Vísir - 30.12.1922, Blaðsíða 3

Vísir - 30.12.1922, Blaðsíða 3
; SLi SIR Vegna vörutalningar yerða eogar vörur afgreiddar 1—6 |an, n. k, Landsverslunin. iísis-kaffið gerir alla glaSa. frekast er mögulegt, að öllu sé kipt t>urtu sem hægt er að vera án, avo a8 útgjöldin minki en vaxi «kki. En margir munu efast um að þetta sé gert, að öllum úl- gjöldum sé haldið niðri af hinni itrustu hagsýni. Fjármálastefna jafnaðarmanna i bæjarstjórn er nokkurskonar gjaldþrotsstefna. Þeir virðast aldrei hngsa svo langt eða gefa því gaum hverjar afleiðingarnar verði ef þrwdd er sú leið sem þeir vísa. Þeim vaxa ekki í augu miljóna- útgjöldin og þeir eru ekkert hik- andi við að lúta borgarana standa straum af þeim. Það er hægt að rista breiðan þveng af annars skinni. Orð þeirra og athafnir stjórnast af þeirri hættulegu hvöt að reyna að þóknast í einu og öllu þeim flokki manna, sem þeir eru kosnir af, án tillits til þess hvað golt er og haganlegt fyrir bæjarfélagið i heild sinni. Þelta er hál braut. Þegar sannfæring manna og at- höfn fer eftir því, sem þeir hyggja að sé i samræmi við vilja nokk- urra manna, er veita þeim fylgi, þá er ekki að búast við neinu góðu. Þessir menn gera úlfalda úr mýflugúnni, þegar þeir þykjast vera að berjast fyrir réttindum al- þýðu, aðeins til þess að láta menn standa í þeirri trú, að þeir séu sverðið og skjöldurinn, þótt þeir í raun og veru oft vinni ógagn með öfgum sínum. Ef þeir mæltu ráða um útgjöld bæjarins, þá rnundi varla þurfa um skeinu að binda. Þeir mundu sigla málum bæjarins i öngþveiti eins og allsstaðar hefir verið gert þar sem jæssi stefna hefir ráðið annarsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir það þótt útsvörin lækki ekki, þólt þau séu á aðra miljón króna, þá má segja að bæjarbúar fái mjög lítið fyrir skatt- inn annuð en hið allra nauðsyn- legasta. En það sýnir að hin nauð- synlegu útgjöld bæjarins eru nú orðin svo há, að nauðugur er einn kostur að fa þau lækkuð. Bæjar- búum fara að vaxa yfir höfuð þessi „nauðsynlegu11 gjöld og jiað verður að gera gangskör að því á næsta ári að sjá, hvar hægt er að spara og draga úr gjöldunum. Borgari. Aðvörun. pað hefir komið fyrir að stöku menn hafa afhent til geymslu hér í pjóðskjalasafninu innsiglaða böggla, er ekki mætti opna fyrri en eftir lang- an tíma, stundum ekki fyrri en eftir al'ra þeirra dag, sem nú eru lífs, en safninu þó ekki verið skýrt frá um efni eða innihald bögglanna. Ekki er mér annað kunnugt en að þeir séu í alla staði heiðvirðir menn, er beðið hafa fyrir slíka böggla til geymslu, enda hefði þeim ekki ver- ið veitt hér viðtaka annars kostar. En eins og nú er komið þykir mér valt og varasamt að eiga undir því, hvað úr óséðu rekjast kann. peir menn kunna að vera til, sem eru svo gerðir, að þeir noti slíka geymslu af ásetningi, ef hún er eftirlitslaus, til óhróðurs og mannskemda í eftir- tíðinni einhverjum samtíðarmönnum sínum, sem þeim er illa við, og þar með stilt svo ti', að láta mannorðs- drepið þá fyrst gjósa upp, — líkt og drepsóttirnar gömlu, — þegar raktir eru sundur strangarnir, og all- ir þeir eru dauðir, er fyrir mann- skemdunum verða, svo og allir aðr- ir, er til gátu munað og vitað rétt sannindi og til nokkurra varna máttu vera. Til þess að svíkjast svó að mannorði manna vil eg ekki hjálpa, og til þeirra verka vil eg ekki láta hafa mig, og söfn landsins eru held- ur ekki til þeirra hluta æt'uð, né slíkt þeim samboðið. Fyrir varygðar sakir aðvasast því þeir, sem beðið hafa fyrir böggla til geymslu hér í safninu á fyrr greindan hátt, og ekki kynt mér innihald þeirra, að þeir á ársfresti frá þessari aðvörun taki annað hvort böggla ]?essa til sín aftur, eða þá hafi gert mér nægilega kunnugt efni þeirra, ef þeir óska, að þeir séu geymdir hér framvegis. Geri eigend- ur bögglanna hvorugt, verða böggl- arnir brendir. Eftirleiðis verður og ekkert tekið hér í pjóðskjalasafnið til slíkrar geymslu, er nú hefir verið nefnd, nema því að eins, að efni þess og innihald sé mér gjörkunnugt áður af eigin sjón og raun, — að sjálfsögðu gegn þagnarskyldu. Reykjavík, 25. nóv. 1922. Jórt porkelsson. Fyrirlesturv Samkvæmt auglýsingu í blöðun- um, heldur hr, vélstjórn Gísli Jóns- scn (á ,,Gcðafossi“) fyrirlestur á morgun í Nýja Bíó. pessum fyrir- lestri er þánnig varið, að eg leyfi mér að skora á alla þá, sem nokk- urn áhuga hafa á þjóðmálum vor- um og heppilegri lausn þeirra, aS sækja hann vel. — Hér verður rætt um eitt mikilvægasta framtíðarmál þjóðar vorrar og bent á nýjar og frumlegar leiðir til lausnar. An þess að birta sjálfan kjarna fyrir'esturs- ins vil eg þó láta þess getið, að bann felur í sér þá hlið atvinnumála vorra og framkvæmd þeirra, er sum- ir af bestu mönnum vorum hafa borið mjög fyrir brjóstí og unnið að árum saman, án þess þó aS árang- urinn til þessa hafi orðið sýnilegur. IVIér er sönn ánægja að lýsa því yfir, að eg hefi af tilviljun kynst efni fyrirlestrar þessa og get því borið um það, að hér er um merk nýmœli að ræða. Hr. G. J. hefir eigi að eins íhugað málið sjálft vel og rækilega af djúpum og hlýjum hug tfl lands og þjóðar, heldur hefir hann einnig fundið ný/ar og hag}(Oœmar leiSir til bráðlegrar og heppilegrar úrlausn- ar máli því, er eg fyrir minn part tel mililvægasta framtíðarmál þjóð- ar vorrar — og eiginlega hið ein- asta verklega stefnuskrármál, sem hreyft hefir verið hér heima á seinni árum. Hér er á ferðinni verkefni, er vér eigum að knýja stjórnmálamenn vora til að taka upp og beita sér fyrir á þingi í staðinn fyrir hin inn- holu fagurmæfi sumra þeirra, sem nú eru farin að fá tómahljóð í flest- um óspiltum eyrum eftir margra ára endurtekningar. Fyrirlestur hr. G. J. á fyllilega skilið, að menn af öllum stéttum fjöl- menni á hann. Helgi Valtýsson. Dánarfregn. Látinn er á 2. í jólum (26. des.) Björn óðalsbóndi Eiríksson í Svína- dal í Skaftártungu, rúmlega sextug- ur að aldri. Hann var yngsti son- ur Eiríks hreppstjóra Jónssonar í Hlíð og Sigríðar Sveinsdóttur, lækn- is í Vík, Pálssonar. — Björn var bú- höldur góður og vaskleikamaður hinn mesti, svo sem verið hafði Ei- ríkur faðir hans og þeir frændur fleiri, fríður sýnum og gleðimaður mikill. Hann veiktist af influensu sum- arið 1-921 cg lá lengstum rúmfastur síðan. Björn var tvíkvæntur og Iæt- ur eftir sig ekkju og’mörg börn. / arðarför frú Hólmfríðar Rósenkranz fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. Síra Jóhann porkelsson hélt lík- ræðuna. Aramótamessur: I dómkirkjunni: Gamlárskvöld k1. 6, síra Bjarni Jónsson. Kl. 11 Zz S. Á. Gíslason, cand. theol. Nýárs- dag kl. 11, Dr. Jón biskup Helga- son; kl. 5 síra Friðrik Friðriksson. I fríkirkjunni á gamlársdag kl. 6, síra Árni Sigurðsson. Nýársdag kl. 12, síra Árni Sigurðsson; kl. 5 síra Haraldur Níelsson. I Garðaprestakalli: Gamlársdag á Bessastöðum kb 1 e. ,h. og í Hafnarfirði kl. 6 e. h. Nýársdag í Hafnarfirði kl. 6 e. h. 2000 krónur gefins. Samkvæmt vottorði frá bæjar— fógeta hafa komið uþp þessi. númer: hjá Lárus G. LúSvígsson nr. 724Œ- kr. 300, nr. 33159 kr. lQöþ 7094 kr. 50, 7026 kr. 50. nr_ 20904 kr. 50. hjá Jóh. Ögm. Oddsson nr. Í511S kr. 100, nr. 18665 kr. 100, nr« Í8628 kr. 50, nr. 18900 kr. 5% nr. 33378 kr. 50, nr. 32724 kr, 50, nr. 18749 kr. 50. hjá Júl. Björnsson nr. 1254 kr» 100, nr. 1207 kr. 50. hjá Jón Þórðarson nr. 10699 kr. 100. hjá Vigfús GuSbrandsson nr. 29673 kr. 50. hjá Björninn nr. 22592 kr. 50, nr. 8562 kr. 50, nr. 34881 kr. 50. hjá Egili Jacobsen nr. 30991 kr- 50, nr. 23513 kr. 50, nr. 1750Ö kr. 50, nr. 13523 kr. 50, nr- 37880 kr. 50. hjá Landsstjarnan «r. 2805 kiv 50, nr. 28666 kr. 50, nr. 2965 kr. 50. hjá L. H. Múller nr. 11288 kr. 50, nr. 11665 kr. 50, nr. 11668 kr. 50. Þeir sem vinninganna hafa hlotiS, verða aS vera búnir aS vitja jieirra i síðasta lagi fyrir í„ júní 1923. HappðrstlisHiðir A B C - Lucana -- A B C bazarsins.. Á þessi núrner hefir unnist: 1831 — 100 kr. í pen. 1037 — 50 — - — 838 — 25 — - — 697 — 10 — - — 5643 -— Regnkápa. 9007 — Matarstell. 5501 — Kaffistell. 3196 — Þvollastelb 3693 — Gullfesti. 710 — Gullmen. 9632 — Gullhringur. 3321 — Veggmynd. 1469 — Dúkkurúm. 7010 — Þvottakarfa. 6244 — Þvoltabali. 6937 — Borðteppi. í fríkirkjunni í Hafnarfirði: Gaml— árskvöld kl. 6, síra Ólafur Ólafssoir. Nýársdag kl. 2 e. h. síra Ólafur Ólafsson. í Landakotskirkju: Gamlársdag: Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. guðsþjónusta með „Te Deum“ og prédikun. Nýársdagur: Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. guðsþjónusta með prédikun. Skautabrautin á tjörninni er til afnota allan dag- inn fyrir að eins 50 aura gjald. --- Börn greiði 25 au. Hjmkapur. í gær voru gefin saman í hjóna- band Helga Árnadóttir og Geir Halldórsson, bæði til heimilis í Laugaveg 114. Bæjarfógetinn ga£ þau saman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.