Vísir - 01.11.1923, Blaðsíða 2
TBftllKM 1ÖLSEINI (CIÉ
Höfum fyrirliggjandi:
Berjasultu w. H-Flött Ltd- Liverpooi
og elnnig hið alþelita
,Alvina‘ Borðsalt
frá sama firma.
Símskeyti
* Khöfn 31. okt.
Saxneska þingið.
Frá Berlín er símað, a'ð sax- '
neska þingið hafi kornið saman í
gæf, er bannið gegn því var aft-
urkallað. Jafnaðarmaðurinn Fel-
lisch var valinn forsætisráðherra
ineð 46 atkv. gegn 15 kommún-
istaatkv. — Þjóðernisflokkurinn
greicfdi ekki atkv.
Járnbrautarslys í Síberíu.
Frá Moskva er símað, að hrað-
lest Síberíujárnbrautarinnar hafi
nýlega hlekst á sökum þess, að
ræningjar höfðu brotið upp braut-
arteinana. 150 menn biðu bana.
England og Rínarlýðveldið.
Frá París er símað, að England
hafi neitað að viðurkenna Rínar- ;
stjórnina og vilji hindra allar !
«kilnaðarhreyfingar á því svæði,
sem er undir umsjón Breta.
Kosninga-úrslitin.
f Snæfellsnessýslu er kosinn
Halldór Steinsson læknir með 666
atkv. Guðmundur Jónsson frá
Narfeyri fékk 214 atkv. og Jón
Sigurðsson í Hofgörðum 24.
í Gullbringu- og Kjósarsýslu
eru kosnir Aug. Flygenring með
1457 atkv. og Björn Kristjánsson
*neð 1369. Sigurjón Ólafsson fékk
708 atkv. og Felix Guðmundsson
566. Um 80 seðlar voru ógildir.
í dag verða talin atkvæði í Vest-
ur-SkaftafellssýsIu, Skagafjarðar-
sýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og
Strandasýslu.
Grænlandsmálið.
(Eftirfarandi grein hefir orðið
að biða birtingar vegna þrengsla
í blaðinu).
Á fundinum i Bárubúð i gær-
kveldi var samþykt' tillaga um á-
skorun til stjórnarinnar um „að
láta ekkert ógert, til þess að halda
uppi réttmætum kröfum vorum til
Grænlands, hinnar fornu nýlendu
íslands".
Þetta er alt gott og blessað. Ef
vér höfum einhvern rétt til lands-
ins og einhverjar kröfur að gera,
þá er sjálfsagt að framfylgja þeim
En —
Erum vér ekki með sambands-
lögunum, sem íslenska þjóðin var
iátin samþykkja 1918, hugsunar-
laust eða hugsunarlítið, búnir að
viðurkenua eignar- og umráðarétt
Dana yfir Grænlandi, ef ekki bein-
línis, þá óbeinlínis?
í athugasemdinni við 6. gr. sam-
bandslaganna (um gagnkvæman
þegnrétt) stendur meðal annars
„Það hefir komið fram ósk um,
að íslendingum veitist kostur á
að stunda fiskiveiðar i landhelgi
Grænlands. Þetta getur ekki orðið
meðan stjórn Grænlands er með
þeim hætti sem nú. en það er ein-
sætt, að ef döhskum ríkisborgur-
um verður að meira eða minria
leyti veittur kostur á að stunda
fiskiveiðar í landhelgi Grænlands,
þá munu islenskir ríkisborgarar
einnig verða sama réttar aðnjót-
andi.“
Hvað þurftum við að semja við
Dani um fiskiveiðarnar við Græn-
land, ef við höfðum rétt til lands-
ins? Þurftum við að fá leyfi hjá
Dönurn til að stunda fiskiveiðar í
landhelgi þar, ef við áttum land-
ið?
Mér virðist mega líta svo á, að
úr því íslenclingar 1918 fóru að
biðja Dani um leyfi til þess að
fá að nota landsréttindi á Græn-
landi, þá sé það viðurkenning um,
að við engan slíkan rétt höfum
haft, en Danir allan.
Svo er hin svokallaða lögjafn-
aðarnefnd, eða íslenski hluti henn-
ar. — Hvað hefir bún gcrt?
Danir hafa undanfarið haft á
prjónunum stórmikinn lagabálk
um stjórn og stöðö Grænlands í
ríkinu. Og'það voru jiessi lög, sem
aðallega komu Norðmönnum af
stað til þess að hefjast handa í
þessu máli.
16. gr. sambandslaganna kveð-
ur svo á, að sé um lagafrumvörp
um sérmál annars hvors ríkisins
að ræða, setn einnig varði hitt rík-
ið og stöðu og réttindi þegna þess,
þá beri nefndinni að gera tillögur
um breytingar á þeim frumvarps-
ákvæðum, sem hún telur koma í
bága við hagsmuni annafshvors
ríkisins eða þegna þess.
Hefir nú lögjafnaðarnefndin
CHEVROLET bifreiðar kosta að eins
4GOO
íslenskar krónur hér á staðnum. Eru með fyrsta flokks útbúnaði af
nýjustu gerð. Engar betri bifreiðar fyrir jafn lágt verð, enda smíð-
aðar í stærstu bifreiðaverksmiðjum heimsins, þar sem vinna 103.000
verkamenn.
Einkasalar á íslandi
JóU Oiafsson & Cö.
Windsor "kr;
Ódýrustu tyrknesku cigar-
ettur sem fást i bænurn.
Tilbúnar af TEOFANI.
Terslunin Kxóuatt. Lausraveer.
látið sig þetta mál nokkru varða?
Og hvers vegna ekki?
Þessar og þvílíkar spurningar
álít eg nauðsynlegt að athuga um.
lcið, eða öllu heldur áður en ís-
lendingar gera kröfurétt til Græn-
lands.
Það voru sumir ræðumenn á
fundinum í Bárubúð, sem köstuðu
fram þeirri spurningu, hvort sú
þjóð, sem hefði numið landið —
íslendingar — hefðu ekki meiri
rétt en sú þjóð, sem hefði týnt
því — Danir.
Þeirri spurningu verður að svara
játandi.
En — höfum við íslendingay
ekki týnt Grænlandi 1918.
10. okt. 1923.
Þ. J. Th.
Söftiin.
Þrjú helstu söfn landsins, Nátt-
úrugripasafnið, Landsbókasafnið
og Þjóðminjasafnið, eru öll geymd
undir einu þaki, sem kunnugt er.
Neðst er Náttúrugripasafnið, og
er nú orðið svo þröngt um gripi
þess, að það fær ekki „fært út
kvíarnar" úr þessu, svo að nokkru
nemi. Landsbókasafnið, sem er á
miðhæð hússins, er og komið í
húsnæðisvandræði og þyrfti helst
að fá hæsta loft Safnahússins ’til
umráða, en þar er Þjóðminjasafn-
ið fyrir. Gripir þess aukast með
hverju ári, og í fyrra bættust því
t. d. tvö einkasöfn, annað frá Þor-
valdi prófessor Thoroddsen og
Þóru konu hans, en hitt frá frú
Önnu sálugu Stephensen á Akur-
eyri. ITefir beggja þessara safna
verið minst í blöðunum, og eru
þau mjög dýrmæt, en svo þröngt
er orðið á Þjóðminjasafninu, að
þau veröa ekki sýnd þar að stað-
aldri. Fer fornminjavörður hr.
Matthías Þórðarson þessum orð-
um um þau í bráðabirgðaskýrslu
nm safnið 1922:
s „Vegna rúmleysis verða þessi
sérstöku söfn ekki sett upp til
sýnis að staðaldri, meðan Þjóð-
minjasafnið ekki hefir annað hús-
riæði en það nú liefir. Raunar má
segja hið sama um flest það, sem
nú bætist við. og bætst hefir viC
hin síðari árin. Til þess að reyna
að liæta dálítið úr þessu, verða
bráðlega hafðar sérstakar sýn-
ingar á þeim hlutum, og sumu af
þessum 2 sérstöku söfnum, sem
bætst hafa við síðasta ár. En ilt
er til þess að vita, að söfn þessi
geta ekki nú þegar og að staðaldri
orðið sýnd mönnum til gagns og
ánægju, nje hinum göfugu fram-
liðnu gefendum til verðugs heið-
urs."
Engin líkindi eru til þess, að
gagngerð bót verði ráðin á þess-
um húsnæðisvandræðum safnanna
fyrst um sinn, en bráðabirgða-
láðstafanir mætti gera, sem komið
gætu þó að nokkru gagni.
Nú vill svo vel til, að verið er að
reisa stórhýsi hér í bænum, Lands-
bankahúsið. Þar á efsta lofti, undir
súð, eru mörg og góð herbergi,
sem ekki eru til annars hentari, en
sýninga á munum, og þar ætti að
fá húsrúm undir söfn Þorvalds
prófessors og frú Önnu Stephen-
sen. Vitanlega væri það þjóð-
minjaverði aukið erfiði, að annast
söfnin i öðru húsi, en þeir sem
þekkja skyldurækni hans, sam-
viskusemi og áhuga í starfi, vita
vel,*að tillaga sú, sem hér hefir
verið nefnd, strandar aldrei á
mótspyrnu frá honum.
Safngestur.