Vísir - 27.04.1923, Blaðsíða 2
vtsw
Höfum fyrirliggjwidi:
Handsápur, fjölbreytt úrval,
„Vi Tó* kraftskúrlpúlver. '
Sápuspæni,
Stangasápu.
MarseiHe sápu.
Kristalsápu.
Blegsöda,
Sóda,
Stivelse, Colmans.
Símskeyti
Khöfn, 27. apríl.
Bankahrun í Noregi.
Símað er frá Kristjaníu, a<S
Forenings-bankinn, Ceníral-
•bankinn og tveir smábankar séu
hættir störfum og setlir undir
stjórn hins opinbera. Forenings-
bankinn einn hefir tapað 106
miljómun.
Skaðabótagreiðslur pjóðverja.
SímaS er frá Paris, að skaða-
bótánefndin hafi virt allar
skaðabótagreiðslur, sern j óft/-
verjar greiddu í fríðu árið 1922,
<jg metið jþær til 700 miljóna
gullmarka.
Faseistar og' kaþólskir.
Símað er frá Rómaborg, að
Fascistar hafi slitið samvinnu
við kaþólska flokkinn og fari
mi að eins að sínum geðþótta.
~~~~ -'4 S3I
[F'ram'tíðarhorfur.
Skýrslur
herra Péturs A. Ólafsonar.
Hér fara á eftir nokkrir kafl-
ar úr skýrslum hr. P. A. Ólafs-
sonar um fiskmarkaðsrann-
sóknir hans í Suður-Ameríku.
»u skýrslur þessar, sem vænla
rnátti, mjög fullkomnar, ná-
kvæmar og itarlegar. Virðist
þar engu gleymt, sem athuga
bar, og engri spurningu látið
ósvarað af þeim. er nokkru
varða.
Hér kernur einn stuttur kafli
tir skýrslu hans frá Brasiliu.
„Söluhorfur: Sé hægt að
þurka fiskinn, svo hann komi
fram óskemdur, og það á auð-
vitað að vera jafnhægt fyrir ís-
lendinga sem Norðmenn og
Skota, þá efast eg ekki um, að
í Brasilíu mætti fá sæmilega
góðan ‘markað fyrir töluvert af
íslenskum fiski; en auðvitað
þarf fyrirfram að tryggja hag-
kvæman flutning; þó liskurinn
sé umhlaðinn í Noregi eða Eng-
landi, þarf hann ekki að vera
lengur á leiðinni frá íslandi til
Rio, en 5—6 vikna tíma.
Eftir að hafa séð fisksýnis-
bornin, kynt sér umburðarbréf-
ið og þýðingu fiskmatslaganna,
virtust fiskkaupmenn liafa tölu-
verðan, áhuga á því að ná við-
skiftum méð íslehskan fisk. En
auðvilað er einlægl nokku’r á-
hætta með svona sendingar,
meðan verið er að fá reynsluna,
og það má þvi eins búast við, að
tilraunirnar kafni i fæðingunni,
ef þing og stjórn ekki sér sér
færl að styrkja þær, t. d. með
því að taka á sig einhvern hluta
af þeirri áhættu, sem reglu-
bundnar eins árs reynslusend-
ingar hefðu í för með sér.
Hér er um að ræða þýðingar-
mikið atriði fyrir einn aðalat-
vinnuveg landsmanna, sem sé,
að gera hann óháðan einum og
sama markaði, sem nú hefir
komið oss illa í koll, hvað við-
skiftin við Spán snertir. O g
þetta er engan veginn
ó k 1 e y f t. pegar eg hefj lokið
rannsóknarför minni. mun eg
leyfa mér að gera ákveðnar til-
lögur um framangreind efni, þvi
eg hefi mikinn áhuga á þvi, að
þessi ferð mín komi að einhverj-
um notum, og eg hefi meiri trú
á því nú, en þegar eg fór að
heiman, að svo megi verða . . “
petta er ritað i nóvember og
desember l'. á. Siðan hefir
stjómairáðinu borist m. a.
skýrslur frá P. A. Ó. frá Chilc,
Cuba og Mexico, og eru þær eigi
siður merkilegar og fróðlegar
en hinar fyrri skýrslur hans. Er
auðséð á öllu, að hann hefir tek-
ið erindi sitt i fylstu alvöru og
með fullri ábyrgðartilfinningu
gagnvart þjóð sinni, og þeim er
hann sendi. Enda kemur það
fram hvað eftir annað i skýrsl-
um hans og bréfum til stjóm-
arráðsins, að liann telur sjálf-
sagt, að hér heima standi menn
við orð sin í stjórn og á þingi
og snúi sér með alvöru og festu
að bráðum framkvæmdum í
þessu mikilvæga viðskifta-sjálf-
stæðismáli þjóðarinnar.
Auk þess, sem þegar er birt
úr skýrslum Péturs Ólafssonar,
Stórkostleg verðlækkun:
Goodyear Cord bifreiðahringi höfum við fyrirliggjandi af
flestum stærðum og seljum þá fyrir neðanskráð verð meðan
núverandi birgðir endast.
30x3y2 ci. Cord .. kr. 58.00
765X105 — — .. _ 83.50
32x3% Ss. — .. — 85.50
33x4 — .. — 99.50
32X4% — — .. _ 127.50
33X4% — - .. _ 131.00
34x4% _ _ .. _ 135.00
35X5 _ _ .. _ 178.00
Afsláttur fæst, ef mikið er keypt og greitt út í hönd.
Bifreiðaeigendur! Dragið ekki að senda okkur pantanir yðar,
því verðið hækkar að likindum bráðlega,
Goodyear verksmiðjan er stærsta og þektasta gúmmíverk-
smiðja í heiminum, og býr til besta hringi fyrir lægst vefð.
Jóh. Olafsson Sc Co
skal þessu bætt við úr síðustu
bréfum lians og skýrslum:
„.... Áður en eg svo fer heim,
vildi eg geta rannsakað um
skipaferðir til Suður- og Mið-
Ameriku, flutningsgjöld og
liraðasta umlileðslumáta, svo alt
getiyerið undirbúið. ef um send-
ingar yrði að ræða frá íslandi,
sem á einhvern hátt verður að
vinna að, — því sölumöguleikar
eru fyrir hcndi, og víða mun
betri, en hægt er að ná heima.“
(Úr bréfi frá Mexico City, 23.
l'ebr. 1923).
„.... Kaupmenn sögðu, að ef
íslenski fiskurinn væri eins góð-
ur og af væri látið, væri auð-
velt að koma honum inn og
ryðja öðrum fiski úl. það væri
að eins efnaðra fólkið, sem
keypti svona físk, og það vildi
hafa hann góðann.......“
_____er enginn vafi á þvi, að
það er þess vert, að veita þess-
nm markaði athygli og dreifa
einhverju af framleiðslunni
þangað, ‘og ekki síður vegna
þess, að selja mun mega jafn-
framt nokkuð af fiski bæði til
Perú og Ecuador og jafnvel
Boliviu, en viðkoma skipanna er
jafnframt á ýmsum stöðum í
þessum löndum ....“.
(Úr skýrsln frá Chile febr.
1923),
„.... prátt fyrii' þessa hrakn-
inga (þ. e. 3ja mánaða ferð) og
um 2. mánaða veru í miklum
hita (22 - 26°) var fiskurinn að
mestu leyti óskemdiu’ (sumt af
honum litið eitt soðið) og leit
mjög vel út, — þur og litarfal-
Iegur. Pröfumar voru sýndar
nokkruxn innflytjendum, og
voru þeir allir sammála um, aö
þetta væri besti fiskur, sero
þar hefði sést ,og jafnframt,
bragðbesti (2 fengu stykki, sem
þeir reyndu heima). Bjuggust
við að selja myndi a. m. k., auk
stórl'isks, smáfisk, löngu, ýsu og
ufsa
(Úr skýrslu frá Cúba, febr.
1923).
Skýrslurnar frá Mexico eru
mjög áþekkar þessu. íslenskur
fiskur ber víðast hvar af ölluna
þeim saltfiski, sem þar er seld-
ur. „.... pótti öllum l'iskmr-
inn mjög fallegur og bjuggust
við, að selja myndi mega tölu-
vert aí' honum.“ Og „.... men*s
sögðusl ekki skilja, að örðugt
gæti verið að koma inn íslensk-
um fiski, ef hann gæti keppt við
norska verðið ....“.
Allar Icturbreytingar lxefi eg
sjáfur gert til skýringar og,
skilningsauka. — Er nú vou-
andi„ að eigi líði á löngu, áífur
en háttv. stjórn lætnr sérpreuta
allar skýrslur herra Péturs A.
Ölafssonar ásaint tillöguni þeina,
er hann mun leggja frarn þeg-
ar, er hann kemur hcim, svo aí-
menningur fái tækifæri til að
Itynna sér málið rækilega. Mr
þá eigi örvænt, að upp kunni að
rísa einhver sá dugnaðar og
framkvæmdamaður i kaup-
mannastjett, er taki fram þingi
og stjóm og riði i vaðið, þar
sem fulltrúar vorir nú virðast
snúá frá!
—x—
Eftir að grein þessi var skrif-
uð kom simskeyti frá Dau-
mörku um, að ,Nationaltídemte‘
hafi fengið bréf frá Rio Jancire
um hinar góðu markaðahorfur
þar syðra fyrir íslenskan fisk, ug
er þar m. a. sagt á þessa teaBSF:
„Menn geta þvi litið me#
björtum vonum á möguleikaira
fyrir miklum útflutningi frá Is-
landi til Suður-Ameríku, scns
áreiðanlega mun Iiafa liina
mestu þýðingu fyrir lsland.“
paS er óneitanlega hálf óviSF-
kunnanlegt að fá svona skcytí
utan að, meðan við hér hcima
reynum að drepa mál þetta me®
þögninni, cða breiðum yfir þaJS
sem almenningi ber að vita fýrir
löngu!
-----Hen*a Pétur A. ólafssoKí
er nú á heimleið og mun varaife-
anlegur með ,3otniu“.
Helgi Valtýsson. J