Vísir - 05.07.1923, Blaðsíða 4
ivls m
Auglýsing
um
skoðun á bifreiðum og bifhjólum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Samkvæmt lögum nr. 88, 14. nóvbr. 1917, 4. gr. tilkynnist hér
með bifreiöa- og bifhjólaeigendum, aö skoðun fer fram sem hér
segir:
Mánudaginn 9. þ. m. ....
ÞriSjudaginn xo. þ. m. ...
Miövikudaginn xi. þ. m.
Fimtudaginn 12. þ. m. ...
Föstudaginn 13. þ. m. ...
Laugardaginn 14. þ. m. ...
Mánudaginn 16. þ. m. ...
Þriöjudaginn 17. þ. nl ...
ábifreiöumogbifhjólumR.E. nr. 1— 30
- ---- — — — 31— 60
- —, ----- ■— — 91—120
- ,--- <—1 r—■ i- 121--ISO
_ ----- ---- ------- --- .-- 151--180
- —■ ----- ,—, ,— 181—-210
- ---- —, ----, -- ,— 211 236
Ber bifreiða- og bifhjólaeigendum aö koma með bifreiöar sínar
og bifhjól að tollbúðinni á hafnarbakkanum (sími 88), og verður
skoðunin framkvæmd þar daglega frá kl. 1 til kl. 6 e. h.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni eða bifhjóli til skoðun-
ar, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt ofangreindum lögum.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til eftir-
breytni.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 5. júlí 1923.
JÓN HERMANNSSON.
i ' >■
HestamannaféL ,Fáknr‘-
Stjórn og skeiBvallarnefnd mtati
I kvöld kl. 9 hj& 'Ráaenberg
niöri, öengið inn frá Lœkjarg.
Borgaö it á sama tízna.
Ef þér viljiö fá stækkaöar
myndir, þá komið í FatabúÖina.
ódýrt og vel afhendi leyst. (478
Nýtt skyr og nýtt smjör, &val6
til i matvðrnversl.
¥0N. Siml 448.
2 herbergi og eldhús óskast 1.
okt. Tilboð auðkent: „Október"
sendist Vísi fyrir miðjan þennan
mánuð. _ (68
Stöfa með forstofuinngangi og
húsgögnum er til leigu í miðbæn-
um, mjög ódýrt. A. v. á. (63
Hver sem útvegar 2—4000 kr.
lán gegn fyrsta veðrétti í húseign,
getur fengið húsnæði. Bréf auð-
kent: „1. okt.“ sendist Vísi. (86
Til leigu: 2 kjallaraherbergi við
miðbæinn, ágæt fyrir sölubúð og
vinnustofu. Tilboð auðkent: „10.
júli“ sendist afgr. þessa blaðs,
fyrir 10. þ. m. (43
Stúlka getur fengið leigt með
annari. A. v. á. (88
Stofa með forstofuinngangi til
leigu. Laugaveg 24 B. (102
Kaupkona óskast að Bárustöð-
um í Andakíl. Uppl. gefur ísleifur
Jónsson, Bergstaðastræti 3. (99
Dugleg og ábyggileg stúlka
óskast ,,að Álafossi. Uppl. á afgr.
Álafoss, Laugaveg 30. (98
Kaupakona óskast á gott sveita-
heimili. Uppl. á ÓSinsgötu 8 B.
(96
Gamlir kvenhattar gerðir upp.
— Ávalt ódýrustu kvenhattarnir
á Laugaveg 2. (93
Allskonar saumar teknir á
Laugaveg 2. (92
Kaupakona óskast. Uppl. Berg-
staðastræti 40, uppi. (91
Kaupakona óskast á gott sveita-
heimili. Uppl. á Laugaveg 65, uppi.
' (9°
Unglingsstúlka óskast nú þegar,
Njálsgötu 15, niðri. (100
Félagsprentsmiöjas.
Lítið hús á hentugum stað til
íbúðar og atvinnureksturs, er til
sölu með aðgengilegum skilmálum.
A. v. á. (71
Lítið hús á góðum stað í austur-
bænum óskast keypt. Tilboð auð-
kent „Lítið liús“ sendist Vísi fyr-
ir 15. þ. m. (59
Aluminiumpottar, tauvindur,
taurullur. Tækifærisverð. Hannes-
Jónsson. Laugaveg ?8. (97
Lítið íbúðarhús óskast til kaups.
Tilboð sendist Vísi, auðk.: „8192“.
(94-
Skrifborð til sölu. A. v. á. (89
Til sölu fallégar rósir í pottum.
A. v. á. (87
Hey til sölu, Fríkirkjuveg 3,
Simi 227. (10É
Karitas Sverresen biður fólk,
sem hún á hluti hjá, hvort heldur
er prjón, saum, eða annað, að gerá
svo vel og skila því á Vesturgötu
10, uppi. (95
PÓSTBÍLLINN leggur
af stað á hverjum fimtudegi kl.
8y2 f. m. frá pósthúsinu í Rvík.
Tekur fólk og flutning. Til-Þing-
valla á laugardögum kl. 10 f. h.
frá sama stað. Fargjald 4 kr. aðra
leið. Á þriðjudögum, ef nægur
flutningur fæst. — Einnig fæst
póstbíllinn leigður á öðrum dög-
um. Hans Hannesson þóstur.
Sími 274. (24:
I VAKGAKLÓM.
Hún tók upp pyngju sína, fálmaSi ofan í hana
og misti nokkra gullpeninga niður á rúmið. Nóra
tók þaS sem hún áleit hæfilegt, hitt lét hún aftur
í pyngjuna og rétíi Debóru hana.
,,pér ættuS aS halda þessu herbergi,“ sagSi hún.
„paS getur veriS aS eg komi bráSum aftur. Nú
ætla eg aS reyna aS sofna og ef eg hressist, legg
eg þegar af staS. En eg fer ekki til Moorecroft.
Pað er of langt í burtu.“ Hún misti vald yfir rödd-
inni og roðnaSi. pað var ofur auðvelt, að leika á
jómfrá Debóru. „Eg fer ekki Iangt burt úr London.
Eg verð jafngóður eftir nokkra daga og eg skal
láta yður vita bréflega, ’hvenær eg kem aftur.“
Jómfrú Debóra sagði einungis „Já, já,“ og
IrítlaSi burt meS bollann í hendinni. Nóra Iá kyr
nokkurn tíma, en fór síðan niður í setustofuna með
ferðatösku í hendinni og kvaðst vera að leggja af
stað. Jómfrú Debóra var sokkin niður í bók, en
reis þegar á fætur og kvaddi Nóru hjartanlega.
„Vertu sæB, drengur minn,“ mælti hún. „Eg
vona að þú verðir gerbeyttur, þegar þú kemur
aftur."
Við þessi orð brá Nóru og hún beit á vörina;
eitt augnablik gleymdi hún muninum á stöðu þeirra;
hún lagði handlegginn um háls jómfrú Debóru og
kysti hana að skilnaði með tárin í augunum.
pegar hún kom út ástrætið, hafði hún ákafan
hjartslátt; hún vissi hve mikið var í húfi, en ef
áform hennar hepnaðist, var líka það unnið, sem
tapað var fyrir löngu. Hún náði í vagn og var ekið
ti! fatabúðanna miklu í Oxfordstræti. En henni
félst hugur, þegar hún kom auga á dýrindisvefn-
aðinn í sýningargluggunum miklu og bað ekilinn
að aka sér til búðar í fáfarnara stræti. Hún átti
örðugt með að halda sér í skefjum, meðan hún
valdi það, sem hún þurfti á að halda, því að búð-
arstúlkan horfði á hana forvitnisaugum, auðsjáan-
lega meira en lítil forviða yfir því, að piltungur
á þessu reki keypti fullkominn kvenfatnað. En Nóra
tautaði eitthvað um það, að það ætti að vera gjöf
til handa systur sirxni, sem væri að leggja af stað
til útlanda, og stúlkan virtist taka þá skýringu
gilda.
Nóra dró andann léttara þegar þessu var lokið
og hún var aftur á leið til gistihússins, en nú var
hið erfiðasta eftir. pegar vagninn stansaði við dyrn-
ar, steig hún út og leit vandlega í kring um sig.
Til allrar hamingju var einna minstur umgangur
í gistihúsinu um þetta leyti dags, og í anddyrinu
var enginn nema sendisveinn einn. Nóra fékk hon-
um nokkuð af bögglum, en suma bar hún sjálf.
pegar hún kom upp í herbergi sitt, sá hún að þar
var alt eins og hún hafði skilið við það, og þóttist
vita, að jómfrú Debóra hefði ekki látið vita um
burtför hennar. Hún aflæsti dyrunum og hneig
niður á rúmið og stundi þungan; en spratt bráð-
Iega á fætur, skar böndin af bögglunum og öskj-
unum, breiddi innihaldið með titrandi höndum á
rúmið, og starði á það frá sér numin af fögnuði.
Með sama flýti fór hún úr drengjafötunum og tók
til að íklæðast hinum nýju, en fór sér þó miklu
hægar, eins og að hverri hreyfingu fylgdi dulin
ánægja. Henni var óblandinn unaður, að hand-
leika hverja flík. og hún skifti fagurlega litum,
eftir því sem á leið; en ekki leit hún í spegil, fyrr
en hún var fullklædd, og gerði það varlega, en
varð svo mikið uin, að hún hrökk aftur á bak af
undrun.
Pað var Iangt síðan hún hafði séð sig í sínum
rétta búnaði og henni þótti það hálfótrúlegt í fyrstu,
en það stóð ekki nema skamma stund. Og undr-
unin breyttist brátt í ánægju; augun tindruðu eins
og stjörnur á heiðríku vetrarkvöldi, hún brosti við '
sjálfri sér og roðnaði dýpra. En þá kom henni
annað til hugar, og hún fölnaði upp og það kom
raunasvipur á hana. Jú, það gat verið, að hún
væri snotur, en hún gat ómögulega jafnast á við
fríðleikskvendið, sem ók um strætið með Elíot Gra-
ham. Og þó svo væri, til hvers var það? Elíot:
mátti eklci sjá hana.
Hún gekk um gólf og hlustaði með ánægju
pilsaþytinn og leit öðru hvoru í spegilinn. Henni
datt í hug, hvort jómfrú Debora mundi nú ekki
þekkja sig, en vonaði þó ekki. Kvénbúningurinn
og uppsetta hárið hafði breytt henni svo, að hún
var óþekkjanleg. pá veitti hun því eftirtekt, að hún
stikaði með stórum skrefum eins og strákar gera, og-
var að öðru eins í fasi. pað sem eftir var dagsins,
reyndi hún að ver.ja það af sér og taka upp kven-
Jegar hreyfingar og látbragð. Hún var banhungr-
uð, en þorði ekki fyrir sitt líf að leita sér matar,
en háttaði og sofnaði að lokum út frá kvenfötum.
á stólnum.
Jómfrú Debóra starði á hana öldungis forviða.
„Blessaður drengurinn!" hrópáði hún. „Heldur
hann að eg geti ekki séð um mig sjálf, en þurfi ein-
hvern til að líta eftir mér! Hvernig heldurðu að eg
hafi komist af, áður en þú félst niður úr skýjun-
um?“
„Ekki veit eg það,“ svaraði Nóra. „En ef þér;
viljið lofa mér því, að ganga aldrei þvert yfir
strætin, án aðstoðar lögreglumanns — en þér mund-
uð gleyma því loforði, jómfrú Debóra, þó að þér
gæfuð það. Ef eg gæti beðið einhvern um að
líta eftir yður —! Hvað segið þér um að eg sendi
einhvern í minn stað?“