Vísir - 10.09.1923, Blaðsíða 3

Vísir - 10.09.1923, Blaðsíða 3
V I S x R Togararnlr og kaupgjaldsdeilan. -—o— Blöðin hafa veriö sagnafá um tilraunir þær, sem gerðar hafa ver- iö til að koma á samningum milli útgorðarmanna og sjómanna i sumar. Almenningur veit þa'ö eitt, ao togararnir liggja enn viö fest- ííT og aö enn einu sinni hafa samn- ingatilraunirnar strandaö. Eins og kunnugt er, auglýstu útger'Sar- menn í vor þauptilboð sín, er þeir töldu útséö um, aö nýir samning- ar næSust vi'S Sjómannafélagi'S. En þá voru liSnir margir mánu'ö- ir, síSan eldri samningar gengu úr gildi, en kaup hafði veri'ð greitt samkvæmt þeirn til vertí'ðarloka. Um samningatilraunir þær, sem síðan hafa farið fram, að tilhlut- im landsstjórnarinnar, hefir „Vís- ir"‘ fengi'ö eftir farandi skýrslu hjá Páli Ólafssyni, framkvæmdastj.: „í júlímánuði kvaddi' atvinnu- málaráðherra einn mann af hendi hvors aðila á fund með sé'r. Varð ]iað þá að ráði, aö hvort félagið kysi 3 menn í samninganefnd. og voru kosnir af hálfu sjómanna: Björn B. Jónsson, Jón Bach og Sigurjón Ólafsson, en af hálfu út- gerðarmanna: Jón Ólafsson, Páll 'Ölafsson og Ólafur Thors, sem gat þó ekki setið alla fundina, vegna lasleika, en í hans stað tók vara- maður í nefndinni, Hjalti Jónsson, skipstjóri, þátt í nefndarstörfum. Á fyrsta fundi var endurtekið kauptilboð það, sem útgerðarmenn höfðu auglýst í vor, 200 kr. mán- aðarkaup á ísfiski og lifrarhlutur óbreyttur, sem síðasta ár hafði numið að meðaltali 800 kr. á mann ; þetta auðvitað auk fæðis, svo sem venja hefir verið. Af Tiálfu sjómanna kom ekkert tilboð iram, en hinsvegar lögð fram þurftarskýrsla fyrir 5 mannafjöl- skyldu, og var í henni talið að nún þyrfti sér til framfæris 5700 kr. á ári. Kváðust þó fulltrúar sjómanna mundu mæla með þeirri tilslökun á henni, að mánaðarkaup yrði 280 lcr., eða hækkaði um 40 kr. á mán- mði. Atvinnumálaráðherra bar fram ýmsar tillögur, en þær fengu eng- an byr. Af hálfu útgerðarmanna kom síðar fram tilboð um að ráða 10—-12 menn fasta á hvern togara, með 200 kr. mánaðarkaupi alt ár- ið og lifrarhlut eins og verið hef- ir. Var þetta gert meðfram til þess að tryggja þeim sjómönnum, sem lengi hafa stundað sjómensku á togurunum, og búsettir eru hér í bænum, fasta atvinnu, þvi að mjög hefir verið iögð áhersla á það, af fulltrúum sjómanna, að atvinnan sé stopul. Nú er þess a.ð gæta, að margir af togarahásetum á vetrar- vertíð eru sveitamenn, sem éru á skipunum að eins vetrarvertíð, en alla aðra tíma ársins við sveita- vinnu og búsettir i 'sveit. Voru slíkir rnenn á síðustu vertíö að meðaltali 9 á hverju skipi. Hefir það og oft komið í Ijós, að verka- xnenn hér liafa amast við þessum keppinautum sínum um atvinnu bæði á sjó og landi. Af hálfu bæj- arstjórnar hafa menn verið varað- ir við að koma hingað í atvinnu- íeit. Þetta tilboð kom þvi fram til þess að tryggja þeim mönnum fasta ársatvinnu, sem eingöngu byggja á atvinnu við togarana. En við þvi var ekki litið. í sambandi við þetta er rétt að geta ]>ess, að þegar talað er um 200 kr. mánaðarkaup, þá er það lágmarkskaup almennra háseta. En samkvæmt venju um ráðningu háseta, hefðu 5—6 af hinum um- getnu ársmönnum fengið 240—280 kr. mánaðarkaup. Samningatilraunum atv.-mála- ráðherra lauk þannig án árangurs skömmu áður en hann fór til út- landa. En skömmu síðar kvaddi forsætisráðherra nefndirnar til viðtals og hélt með þeim marga fundi, fyrst hvorri fyrir sig, og síðan báðum saman. Gerði ráð- herra ítarlegar tilraunir til samn- inga og lagði fast að málspörtum að semja. Síðasta daginn komu nefndirnar á þrjá fundi. Bar ráð- herra þá fram samkomulagStil- lögur sinar tvær. Aðra á þá leið, r.ð minsta kaup við ísfiski yrði 230 kr. á mánuði og 210 við sa!t- fiski, en mismunurinn á því og gamla kaupinu skyldi lagður í gerð. Þessari tillögu neituðu full- trúar sjómanna strax. Hin miðl- unartillaga ráðh. var sú, að alt kaupdeilumálið skyldi lagt í gerð- ardóm, er skipaður yrði tveim mönnum frá hvorum aðila og cddamanni, er þeir fjórir sam- þyktu. Fulltrúar útgerðarmanna svöruðu þessum tillögum ráðherr- ans á þá leið, að þeir buðu að greiða það lágm^rkskaup, er hann hafði stungið upp á, gegn því að árssamningur yrði gerður. Enn- fremur tjáðu þeir sig mundu mæla með því, að samþyktur yrði gerð- ardómur um málið, svo sem ráð- herra hafði lagt til. Fulltrúar sjó- tnanna tjáðu sig strax mótfallna kauptilboðinu, en lofuðu að bera jiað upp í félagi sínu ; gerðardóms- í tillöguna lofuðu þeir að bera upp 1 og að láta hana hlutlaúsa á fundi sjómanna. Að síðustu gerðu fuhtrúar sjó- manna þá tillögu, að kaup yrði 200 kr. mánuði, en auk þess 5 aura þóknun á mann fyrir hvert ster- ’ingspund, sem ísfiskur væri seld- úr fyrir og 25 aura þóknun fyrir hverja smálest af saltfiski, sem aflaðist. Að þessari tillögu gátu ú.tgerðarmenn ekki gengið, enda er það gagnstætt því fyrirkomulagi, sem tíðkast bæði hér á landi og i Englandi, þegar um hlutdeild í afla er áð ræða, því að þá er ætíð tekið tillit til útgjaldanna við öfl- unina að meira eða minna leyti, en bér áttu þau ekkert að koma til greina. Tillaga ráðherra um gerðardóm var nú borin undir atkvæði á Sjó- mannafélagsfundi. Var ráðherra á ]>eim fundi og mælti mjög næð samkomulagi. En tillagan var feld með 106 atkv. gegn 9. Sagt cr að um 1000 menn séu i félaginu, en ekkert skal fullyrt um hve margir þarna hafi verið af háset- um á togurum, hins vegar kvarta hásetar nrjög um það í viðtali við utanfélagsmenn, að þeir séu oít í minnihluta á fundum félagsins; meirihlutinn séu oft landvinnu- menn og aðrir sjómenn, sem aldrei hafi á togara komið. Það hefir verið vefengt, að þörf \ æri á því að lækka kaupið á tog- urunum. En sannleikuririn er, þó að raunalegt sé, að útgerðin get- ur ekki risið undir eins háu kaupi og goldið. hefir verið, vegna þess hvernig högum hennar er nú hátt- að, sakir hins gífurlega verðfalls á fiskinum og hinnar þungu gjalda- bvrði, sem á henni hvílir til hins opinbera. En auk þess þolir kaup það, sem útgerðarmenn nú bjóða f -/llilega samanburð við kaup allra annara manna á landinu, sem ert- iöisvinnu stunda til lands og sjáv- ar. En það er ekki að eins háseta- kaupið, sem þarf að lækka, heldur og öll önnur vinnulaun og opinber gjöld, tollar. skattar, hafnargjölcl o. fl. 1 þessu sambandi má benda á það, að kaup skipstjóranna, sem um eitt skeið var mjög hátt, lækk- ar nú stórum, og miklu meira en kaup annara manna, vegna verð- íallsins á fiskinum; en kaup þeirra er nær alveg hluti af aflanum. Um það, hvað nú muni taka viö, er samningar eru strandaðir, er erfitt að spá nokkru. Útgerðar- menn samþvktu á síðasta fundi sínum, eftir að samningarnir strönduðu, að halda fast við hinn auglýsta kauptaxta, og bjóða at- vinnu þeim mönnum, er fyrir það kaup vilja vinna, þó þannig, að komist samningar á fyrir áramót við Sjómannafélagið, þá breytist kaupið samkvæmt þeim. Þessí samþykt nær til allra skipa flot- atis nema eins skips, sem ekki er í félagi útgerðarmanna. Og það er iyllilega víst. að enginn togari siglir með öðrum kauptaxta en þeim, sem samþyktur hefir verið, rneðan ekki nást samningar um annan við Sjómannafélagið.“ Dánarfregn. I gærkveldi urðu læknishjónin frú Þórhildur og M. Júl. Magnús fvrir þeirri sorg að missa son sjnn lAlf, barn á fyrsta ári. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavík 5 stig, Vest- mannaeyjum 7, ísafirði 5, Akur- eyri 4, Seyðisfirði 6, Grindavík 6, Stykkishólmi 4, Grímsstöðum o, Raufarhöfn 4, Hólum í Hornafirði 5, Þórshöfn í Færeyjum 6, Björg- vin 10, Tynemouth 10, Leirvík 9, Jan Mayen 3 st. — Loftvog lægst fyrir suðvestan og norðaustan land. Norðvestlægur á norðaustur- landi, suðaustlægur á suðvestur- landi. Horfur: Suðaustlæg átt; allhvöss á suðvesturlandi. Prófessor Guðm. Magnússon hefir legið að undanförnu, en er nú farinn að klæðast. Páll J. ólafson, tannlæknir, er veikur. Guðspekifélagið. Stúkurnar í Reykjavik halda sameiginlegan fund, þriðjudags- kvöld 11. sept., kl. 8*4 stundvís- lega. Verður þar skýrt frá ýmsu er gerðist á Vínarfundinum s. 1. júlímánuð. — Að eins fyrir félags- menn. Sirius kom í nótt frá Noregi og Fær- eyjum. Meðal farþega frá Vest- mannaeyjum var Ólafur Friðriks- son. Gunnlaugur Einarsson læknir biður þess getið, að gefnu tilefni, að hann fari ekki úr bæn- um fyrr en um miðjan október, og í öðru lagi, að hann hafi strax út- vegað skólanefnd lækni fyrir sig. meðan hann væri ytra. Knattspyrnumóti Víkings lauk í gær og sigraði K. R. í leiknum gegn Val með 1:0. Þingmálafund boðaði Jónas Jónsson frá Uriflu. 5. landskjöriim þm., við Ölfusárbni i gær, og stóð fundurinn frá kl. -~s4—8. - Jónas var sjálfur fundar- stjóri og tók fyrstur til máls, en síðan töluðu: Magnús Guðmunds- son, fyrv. ráðherra, síra Ingimar Jónsson á Mosfeíli, Jörundur Brynjólfsson. Sig. Eggerz, for- sætisráðherra, Magnús Torfason sýslum., Sig. Sigurðssori, ráðu- r.autur, sem lýsti þar yfir fram- boði sínu í Árnessýslu, Þorleifu. Guðmundsson alþm., Eir. Einars- son, Jón Magnússon fyrrum for- sætisráðherra, en síra Gísli Skúla- son kvaðst ekki vilja tala. af þvi að Eggert Claessen banlcastjóra hefði verið synjað málfrelsis. — Eiríkur Einarsson lýsti því yfir, r.ð hann yrði ekki í kjöri. Jónas gerði aðallega að umtalsefni „fjár- aukalögin miklu“, og svarati: Magnús Guðmundsson með langii ræ.ðu. E. Claessen var synjað um málfrelsi, af því að hann væri hvorki frambjóðandi né þingmað- ur. Lárusi Jóhannessyni var og svnjað um málfrelsi af sömu á- stæðu, en nokkrir kjósendur skor- uðu þá samstundis á hann að gefa kost á sér, en þó fékk hann aldrei að taka til máls. Einna skorinorð- astur 5 garð fundarboðanda hafði Sig. Eggerz verið. Fjöldi Reyk— i víkinga var á fundinum, og láts . þeir lítið yfir honum, bæði af þvr j að hann var lialdinn úti, og kalt í veðri og ræðurnar daufar. Unglingaskóli. Eins cg auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu ætlar Hólmfríður Jónsdóttir kenslukona að halda uppi unglingaskóla hér í bænum 5 vetur. Þar verða kendar allar’al- mennar námsgreinar svo sem: ís- lenska, danska, enska, reikningur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.