Vísir - 17.02.1923, Blaðsíða 3

Vísir - 17.02.1923, Blaðsíða 3
VISIE yngar í eyður skáldskapar- gáfunnar. — Eg á eklci við Iteið almenna stolt yfir því, að vera kominn af víkingunum, („Tyrkjarnir“ frá Alzir urðu aS iáta sér nægja sjóræningjaheit- áS), þótt ýmislegt mætti um það segja, licldur við þá óvananotk- ■jm þessara fornu nafna, sem er hárla algeng hjá sumum skáld- um, einkum i ættjarðarkvæðum og hvataljóðum, en það eru víst þeir tveir flokkar ljóðmæla, sem •skáldklaufum er síst hent að reyna sig á, eða þeim mönnum, sem hafa ekki sjálfstæði eða i'rumleik í meðferð efnisins af- lögum. En þctta er orðið hrein- asta plága — þetta sífelda japl í öðru hverju ættjarðarkvæði am „feðurna frægu“, Gunnar á Hliðarenda, Kjartan og Ingólf. .„Ingólfs strindi“ og annað þess háttar er orðið eins og gatslitiri flík. Ög eg er viss um, að ef ein- hver völva eða forspár maður hefði sagt Ingólfi, hvernig nafn hans yrði notað — að ótal skáld og hagyrðingar myndi riða þvi „gandreið, þegar skáldfákur þeirra væri orðinn uppgefinn, — bá liefði hann aldrei numið ís- land cða sest að við Arnarhól. Auðvitað á eg ekki við það, að ekki megi nefna þessa menn eða aðra slíka -i sambandi við Island og sögu þess. T. d. var það blátt áfram og sjálfsagt hjá þeim Bjarna og Jónasi. þar var “inhver hugsun og tilfinning að baki. En hjá öllum þorra ís- Jenskra skálda siðan er þeitta að eins ávani eða óvani, liugs- unarlaust glamur og ekkert ann- að. Eg ætla elcki að nefna dæmi. pau getur liver fundið fyrir sig. Og fyrst að eg fór að minn- ast á ættjarðarkvæði, er best, að eg drepi á dálítið fleira. Erum við ekki búin að fá nóg af þessu almenna lofi um landið — af öllum þessum jökulsköllum, kristalsárii og fossum með eða án gullhljóms og peninga- hringls ? Og cru Geysir og Hekla • ekki orðin dálítið þvæld? Er yf- irleitt ekki kpminn tími til að yrkja , náttúrlega um land og þjóð, án þess að færa tilfinning- ar sínar í lánsföt frá Jónasi eða Bjarna ? Eru það ekki eiginlega éleyfileg mök við framliðna menn? Hve margir liafa á seinustu áratugum ort jafn-innilega og - cinfalda vísu um ættjörðina sem /þessa eftir Eggert Ólafsson: „tsland ögrum skorið, ■ æg vil ncfna þig, sem á brjóstum borið , og blessað hefur mig fyrir skikkun skaparans. \rertu blcssað, blessi þig blessað nafnið hans.“ Ungu skáld! Yrkið um lif og riagi þjóðarinnar í nútíð — eða fortíð, — en gerið það af sam- rið og þekkingu og þeiná ein- lægu ást, sem þarf ekki sifelt að veifa frægum nöfnum eða tylla sér á tá. Syhgið um fegurð 'jiíg tign landsins, sem hefir fóstr- að ætt ykkar í þúsund ár, en gerið það ekki með orðum ann- ara. Og forðist Um fram alt gíf- urvrði og glamur, sem fer alt af illa, en þó verst, þegar það er fengið að láni — án leyfis eigendanna. Munið orð Lao-tse: „þeim, sem stikar stórum, veit- ir örðugt um ganginn.“ — petta er að eins lausleg á- drepa, en eg liygg, að hún sé ekki alveg óþörf. Og mér til afsökun- ar ætla eg loks að hafa orð þau, sem eitt rómverska skáldið not- aði um ljóðagerð sina: „Si natura negat, facit indi- gnatio versus“ (Ef náttúrugáf- an bregst, yrkir gremjan). Jakob Jóh .Smári. Hefl fyrirligfg'jandi: Netagam No. 11. Frá „Linifioio*‘ 5 þœtt, A. Obenhaupt. Húsmæður Reynslan. mun sanná, að Smárasmiörlíkið er bragðbest og notadrýgst, til viðbita og bökanar. DæmiS sjálfar um gæðin. Skakan iitur þannig út. E.s. ,GOÐÁ EO§8‘ ier héðau vestur og norður um land til útiaada máuudag 19. þ. m, kl. 11 árdegis, rHýSmjörlikisqer&in iEegkjavikl Dánarfregn. Elias F. Hólm og kona hans liafa orðið fyrir þeirri sorg, að missa son sinn, Athos, tveggja ára gamlan. Messur á morgun. í dómkirkjunni á morgun kl. 11, síra Jóh. porkelsson; kl. 5, síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 5 síðd., síra Árni Sigurðsson. í fríkirkjunni i Hafnarfirði kl. 2 e. h. síra Ólafur Ólafsson. I Landakotskirkju: Hámessa kj. 9 árd. og guðsþjónusta með prédikun kl. 6 síðd. undanförnu, hafði breytt honum mjög mikiS til batnaSar. Prófessor Sigurður Nordal talar um Grim Thomsen i Bió- húsinu i Hafnarfirði kl. 4 síðd. á morgun. Félag Vestur-íslendinga heldur fund í Bárunni mánu- dagskveld, 18. þ. m„ kl. S1/^. Frú Sigríður porláksdóttir á Raúðará, á sjötugsafmæli á morgun. Síra Bjarna Jónssyni, dómkirkjupresti, hefir verið hoðið á hina almennu presta- stefnu í Danmörku, sem haldin verður um miðjan maimánuð og hefir hann jafnframt verið beðinn að halda nokkra fyrir- lestra og samkomur þar i landi. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavik 5 st., Vestm,- eyjum 6, ísafirði 7, Akureyri 5, Seyðisfirði 4, pórshöfn 5, Stykk- ishólmi 4, Grindavik 5, Grims- stöðum 3, Raufarhöfn 3, Hólum í Hornaf. 4, Jótlandsskaga -t- 6, Rjörgvin -t- 5, Tynemoutli 3, Leirvik 2, Jan Mayen -f- 4, Mý- vogi i Grænl. -f- 35 st. Loftvog lægst fyrir suðvestan land. Suð- austan átt. Horfur: Suðlæg átt. pýskur botnvörpungur kom hinggð i morgun með fótbrotinn mann. Goðafoss kom siðdegis í gær. Farþegar skiftu hundruðum. par á meðal voru: porl. Jórisson frá Hólum, Sig. H. Kvaran, Sveinn ólafsson, Björn Hallsson, Sig. Jónsson f. ráðherra, Ingólfur Bjarnason, Friðrik peydal þóstur frá Helga- stöðum, Magnús Kristjánsson, porst. M. Jónsson, pór. Jónsson, frá Hjaltabakka, síra Sigurður Stefánsson og frú hans, Jón A. Jónsson, síra Jónmundur Hall- dórsson, Hákon Kristófersson, Halldór Steinsson, Jón Hjalta- son frá Kálfavík, Bogi sýslum. Rrynjólfsson. Frk. Guðmunda Nielsen hefir nýlega keypt Tryggva- skála viS Ölfusárbrú, og ætlar a‘5 endurbæta alt húsið og setja þar á stófn fyrirmyndar gistihús og i verslun. Þórður Þórðarson, sem hefir baft greiðasölu í skálanum að Umræðufundur um kirkju og skólamái verður haldinn í Nýja Bíó á niorgun kl. 2 e. h. þjófnaður. Nýlega var peningakassa stol- ið á Akranesi frá bakara þar, og voru i honum 800 krónur í peningum, sparisjóðsbækur og verðmæt skjöl. Er fullyrt, að peningum hafi aldrei i manna- minnum verið stolið þar áður. Rannsókn hefir verið hafin, en ekki hafst upp á þjófinum. Hitt og þetta. Frá Kína. Reuter-skeyti frá Shanghai skýrir nýlega frá opinberri til- kynningu gefinni út í sameiningu af Dr. Sun Yat Sen og Joffe, sendiherra Soviet-stjúrnarinnar rússnesku í Kína. Þar segir svo, aí eftir mjög vinsamlegar samræður í Shanghai hafi þeir báðir komist að þeirri niðurstöðu, að kommuu- isrni eða yfir höfuð soviet-stjórn- . skipulag sé sem stendur algerlega Iótímabært i Kína, því aðstæður alt- ar séiTmjög óhagkvæmar þessum málum. Joffe lýsti því yfir, að • soviet-stjórnin rússneska værí reiðubúin til samninga" við Kína á þeim grundvelli að ógilda og af- sala sér öllum sanmingum sem Zar-stjórnin hefði neytt upp ií Kína. þar á meðal Járnbrautar- ; samningnum austræna. Á meðan á nýjum saniningum stæði milli Kín- i verja óg Rússa skyldu stjórnin , hvorutveggja koma sér sarnan um i bráðabirgða ski])ulag á núverandi járnbrautalögum. Joffe leggur á- herslu á, að soviet-stjórnin ætli sér ekki að seilast til landa þar aust- ur eða verða orsök þess að lömd gengi undan yfirráðum Kínverja. Dr. Sun Yat Sen játaði. að J>aP yrði enginn hagur fyrir Kína, að hersveit ir Rússa yrðu á brott ór Mongolíu vegna getuleysis stjórn- arinnar í Peking til að koma í veg fyrir endurnýjuð upphlaup af hálíu hvítliða, sem mundu leiða til enss meiri vandræða en áður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.