Vísir - 07.07.1923, Qupperneq 4
vtaiR
" Sildardekk
tíi sölu ódýrt.
Páli Olssfisii
Siœar: 1038 og 278.
Skó- og gúmmivinnustofan
• H©M.la
er flutt í Þingholtsstræti 15.
Jeg leyíi mér hðr meö aö
vekja athygli yöar á aö ég hér
eftir tek aö mér viögeröir á öll-
mn skéfatnaði. Fyrnta flokks
vinna og efni. Lsegsta verö.
Virðingarfylst
H. Pórðarson.
Reiðjakkar.
Hinir margeftirspurön reið-
jakkar ern nú komnir aftnr.
Einnig
Barnakerrur
margar geröir og litir. Veið-
iö mj§g sanngjarnt.
V0RUHÖSIÐ
B
Til Þingvalla |
veröa fastar íeröir á hverj-
um degí, þegar gott er
veöur. ódýr fargjölá e! ^
fariö er fram og til baka
sama dag.
H.f Bifreiðastöö
Beykjavíkur.
Simar: 716, 716 og 717.
MSS
Hlnar marg ettirspurðu
Kvefpillur
ern komnsr aftur.
Landstiftvnai*.
r
múi
i
GóS stúlka getur fengi'ð her-
bergi og eldhús me'S annari,
Hverfisgötu 67. (143
Stofa til leigu nú þegar í lengri
cöa skemri tíma. Spítalastíg 5,
niSri. (142
íbúiS óskast, minst 3 herbergi og
eldhús, fyrir barnlaust fólk. .Til-
boö meS tilgreindu verSi, auðk.:
„12“ sendist afgr. Vísis til 20. þ.
m. (138
Kaupakonu vantar nú þegar.
Gott kaup. Uppl. BergstaSastræti
26 B, kl. 6—8 siSd. (112
Lærlingur getur lcomist aS í
eldhúsinu í Mensa Academica.
. (153
Roskna konu, vana búverkum,
vantar á fáment, barnlaust sveita-
heimili, yfir sumarmánuSina, eSa
lengur, ef um semur. Uppl. Lauga-
veg 84. (152
Kaupakona óskast helst aS hún
kunni aS slá. Uppl. hjá dyraverSi
barnaskólans. (151
Stúlka, vön sveitavinnu, óskast
á ágætt heimili undir Eyjafjöllum.
Uppl. í Hafnarstræti 6, hjá Benó-
ný Benónýssyni, kl. 5—7 í kvöld
og 9—11 árdegis á morgun. Sími
655- (149
KvenmaSur óskast til inniverka
á gott sveitaheimili, má hafa meS
sér barn. Uppl. á Laufásveg 20,
eftir kl. 7. (147
Að Kirkjubæ vantar kaupa-
mann og kaupakonu. Uppl. á
Laugaveg 40. (146
f
1
Nýr fiskur, fæst daglega heim-
sendur, meS því aS hringja i síma
655 og 1240. (74.
Blóm fást keypt á Túngötu 12.
(125
ReiSdragt á grannvaxinn kven-
mann til sölu. TækifærisverS. A.
v. á. (150-
3500 kr. í veSdeildarbréfum til
sölu. Lausafjármunastofan, Bjarg-
arstig 15. Sími 272. (148’
Strausykur 70 aura, melís 75
aura, toppasykur, smjörlíki 80 au.,
spaSsaltaS dilkakjöt. — Hannes
Jórtsson, Laugaveg 28. (i44
Nýr fiskur, fæst daglega heim-
sendur, meS því aS hringja í síma
655 og 1240. (139
Reiðföt á grannan kvenmann til
sölu. A. v. á. (154
r
KENSLA
1
Kaupakona óskast á gott sveita-
heimili. Uppl. á Laugaveg 23.
(HannyrSaverslun Reykjavíkur).
^__________________________(H5
Kaupakona óskast. Uppl. Hverf-
isgötu 94 A. (137
TilboS óskast í aS grafa fyrir
húsgrunni og steypa hann. Uppl.
hjá Tómasi Tómassyni, trésmiS,
Laugaveg 53 (uppi). (136
Kaupamaim og kaupakonur
vantar á heimili nálægt Reykja-
vík. Uppl. Hverfisgötu 93, uppi,
á sunnudaginn kl. 12—2 e. h. (134
Get bætt viS nokkrum stúlkums
og telpum í hannyrSatíma. Einnig-
fæst allskonar áteiknaS. Jöhanna
Andersson, Þingholtsstræti 24,
(141;
Tapast hefir ísaumaSur vasa—
klútur, merktur: „H“. Skilist aS
Uppsölum, gegn fundarlaunum.
(135
Úr hefir fundist. A. v. á. (133
Tapast hefir blár ketlingur. Skil-
ist á Laugaveg 40 B. (140
F élagsprentsmiB j an.
i VARÍiAKLÓM.
Um kvöldið kom hr. Stripley. Nóra sat þá við
sauma ,við hlið Debóru, Hann varð forviða þegar
hann kom auga á Nóru og fór hjá sér, þegar hún
gekk út og kinkaði um leið kolli til hans.
„petta er fríðleiksstúlka,“ vsirð honum að orði.
„Vinkona yðar, ungfrú?“
„Já,“ svaraði Debóra. „Eg býst við að þér
munduð kalla hana — lagsmey mína.. Hún er
systir, eða frænka, eða eitthvað í ætt við dreng-
inn minn, hann Cyril.“
„Æ! pað hlaut að vera. pau eru nauðalík,“
sagði hr. Stripley, um leið og hann lagði skjala-
búnka á borðið. petta var þriðja skiftið sem hann
kom, í sömu erindagjörðum, og nú var hann næst-
um örvona. Jómfrú Debóra var svo utan við sig
og skilningssljó, að hann varð að byrja á nýjan
leik í hvert sinn. Og þegar hann fór í þetta skifti,
hristi hann höfuðið, ypti öxlum og tautaði: —
„Hún er eins og sálin prestanna; það má hella
í hana allan daginn, en hripar alt jafnóðum niður.
Eg held að hún geti ekki munað nokkurn skap-
aðan hlut fimm mínútum lengur. Ef eg gæti fengið
einhvern í lið með mér, til að skýra þetta fyrir henni!
Ætli mér væri óhætt að ’treysta henni. Nei, ekki
þori jeg það. Gamli refurinn mundi þefa það strax
uppi, ef orð félli í þessa -átt einhverstaðar, og þá
yrði hann ofan á. Ö, herra trúr, það er vandræða
veröld aðjarna!"
Nóru leið illa, þó að henni hefði tekist að leika
á jómfrú Debóru. Óvissan um samband Elíots og
Florence Bartley kvaldi hana. En sem betur fór
lét Debóra hana snúast töluvert fyrir sig og það
dreifði áhyggjum hennar. pað var auðsætt, að
eitthvað amaði að jómfrú Debóru. Hún sat stund-
um langa lengi og starði fram undan sér, eins og
í leiðslu og tautaði eitthvað fyrir munni sér, eins
og að hún væri að reyna að átta sig á einhverju,
sem henni tókst ekki.
Ef Nóra hefði verið forvitin, mundi hún hafa
spurt Debóru að, hvað að henni gengi, og hún
hafði einnig sína eigin hjartasorg um að hugsa.
A þriðja degi frá því hún kom fram sem Ada
Merton, gengU þær í búðir. Nóra átti nú að sjá
um fatabirgðir jómfrú Debóru, og hún var stað-
ráðin í því, að velgerðakona hennar skyldi upp
frá þessu búast eins og konu í hennar stétt og
stöðu. sómdi, og hún þóttist vita að það mundi
vera auðvelt, að koma því í kring, því jómfrú De-
bóra skeytti því engu, hversu hún bjóst.
Eins og venjulega hafði Debóra bók í hand-
tösku sinni, og meðan Nóra skoðaði í hyllurnar,
rýndi jómfrú Debóra í bókina og var svo niður-
sokkin í lesturinn, að hún veitti engu því eftir-
tekt, sem fram fór í krigum hana; en bókarlaus
hefði hún ekki fengist til að standa við fimm mín-
útur í búðinni. Nóra gekk áhyggjulaus milli borð-
anna og fór að lokum yfir í annað herbergi, þar
sem möttlar voru seldir; hún þóttist þess fullviss,
að jómfrú Debóra sæti kyr í sæti sínu, þangað til
bókin yrði tekin af henni og hún leidd út. pannig
hafði það gengið til, meðan hún var hjá henni í
drengjafötunum. En henni brá heldur en ekki í
brún, þegar hún kom aftur og sá að stóllinn var
auður og gamla konan horfin! Dyravörðurinn
skýrði Nóru frá því, að ungfrúin væri farin út
fyrir stundarkorni, og hún flýtti sér út, til að leita
að henni. Hún gekk tvívegis um Oxford stræti og
þau hin næstu, en kom jafnnær að gistihúsinu og
vonaði að Debóra væri þá komin heim, en svo
var ekki Hún hélt þegar af stað og hélt áfram
leitinni; en þegar hún kom aftur, sat jómfrú De-
bóra í sæli sínu, í yfirhöfn og vitaskuld með bók
í hendi! Hún var öll rykug frá hvirfli til ilja og
hatturinn úti í öðrum vanga en hún leit upp með
mestu hógværð, þegar Nóra þaut til hennar, þreif
í öxl henar og hópaði: —
„Hví gerðuð þér þetta, ungfrú Debóra? Eg
varð óttalega hrædd. Hvar hafið þér verið? Hvað'
hefir komið fyrir? pér eruð útataðar í ryki.
Jómfrú Debóra reyndi að átta sig ofurlítið, og
það var eins og henni findist sér misboðið.
Hví fóruð þér út úr búðinni, án þess að láta
mig vita?“ þrumaði hún. „Nú, en það er svo
sem ekki nema það sem við mátti búast af stelpu-
tryppi. Drengurinn minn, hann Cyril, mundi ekki
hafa farið þannig að ráði sínu.“
„Eg fór ekki út úr búðinni; eg fór aðeins yfir
í aðra deild,“ svaraði Nóra. En það er nú sama.
Hvað hefir komið fyrir yður?“ spurði hún áhyggju-
full, um leið og hún færði hana úr yfirhöfninni.
„Eg varð fyrir slysi,“ svaraði Debóra alvar-
lega. „pað varð þarna í þrönginni við hornið á
Oxford stræti, eg var á leið yfir um strætið, í því
kom bifreið í flasið á mér og eg ætlaði að víkja