Vísir - 26.08.1922, Blaðsíða 4

Vísir - 26.08.1922, Blaðsíða 4
RllIR É Til borgara bæjarins. Sjómanna- og gestaheimili Hjálpræðishersins í Hafnarfirði. (í þessu húsi eru auk þess sjúkrastoi'ur, svo við liöfuni rúm fyrir 7 sjúklinga í einu). 2. september selur Hjálpræð- isherinn, um alt Island, lítið celloluid-blóm til ágóða fyrir starfsemi liersins hér á landi. Við leyfum okkur nú að hiðja «arini vora hér í bænum, um lijálp þein’a og aðstoð, með fyr- irfram að panta nokkur blóm á 25 aura, eða að aðstoða okk- ur við söluna. þar sem leyfið, til að selja blómin, gildir að eins einn dag, þá getum við ekki náð að selja um allan bæinn, án hjálpar vina okkar. Verið svo vinsamleg og’ hring- ið upp í síma 203, ef þið viljið hjálpa olckur, nokkra tíma, með söluna. Sömuleiðis gerðuð þér okkur stóran greiða með því að panta nokkur blóm til sölu eða útbýtingar. — Lúðrasveit Reykjavikur hefir vinsamlegast lofað áð spila á Aus'turvelli um kvöldið, blómadaginn, lil þess 5 á þann hátt að styðja þá starf- semi, sem imifec^Fnunin er til ágóða fyrir. Ef það væri einn eður annar, sem viidi aðstoða okkur með hljómleikum, söng, upplestri, fyrirlestri eða þvil., þá veriö svo vinsamleg og lát- ið okkur vita um það, eins fljótt og þér gctið. pað er von vor, að liinn tím- anlegi árangur dagsins megi verða mikill, og við erum þess fullviss, að vinir oklcar hérna í bænum vilji gera sitt til að svo megi verða. Hugsið uin það, sem áður er sagt, og takið ákvörðun um, á hvern hátt þér getið styrkt þetta þjóðnýta fyrirtæki, sem nýtur styrktar af ágóða dagsins. Með mikilli virðingu. Kristian Johnsen. Flokkstjóri i Reykjavik. liim kimÍBA Viötalstimi bl. 2—3 e. h. þrir menn geta fengið vinnu 3 Vikna til mánaðartíma. Uppl. gefur Skarph. Olafsson, áhalda- húsi ríkisins, sími 253. (303 Grátt kápubelti hefir tapast. Skilist í Traðarkotssund 3, niðri (302 I Herbergi fyrir einhleypa karl- menn til leigu. Upplýsingar kl. 5, —6 hjá Jóni Sigurpálssyni, af- gr. Vísis. (294 Stúlka óskar eftir lierbergi frá 1. okt. Uppí. í sima 227. (293 3—4 herbergja íbúð óskast L okt. Uppl. i sima 141, fráíft—-12.. (297 Reglusöm stúlka óskar eftir herbergi lijá góðu fólki, frá 1. sept. Áreiðanleg greiðsla. A.v.á. (305 3 herbergi og cldhús (sér í- búð) óskast 1 október. Fyrir- fram greiðsla getur komið til greina. Tilboð auðk. „1. októ- ber“, sendist afgr. Vísis. (300 Tvö herbergi ásamt eldliúsi (eða aðgang að eklhúsi) óska friðsöm hjón að fá á Icigu frá 1. okt. n. k. A. v. á. (301 2 herbergi óskar einhleypur maður að fá á leigu 1. okt. Til- boð auðkend „1001“ sendist af- gr. Visis.- (287 Danskt og enskt veggfóöur ný— komiö. Ódýrt eftir gæýúm. - Mat5- ur til aö líma upp, ef óskast. Aöal- stræti 6. (257" Ljómandi fallegt mahogni- skatthol til sölu. Verð 11111 2000> kr. A. v. á. (299 .Ilafragras af dagsláttu til sölu!. Agúst Ármann, sími 649. Heimæ frá 12—1 og eftir 8. (298- Tvöfalt hús, nálægt miðbæn- um með lausum íbúðum 1. okt. lil sölu með tækifærisverði, ef samið er nú þegar. A. v. á. Úrvals grammófónjilötur tib sölu ódýrt. A. v. á. (304 F élagsprentamiö j an. ««114 uui hlutrerk. >1 koma híngað til mín svo að eg geti séð framan í yður? Eg skal viðurkenna það, að eg var í æstu skapi og það hefir eflaust sést á mér. Og í saman- burði við þessa fölu og rólegu stúlku, hefi eg sjálfsagt verið eins og bálreið telpa. En eg ætlaði nú samt að koma flatt upp á hana. — Hjúkrunarkona, mælti eg hægt en með á- herslu, eg skal nú segja yður sögu. pér megið hvorki kalla mig frú Meredith né frú George. pér saegið aldrei gera það. Henni brá ekki hið allra minsta. — Nei, eg skal ekki gera það, fyrst yður er það á móti skapi, mælti hún vingjarnlega. Eg veit, að margar leikkonur vilja fremur láta kalla sig því nafni, sem þær ganga undir á leiksviðinu. Eg hefi hjúkrað mörgum leikendum. Nú — eg ■á þá að kalla yður ungfrú Veru Vayne. — Nei, alls ekki. Eg heiti ekki heldur því aafni. Eg heiti Rósa Whitelands — og eg lagði áherslu á hvert orð. — Jæja, ungfrú Whitelands, það skal eg muna, maelti hún og lét eins og ekkert væri. En væri ekki best fyrir yður að sofná ofurlítið núna? *— Nei, eg sofna ekki fyr en eg hefi sagt yður það, sem mér býr í brjósti. Hún svaraði með sömu róseminni: -— pér skul- »ðf ekki ergja sjálfa yður á því. — Ergja mig. Hvað þýðir það að tala þannig 'við mig, mælti eg æst. Eins og eg geri nokkuð annað en ergja sjálfa mig, eins og þér komist að orði. — Jæja, þá verð eg að fara -—■ — ■— — pað er að eins til að gera ilt verra, mælti eg kjökrandi. Eg afber það ekki að vera hér ein og hugsa um þetta fram og aftur. Eg verð brjál- uð. pað er illa gert af yður að vilja ekki hlusta á mig. Og fyrst eg fæ ckki að tala við lafði Mere- dith, þá verð eg ^ð fá að tala við yður. — Eg hlusta ekki á það, sem þér ætlið að segja, ef það setur yður í geðshræringu, mælti hún og hristi höfuðið. pér vitið vel sjálfar, að lafði Meredith kemur eigi til yðar vegna þess, að hún heldur að þér munið ofreyna yður á því að tala. — Eg skal tala ósköp rólega, sagði eg með skjálf-, andi röddu. pað er þá fyrst að segja —- — í þessu var barið að dyrum. Hjúkrunarkonan flýtti sér að opna. — pað var bara vinnukonan, sagði hún. Hún kom með þetta bréfspjald til yðar. —- Til mín? mælti eg undrandi. pað getur ekki verið. Enginn veit að eg er hér nema ------ Hjúkrunarkonan rétti mér bréfspjaldið. A því stóð með stórum dráttmiklum stöfum: Frú George Meredith. Eg sneri spjaldinu við. Hinu megin var mynd j af stóru Atlantshafsskipi á siglingu og þvert yfir myndina var skrifað með sömu hönd: — Hvernig líður yður, hfóið mitt? Eg er í ess- inu mínu. Komin út á hafið. Yðar einlæg. Prins- essa Meta. Eg vissi því miður vel, hver hafði skrifað þetta. I Bréfspjaldið var stimplað í Liverpool. Hafði Vera. Vayne nú hrist ryk Enlands af hinum háu stíg- vélum sínum fyrir fult og alt? í bræði minni böglaði eg bréfspjaldið saman. og fleygði því í arineldinn. Kviknaði óðar á þvi. og brann það upp til ösku. ? — /E, hvers vegna gerði eg þetta, hrópaði eg. samstundis. Eg hefði átt að geyma þetta bréf- spjald sem sönnunargagn. Hjúkrunarkona, þetta bréfspjald var einmitt frá hirmi réttu frú George. — Jæja, sagði hún ósköp rólega. Var það frá. henni. Eg náði í svuntuhorn hennar og hélt þar dauða- haldi. — Nú skal ég segja yður upp alla sögu .... Eg stóð á öndinni af ákefð. Og svo byrjaði eg. auðvitað á öfugum enda á sögunni: — Hún get- ur verið gagnleg bending um að giftast aldrei á laun. — pað getur nú margt komið íyrir, jafnveí bestu menn, mælti hún gletnislega. Eg ímynda mér að okkur mundi stórfurða, ef við fengjum að gægj- ast bak við tjöldin hjá ýmsum fjölskyldum, sem. við þykjumst þó jafnvel þekkja best. Eg hjúkraði einu sinni konu, sem .... — Já, já, greip eg fram í. (Eg þekti þessar óendanlegu hjúkrunarkvennasögur, sem allar byrja þannig). En hlustið þér nú á mig. Lafði Meredith vill ekki gera það. Hún hefir eflaust orðið mjög hrygg þegar hún frétti það að sonur hennar vai giftur stúlku, sem hún þekti ekki neitt. Haldið þér ekki að svo hafi verið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.