Vísir - 26.07.1923, Blaðsíða 4
VlSIR
Grænlandsmálin.
Eins og eg gat um í fyrri g.ein
minni, eru þær bæSi fáar og fátæk-
legar fréttirnar af Grænlandsmál-
unum, sem sendar eru ísl. blöSum.
Og flestar þeirra koma frá sendi-
herra Dana hér í Reykjavík. VerS-
ur því enginn fróðari um þessi mál
af þeirn einum. Vitanlega er þó
áhugi manna hér heima á mál-
um þessum margfalt mei.i en virð-
ast mætti í fljótu bragði. parf eigi
annað en minna á hina miklu að-
sókn að fundum Kjósendafélags
Reykjavíkur, er Benedikt alþingism.
Sveinsson hélt fyrirlestur $hm:Hver
á Grœnland. — Beið fjöldi fólks
með mestu óþreyju efti. fyrirlestri
þessum í 3 kvöid.
— pann 1 I. ]?. m. birti „Morg-
unbl.“ tilkynningu til danska sendi-
herrans hér um tillöðu þá í noxska
þinginu 7. þ. m. „að skora á stjórn-
ina að bjóða dönsku stjórninni
samninga á frjálsum grundvelli um
Grænlandsmálin og skyldu valdir
sérstakir fulltrúar frá báðum þjóð-
unum. Norsku samningamennina á
stjórnin að tilnefna, og niðurstöðu
nefndanna á svo að leggja fyrir
Stórþingið,“ o. s. frv.
A þessari stuttu frétt er ekki mik-
ið að græða. Tillaga þessi, sem sam-
þykt var, er að eins niðurlag ræki-
Iegs nefndarálits (hinnar auknu
,konstitutions‘-nefndar), sem rætt var
fyrir opnum dyrum í Stórþinginu 7.
þ. mán.
í upphafi nefndarálits þessa er
fyrst rakin saga málsins, sögulegt
yfirlit yfir Grænlandsmálin frá upp-
hafi. Svo tekur við nefndarálitið
sjálft, og birti eg hér stuttan út-
drátt út því: —
Aðal staðhæfing Dana til varn-
ar og sönnunar fullyrðingum þeirra
um það, að Norðmenn hljóti að játa
og viðurkenna fullveldi Dana yfir
öllu Grænlandi, eru ummæli Ihlen
utanríkisráðherra Norðmanna við
ráðherra Dana 22. júlí 1919. Um
þetta atriði vill nefndin vísa til svars
norsku stjórnarinnar til utanríkisráð-
herra Dana 17. febr. 1923. Sam-
kvæmt efni sínu geta ummæli þessi
að sjálfsögðu alls eigi verið til þess
ætluð að binda norska ríkið þjóð-
réttarlega á nokkurn hátt. J?au eru
að eins skýring á því, hvernig norska
stjórnin um þær mundir leit á málin
og verða því að eins notuð til leið-
beiningar í þá átt. —
Nefndin vill einnig bæta við, að
síðan Ihlen hafði ummæli þessi, hefir
aðstaða málsins breyst talsvert, þar
eð frá Breta hálfu hafa komið fram
þau skilyrði, að þeir ve.ði spurðir
til ráða, ef.að því kæmi, að Danir
vildu láta af hendi Grænland. Og
auk þess verður að telja það gagn-
stætt öllu því, er við var búist, að
Danir á seinna stigi samninga um
málið fyrhvaralaust reyha jfil að
útiloka norskan atvinnurekstur frá
öllu Grænlandi, jafnvel þar, sem
norskar veiðar hafa verið frjálsar
frá upphafi.
Danmörk getur þannig alls eigi
iagt ,ummæli Ihlens til grundvallar
að viðurkenningu Norðmanna á full-
veldi Dana yfir öllu Grænlandi, og
samþykkismálaleitanir við önnur ríki
eru auðvitað eigi bindandi fyrir
Noreg.. — Nefndin hefir rökrætt
sögulega hlið Grænlandsmálanna
svo mjög sökum þess að nauðsynlegt
er að sjá málin frá því sjónarmiði,
ef menn ætla sér að skiija þær til-
finningar Norðmanna, er lúta að
þessum málum. Danir virðast alveg
gleyma þessum sögulegu kringum-
stæðum, eða líta alveg framhjá
þeim.-------- —:
Næst kemur kafli um meðfe.ð
Danakonungs og stjóin hans á Nor-
egi um það leyti, er löndin skildu, og
hvernig Noregur þá var sviftur rétti
sínum og eignum á margvíslegan
hátt með ofbeldi og stjórnmála-
brögðum. — t—
— Hin nýja tilraun Dana til að
efla og auka yfi.ráð sín á Græn-
landi og leggja undir sig stóra land-
fláka á þann hátt að verða myndi
til tjóns mikilvægum norskum at-
vinnurekstri, hefir vakið á ný endur-
minningarnar um forn rangindi. Get-
ur nefndin í því skyni bent á hin
fjöldamörgu hvatningarbréf og
áskoranir um þessi mál, er Stór-
þinginu hefir borist víðsvegar frá í
N oregi'Y'.
Hið mikla skilningsleysi Dana á
tiliinningum og aðstöðu Norðmanna
gegn því, að Grænland verði viður-
kent sem dönsl( eign, hefir vakið
ógeð og gremju í Noregi. Hinn 10.
maí 1921 — sama daginn sem
sendimaður Dana í Kristjaníu skýrði
utanríkisráðherra Norðmanna frá
þvj', að danska utanrikisstjórnin ætl-
aði að láta Grænlandsmálin liggja
óhreyfð samkvæmt því munnlega
svari, er Noregur hefði þegar gefið
— sama daginn gerði danska ríkis-
stjórnin þá yfirlýsingu, að héðan af
væri alt Grænland lagt undir ný-
lendurnar dönsku og stjórn Dana —
þ. e. a. s.: Undir danska einokun
(„monopol") — án þess að senda
norsku ríkisstjórninni eitt orð um
málið fyr en hér um bil 2 mánuð-
um síðar. Og meðan samningar við
norsku ríkisstjórnina stóðu yfir —■
eftir að danska stjórnin hafði féngið
fulla skýringu um skoðanir og af-
stöðu Norðmanna til þessa máls —
leggur danska ríkisstjórnin þ. 19.
des. 1922 fram frumvarp sitt til laga
um að alt Grænland skuli lúta
Danastjórn.
í frásögn og málsskýringum Dana
um endurfund Grænlands og bygg-
ingu á ný, er nafni Noregs og sögu-
legri hlutdeild skotið fyrir glugg á
þann hátt, að það hlýtur að vekja
gremju.
Nefndin hefir rætt og íhugað
rækilega úrlausn máls þessa á ýmsa
vegu. Hefir hún komist að þei.ri
niðurstöðu, að réttast sé og best fyr-
ir gott samkomulag milli Noregs og
Danmerkur, að nú sé sagt skýrt og
skorinort,- hvernig Nbrðmenn líti á
málið. Gremja Norðmanna stafi
ekki eingöngu af því, að aukið ein-
* Talsvert á sjöit hundrad, frá
öllum stéttum Noregs, en fjölmenn-
ast þó frá ungmennafélögum og
æskulýð Noregs. H. V.
íplar kartöfluf
íengnm við með es.
Idandi
EggertKrístjáQSSOD&Co
Simi 131?.
K.F.U.M
JarðræktarvíDna
í kvðid kl. 8.
Fjölmennið.
veldi Dana á Grænlandi mundi
spilla fyrir norskum atvinnurekstri
þar, en einnig af því, að Danir
Iítilsvirða þjóðlegar og sögulegar til-
finningar Norðmanna.
Samt sem áður vonar nefndin, að
ráða megi fram úr máli þessu með
frjálsum umræðum sérstaklega til-.
nefndra manna frá beggja aðilja
hálfu. Enda eru þjóðirnar báðar svo
náskyldar og hafa svo lengi átt sam-
leið í fullri vináttu, að maður hlýtur
að hafa von um góða úrlausn máls-*
ins á þenna hátt. Auðvitað eru með
þessu engin bönd lögð á hvorugt
landið, né neinum rétti glatað. Stór-
þingið verður eftir á að ákveða nán-
ara um meðferð málsins,
Að lokum telur nefndin sjálfsagt,
að meðan á þessum samningum
standi, megi hvorki norska ríkið né
hið danska ráðast í nokkuð það
fyrirtæki, er réttindalega eða stjórn-
málalega skerði hluta hins aðiljans.
Helgi Vallýsson. .
p VINNA
prjú kaupahjú, ung og hraust,
vantar í heyskapar útilegu. Uppl.
Laugaveg 84. (489
Kaupamaður óskast strax. Uppl.
j' verslun Gunnars Gunnarssonar.
(490
Telpa 14—16 ára óskast nú
þegar, á lítiö heinri. A. v. á. (438
Píanó óskast til leigu, Grettis-
götu 45, nið/i. (484
KAUPSKAPUR
Notuð kvenhjól til sölu, með tæki-
fævisverði, einnig beisli. A. v. á.
(480
Nýr lundi fæst daglega í Zims-
ens-porti. Niðursett verð. (481
Fisksalan.
„Vísir“ sagði í fyrradag, að fisk-
ur hefði verið seldur hér fyrir. 145
kr. skippundið, og meiri von um
hækkun en lækkun á verðinu. J?að
var allkunnugur maður þessum hnút-
um, sem „Vísir“ hafði þetta eftir,
en aðrir kunugir telja enga von um
hækkun á verðinu, heldur fremur hið
gagnstæða.
Es. Annaho
fór héðan í gærkveldi með 700
hesta áleiðis til Englands. Stórkaup-
maður L. Zöllner hefir að sögn
keypt hestana.
Asa,
botnvörpungur, kom í morgun frá
Danmörku og Englandi. Farþegar
voru I h. Krabbe og frú hans og
dóttir.
Lagarfoss
kom f.á Englandi í gærkveldi
með olíu, bensín o. fl. Nokkrir enskir
ferðamenn voru meðal farþega.
■ tóaí * ••• JSSWfktJki?:. wu
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 8 st., Vest-
mannaeyjum 9, ísafirði 7, Akureyri
8, Seyðisfirði 9, Grindavík 9, Stykk-
ishólmi 8, Grímsstöðum 3, Raufar-
höfn 4, Hólum í Hornafirði 10,
pórshöfn í Færéyjum 10, Kaup-
mannahöfn 15, Leirvík 10, Jan
Mayen 5, Mývogi 4 st. Loftvög
lægst (744) yfir Noregi. Norðanátt
á Suðurlandi. Norðvestan annars
staðar. Horfur: Norðvestlægur
fyrst, en snýst meira í vestrið.
Góður barnavagn til sölu. Sann-
gjarnt veið. A. v. á. (482
Kvenhjólhestur, einnig kassimir-
sjal til sölu ódýrt. A. v. á. (483
T a ð a. 30—40 hestar af góðri
töðu til sölu á Vesturgötu 33. (488
Taða er seld á Einarsstöðum á
Grímsstaðaholti. porsteinn Finn-
bogason. (491
Áveituslægjur í Kjós fást til leigu.
Slægjurnar má greiða í heyi. Uppl.
í síma 406. (492
2—3 herbergi og eldhús óskast til
leigu 1. okt. n. k. Uppl. í síma 1317
og 789. (478
1—2 skrifstofuherbergi óskast til
leigu í miðbænum frá 1. okt. eða
jan. n. k. Tilboð auðk.: „1. okt.“,
sendist afgr. Vísis. (479
Herbergi fyrir einhleypa og skrif-
stofur við miðbæinn til leigu. Uppl.
í síma 949. (485
TAPAÐ-FUNDIÐ
Tapast hefir brúnn hestur, tölt-
ari. 7 vetra, brennimerktur á fram-
hófum: „Jón 5 H. F.“. Finnandi
vinsamlega beðinn að gera aðvart
Jóni Einarssyni, Hafnarfirði. Sími
22. (486
Sígarettuveski úr silfri, áletrað,
hefir tapast. Oskast skilað gegn
fundarlaunum. A. v. á. (487
Félagsprentsmiöj an.