Vísir - 28.04.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 28.04.1922, Blaðsíða 2
VÍSIR fe Viljom kupa 1 Línuspil No. 2 Einnig iskassa á mótorbát* VorÖur að vara ógallað ojr Jitiö aotað fri fréttaritara Yíbíe Kaupmannahöfn 28. apríl. Frá Genúaþinginu. SímaÖ er frá Genúa, að' störf- um þingsins miði litt áfram, vegna samninga-aðferðar Rússa, sem annan daginn bera fram tillögur, sem þeir afturkalla hinn daginn. 'Titcherin hefir krafist, að Pólverjum sé bægí frá umræðum um Rússlands- mái. Randamenn hafa krafist skýlausra svara við skilyrðum þeim, sem þeir hafa sett Rúss- um, en hóta ella að slíta samn- ingum. Ef svör Rússa verða ófullnægjandi, segjast Frakkar kveðja heim fulltrúa sina af ráð- stefnunni, en þá ætlar Lloyd George að halda samningum áfram, hvað sem tautar. Rlaðamannaþing Norðurlanda hefst 16. júní í Helsingfors. Spánarsamningaroír. Almenningur mætti ætla, að furðu flausturslega hefði vérið frá Spánarsamningunum gengið á Alþingi, ef ekki væru aðrar heimildir við að styðjast, en þingræðúr þær, og önnur skrif um það mál, sem Morgunblaðið hefir verið að hirta undanfarna daga. SJ. sunmidag birti það grein, hálfgilda ritstjórnargrein, nafnlausa og án athugasemda, þar sem mjög var fárast yfir því, að bannlagaundanþágán ætti að eins að gilda úm vin frá Spáni, og mætti því vænta rekistefnu og jafnvel tollstriðs af hálfu annara vínlanda, svo sem Portúgals, Ítalíu o. fl„ út af því, að þeim væru ekki veitt sömu hlunnindi. Næsta dag var að vísu birt frumvarp viðskifta- málanefndar, en engin leiðrétt- ing á því, sem sagt var í grein- inni. í næstu tveim blöðum eru svo birtar þingræður þeirra sira Sigurðar Stefánssonar og .Tóns porlákssonar, er vitanlega voru fluttar i þvi skyni, að gera frv. sem tortryggilegast. Auðvitað er, að allur þessi harmagrátur er af þvi sprottinn, að frv. fyrv. stjórnar var stungið undir stól. en ekki af liinu, að málihu sé á nokkurn hátt stofnað í voða eða flausturslega frá samningunum gengið, enda var það fyllilega skýrt undir umræðunum, þó að Mbl. láti þess ógetið. j?að þarí' nú væntanlega ekki að taka það fram, að undanþág- an frá bannlögunum nær ekki að eins til vína frá Spáni, lield- ur til allra vína, með sama styrk- leika, Iivaðan sem þau koma. Og jafnvel þó að stjórnin not- aði heimildina að eins fyrir spænsk vin, þá væri henni inn- an handar að verða við kröfum annara, áður en vandræði hlyt- ust af. En því er nú beinlinis yfir lýst, að undanþágan vcrði veitt, alveg samkvæmt orðanna hljóðan, fyrir öll vín með alt að 21% styrkleika, hvaðan sem þau koma. Um annmarka þann, sem þeir síra S. St. og J. J>. þóttust vera svo hræddir við, sem sé, að „bestu toIlkjör“ á Spáni væru ekki trygð til frambúðar með eins árs undanþáguheimild fyrst um sinn, er það að segja, að lik- lega hafa ekki einu sinni ræðu- mennirnir sjálfir borið ncinn kvíðboga fyrir þessu, í alvöru. Hafi svo verið i fyrstu, þá er að minsta kosti vist, að ekki bar á öðru en að þeir létu sér allvel lynda þær upplýsingar, sem síð- ar voru gefnar af/ stjórn og nefnd. En hitt er vitanlegt, að ræðumennirnir voru báðir fylg- ismenn fyrv. stjórnar, en því ekki óskiljanlegt, að þeim hafi þótt það miður, að frv. hennar var stungið undir stól. En auð- vitað var þeim frjálst, og jafn- vel skylt, að greiða atkv á móti frv. nefndarinnar, ef jæir töldu það ótryggilegra i þessu efni, en hitt. ]?eir voru á engan hátt neyddir til að greiða atkv. með nefndarfrumvarpimi, eins og þeir láta í veðri vaka, því að vel hefði mátt fella það og sam- þykkja síðan hitt. En þingmenn- irnir trúðu ekki sjálfir á „grýl- ur“ þær, sem þeir voru að bregða upp fyrir áheyrendun- um, o#g þess vegna greiddu þeir atkvæði með nefndarfrumvarp- inu. Hjahð um það, að þessi árs- dráttur á fullnaðarúrslitum málsins, muni verða )>ess vald- andi, að illdeilur rísi eða haldist við i landinu, út af þessu máli, er alvcg út í hött. pað eru meira að segja allar líkur til þess, að einmitt þessi dráttur verði frek- ar til að draga ur slíkum illdeil- um eða koma i veg fyrir þær — S. St. er hróðugur yfir því, að hann hafi verið þvi mótfall- inn, að senda þá Svein Björns- són og Einar Kvaran til Spán- ar, til að reyna samninga á ný, því hann hafi vitað að sú för mundi verða árangurslaus. Hann ætti að vera þakklátur l'yr- ir það, að hann fékk þessu ekki ráðið, þó ekki væri nema vegna fyrv. stjórnar. Og enginn vafi er á þvi, að óánægja væri nú miklu meiri í landinu, ef engar nýjar samningatilraunir hefðu verið gerðar. Og enginn vafi er heldur á þvi, að óánægjan væri meiri, ef ekki hefði fengist þessi ársfrestur á fullnaðarúrslitun- um, þvi að t. d. þeir, sem enn kunna að trúa á ]?að, að Banda- ríkip muni fáanleg til þess að leggja okkur lið i þessu málij fá nú að minsta kosti heilt ár til að reyna á það og híða eftir afdrifum þingsályktunartillag- anna, sem harinmcnn i Banda- rikjunum lögðu fyrir þingið þar fyrir tveim mánuðmn síð- an, og ýirisir gerðu sér góðar vonir um árangur af. Eitt er vist, og það er það, að allir bannmenn una betur þeim úrslitum, sem málið fekk á þingi, heldur en ef samþykt hefði veriö frv. það, sem stjóm- in bar fram. Og það getur varla verið nokkur skynsamleg ástæða til að óttast, að illdeilur verði meiri út af málinu fyrir það eitt, að sá málsaðilinn, sem und- ir hefir orðið, er ánægðari, en liann hefði orðið að öðrum kosti. Og úr því að það er trygt, að engu er spilt með ársfrestin- um, að því er samningaaðstöð- una snertir, þá virðist manni að hinn málsaðilinn megi líka vel við una, og að óþarft sé fyrir hann að fara nú að vekja tor- trygni og úlfúð út af meðferð málsins á þingi. I. O. 0. F. 1044288y2 — E.I.V.st. Stefán Kristjánsson, skógræktarstjóri á Vöglum i Fnjóskadal, er liér staddur. Haiin hefir haft á Iiendi umsjón skóga í þingeyjarsýslum í síð- astliðin 12 ár og sagði hann Visi að skógar væru nú á 70—80 jörðuní þar í sýslunni; sumir þeirra eru vitanlega litlir, en aðrir með fegurstu skógum hér Simdmagi. Kanpi Þorsk-sundmaga hæata, verði. ð. IðBjamtaoB. Sími 166. taliin „StólMf Grundarstíg 11. Nýkomið: Asier, Rðdbeder, Capers, Champignons, Salatolia, Gr. toaunir, Macearoni, Haframjöl í pökkum, Ostar, Tekex, Ný egg, o. fl. o fl. Vörurnar eru keyptar frá, útiöndum og seljast þvi með lægra verði en éður. 8tmi 813 á landi, t. d. Vaglaskógur' og pórðarstaðaskógur. Hann segir, að allir skógar í pingeyjai'sýslu. séu yfirleitt í góðri framför, én þó er húir dálítið misjöfn. I Ax- arfirði hefir ormur gert mikinn skaða, en þeim skemdum mun nú lokið. Skipafregnir. Gullfoss fór frá Vestmanna- eyjum í gær kl. 10 árd. til Kaui>- mannaliafnar. Lagarfoss kom til Hafnar- fjarðar í gærmorgun, með kol. Goðafoss fer héðan 3. maí að kvöldi/vestur og norður til út- landa. Villemoes fór frá Sunderland 26. apríl áleiðis hingað. Borg var á ísafirði í gær. Skallagrímur kom af veiðum i morgun. E.s. Nyhavn kom hingað í morgun me® kolafarm. Aðalfundur Radiumsjóðs Islands verður haldinn á Ingólfshvoli á morg- un og líefst kl. 5 síðd. Sveinafélag járnsmiða heldur aðalfund sinn nsestk. sunnudag í Alþýðubúsinú, kl. 3 síðd. Dansleik með kvöldskemtun heldur „Germania“ .á laugardaginn S Iðnáðarmannahúsinu. Leika þar þjóðverjar hér i bænum með aðstoð Islendinga þýskan gam- anlcik eftir E. Wichert, og fer leikurinn fram á þýsku. Er þar og margt annað til skemtunar, og verður þar óefað f jölmennt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.