Vísir - 25.11.1922, Síða 2
»«s;«
Ufrasta og bosti olíu ent:
Höfam fyrirliggjaadi:
höggian,
Kauála,
JSaffi,
Exportkaffi,
Ciiocolade,
Krydd í bréfum,
Heilan Kanel,
Heilan Melts,
Smjörlíki.
Rágmjöl — Sago —
Þorkaö epli,
W
•o
3
- Apricots,
— Blandaða árexti,
Sásinur;
Kárennur,
Sóda,
BlegsAda,
Kristaisápu,
Brúnsápu.
A.ccO‘Haírem|öl — Hr«iti
œ
OQ
PQ
gtearinkarti — Jóíakertr
Samtaka.
II.
Þeir menn veröa líklega nokk-
uS margir, sem hyggja, aö þaö
mundi reynast ókleift verk, aö
mynda þau samtök, sem þyrfti, ti!
að 'koma á jafnvægi milli verölags
á nauðsynjavörum, vinnukaups og
verðs útfluttra afurða. En það
hafa furðu litlir viðburðir verið
hafðir til þess. Og það er auðvit
að, að ef viljann vantar algerlega,
þá er það ómögulegt.
Þau samtök, sem mest riður á,
í þessu efni, eru samtök atvinnu-
Tekenda og verkamanna. — Þegar
rætt er um lækkun vinnulauna, þá
er viðbára verkamanna vitanlega
alt af sú, að kaupið megi ekki
lækka, nema þá að verð á nauð-
synjavörum lækki jöfnum hönd
uai. Nú er alkunnugt, að nauð-
synjavöruverð hefir lækkað all-
mikið. Þó væri það verðfall orð-
ið talsvert meira, ef gengi íslensku
krónunnar hefði ekki lækkað. Og
það er engin furða, þó að verka-
menn beri kvíðboga fyrir þvi, að
krótfan kunni að falla í verði á
ný, eftir að kaupsamningar eru
gerðir,og vilji því hafa „vaðið fyr-
ir neðan. sig“. En með því móti er
ekki sjáanlegt, að jafnvægið kom-
ist nokkru sinni á. Þar við bætist,
aö það er ýmislegt, sem eykur
dýrtíðina mjög, að mörgum vírð-
ist að óþörfu. Má þar til nefna
húsaleiguna og verð á sumum mat-
vörutegundum, sem mikið eru not-
aðar, svo sem á brauði og fiski.
Það er enginn vafi á því, að
ef verkamenn og atvinnurekendur
í stað þess að togast á, tæki nú
höndmn saman til að vinna að því,
að a!t. sem nauðsynlegt er til lífs-
framfærslu. verði sem ódýrast, þá
mundi rnikið geta áunnist, og
kaupsamningar þeirra á milli síð-
an ganga greiðlegar. Því að við
samvinnuna mundi líka hugsunar-
hátturinn breytast, — og verka-
mennirnir verða að hætta að hugsa
sem svo, ,að þá varði ekkert um,
hvað framleiðslukostnaðurinn er
mikill. En atvinnurekendur Verða
að sínu leyti, að taka til greina
hvers verkaniaðurinn þarf. til að
geta framfleytt sér og sínum. Ef
þetta er ekki gert, þá verður það
fyr eða síðar til þess, að alt rekur
í strand.
Það hafa verið skipaðar hér'
verðlagsnefndir. hvað eftir annað
Árangurinn hefir orðið furðu litill
af stárfi þeirra. En mundi ekki
von meiri árangurs, ef slík nefnd
væri sett af atvinnurekendum og
verkamönnum í sameiningu? Lík-
lega er enginn vafi á þvi, jafnvel
þó að nefndin hefði ekkert vald,
:að meira tillit yrði tekið til henn-
ar, heldur en stjórnskipaðrar
nefndar, sem skipuð væri ef ti!
vill mönnum, sem skoðuðu nefnd-
arstarfið aðallega sem „bitling“. Á
hinu er heldur enginn vafi, að
yfirleitt alt verðlag er hjer miklu
hærra en þyrfti að vera. Og það
stafar af því, að nær allir hugsa í
raun og veru um þ:að eitt, að selja
alt eins dýrt og unt er, en gæta
þess ekki, að gróðinn jetur sig
upp, af því að allir hugsa svona,
og þess vegna verður hver um sig
að kaupa alt eins dýrt.
Vísir liefir löngum hamraö á
því, að dýrtíðin í landinu, jjessi
óeðlilega dýrtíð, væri undirróf
allra örðugleikanna. Ef greiða á
úr örðugleikunum, þá verður fyrst
og fremst ,að ráðast á undirrót
];eirra og reyna á allan hátt að
yinna bug á þessari dýrtíð. Og
það er ekki nærri eins torvelt og
menn hyggja, ef viljann og sam-
tökin vantar ekki.
Vatnsveitan.
Á bæjarstjórnarfundi, sem hald-
inn verður í kvöld, verða til um-
ræðu þrjár tillögur frá bæjarverk-
fræðingi, ttm lagningu vatnsleiðsl-
unnar, sem vatnsnefnd hefir áður
Jfjallað um, en tillögunum fylgja
nákvæmar kostnaðaráætlanir og
yfirlit og athuganir þar að lút-
andi. Tillögurnar eru þessar:
1) Leiðsla með járnpipum ein-
göngu. Einföld leiðsla frá Gvend-
arbrunnum að Elliðaám og tvöföld
leiðsla þaðan til bæjarÍ7ts. Flytur
um 9000 kubikm. á sólarhring.
Áætlað verð kr. 560.000. —
2) Leiðsla með tré- og járnpíp-
um. Einföld leiðsla með trépípum
frá Gvendarbrunnum að Elliðaám.
Tvöföld leiðsla þaðan með járn-
pípum. Flytur um 9000-kubikm.
Áætlað verð kr. 538000. —
í þessum tillögum'er gért ráð
fyrir, að pípur þær, sem nú liggja
frá Gvendarbrunnum að ánum,
veröi teknar upp og lagðar frá án-
um til bæjarins.
3) Tvöföld leiðsla nteð járnpíp-
ttm alla Ieið. Ganila leiðslan látin
óhögguð að mestu leyti. Flytur
Gra.solla»
Qensln, BP BflTo- 3. á tmmnm
og dúnknm.
Biðjið ætíð um olíu á stáltuuuum, sem er hreinust,
aflmest og rýrnar ekki yið geymsluua.
Liandsverslunm.
Lanðsmálafélagið „STEFlir
Fundur verður haldinn & morgun (l&ug&rdag) kl. 8l/« «• m.
{ húsi K. F- U. M. Umræðuefni: Veralunarmálln, málshefjaudi
hr. alþingism. Björa Kriitjánsaon:
um 6850 kbm. Áætlað verð kr.
533.000.
Eftir uppástungu borgarstjóra
hafði bæjarverkfræðingur gert
áætlun um breytingu á stefnu
leiðslunnar næst,bænum, og telur
hann að með þeirri breytingu megi
spara urn io þúsund krónur, og
vill vatnsnefnd láta fara eftir því.
Með þessari breytingu á tillögu 2.
er áætlað að kostnaðurinn verði
samtals 528000, — auk þeirra smá-
breytinga, sem gera þarf á innan-
bæjarleiðslunum í sambandi við
nýju leiðsluna. Nefndin lætur þess
getið, að henni þyki ekki ólíklegt,
að kostnaðurinn muni fara nokk-
uð fram úr áætlun, en þykist þó
fullviss um það, að lánsféð, ásamt
fé vatnsveitunnar, hjá bæjarsjóði,
muni hrökkva fýrir öllum kostn-
aðinum.
Nefndin vill ekki, að svo stöddu,
gera tillögu um, hvaða tegundir at
pípum verði notaðar, þar til kom-
in'eru fram tilboð um þær pípu-
tegundir, sem gert er ráð fyrir að
nota megi.
Kakala-te
í r a u ð u m pökkum
selt í flestum verslunuaa
BRAGÐGOTT og ILMANÐI-
MILKA.
Biöjið ávalt um Snchard
„Mílka“ sem er i bláum
umbúQum. — JÞá hafið
þér tryggingu fyrir því, að
fá htO wiaa rétta
Milka, sem er yiðurkeut að
vera þaS besta sem fáaalegt
er.
Fæst al&Uðar.
ÍOBENSÁDPT.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni kl. 11, sira
Bjami Jónsson; kl. 5, síra Jóh.
J>orkesson.
í fríkirkjunni kl. 5, síra Árni
Sigurðsson. — 1 fríkirkjunni i
Hafnarfirði kl. 2, síra Ólafur
Ólafsson.
1 Hafnarfjarðarkirkju kl. 1,
síra Árni Björnsson, altaris-
ganga.
I Landakotskirkjil: Hámessa
kl. 9 árd. og kl. 6 síðd. guðs-
þjónusta með pródikun.
Hjúskapur.
Fyrra laugardag voru gefin
saman i hjónaband ungfrú
Águsta Ólafsdóttir og pórður
kaupmaður Pctursson. — Síra
Bjarni Jónsson gaf þau samn.
kl. 614—7 í kvöld: Prófessor
Páll Eggert Ólason: Unt stjóm-
arskipun á þj óðveldistímanum.
Söngskemtun
K. F. U. M.-söngflokksins, sem,
haldin var í Báruhúsinu í gær,
undir stjórn Jóns Halldórssótt-
ar, rikisféhirðis, tókst afbragðst
vel. Er flokkurinn prýðilega!
æfður, enda er söngstjórimí
reyndur að því, að kasta ekki
höndum til undirbúningsins. 1
flokknum eru og ýmsir bestœ
raddmenn, sem hér er völ á. pa
spilti ekki einsöngur Símonatr
þórðarsonar. Finst mönnum
hann altaf syngja því betur, sen»
þeir heyra oftar til hans. — E».
hvers vegna efnir hann sjáSfuF
aldrei til söngskemtunar?
i Stefnir
| heldur fund í húsi K. F. U.