Vísir - 17.11.1922, Page 3

Vísir - 17.11.1922, Page 3
TiSSS Bíðið :með kertakaupin J>ar til síðar. — J7ýsku kertin eru á leiðinni. — Við þau keppir enginn. VERSLUN B. H. BJARNASON kennarana, en í því efni væri svo mikill meiningarmunur milli hennar og nefndarinnar, að engin samvinna væri hugsanleg. pað væri raunar 'ekkert einsdæmi, að almennings hag- nr væri látinn sitja á hakanum, er hagsmunir einstaklinga væru í veði, því að yfirleitt væri - ómögulegt að koma embættismanni frá embætti hér á landi, hve mikil afglöp, sem A hann sönnuðust. — Barnaskóli Reykjavíkur ætti kost á úrvali allra kennará á landinu, en þess fengi hann ekki notið, vegna þess að hags- munir núverandi kennara skólans væru meira metnir. — Gunnl. Claes- sen sagði, að pórður Sveinsson hefði haldið afbragðs útfararræðu yfir skólanefndinni, en Iíklega hefðu ýmsir bæjarfulltrúarnir ýmislegt við hana að athuga, þó að þeir hreyfðn ekki mótmælum. Allar þær umbætur á skólanum, sem hann hefði talið upp, hefði nefndin átt undir högg að sækja hjá bæjarstjórn. En svo væri fyrir að þakka, að til þess að koma fram þeim umbótum, hefði ekki þurfti samþykki yfirstjórnar- innar, en frá henni stafaði öll bölv- unin. Nefndin hefði skilið þá ráð- stöfun stjórnarinnar, að auglýsa all- -ar kennarastöður við skólann, svo, að með því ætti að gefa skólanum tæki- færi til að skifta um kenslukrafta. En fræðslumálastjórinn hefði komið í veg fyrir, að það tækifæri yrði notað. I J?au 3 ár, sem hann hefði setið í skólanefnd, kvaðst hann aldrei hafa orðið þéss var, að fræðslumála- stjórinn gerði nokkurn skapaðan hlut, en fyrsta verk hans hefði þá orðið þetta, að hindra umbætur á -skólanum. Ráðherrann hefði afsök- unf pað væri kunnugt, að margt gengi á tréfótum í embættisátjóm landsins, af því að þar væri marg- ár lélegir menn að verki. Jafnvel væru fylliraftar skipaðir yfir heilar stéttir embættismanna. pað væri því afsakanlegt, þó að ráðherrann hefði lítinn áhuga á því að bæta kenslu- Jcrafta barnaskólans, þar sem annars vegar ættu hlut að máli mestu heið- ursmenn, sem ekki væri annað futidið til foráttu, en að ef til vill væri hægt að fá betri kennara en þá. Að loknum þessum umræðum var gengið til atkvæða um lausnarbeiðn- ina í tvennu lagi. Fyrst um Jón Ofeigsson, og var honum veitt lausn úr nefndinni með 8 atkv. gegn i (borgarstj.). pá var og hinum veitt lausn úr nefndinni með 8 atkv. gegn 2 (p. Sv. og B. Ól.). Var síðan látin fara fram kosning á fjórum mönnum í nefndina í þeirra stað og viðhöfð hlutfallskosning. Kcmu fram tveir listar. Voru á öðruir;: pórður Sveinsson, Hallbjörn Hall- dórsson, Ásgeir Ásgeirsson og Inga L. Lárusdóttir, en á hinum: Pétur Halldórsson, pórður Bjarnason, Ólafur Ólafsson (fríkirkjupr.) og Bogi Ólafsson kennari. Hlaut sá fyrri 8 atkv. og sá síðari 7, en kosn- ir voru þannig í nefndina: p. Sv., P. H., Hallbj. og p. B. — pórður Sveinsson kvað líklegl, aó hann hefði hlotið kosningu vegna trúmálaerja þeirra, er hann hefði átt í. Ekki kvaðst hann gera ráð i fyrir að geta mikið gert í nefndinm, því að þar mundi hann engu fá ráðið. Aðalstarf sitt mundi því verða i að kynna sér kensluna í skólanum. > Lauk þar með því máli. Leikhúsið. I fyrrakvöld sýndi leikfélagið i fyrsta smn gamanleikinn Agústa piltagull eftir Gustaf af Geijerstam. Hefir áður verið leikinn hér sjón- leikur eftir sama höfund, „Tengda- pabbi“, sem þótti afbragðsgóður. pessi nýi leikur er með sama sniil- ingsbragðinu og skemtu áhorfendur sér líka mætavel við hann, enda tóksi leikendum vel. Verður nánara sagt í frá leiknum síðara hér í blaðinu. Regnkápu útsala. Laugaveg 17. bakhúsið. Skip brennur. íslenska vélskipinu ,,Viola“ var nýlega siglt á land á strönd Eng- lands, af J?ví að kviknað hafði í J;>ví þar skamt frá landi og skipverjar gátu ekki slökt ejdinn. Skipverjar komust allir af en skipið ónýttisr. Nv hárgreiðsluslofa. Frú Helga Bertelsen hefir sett á stofn nýja hárgreiðslustofu, sem sjá má af augl. í blaðinu. par geia konur og karlar fengið hárgreiðsiu, höfuðböð, handsnyrting og margt' fleira. Að eins nýtísku tæki notuö. Hentugt er að semja um tiltekinn tíma fyrirfram, lil þess að Jiurfa ekki lengi að bíðai Skemiun Lestrafélags kvenna verður end- urtekin í Iðnaðarmannahúsinu í kvöld, með þeim. breytingum, að prófessor Guðm. Finnbogason les upp í stað frú Tove Kjarval, og að söngflokkur barna syngur undir stjórn hr. Bjarna Péturssonar. Fyrirlestri frestað. Fyrirlestri þeim verður frestað til mánudakskvölds, sem porsteinn Björnsson frá Bæ ætlaði að halda í Bárubúð í kvöld. Sjá augl. á öðrum stað. Hljóðfaer ahúsið. Eins og sjá má af auglýsingu annarstaðar í blaðinu, hefir Hljóð- færahúsið bætt við sig leðurvöru- deild. par verður á boðstólum alt, sem lýtur að þeirri vörutegund, alt frá kventöskum að baktöskum Kvil(inyndahúsin. Gamla Bíó sýndir Sendiboðam og Biðla Evu, sem þykja góðar myndir. Nýja Bíó sýnir Drcng- hnokkann (The Kid), sem mikið orð fer af. • H.F. EIMSklPAFJEiAG ÍSLANDS «EY\J A> , K SÍMANÚMER þau, er vér höfum haft (409, 509,. 609 og 809), höfum vér ekki Ieng-« ur, og eiga menn eftirleiðis aS biðja um „E I M S K I P“ er þeir vilja fá símasamband viS skrifstofur vorar. Símanúmer pakkhúss félagsins verður hið sama og áður: 508. /. O. C. >T. VlKINGUR nr. 104. Munið eftir fundinum í kvöld. —í- Kosning fulltrúa til umdæmisstúk- unnar o. fl. Mætið stundvíslega.. Reynlð raíurmagnspernrn- ar frá okknr. Þær kosta þrið)nngl minna en hjá öðr - nm. Gæði þessarar vörn leggjnm við óhrædðir nndir dóm almennings. Látiðreynsl- nna skera úr, því að hún er sannleiknr. Helgi Magnússon & Co. Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 5 st„ Vestmannaeyjum 6. ísafirði 5, Akureyri 6, Seyðisfirði 8, Grinda vík 5, Stykkishólmi 5, Grímsstöðum 2, Raufarhöfn 4, Hólum í Horna- firði 6, J7órshöfn í Færeyjum 7, Björgvin, 6, Tynemouth 7, Jan Mayen -f- 5, Grænladni -j- 18 st- Loftvog lægst (735) yfir Norður- Noregi, en hæst (780) yfir Eng- landi. Sunnanátt á norðvesturlándi; vestanátt annarstaðar. — Horfur: Vestlæg átt ás Austurlandi, suðlæg annarstaðar. Óstöðugt veður á suð- vesturlandi. íllttft um hlutverk. 50 leið að eg kafroðnaði. Eg kúrði mig betur cfan I rúmið. — Getur hann ekki látið yður verða sér sam- íerða, sp\jrði Philippa. — Nei, - — ég -— hm. eg get ekki skýrt your frá því .... Er það vegna þess, að vegabréf yðar sé ekki í lagi, spuði hún. - — Já, það er einmitt þess vegna, mælti eg fegin því, að fá þarna afsökun. — Getur Georg ekki beðið í tvo eða þrjá daga, meðan verið er að koma vegabréfi yðar í lag. pað getúr orðið bið á því, mælti eg. pað er •ekki víst að eg geti fengið þ.að fyr en eftir J’rjá eða fjóra daga. pað er kannske verið að sauma fleiri kjóla á yður, spurði hún dálítið gletnislega. — Já, svaraði eg og þá hló hún. — Á eg að grafa upp fleiri afsakanir fyrii yður, frú George? mælti hún. Svo settist hún á rúmstokkinn og tók í hönd snína. — Segið mér alt eins og er, mælti hún. Eg veit að það er það sama og þér ætluðuð að segja mér um daginn hjá Suzanne. Haldið þér að eg sé bæði blind og heyrnarlaus. Haldið þér að eg iiafi ekKÍ tekið eftir J?ví, að þér sögðuo áðan r„kapteinn Meredith". — O, það var bara mismæli, sagði eg.. — Vitleysa, hagði hún. pað amar eitthvað að yður. Segið mér nú hvað það er. Hugsið ekkert um mig — það er öllu lokið milli okkar George. Eg hefi sagt yður það. En eg óska þess innilega að hjónaband ykkar George verði farsælt. Hvað gengur að yður? Mér virtist að tengdaforeldrai yðar hefðu mesta dálæti á yður. — pau eiga enga sök á þessu, mælti eg. pau eru þær bestu manneskjur, sem eg hefi hitt á æfi minni. - pá er það George að kenna, mælti hún við sjálfa sig. Svo sneri hún sér að mér og mælti: — Hafið þér orðið fyrir vonbrigðum. Hefir Georg reynst annar maður en þér bjuggust við? Eg flýtti mér að svara: — Nei, nei, hann gat ekki verið betri við mig en hann hefir verið. J?að er ekki honum að kenna, þótt .... Hvað eigið þér við . . . . ? — .... þótt hann v.erði að fara burtu — eitthvað langt — eg held helst til Indlands .... — Indlands, hrópaði hún. pað getur ekki ver- ið. Hann hefir að eins mánaðarorlof. Nei, hér býr eitthvað annað á bak við. pví miður hafði hún rétt að mæla. Ó, hvað mig sárlangaði til þess að gera hana að trúnað- armanni mínum. En eg mátti það ekki. Hún horfði stöðugt á mig, eins og hún vildi lesa í hug mér. Svo sagði hún aftur: — pér skuluð ckki hugsa neitt um mig. Imyndið yður að það sé einhver önnur en eg, sem spyr yður. Eg hugsa nú ekki | um annan .... 1 Hún bandaði með höfðinu í áttina að borðinu. Eg hafði tekið eftir því að þar stóð ljósmynd í silfurumgjörð. Og til þess að leiða samtalið áð öðru, mælti eg: — Má eg líta á? Philippa rétti mér myndina. Hún var af manni í einkennisbúningi. Hann var sköllóttur, alvarieg- ur á .svip en þó meinleysislegur eins og sauðkind.. -— petta er ágætur maður, mælti hún. pað mætti hver kona miklast af að eiga hann. Hún setti myndina aftur á borðið. pað vakn- aði hjá mér forvitni Hver var myndin af maunt þeim, sem hún elskaði? Hvar geymdi Philippa^ myndina .af George? Ef til vill að eins í hjarta sínu. Hún hélt áfram: — Má eg tala eins og méc býr í brjósti? Venjulega þ.ýðir svona spurning1 ekki annað en það, að maður á von á einhverju sér ógeð- feldu. Eg andvarpaði. — Yður er óhætt að trúa mér fyrir öllu, mælti hún alvarlega. Eg er ung stúlka eins og þér, en mér finst samt að eg sé mörgum árum cldri. | Eg veit ofur vel að hjónaband ykkar bar brált í að. Eg veit líka að hann varð að vfirgefa yður"’ ; undir eins eftir hjónavígsluna. Eg veit að þið hafið ekkert J?ekst fyr en kvöldið, sem hann kora ! frá vígstöðvunum. Eruð þér feimin við harn? L.afði Meredith hélt J?að líka, mælti og og ándvarpaði aftur. En það kemur .málinu ekki ; minsiu vitund við. } Philippa laut nær mér, eins og hún hefði fundrð____ i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.