Vísir - 15.09.1923, Blaðsíða 2
V I Sí R
Biáiteinn og Hellulitur
ág. teg. afar ódýr.
versl. B. H. Bjarnason.
Gott herbergi
er til leigit í húsi okkar frá 1. október.
Símskeyti
—o—
Khöfn 14. sept.
Uppreisnin í Barcelona.
SimaS er frá París, aö uppreisn-
in á Spáni sé risin út af ófriönum
í Marokkó og beinisf eingöngu
gegn ráöuneytinu, sem nú er viC
stjórn, en ekki gegn konunginum.
Stjórnin í Madrid hefir sent flóta-
deild til Barcelona, til þess a'ð bæla
niður uppreisnina.
Setuliðið í borgunum Saragossa,
Sevilla og P>ilbao er fvlgjandi upp-
reisnarmönnum.
Deilur ítala og Grikkja.
Þjóðbandalagið hefir lagt svo
fyrir, að Italir skuli verða á buit
með her sinn frá Korfu fyrir 27.
þ. m. En Grikkir skulu greiða
ítölum 50 miljónir líra skaðabæt-
ur í viðbót, ef morðingjar itölsku
sendimannanna verða ekki hanci-
samaðir.
Búist er við, að Sviss mótmæli
skaðabótaskyldu Grikklands.
Nansen hyltur.
Simað er frá Genf, að Þjóð-
bandalagið hafi prófessor Nansen
rnjög í hávegum fyrir starf hans
í Rússlandi.
Kommúnistar í Búlgaríu.
Frá Prag er stmað, að öflugar
ráðstafanir hafi verið gerðar í
Búlgaríu til að hnekkja uppivöðs’u
kommúnista. Hafa 400 kommún-
istaforingjar verið hneptir þar í
’fangelsi, sakir undirbúnings undir
stjónarbyltingu í sambandi við
rússneska kommúnista.
Sjálfstæðisbarátta Færeyinga,
Símskeyti frá Þórshöfn, 15.
sept.:
„í nefndaráliti sjálfstjórnar-
baaðí a!mæld og 1 metratali,
Verð írá kr. 1,00 metrinta.
Anserísku kryddvðrurnar
eru hrervetna riðurkendar
bestar.
Fást í versl. B. H. BJirnason,
manná i Patursonsmálinu segir m.
a. svo: „Sjálfstjórnarmenn nafa
verið og eru enn fúsir til að semja
við Dani. Fáist enginn árangur.
verða þeir að skjóta má!i sinu til
Þjóðbandalagsins.
í þingsályktunartillögu flokks-
ins segir svo: „Færeyingar eru
sérstök þjóð og v'lja þess vegna
sjálfir ráða fyrir Færeyjum." En
i þingsályktun sambandsflokksins
segir svo: „Danir hafa stjórnað
Færeyjum vel, og hverri hugsun
um skilnaö frá Danmörku, er vis-
að á 1)Ug.“
Misskildi maðurinn.
Það fer líklega svo fyrir Héöni
Valdemarssvni, að hann getur a«
, íokum tekið'undir með skáldinu,
sem sagði: „Misskilut heimur
niig, misskil eg einnig hann“, o.
s. frv. Honum varð það á um
dagnn i „Alþyðublaðinu , uð bera
simati „álagning“ heildsala, sem
hann kvað vera að meðaltali io%,
og hreinan arð Landsverslunar 2
—2^2%. Nú segir hann, að Vísir
hafi misskilið þetta, því að þessi
to% heildsalanna sé arður þeirra,
þ. e. álagning að frádregnum öli-
itni reksturskostnaði! En hvers
vegna kallaðí H. V. það þá ekki
„arð“, heldur álagning? — Auð-
vitað af því, að hann hefir vitað
það ofur vel, að ekki var um arð
að ræða. — Hann segir nú, að
verðlagsnefndin hafi staðreynt
j)að, að minsta álagning heildsala
(að frádregnum kostnaði), hafi
verið 10%, 0g það á nauðsynjavör-
um. Niner hann búinn að gleyma
því, að á dögunum sagði hann að
to% væri meðal-álagning! Vísir
efast ekkert um að hann hafi far-
íð 'nær því rétta á dögunum. En
af þessum missögnum H. V. er
auðráðið, hve mikið mark er tak-
a.ndi á staðhæfingum hatis svona
yfirleitt.
En ef um misskilning væri að j
ræða hjá Vísi, þá er það vitan- j
lega H. V., sem á sök á því, að i
misskilningur hefir komist að. Það
er sem sé venjan, að „leggjaá" fyr- j
ir öllum reksturskostnaði og vænt- j
anlegum arði í einu lagi, og þegar
talað er um „álagningu", er því
átt við þetta alt, en ekki arðinn.
- Og hvernig á nú að skilja orð
Iiéðins, er hann vitnar í verðlags-
nefndina, sem hann átti sjálfur
sæti í ? Á að skilja orð hans svo,
að þessí verðlagsnefnd hafi sam-
hykt það, að hcildsalar legðu 10%
á verð nauðsynjavöru, auk alls
reksturskostnaðar ? Þvi trúir Vísir
ekki á verðlagsnefndina, jafnvel
])ó að H. V. ætti sæti í henni, og
kunnugt sé, að samkepnin við
kaupmenn hafi verið erfið Lands-
verslun, þau árin, sem hún liafði
ekki einokun á nauðsynjavörumÁ
Það ætti að vera óhætt að gera
rað fyrir því, að heildsalar „velti“
rekstursfé sínu að minsta kosti
íjórum sinnum á ári, og samkvæmt
sögusögn H. V. hefir þá verðln.
skamtað þeim ekki nema svona
40% í ársvexti af því fé! — Nei,
nú skrökvar Héðinn upp á verð-
lagsnefndína, þó að honum verði
ekki núið þvi um nasir, að hann
geri það til að hæla sjálfum sér!
Frá Danmörku
■
--O-
Grænlandsför
dönsku þingmannanna.
Símað er frá Kaupmaunahöfn,
að þingmannanefndin danska, sem
fór til Grænlands i sumar, hafi
komið aftur til Kaupmannahafnar
á miðvikudaginn. Á heimleið var
komið við i Færeyjum.
Blöðin i Khöfn segja, að nefnd-
armenn þykist ekki nógsamlega
geta dást að því, sem fyrir augun
hafi borið í þessari ferð. Og kom-
ist hafi þeir að raun um það, að
Grænlendingar þrái mjög alment,
að tengjast Danmörku sem traust-
ustum böndum og komast í nánara
samband við danska löggjafar-
valdið.
Verslunin og þó einkum fiski-
veiðar Grænlendinga segja nefnd-
armenn að sé í besta horfi, og
framfarir miklar hafi orðið í þeim
efnum, svo að Grænlendingum
græðist mjög fé. Gróðanum sé
einkum varið til að bæta húsa-
kynnin, með timbur- og steinhúsa-
bvggingitm í stað torfkofanna.
Sem dæmi þess, hvert hugarfar
Grænlendinga sé til Dana. er það
tekið fram, að þeir þrái það heit-
«st, að fá góða kenslu í dönsku.
Nefndin telur það æskilegt. að
Grænlendingum sé gefinn kostur á
verklegri kenslu í húsabyggingum,
ýmsum handiðnum o. fl.
í ferð þessari komu nefndar-
menn í allar nýbygðir Dana á
Vestur-Grænlandi 'og komust 100
milur norður fyrir Upernivik.
Tillögur nefndarinnar viðvíkj-
andi Grænlandi eru einróma, og er
* T. d. kom það fyrir, að mat-
vörur voru seldar í smásölu í búð-
um hér í Reykjavík undir heild-
söluverði Landsverslunar.
nefndin þó ski'puð mönnum úr öll-
um flokkum.
Verslunarjöfnúður Dana.
í júlimánuði s. 1. nam vöruinn—
flutningur Dana 176 milj. kr., en
útflutningur 127 milj. í júní var
innfl. 141 milj. og útfl. 136 milj.
Frá 1. jan. til 31. júlí nam inn-
ílutningurinn samtals 1094 mlj. en
útflutningurinn 874 milj., svo að á
árinu, eða því sem liðið er af því,
hefir verið flutt inn fyrir 220 milj.
kr. meira en út. — Uppskeruhorf-
ur eru nú sagðar mjög góðar í
Danmörku, svo að væntanlega
verður hlutfallið hagstæðara síð-
ara hluta ársins.
Jakob Gíslason
fyrrum söðlasmiður á Akureyrí,
cndaðist í gærmorgun. Krabba-
mein varð honum að bana, og
1 hafði hann legið rúmfastur eina
3 mánuði. Hann var 65 ára að
aldri. T,
Jakob var ættaður frá Neðrí-
Mýrum í Húnavatnssýslu, sonur
Gísla bónda Jónssonar, er þar bjó,
og bróðir frú Ingibjargar Mölier,
móður Jakohs Möller' ritstjóra.
Kvæntur var hann Maríu Daviðs-
dóttur, systur Ólafs Davíðssonar
verslunarstjóra á ísafirði.
Messsur á morgun.
í dómkirkjunni kl. 11, sira
Bjarni Jónsson.
í fríkirkjunni hér, kl. 5 síðd.
síra Árni Sigurðsson.
í Landakotskirkju : Hámessa kl.
Q árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónusta
með prédikun.
Larsen-Ledel,
ritstjóri, einn kunnasti bann-
maður Dana, sem oft hefir verið
minsl á hér í blaðinu er nú á
leið hingað með fjölslcyldu sinni
og ætlar að dveljast hér, sér til
hvildar og hressingar nokkra
hríð. Hann er talinn einhver
mesti mælskumaður Dana, og
ætlar að flytja hér nokkrar ræð-
ur um bannmálið.
Hákon
kom af síklveiðum í gærkveldi.
Leikmót íþróttafélagsins
hefst á Iþróttavellinum i kveld
kl. 6. Kept verður í langstökki,
100 st. hlaupi, 1500 st. hlaupi og
kringlukasti beggja handa. Alhr
hestu íþróttamenn vorir keppa á
þessu móti og má búast við eir-
hverjum nýjum metum, ef veðtir
leyfir. Aðgöngumiðar og kepp-
cndaskrá verða seldar á götunum
og við innganginn. Á morgun hefst