Vísir - 21.04.1922, Side 2
VlSIR
)) Mairmw & Qlseim C
Höfum fyrirliggjtndi:
JLibbys rnjólk,
Tower Brand mjólk,
Lauk,
Hðggvinn Melis,
Strausykur,
Cocoa,
„Z* Gerduft,
Epli þurkuð.
Haframjöl.
Rúgmjðl,
Maismjöl,
Heilan Mais,
Kristalsápu,
sLuneb“
Snowfíake.
Aprieots.
Hveiti, firisgrjón, Kandis Kez, Krydd
ímskeyti
hfl fréttaritara Vftis
Khöfn 19. apríi.
Rússar og pjóðverjar semja.
Símað er- fra Genúa, að þjóð-
verjar oi>' Rússar ætli að gera
samning sín á milli út af fyrir
sig, og samkvæmt þeim verða
allar gagnkvæmar skaðabóta-
kröfur látnar ialla niður. —
Stjórnmálaviðskifti og verslun-
arviðskifti eiga að hefjast á ný,
og njóta þjóðirnar^ bestu kjara
hvor hjá annnari. Engin ákvörð-
un var tekin um það, hvora
þjóðina bæri að skoða sem sig-
urvegara eftir umliðin vopna-
viðskifti.
Samningur þessi snertir ekk
ert aðstöðu rikjanan út á við
til annara ríkja. Nefnd lögfræð-
inga hefir verið skipuð til þess
að rannsaka, hvort samningur
þessi komi í bága við ákvæði
friðarsamninganna í Versailles.
Fulltrúar Frakka neita að taka
þátt í fleiri ráðstefnum, sem
Rússum verði veitttur aðgang-
ur að.
þ jóðverjum hefir verið mein-
að taka þátt í umræðum um
Rússlandsmál, nema því að eins
áð samningurinn verði feldur úr
gikli.
Collins sýnt banatilræði.
Michael Collins, formanni
bráðabirgðastjórnarinnar irsku,
hefir veríð sýnt banatilræði í
Dublin, en það mishepnaðist.
Frá Alþingi.
Fjárlögin.
Fjárlögin voru afgreidd frá
neðri deild í fyrradag, sem lög frá
Alþingi, óbreytt frá því, sem efri
deild skildi við þau. Uröu stuttar '■
umræöur og framkomnar breyting-
artillögur miskunnarlaust drepnar,
nieö um 20 atkv. gegn 8—9. —
Ein tillagan var um þaö, atS veita
félaginu „íslending“ (sambandsfél.
Austur- og Vestur-íslendinga)
2000 kr. styrk. Haföi styrkur til
þess áöur veriö feldur nitSur í 11. d.
ásamt styrk til „Dansk-ísl. félags-
ins“, en e. d. tekiö upp styrkinn
til hins síöar talda. Var það hand-
vömm og þinginu ekki vansalaust,
að láta fjárlögin þannig fara frá
sér, að þetta danska félag héldi
sínum stvrk. en þaö íslenska ekki.
Spánarmálið.
Frá samvinnunefnd viöskifta-
mála er frain komiö frv. um heirn-
ild til undanþágu f rá bannlögunum
um eitt ár, að því er snertir vín
með alt að 21% styrkleika. Á frv.
þetta að koma í stað stjórnarfrv.
um breytingu á bannlögunum. til
samkomulags við Spánverja, sem
upphaflega var lagt fyrir þingið.
— Viðskiftamálanefnd lætur all-
ítarlega greinargerð fylgja þessu
frv., og er því óskift fylgjandi.
Upplýsingar
um fækkun á örn, val og
himbrima.
Fyrir nokkrum árum, þegar
farið var að bera verulega á því,
að örnum væri farið að fækka
að mun hér á landi, sendi hinn
góðkunni fuglavinur, P. Nielsen,
áður verslunarstjórí á Eyrar-
bakka, fyrirspurnir víðsvegar út
um land til 60 hreppstjóra og
25 náttúrufræðisfélaga, til þess
að fá sem nákvæmasta vitneskju
um, hve mikil brögð mundu
vera að fækkuninni. pá er hann
hafði fengið öll þau svör upp á
þessar fyrirspurnir, sem hanu
bjóst við að fá, birti liann út-
komuna í Lögréttu 16, 22, og var
hún ekki glæsilefri en það,
að svarendur vissu ekki um
fleiri en 3 staði (3 amarhreið-
ur), þar sem örn verpti 1920 á
öllu landinu, þar sem hreiðrin
höfðu verið 11 1910, 25 1900 og
41 1890. Auk hinna umgetnu
R fT S I N II R
í 25 Ibs. kössum — afar ódýrar:
VERSL. B. H. BJARNASON.
t
BLÓMSTURPOTTAR
allar stærðir, eru að vanda lang-
ódýrastir i
VERSL. B. H. BJARNASON.
þrennu arnarhjöna. sem verptu
1920, höfðu menn séð 12 geld-
fugla, ef það þá hafa all verið
jafn margir einstakir fuglar, en
ekki stundum sami fuglinn á
ýmsum stöðum. — Svör þessi
sýndu það ólvírætt, að fuglin-
um hefir fækkað mjög síðustu
áratugi, og' flestir vilja kenna
eitrun á rjúpu og öðruin hræj-
um fyrir refa um fækkunina.
Ef ekki ei*u nema 18—20 lifandi
ernir á öllu landinu 1920, þá má
segja, að örnin.sé á förum liér
á landi og var því síst vanþörf
á algerri friðun liennar í 20 ár
frá því ári að telja, eins og á-
kveðið var með lögum á Alþingi
1919, og jafnvel þó að fleiri
fuglar væru til, sem ekki var ó-
liugsandi, því að svo nákvæma
þekkingu geta menn ekki liaft á
því, og auk þess komu ckki svör
úr næiTÍ ölhun sveitum lands-
ins.
Náttúrufræðisfélagið lél og j
þetla mál nokkuð til sín takai,
því að ekki vildi það taka algerða
útrýmingu arnarinnar á sina
samvisku, þótti nóg, að tslend-
ingar höfðu orðið til þess að
tortíma geirf uglinmn fyri r 70i—
80 árum, og áleit óhugsandi, að
örnin kæmi hingað sjálfkrafa
frá næstu löndum. pví var það
að tveir þingmenn, sem voru
félagsmenn, þeir Ben. Sveinsson
og Sv. Ólafsson, fluttu eftir
beiðni P. Nielsens og minni,
friðunarfrumvarpið 1919, og
svo, að formaður félagsins fór
þess á leit við stjórnarráðið
1920, að sýslumenn yrðu látnir
spyrjást fyrir um á öllum mann-
talsþingum næsta vor, hvað
menn vissu best um öi’nina, til
þess að sjá sem skýrast, hvað
henni liði. Var þessu vel tekið
bæði af stjórnarráði og sýslu-
mönnum og fyrirspurnir gerð-
ar i öllum hreppum landsins
síðastl. vor (1921), og svöi’in nú
komin í mínar hendur og þakka
eg öllum hlutaðeigendum fyrir
skjóta afgreiðslu málsins.
Spurningarnar um örnina
voru þessar:
1. Á live mörgum stöðurn
og hvar vita menn til, að örn
hafi orpið i hreppnum eða í
landareign hreppsins og í næstu
óbygðum í lok síðustu aldar?
og
2. Á hve mörgum stöðum og
hvar vita menií til að örn verpi
þar nú?
og skal eg nú gefa stutt yfirlit
yfir svörin eftir sýslum.
Sauðskinn
til sölu með tækifaarisverði.
Heildversl 6. Gíslasonar
Hverfisgötu 4.
í Vestur-Skaftafellssýslu vita
nren® hvergi til, að örn hafi orp-
ið á umræddu timabili.
í Rangárvallasýslu ætla eldri-
menn. að örn hafi orpið í Arn-
ai’þúfu i Hvammsnúpi undir
Eyj’afjöllum fram til 1887, en
siðan ekki. Við Veiðivötn (Fiskx-
vötn) muna nokkrir hændur í
Landsveit eftir þvi, að öxn hafi
vei'pt þar 1901, en síðan hefir
enginn orðið þess var, að lnin
gerði það. í Básum við pjórsá á
"Holtamannaafrétti hinam l'orna
vei’pti örn fyrir eitthvað tíu ár-
um; sást þar þá eggjjaskurn í
lireiðrimi.
f Vestmanneyjum vita menn.
ekki til að öni hafi nokkura
tíma oqjiö, hefir xxði eins sést
þar stöku sinnum, helst vestai’-
lega, fram yfir siðustU aldamót.
1 Árnessýslu verptí örn í Stór-
liöfða á Reyðai’barnxi til þess
fýrii’ 2 árum, og í Dráttai-hlið
við Sogið til þess fýrir 7 árum.
f Ölfusi uipu tvenn arnarhjón
1905, önnur í Núpafjalli, hin í
pverárhnúk, en eru horfin fýrir
íiokkrum árum, og í Sélvogi
verptx örn til þess fyrir 4 áruin.
f Gullbringusýslu verpti örn
um siðustu aldámót á einum
stað í hrauni milli Krísnvíkur
og Grindavíkur, en nú ekki, og;
örn sást í Grindavíkurhreppi
liaustið 1920:.* í Hafiiahrepps-
landi hefir örn ekki verpf, svo.
menn viti, síðustu 40 ár, og ekki
sjest neraa örsjaldan á því tíma-
bili, þó síðastliðinn vetur. Fyrir
3 áruni verpti örn í Arnarkletti
i mörkuna milli Njarðvíkur og
Voga, en venjulega sést ein og
ein á hverju vori í þeim bygð-
arlögum. -— í Bessastaðahreppi
sást örn áður, en varla nú.
í Kjósarsýslu verpti örn f
Lágafellsliömrum þangað t$
fyrir 4 árum, og sést örsjaldan
í Kjalarneslireppi. í Amarnípu
í Meðalfellsfjalli í Kjós hefir öm
verpt síðan fyrir aldamót og
verpir þar enn og sést árlega,
í Borgarf jarðar- og Mýrasýsl-
um vcrpti örn í lok síðustu ald-
ar: í Kúgildisdal við Langa-
vatn, í Strokk við Langárósa,
i Hestfjalli, tvisvar sinnum, i
pyrilsnesi og Múlaf jalli, i Kjal-
ardalsklettum og á Hreðavatns-
engjum fyrir 30—40 árum. En
eftir siðustu aldamót verjiti örn
i Skeljabrekkufjalli til 1907, i
Eiríksgnipu í Eiríksjökli horð-
anverðum, fyrir 8—10 árum, i
* Örn verpti um langan aldur
i IHahrauni í Járngerðarstaða-
landi, en mun nú hætt því;
sést þó örn við og við þar enn.
(B. Sæm.).
I