Vísir - 04.04.1923, Blaðsíða 3

Vísir - 04.04.1923, Blaðsíða 3
yfsm Jasper’s Raftaug'akleximmr sem setja má saman raf- taugar með á einni mínútu. Einfaldasta tengingin. Geysi mikill tí masparnaður Leiðir rafmagnið best. Sparar kveykingu. Sparar einangrun. Einangrar tenginguna best Einkasalar hér á landi: Halldór G-uðmundssson & Co. Ratvirkjafélag1. Bankastrœti 7 í Reykjavik. i Aðalfundur Jarðræktarféiags Reykjavíkur var haldinn fyrra laúgárdag. Einar Helgason, garðyrkju- stjóri, Iiefir verið forseti félags- ins mörg á, en beiddist nii und- an endurkosmngu, og var kosinn i hans sta'ð Grímúlfur Ólafsson, en meðstjórnedur Pétur Hjalte- sted á Sunnuhvoli og porsteinn kennari Finnhogason. Rætt var um framtíðarstarfsemi félags- ins og var ráðgert, að boða til aukafundar í félaginu innan skanls. Hagur félag'sins er likur því, sem hann hefir verið und- anfarið og jarðræktarvinna fé- lagsmauna var með mesta móti, og er þó ekki í skýrslunum tal- ið það land, sem þúfnahaninn hefir rifið í sundur. Gjafir •*} til fátæku konunnar: Frá N. N. 25 krónur, frá N. N. 10 kr. frá N. N; 10 kr. Trúlofun sina opinberuðu á páskadag ungfrú Dagbjört Bjarnadóttir, Bérgþórúgötu 18 og Jónas Björnsson, Rórsgötu 15. Hundrað og fimm ára kona Iátin. Hinn 20. des. síðastlið- SLOANS LINIMENT or besti og útbrei ddnsti úbnrður i lieimi, og þúsundir raanna reiða sig á bann. Hitar strax og linar verki. Er borinn á án núnings. Seldur í öllum lyfjabúðum. Nákvæmar not- kunarreglur fylgja hverri flösku. Mustads önglar líka langkesb allra ðngla. Fengaælastir, heit getðir, brotna ekki, bogna ekki. Sendið pantanir til aðainmboðamanna okkar fyr- ir íaland: 0. JOHNSON & KAABER, Reykjavik 0. MDSTAÐ & SÖN, Christiania 'i inn lést í Minneota Minn. Val- gerður Williamsson, 105 ára, eins mánaðar og fimm daga gömul. Hafði hún verið rúm- föst að eins tvö árin af sinni löngu ævi. Valgerðúr var fædd i Brenniási í Bárðardal, dóttir Jóns bónda Jónssónar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Um tvítugsaldur giftist hún Vilhjálmi Vilhjálmssyni ur Vopnafirði og eignuðust þau fimrn sonu; eru tveir þeirra á lifi, Vilhjálmur og Jón, báðir í Vesturheimi. Dvaldist \ralgerð- ur hjá Jóni syni sínum síðustu þrjátíu ár ævinnar. — Til Vest- urheims fór hún 1882. Var hún þá orðin elckja og var ávalt síð- an hjá sonum sínum. „Hún unni honum“, „Skift um hlutvérk“ og' fleiri sögur, sem iit liafa komið neð- anináls í Vísi, fást á afgreiðslu blaðsins. 1 VARGAKLÓM. mennsku. pau verða þér einhverntíma til auSnU- Ieysis -t— „Nú, skift þú þér ekki af því, og láttu það af- skiftalaUst," sagði hann afundinn. „Farðu ekki að prédika fyrir mér- Eg er orðinn leiður á þess háttar masi. pað voru eilífar prédikanir, daginn út og daginn inn, þar sem eg var. pú segir það sé gull, og eg tek það trúanlegt, því að þú ert svo ung og ráðvendnisleg. En eg á þarna ný föt í böglinum, sem eg skal leggja í móti. Eg býst við þau kosti ekki minna en nælan. Og þú þarft ekki að setja það fyrir þig, að eg megi ekki missa fötin; eg þarf ekki á þeim að halda. Eg fæ mér önnur föt, þegar eg kemst í skiprúmið.1* Nóra hristi hÖfuðið og hélt áfram. En hún hafði ekki gengið nema fáa faðma, þegar hún nam staðar. Hún sneri baki að drengnum, en hann hrópaði á eftir henni espur og reiður. Henni flaug í hug tráðagerð, sem kom henni til að roðna, og hún fékk ákafan hjartslátt. Hún var að leggja út í veröldina, óreynd stúlka, og átti fyrir höndum alla þá örðugleika og hættur, sem bíða á vegi slíkra stúlkna. Alla ævi hafði hún óskað þess, að hún væri drengur. Nú höfðu atvikim magnað þá löng- un margfaldlega. í bögglinum var alt, sem hún hurfti, til þess að taka á sig karlmannsgerfi, og þá gat hún verið óhrædd um, að hún þektist. Ef hún eignaðist böggulinn, var hægðarleikur að kom- ast áfram, fá atvinnu og komast á óhultan stað. Engin freisting hefði getað leitt hana í þessar öfgar, ef öðru vísi hefði verið komið högum henn- ar. Henni hefði blöskrað slík hugmynd og óttast hana. En nú var þessi eina hugsun alls-ráðandi í hug hennar, að komast undan, — flýja, og hún yfti' staðráðin í J?ví, aS sæta hverju feeri, sem gwf- íst, til þess. Hún kendi enn hins ákafa hjartsláttar, en lét sem ekkert væri, gekk rakleitt til stráksins, tók næluna úr kjólnum og rétti honum. „Ætlarðu þá að spila við mig?“ spurði hann himinlifandi. „Nei,“ sagði hún, „en eg vil gefa þér þessa nælu fyrir böggulinn, sem liggur þarna.“ Hann varð dapur í bragði. „Jæja, við skulum samt spila um hann,“ sagði hann. „Nei,“ sagði hún, „eg vil ekki vinna hann af þér, eg vil ekki spila við þig. Eg vil annað hvort kaupa hann fyrir næluna, eða ekki.“ ,,pú ert þrjósk og þrálynd stúlka. pú ert hrædd um, að þú tapir nælunni, það ert þú. pú ert hug- laus eins og mús. Hana þá! Hérna!“ kallaði hann, þegar Nóra var að snúa sér við, hálfsneypt yfir fyrirætlun sinni. „Eg ætla að skifta við þig, þó að eg vildi miklu heldur spila um næluna. parna, þá!“ Hann þeytti böglinum til hennar og hrifsaði næluna úr hendi henni. „Hvað ætlarðu að gera við þau? Selja þau í Porlash, eða gefa þau litla bróður þínum?“ Nóra tók upp böggulinn og sneri sér undan, eldrjóð í kinnum. „Já, — eg veit ekki. Vertu sæll!" „Hæ! Eg vil kasta hlutkesti við þig um þetta prik, til þess að bera þau á,“ kallaði hann á eftir henni, en hún hélt leiðar sinnnar, án þess að líta við. Nokkru neðar við veginn sá hún hálfbruninn kofa hjá akri. Hún leit í kring um sig. Drengurinn hafði tekið til spilanna og hún sá engan mann. Hún lauk upp hliðinu á akrinum, gekk inn með girðingunni og inn í kofann. X. KAFLI. AmaÍtu vegnar vel Ryall hafði gengið inn í húsið, þegar kona hans kallaði á hann. Hún stóð í göngunum og var ekki með öllu runnin reiðin, var enn rauð í andliti og varirnar bærðust. „Eg fór út til að svipast að Nóru,“ stamaði hann. „pú, — þú varst heldur harkaleg við hana, Amalía. pú veist Nóra er fremur — fremur geð- stór, — og hún hefir ekki verið vön —.“ „Nei, það er meinið!“ greip frúin fram í. „Hún hefir engan haft til að líta eftir sér og hafa hemil á sér. Hún hefir alt of lengi verið húsmóðir hér; en nú er eg húsmóðir hér, og eg ætla að láta hana vita það. Eg er ekki ein af þeim, sem læt kalla mig lygara. Eg hefi nógu lengi þolað ósvífni henn- ar. Hún sýndi mér hana fyrsta kveldið, þegar eg kom, og hefir alt af síðan verið eins og snúið roð í hund, — hamingjan má vita, hvers vegna,“ sagði hún og biés við háðulega. „Eg er minsta kosti eins góð eins og hún. Faðir minn var —.“ Ryall leit um öxl út í myrkrið og tvísteig vand- ræðalega. „Mér þykir ekki gott, að hún sé úti alein. Hún hlýtur að vera fjarskalega einmana. Hún hefir aldrei verið slegin áður, og — hm — hm — eg vildi þú hefði ekki gert það, Amalía.“ „Einmitt! pú vildir að eg þyldi henni ósvífnina með þögninni? Nei, víst ekki! Svona stelpuanga læt eg ekki bjóða mér þess háttar. Eg mundi ekki þola henni það, þó að hún væri dóttir mín. Henni hefir orðið það til góðs, og'henni er gott að vera úti dálitla stund og hugsa um það. Henni skilst þá, hver er húsmóðir hérna, og hún þarf þess fyrr en síðar. Mér er nógu þunghært að hafa gíftsí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.