Vísir - 02.12.1922, Blaðsíða 3
VlSIR
2000 kr. gefins.
Tvö þúsund krónur gefa eftirtaldar verslanir viðskifta-
rinum sínum í jólagjöf, frá 1. desember: —
L.andstjarnan, Austurstræti 10; síjni 389.
Lárus G. Lúgvígsson, pingholtsstræti 2; simi 82.
E. Jacobsen, Austurstræti 9 (og Hafnarfirði); sími 119.
L. H. Múller, Austurstræti 17; sími 620.
„Björninn“, Vesturgötu 39; sími 1091.
O. Ellingsen, Hafnarstræti 15; sími 605.
Vigfús Guðbrandsson, Aðalstræti 8; sími 470.
Húsgagnaversl. „Áfram“, Ingólfsstræti 6; sími 919.
Jón Sigmundsson, Laugaveg 8; sími 383.
Jóhann Ögm. Oddsson, Laugaveg 63; sími 339.
Verslun Jóns pórðarsonar, pingholtsstræti 1; sími 62.
Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti 8; sími 361.
Júl. Björnsson, rafmagnsáhaldaversl., Hafnarstr. 15; s. 837.
Hattabúðin, Kolasundi; sími 880.
GrammorónplQtnr Fale-itnr
i afar stóru úrvali, komu með Botniu, nálar, albúm,.
fjaðrir og varahlutir. — 2NTES. VarðíO InkkaO, —
HljóðfæraMs ReykjaTikor.
Sjónleikur Hringsins
verður leikinn í kvöld klukkan 8
í síðasta sinn.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag frá kl. 1—7 e. h.
----------------------------------T
Jónatan Þorsteinsson
Sími 464.
Nýkomið með Botníu: SAUMUR (danskur), allar teg-
undir, SKÓSMIÐASAUMAVÉLARNAR margeftirspurðu. —
Látúnsleggingar á stiga og borð og margt fleira.
Frá degiitun i dsg til féls
verða áteiknaðir púðar og skammel í boy og filt seldir fyrir
að eins kr. 4,50 stk.
UNNUR ÓLAFSDÓTTIR.
lofun sína ungfrú Laufey Jóhanns-
dóttir og Jón Jónsson, Lindargötu
19-
Stefán Egilsson,
múrari, er 77 ára x dag.
Karlakór K. F. U. M.
syngur í Bárubú'ö annað kvöld
kl. 9.
Hringurinn
leikur nú í síöasta sinni kl. 8 í
kvöld.
Verkakvennafélagið Framsókn
lieldúr hinn árlega afmælisfagn-
sö sinn 5. des. í ár. Sjá auglýsingu
á öðrum stað í blaðinu í dag.
Botnía
fer frá Kaupmannahöfn 5. jan-
úar 1923 til Reykjavíkur. Kemur
við í Leith og Vestmannaeyjui-n.
Fyrirlestur.
Þorsteinn Björnsson frá Bæ ætl-
ar aö halda fyrirlestur í Hafnar-
firði á morgun kl. 4 síðd., um út-
legð íslendinga; í Ameríku.
Irésmillag Reykjauíkur
heldar fund í Bárubúð, uppi,
sunnad. 3. des. kl. 3 slðd Ef ti
vill talar utanfélagsmaðnr á fund-
inum f9ti<Ckriaia.
ERLEND MYNT.
Khöfn 1. des.
Steidingspund...........kr. 22.16
Dollar ................— 4-92)4
100 mörk, þýsk .......— 0.07)4
xoo kr. sænskar........—- 132.30
100 kr. norskar .........— 90.90
xoo frankar, franskir .. — 34-50
100 frankar, svissn. ... — 91-85
toó lírur, ítalskar....— 23.70
100 pesetar, spánv.....— 75-5°
100 gylhni, hol!......— 194-65
Reykjavík 2. des.
Sterlingspund.......... kr. 25.60
100 kr. danskar.......— 115.75
100 kr. sænskar........— 155-89
100 kr. norskar .......— 102.11
Dollar ................— 5.80
Feitt kjöt af ungum sauð'um og
vænum dilkum er góður matur.
Bæði hangið, saltað og nýtt (fros-
ið) kjöt er altaf best að kaupa í
V e r s 1. „V O N“. — Sent heim
ef óskað er. — Sími 448.
Styðjið innlendan iðnað!
Kaupið hin afar sterku hér
saumuðu lífstykki; fást að eins í
LÍFSTYKKJABÚÐ INNI
ReyniO rafurmagnspernrn-
ar frá okknr. Þær kosta
þrfðjnngf mínna en hjá öðr-
nm. Gæði þessarar vörn
feggjnm við óhræddir nndfr
dóm almennlngs. Látiðreynsi-
nna skera úr, því að hún er
sannieiknr.
Helgi Magnússon & Co.
SkWt um hlutverk. 62
eg hitti konu y8ar. — „vitrunina“ á eg við — nei,
‘frú Harrison. Og nú ætlið þér, að vegna þess að
eg hefi mist stöðu mína, muni eg vera fús til þess að
taka hverjum sem er. Nei, látið ekki eíns og -þetta
komi flatt upp á yður, kapteinn, mælti eg enn
fremur og stappaði niður fætinum. ]7ér ættuð að
skilja, að eg hefi ástæðu til þess að vera reið.
Hver ung stúlka mundi telja slíkt bónorð sem þettá
hreinustu smán.
Eg bjóst við því að hann mundi verða reiður.
En hann svaraði í sínum blíðasta málrómi:
— Já, já. pér hafið alveg rétt að mæla.
Ekkert er jafn særandi eins og þá er sá, er
maður er að reita til reiði, felst alveg á það, sem
maður segir. Mér fell því allur ketill í eld og
' stamaði: — Nú, jæja, er svo nokkuð fleira um
þetta að ræða? /Etlið þér að segja eitthvað?
— Já, 'margt, ef eg fæ leyfi til þess, mælti
hann. Má eg setjast hérna hjá yður?
Hann settist á bekkinn og talaði við mig. Hann
hafði talað lengi áður en eg heyrði hvað hann
sagði. En svo heyrði eg alt í einu þessi orð: —
aldrei haft tíma til þess að ganga eftir stúlku ....
— Nei, það segið þér víst alveg satt, mælti
æg. Ekki einu sinni eftir konunni yðar.
— Eg viðurkenni það, að eg hagaði mér
heimskulega þá. Eg fór að eins og asni. En nú
skulum við aftur snúa oklcur að efninu. Eg er
nauðbeygður til þess núna að hraða þessu svo
mjög. Nú eða aldrei verð eg að fá að vita vissu
mína. pað á að senda mig aftur til herstöðv-
anna eftir viku. J?ér verðið að hlusta á mig og
taka orð mín alvarlega. „
Eftir viku átti hann að fara aftur til vígstöðv-
anna. pegar eg heyrði það, rann mér öll reiði.
Hann átti þá aftur að ganga í eldhríðina, þar
sem óteljandi hættur biðu hans á hverjum degi.
Mig hrylti við að j hugsa til þess að fórna svo
fallegum manni á blóðvelli.
Hann hélt áfram: — Stríðið gerir mann opin-
skáan, vegna þess, að það er ekki víst, að mað-
ur geti sagt á morgun það, sem manni gefst færi
á að segja í dag. pað hafa margir óbeit á þess-
um svonefndu „stríðshjónaböndum". Sjálfur var eg
þeim einnig andvígur fyrst í stað. En eg hefi kom-
ist á aðra skoðun, síðan eg vissi, hvernig stríðið
var. Heima á eg mynd. af mér og 32 félögum
mínum. Eg var að hugsa um þá í gærkveldi.
Við erum nú að eins tveir eftir á lífi.
Eg fékk kökk í hálsinn, því að eg mundi vel
eftir myndinni af hinum ungu og hraustlegu piltum.
— Skiljið þér mig nú----------
— Já — en-------------
— En —? Já, eg veit líka hvað þér eigið
við. pér eigið við það, að svona bónorð sé —
— auðvitað ekki móðgun, heldur miklu fremur
viðurkenning, en þó alt of kaldranaleg. pað væri
Iíka ákaflega kaldranalegt, ef eg hefði enga ástæðu
til þess aðra en þá, sem þér vitið þegar. En svo
er ekki.
Hann brosti.
Eg spurði undrandi: Nú, hvaða ástæðu hafið
þór aðra? Er það alvara yðar, að þér breytið
ekki þannig, vegna þess, að það sé besta úr-
lausnin?
• Hann brosti enn og sagði svo að eins tvö orð,
til þess að skýra það, við hvað hann átti: —í
Elskan mín.
Já — þá varð mér auðvitað orðfall aftur. Eg
fann að eg eldroðnaði og eg fékk suðu fyrir eyr-
un. pannig sat eg steinþegjandi en hann hélt áfram
í sama mjúka málrómnum:
— Skiljið þér nú, hvað eg átti við, er eg sagði,
að mér hefði liðið miklu ver en yður þessa sein-
ustu þrjá daga? Aður en eg kom hingað vissi
eg, að eg hafði gert óttalegt glappaskot að gift-
ast. pó vissi eg ekki til fulls hve mikill glópur
eg hafði verið fyr en eg kom hingað og kyntist
yður, þegar eg sá yður með foreldrum mínum
og þér voruð með þeim sem tengdadóttir. Eg vissi,
að þetta hlaut að taka einhvern enda, fyr eða
síðar, að við mundum verða að skilja aftur, Rósa.
Finst yður nú ekki, að margar ástæður hafi verið
til þess, að mér hefir liðið illa?
— Meredith kapteinn 1— —
— pér kölluðuð mig einu sinni skímarnafni,,
mælti hann. Munið þér ekki eftir því? pað var
í anddyrinu á gistihúsinu.
— Eg trúi því ekki, að yður þyki vænt um
mig eftir þenna stutta viðkynningartíma, mælti eg
lágt og hjartað barðist hratt í brjósti mér.
Hann hló. — Svo að þér trúið því ekki, bláeyga
töframærin mín? Eg hefi að eins verið í þeim
vanda staddur, að eg hefi aldrei mátt láta yður
verða þess vara. Eg þorði iekki einu sinni að~
geyma litlu, hvítu fjóluna, til minningar um þanu
skemtilegasta morgun, er eg hefi lifað, þá er við
vorum á gangi úti í skóginum. En samt--------------
Hann andvarpaði: — Eg þorði ekki að vera
I samvistum við yður lengur, og varð að forðast yð-