Vísir - 16.10.1922, Blaðsíða 2

Vísir - 16.10.1922, Blaðsíða 2
&IS8H PHhth Fyrirliggjandi: Bódi. Þaipsppi — Þaljárt — Þa S (Frá frétíaritara Vísis). Khöfn 14. okt. írsku uppreisnarmennirnir setlir út af salframenti. Frá Dublin er símað, að írska kirkjan eða kirkjustjórnin hafi látið birta hirðisbréf og fordæmi í þvi stigamannahernaðinn gegn fríríkinu. F.r og í bréfinu bannað að veita uppreisnarnjönnum syndalausn og að láta þá verða sakramentisins að- njótandi. FriSuir saminn við Tyr/fi. Frá París er. símað, að Kemal- istar hafi gengið að friðarskilmálum bandamanna og undirskrifað samn- ing um vopnahlé í Mudania. Peningamála-óreiðan í pýslfalandi. Símað er frá Berlín, að þýska stjórnin hafi nú gripið til þess, sem neyðarúrræðis, til að koma í veg fyrir hið stjórnlausa gengisbrall, að banna með öllu allar greiðslur í er- lendri mynt. Harrington bjargvællurinn ? Símað er frá Lundúnum, að öll ensku blöðin syngi Harrington hers- höfðingja einróma lof og lýsi vel- þóknun á honum fyrir það, að hann hafi bjargað við friðnum í Austur- löndum. Fjármálaráðslefna milfil er háð í New York um þessar mundir. Sitja hana 10 þúsund fjár- málamenn og ræða alt fjármála- ástand heimsins! Khöfn 14. okt. Frá Tyrlfjum og Criklfjum. Tyrlfir rjúfa samninga. Reuters fréttastofa birtir þá fregn, að 4000 manna hersveit Tyrkja hafi rofið Mudania-samningana með því að fara yfir takmarkalínu þá, sem ákveðin var í vopnahléssamningun- um, og heldur hersveit þessi áleiðis til Konstantinopei. Harrington hers- höfðingi hefir sent Kemal pasha mót- mæli gegn þessu atferli. KemaJ pasha hefir tilkynt það opinberlega, að allir Rússar, sem nú eru í Konstantinopel, verði fram- seldir rússnesku stjórninni þegar i stað, er hann hefir fengið í hfendur völdin í borginni, í þakkarskyni fyr- ir hergögn, er Tyrkir hafi fengið hjá Rússum. Frá Aþenu er símað, að alt land- ið sé lýst í ,,umsátursástandi“ sakir óéirða. Banlfalfröggurnar norsku. Frá Kristjaníu er símað, að „For- eningsbanken", stærsti einkabanki í Noregi, sé í kröggum, en ríkis- 'stjórnin hafi ákveðið að hlaupa und- ir bagga með honum cg leggja hon- um 50 miljóna króna styrk. (petta er sami bankinn, sem getið var um í blaðinu á laugardaginn, og hefir þá norska stjórnin, ásamt þeim 4 Lönkum, sem þá voru nefndir, lagt þetta fé fram). Norðmenn taka lán. | Frá Kristjaníu er símað, að | norska stjórnin hafi fengið nýtt lán i í Ameríku, að-upphæð 18 miljónir (dollara?) gegn 6% vöxtum. Minningar Matthiasar. Dr. Matthías skáld Jochumsson I tók að rita endurminningar sínar er hann var nær sjötugur, og vann að þeim öðru hverju riæstu ellefu árin, en lítt eða ekki úr því. Minningar þessar hafa nú verið prentaðar á Ak- ureyri og heita: Matthias Jochums- son: Sögukaflar af sjálfum mér. í bók þessari skýrir Matthías fyrst frá ætt sinni og uppruna, en þá frá æskuárum sínum í foreldrahúsum, en þá tekur við kafli sá, er hann nefn- | ir „fimm hrakningsár“, þ. e. fyrstu j árin, sem hann var að heiman. Var j hann léður til smalamensku á ell • efta ári og ári síðar léður í ársvist að Kleifastöðum í Gufudalssveit. pjáðist hann mjög af óyndi þessi árin, einkurn hið fyrsta. A Kleifa- stöðum gætti hann fjár og varð UlírelOasixmmí lælaLltaO. 30 X 3 V, Cord dekk kr. 76 00 80 X 3i/a Fabric — - 62 00 31 X 4 — — - 100.00 765 X 105 Cord — - 128 00 815 X 120 — — - 152.00 880 X 120 — — - 168,00 33 X 4 — — - 155 00 32 X 4V, — — - 197.00 34 X 4i/s — — - 200 00 35 X 5 — —‘ - 288.00 Jóh. Olaísson «& Co. Bafmagnslampar eru að allra dómi vandaðastir og lang’ódýrastir í verslun undir- ritaðs. Mikið úíval væntanlegt aftur með „GulIfoss“ í n. m., þ. á. m. 25 nýjar gerðir af ljósa- krónum. VERSLUN B. H. BJARNASON einu sinni á flæðiskeri staddur, (í eiginlegri merkingu þess orðs), er hann var að bjarga fé undan flæði, og bjóst þá við dauða sínum, en á síðustu stundu kom honum óvænt hjálp pessu næst var hann þrjú á" hjá móðurbróður sínum, síra Guð- mundi Einarssyni, — fyrst í Skái- eyjum en síðan á Kvennabrekku í Dölum. Segir hann margt skemtilegt frá veru sinni þar, svo sem þetta um „dómsdag“: „pað var einn bjartan dag, er eg sat hjá .fénu fram í dalbotni, að eg varð þess var, að kynlega brá litum, þótt sól skini í heiði. Sá eg, að sólin á himninum fór að minka; tók mig að gruna, hvað vera mundi, því eitthvað hafði eg heyrt um tunglmyrkva, en varla sólar, að eg hygg, a. m. k. varð mér meir um þann fyrirburð, en eg kann frá að segja. Sífelt óx dimman, en mink- aði sólin, allur dalurinn draup, fugl- arnir þögnuðu, fénaðurinn hímdi og alt lifandi stóð á öndinni. Eg lagð- ist fyrir í brekkunni, las „Faðir vor“ og annað gott, sem eg kunni, en æ minni varð sólarröndin. Eg stóð upp og sé engin lífsmörk neinstaðar, hugsa að fimbulvetur sé kominn og heimsslit; eg kastaði mér á grúfu og bjóst að kveðja þennan volaða heim. Eg ligg litla stund og lít svo upp. pey, þey! hefir ekki röndin stækkað? Jú, guði sé lof og dýrð, hún hefir stækkað! Og rétt á eftir heyri eg bæði jarm og fuglakvak. Og aldrei á æfi minni hreif mig meira dýrð og dásemd skaparans en þá stund, þe^gar himin og jörð hló við aftur og alt lifandi lék og söng sem endurborið! — —“ Árið 1852 fór Matthías frá frænda sínum á Kvennabrekku og fluttist til Flateyjar. Gerðist hana þá bæði verslunarmaður og sjó- sóknari og kallar hann þau ár þroskaár sín. Er auðsætt, að hann hefir verið hið mesta karlmenni, með- ■ an hann var á léttasta skeiði, enda j þurfti hann oft á því að halda. : Framh. Hvita handsápan með rauða bandinu. loiirfíMtfi. / hljóðfœraskólann hafa verið innritaðir rúmir 3Q nemendur, og eru að sjálfsögðu margir úr Lúðrasveitínni. pað konir í ljós að ýmsir vildu læra á harmo- níum og píanó, og varð það úr, að kensla fer fram í því og hefir Páll Isólfsson hana á hendi. Munu fleiri geta komist þar að, en því að eins að þeir hafi fastan aðgang að hljóð- færi til að æfa sig á. — í kvöld kl. 8 koma allir nemendur skólans og kennarar saman í Mentaskólanum. Veorið í dag. Hiti í Reykjavík 10 st., Grinda- vík 9, Vestmannaeyjum 8, Hólum í Hornaf. 8, Seyðisfirði 8, Raufar- höfn 11, Grímsstöðum 8, Akureyri 11, ísafirði 12, Stykkishólmi 11. —- Hæg suðlæg átt um alt land. — 1 pórshöfn í Færeyjum 8 st., Tyne- mouth (England) 10 st., Jan May- en 4 st. (austlæg átt). — Utlit fyr- ir svipað veður. Eggeri Stefánsson syngur í Nýja bíó í kvöld kl. 1/z, íslensk og ítölsk íög eingöngu. Páll Isólfsson aðstoðar. Magnús Pétursson, bæjarlæknir, kom til bæjarins f gær með Goðafossi og er nú sesí-- ur hér að. Hann tekur þó ekki tif starfa fyrstu dagana. Kvöldslfemtun fjölbreytta og góða, ætlar Olymp- iunefnd knattspyrnumanna að halda. á miðvikudags- og fimtudagskvöld. Menn athugi skemtiskrána í augh á öðrum stað í blaðinu. „Fossarnir“ tveir, Gullfoss og Goðafoss, komu- hingað í gær norðan og vestan um:> land, með fjölda farþega. Cullfoss fer héðan á morgun kl. 4—6. / sfislfssalan í Englandi hefir gengið illa síð- ustu dagana. Síðustu sölur verið þetta um 500 pund sterl. Barnalesstofan á L.aufásveg 5 er opin virka daga kl. 5—7. Sjötugsafmœli á Einar Árnason kaupmaður í dag. Tiðin er nú afbragðs góð um land aItTO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.