastum þvi með kraftaverki, og það gerði hundur, sem faðir hennar hafði hirt af flækingi, fyrir bænarstað hennar. í fyrstunni var frásögnin fjörlaus, en bráðlega lifnaði yfir henni. Og þegar hún tók. að lýsa eldsvoðan- um Og hættunni, sem telpan var í, í glugganum, varð rödd hennar og lireyfingar áhrifamiklar. Logarnir, frá eldsvoðanum virtust glampa í aug- um hennar, og hræðsluóp barnsins heyrðist í rödd inni. Clycle fekk hjartslátt og það' kom kökkur í hálsinn, og hann leit í kring um sig hálf skömm- ustulegur, en sá þá aö áhorfendur höfðu orðið fyrir sömu áhnfum eins og hann. t?á kom björg- unin. Hundurinn þauí upp stigann og hvarf inn í reykínn og svæluna. en kom að vörmu spori aft- ur með lifandi bamið milli tannanna. pað var ekki mikið í söguna borið; en fegins- lætin og lóratakið glumdi um’ allan salinn, þegar stúlkan þagnaði og hvarf af sviðinu. Clyde sar hreyfingarlaus nokkur augnablik, en tók svo með ákafa þátt í lófatakinu og kröfu um endurtekn- ingu. „Var það ekki yndislegt?" heyrði hann sömu konuna segja, um leið og hún þurkaði sér um augun. „Og er hún ekki afbragð? Eg verð að játa það, að eg græt í hvert skifti. sem eg heyri til hennar- Skyldi hún koma aftur? Stundum gerir hún það ekki; eg vildi óska að hún gerði það núna.“ Clyde tók undir þá ósk með einlægum ákafa og hjartað í honuin dansaði af fögnuði, þegai leikkonan — það nafn varð ekki af henni skafið — kom aftur í Ijós. Aheyrendur höstuðu hverir á aðra og bjuggust til að hlýða á hana með mikilh eftirtekt. Hljóðfæraflokkurinn Iék nú fjörugt lag, og þegar því var lokið, byrjaði ungfrú St. Claire aftur. í þetta skifti var það kýmuissaga. Hún var langt frá því að vera stór-hlægileg, heldur mátu- lega smákýmin, og hún naut sín ekki nema með afbragðs meðferð. En stúlkan fór jafn snildarlega mcð þessa sögu, eins og hina. Hið yndisfríða yfir- bragð stúlkunnar, sem þá var óttaslegið og þrung- ið af stórhrikalegum atburðum, varð nú fjörugt og gletnislegt. Og allir veltust um af hlátri. Jafnvet þjónarnir. sem áður höfðu engu skeytt um það. sem fram fór á sviðinu, gleymdu snúningum sín- um og hiógu, eins og hitt fólkið. Og þegar hún hafði lokið sögunni, fór á sömu lund ög áður. Allir heimtuðu að hún kæmi aftur fram á sviðið.. Clyde var orðinn vonlaus um að hún gerði það; en hrópunum linti ekki, og að iokum kom leik- hússtjórinn og leiddi stúlkuna við hönd sér- Ánægju- kliður fór um safinn og hjóðfæraflokkurinn hóf að leika „Home sweet home“. Og Clyde til mestu undrunar söng hún lagið. Röddin var hvorki sér- lega hljómmikil, né sérstaklega hreimfögur; en framburðurinn var svo skýr. að hvert orð heyrðist glögt út í hvert horn á salnum, og áhrifin - jæja. Clyde fekk aftur kökk í hálsinn. Áður en hann hafði til fulls áttað sig, hafði hún hneigt sig tvisv- ar eða þrisvar fyrir áheyrendunum, sem voru svo hrifnir, að þeir virtust aidrei geta hætt lófatakinu og feginslátunum. Og þegar hún hvarf, vissi hanr< að hún mundi ekki koma aftur, í það sinn. Hann fór út og stansaði á strætinu. pað var komið regn — þéttur úði, sem bráolega mundi gera hann

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.