Vísir - 14.04.1923, Blaðsíða 3

Vísir - 14.04.1923, Blaðsíða 3
VtSIK Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. u, síra Bjarni Jónsson. Ferming. Engin síödegismessa, í fríkirkjunni i Reykjavik, kl. 2, síra Árni SiguriSsson. Kl. 5 síiS- ■degis prófessor Haraldur Nielsson. í fríkirkjunni i HafnarfirSi kl. 2, sira Ólafur Ólafsson (missiris- skiftaræöa). í Landakotskiíkju: Hámessa kl. 9 f. h.; kl. 6 guSsþjónusta me'S prédikun. Lúðrasveitin leikur á Austurvelli kl. 3 á morg- u». Merki veröa þar seld, til ágó'ða handa sveitinni. Stúlkur, 15—18, sem vilja selja merki, eru beðnar að koma til viðtals í hljómleika- skálanum kl. 2 á morgun. 'Hermann Jónasson frá Þingeyrum flytur fyrirlestur 5 Nýja Bió kl. 2y2 á morgun, um ýms nýmæli og bjargráð. Lands- stjórn og alþingismönnum veröur boði'S. Erindi þetta varðar alla smenn, en ræðumaðurinn þjóðkunn- ur vitmaður og góðviljaður. Ættu menn að fjölmenna til að hlýða á hann. H/eðrið í morgun. 'Hiti í Reykjavík 4 st., Vest- mannaeyjum 5, ísafirði 4, Akur- cyri 4, Seyðisfirði 3, Þórshöfn i Færeyjum 7, Stykkishólmi 7, "Grímsstöðum o, Raufarhöfn 2, Hólum i Hornafirði 5, Björgvin 7, Tynenlouth 6, Leirvík 5, Jan Mayen -4- 3, Mývogi -4- 18 st. —■ Loftvog lægst yfir Bretlandi. Austan á Norðurlandi; norðaustan á Suðurlandi. Horfur: Austlæg átt. er = HalIgrimskYer = i skrantbandi. Víkingarnir á Hálogalandi verða leiknir annað kveld. E.s. ísland kom i morgun. Meðal farþega var Davíð Östlund. Skallagrímur kom af veiðum í morgun með 106 tunnur lifrar, en Egill Skalla- grímsson í gær með 96 tn. Enskur botnvörpungur, sem hingað kom i gær á flóð- inu, ætlaði að sigla gegnum skarð- ið, sem brotnaði í Örfiriseyjar- garðinn í vetur, — hugði að þar væri hafnarmynnið. Skip, sem fyrir lágu, blésu senr ákafast, til þess aö vara hann við, og tókst á síðustu stundu að aftra honum frá voðanum. Tvö skip önnur hafa ætlað að sigla þarna inn fyrir nokkru, en sáu að sér i tæka tið. Siglingamerki hafa verið sett ut- an við garðinn, til þess að vara skip við þessum háska. Á morgun fara bifreiðar til Vífilsstaða kl. 11 y2 f. h. og kl. 2j4 e. h., og til ITafnarfjarðar á hverjum klukku- tíma, frá Bifreiðastöð Steindórs, Hafnarstræti 2. Sími 581 (2 línur). Á morgun til VífilsstaSa kl. nj4 og 2y2 og Hafnarf jarðar á hverjum tima. Nýja Bifreiðastöðin. Sími 929. Félag Vestur-íslendinga. Fundur á mánudagskveld kl. 8ýý í Bárunni. íþróttafélagar! Gönguför i fyrramálið kl. 9, frá mentaskólanum. Verslunin Goðafoss, Sími 436. é-. ; Laugaveg 5. NÝKOMIÐ: Skaftgreiður, Gummísvampar, Svampar, þvottapokar margar tegundir, andlits Sápa, Decinfector, Kuhlnervatn 4711, Hæru- meðalið La Jouventine de Junon, Pelrole Hahn, sem eyðir flösu og eykur hárvöxt, Andlitscréme og andlitspúðjur, Talc- um-púður, Púðurkvastar, Brilliantine og ki'ystaliserað í öskj- úm og túbum. Tannpasta, Tannburstar, Handáburður, Skegg- sápur, Skegghnífar, Rakvélar, og blöð i þær, Slípvélar, Hárnet Hámálar, Krulujárn, Krululampar, Svampanet, Gúmmihita- dúnkar á kr. 8.50, Barnatúttur Makogi á 30 aura, Gluggasteng- ur úr látúni á kr. 1.50 stk. Kven-silkisportnet o. m. fl. — Gott er að versla í Goðafoss, Besta fermingargjöfin er Hallgrimskver. Fæst í skrautbandi í bókaverslunum. Knattspyrnufélagið Víkingur: Æfing á morgun hjá I. og II. flokk, kl. ioy2, hjá III. bg IV. kl. 1 e. h. Hjálparbeiðni. Enn hefir Vísir verið beðinn að leita hjálpar handa bágstödd- um manni, sem legið liefir sjö vikur í sjúkrahúsi, en er ný- kominn heim. Hann var ekki fyrr heim kominn, en kona hans veiktist og var flutt i sjúkrahús. Liggur hún þar enn og eru heim- ilishagir lijónanna ekki góðir, því að þau eiga 4 born, en eru mjög fátæk. J>ó ekki sé vin- sælt að flytja hverja hjálpar- beiðnina á fætur annari, þá er og ilt að láta nauðstadda menn synjandi frá sér fara, og því verður tekið á móti gjöfum til hjóna þessara á afgreiðslu blaðsins, ef einhverjir vildu láta eitthvað af liendi rakna. Nánari upplýsingar á skrifstofu Vísis. GULLFOSS fer til Vestf jar?a á mánudag, 16. apríl, síðdegis. Vörur afhendist í dag eða fyrír hádegi á mánudag. Farseðlar sækist í dag. Aukahafnir: Sandur og Tálkna- fjörður. GOÐAFOSS er á förum frá Austfjörðum. LAGARFOSS fer frá Kaupmannahöfn 18. apríl til austur- og norðurlandsins. BORG fer í dag frá Ibiza til austur og norðurlandsins. VILLEMOES fór 12. apríl frá London til austur og norðurlandsins. ESJA mun fara í dag frá Kaupnianna- höfn. í vargaklóm. Ikarlmanna, og einkum drengja, sem fara gálaus- lega með eldspýtur. En okkur langar ekki til þess, að láta brenna kofann ofan af okkur.“ James fór með vagninn að hesthúsinu og Nóra gekk á eftir. „Geturðu spent hann frá?“ spurði James. „Já, já,“ svaraði Nóra. „Láttu þá sjá og gerðu það,“ sagði James. Að svo mæitu settist hann á fötu, tók upp gamla krítar- pípu, furðulega svarta, tróð í hana tóbaki og tók að reykja. „Hvað er þetta? ]?ú reykir þá!“ sagði Nóra ærið undrandi. „Eg hugsaði —“. „Far þú nú ekki að hugsa!“ sagði James um- ■vandandi. „Drengir hafa enga heimild til þess að hugsa, og þeir ættu að ganga um kring með lokuð augu, þangað til þeim leyfist að ljúka þeim upp. jOTnfrú Deborah veit ekkert um það, sem hún sér ekki, og hún finnur enga lykt; — en eg fleygi ekki eldspýtunum út um alt. Eg er nú gamall orð- inn, og má ekki án pípunnar vera. Eji þú skalt eiga mig á fæti, ef eg sé þig reykja! — Farðu nú inn með hann, kembdu honum og gefðu honum. Körnbyrðan er í hesthúshorninu.” Hann horfði á, meðan Nóra var að kemba hest- inum og gefa honum, og smá-rumdi í honum á meðan, en það var vottur þess, að honum þætti henni farast verkið vel úr hendi. „pvcðu þér nú um hendur, |?arna við dæluna og kcmdu svo inn. Eg æfla að kenna þér að leggja -á borð. Jómfrú Deborah sagði, að eg ætti að hafa eitthvert gagn af þér, og ekki ráð, nema í tíma sé tekið.“ Nóra gekk á eftir honum inn í húsið. pað var gamaldags, en viðkunnanlegt, þó að alt bæri þess vott, innanstokks, að kvenfólk hefði lítið hirt um húsið. Borðstofan var rykug og þessleg, að hún hefði ekki verið sópuð síðustu vikuna; — er og sennilegt, að ekki hafi verið um það hirt. Diskur stóð þár á veggborðinu, ekki tárhreinn, og myglu- lykt var í stofunni, en hún var af dyratjöldunum, sem ekki höfðu verið hreyfð árum saman. Nóru kom ósjálfrátt í hug, hvað Marta mundi segja, ef hún sæi þetta herbergi. Hún hjálpaði James til þess að breiða dúkinn á borðið og beið með forvitnis- hug eftir því, hvað borið yrði á borð. Ekki leið á löngu áður en hann kom með niðursoðna tungu á diski, brauðhleif og tevatn. Og þegar þessu hafði verið komið fyrir á borðinu, kom húsmóðirin inn. Hún leit svo ókunnuglega á Nóru, að sjá mátti, að . hún hafði þegar gleymt þessum nýja þjóni sínum; en þegar hún kom henni fyrir sig, sagði hún í hálfum hljóðum: — „Æ, já, það er drengurinn með leiðinlega nafnið." Hún bar bók í hendi og lagði hana hjá disk- inum. James gekk til hennar, tók bókina kunnug- lega, en þegar hún saknaði hennar, stundi hún við og tók til matar síns. pegar James sá það, band- aði hann til Nóru, til merkis um, að hún ætti að fa.ra út úr herberginu. Nóra var svo forviða, að hún mælti ekki orð af vörum, en settist í etdhúsinu hjá james og tók að snæða niðursoðnu tunguna með honum. „Eg býst við þú getir etið kalt kjöt,“ sagði James, „eða ef svo er ekki, þá venst þú fljótt við það. Við verðum alt af eta þoð kalt; þá Iosnum við við matreiðsluna.” „Er hér enginn þjónn annar en þú?“, spurðí Nóra, þegar hún hafði Iitast um í éldhúsinu. „Jú, þú,“ svaraði James stuttlega. „Ef þú á*t við, hvort hér sé engni vinnukona, þá er því fljót- svarað. Hún er engin. Jómfrú Deborah vill ekki hafa þær, og eg þá ekki heldur. En okkur sem- ur ágætlega. Saknar þú nokkurs hér?“, spurði hann og leit ánægður í kring um sig. Nóra lét sem hún væri annars hugar og svar- aði engu. En þegar hún leit útundan sér, þá sakn- aði hún margs. Hún hefði fegin viljað ná í heitt vatn og þvottadulu, og þegar James var farínn, tók hún til óspiltra málanna við „hreingemingupa", eins og Marta mundi sagt hafa, og þegar gamli maðurinn kom, hafði eldhúsið tekið svo miklum stakkaskiftum, að hann varð forviða. Hann ætlaði þá að fara að búa til kveldverðinn. En Nóra var þá þegar tekin til starfa. Hún hafði fundið kjöt í búrinu og tekið sitt hvað úr körfunni, sem gamla konan kom með frá Porlash, og úr öllu þessu hafði hún búið til betri máltíð en verið hafði þar á boðstólum árum saman. En jómfrú Deborah sett- ist að máltíð, án "þess að láta hina minstu undrun í Ijós, svo að Nóru flaug í hug, hvort fyrirhöfn sín hefði verið tilvinnandi. En á hinn bóginn hlaut hún mikið lof hjá gamla James, þegar hann sett- ist að öllum kræsingunum. Nóra var sárþrevit, og James gamli, sem éf til vill var henni þakklátur fyrir matinn, fylgdi henni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.