Vísir - 02.11.1923, Page 2

Vísir - 02.11.1923, Page 2
Vt»|R Höfum fyrirliggjandi: BGfjSLSUltU w H' Fl0tt Ltd> Uve^pool og elnnig hiö alþehta .Alvina' Borðsalt frá sama íirma. „NDGGET'* zn —i OK ö *-s Cigarettur, 14 st. í pk. Ódýrustu tyrknesku cigar- ettur sem fást í bænum. Tilbúnar af TEOFANI. Verslunin Krónan. Laugaveg. Windsor Símskeyti Khöfn i. nóv. Kröfur þýskra jafna'ðarmanna. Símaft er frá Berlín, að jafnað- armannaflokkurinn krefjist þess, að jafnaðarmennirnir gangi úr stjórninni og Ebert forseta verði vísað úr flokknum. — Þingmenn flokksins hafa sett ákveðin skil- yrði fyrir samvinnu við stjórnina. Nýjar kosningar í Frakklandi. Símað er frá París, að nýjar kosningar eigi fram að fara í Frakklandi r. apríl í vor. Kosninga-úrslitin. —o— í Vestur-Skaftafellssýslu er kos- inn Jón Kjartansson cand. juris með 455 atkv. Lárus Helgason bóndi á Kirkjubæjarklaustri fékk 316 atkv. í Strandasýslu er kosinn Tryggvi Þórhallsson ritstjóri með 377 atkv. Magnús Pétursson bæj,- arlæknir fékk 281 atkv. ..í Skagafjarðarsýslu eru kosnir Magnús Guðmundsson fyrv. ráð- herra með 901 atkv. og Jón Sig- urðsson bóndi á Reynistað með 839 atkv. Jósep Björnsson bóndi á Vatnsleysu fékk 495 atkv. og Pétur Jónsson bóndi í Eyhildar- holti 423. í Vestur-Húnavatnssýslu er kos- inn Þórarinn Jónsson bóndi á Hjaltabakka með 262 atkv. Jakob Líndal bóndi á Lækjamóti fékk 235- í Suður-Þingeyjarsýslu er kos- inn Ingólfur Bjarnason bóndi í Fjósatungu með 877 atkv. Sigurð- ur Jónsson bóndi á Arnarvatni fékk 377 atkv. Til 10 ára stúdenta vorið 1923. Þeir af stúdentunum frá 1913, sem höfðu tækifæri til þess, komu saman i Reykjavík seint í júní í vor, og fóru skemtiför til Þing- valla. Þeir, sem ekki gátu komið, höfðu verið beðnir að senda „proxy", þ. e. minningarorð, á mótið. Eftirfarandi línur eru ,.proxy“ frá einum þeirra. Kom það'of seint til þess að hægt væri að lesa það upp á mótinu, og birt- ist þvi ,,bræðrunum“áþennan hátt. Virðist það ekki illa vjðeigandi, þar sem nýtt líf hefir nú nýlega færst i umræðurnar um Græn- landsmálið. Bræður! Get því miður ekki komið til rnótsins i efnislegum skilningi, en sendi nokkur orð. Á æfimorgni þjóðar vorrar fundu feður vorir Grænland og námu það. Þeir fundu austur- strönd Norður-Ameríku og reistu þar bygð. Skip íslenskra land- könnuða, kaupmanna og . land- námsmanna plægðu fiskiauðgustu höf heimsins við vesturrönd Golf- straumsins. Tignbúið hálendi Grænlands og skógklæddar strend- ur Vínlands blöstu við þeim og blómilm suðrænna himinbelta lagði á móti þeim. Ónumin kostalönd, eigendalaus auðlegð og lífsmögu- leikar, sem tölur fá lekki talið, féllu Islendingum í skaut. Snæbjörn goði, Eiríkur rauði. Bjarni Herjúlfsson, Leifur Eiríks- son, Þorfinnur karlsefni o. fl. stórræðamenn, gáfu Isleudingum nýjan hcim. Þeir opnuðu íslend- ingum möguleika til að eigna sér auðugustu og bestu lönd, sem til eru á þessari jörð, breiðast út yfir heiminn og aukast og margfald- ast og verða voldug heimsþjóð og brautryðjandi í heimsmenning- unni. — Engin fúrða, að margt væri talað um landaleit og Ianda- fræði í höfuðstöð þessara stórvið- burða, Eystribygð. En hversu liafa íslendingar virt þessa leiðtoga ? — Islendingar skildu ekki sinn vitjunartíma, þegar þeir voru kallaðir til að verða heimsþjóð og hafa aldrei skilið síðan. Þeir tóku þessuni stórviðburðum, stórgjöf- um, líkt og hundur, sem boðin er heil kaka. — Enn í dag eru ís- lendingar skilningslausir á þýð- ingu þessara stórviðburða; í hug- skoti þeirra standa þeir enn sem óskrifað blað. — Stórbændurnir þóttust þá, sem nú, hafa nóg viðfangsefni heima við, að líta eftir hjúum sínum, verkalýð og landsetum, og við að níða, rægja og vega hvern annan i eiginhagsmuna skyni. Jú, rétt, þjóð sem gerir sig ánægða með að flétta reipi úr sandi, getur alt af baft nóg viðfangsefni heima. — Þeir drektu stórlyndi feðranna og er besf. Hvannbergsbrœður Skóverslun. Kenslu í HARMONIUMSPILI veiti jeg. — Aðallega heima eft- ir kl. 7 á kvöldin. LOFTUR GUÐMUNDSSON, sími 190. lineptu og þjóðina í andans höft þröngsýni, kotungslundar og inn- byrðis þrætu. Vegna þessara háu hugsjóna og veglegu viðfangs- efna nurlarans, hafa leiðtogarnir aldrei getað sint því, að snúa sér út á við og hefja þjóðina upp. íslendingar á Grænlandi voru drepnir vopnlausir, án Jress þeim væri rétt hjálparhönd. Vinland í málmhöfgu bergi Grænlands og Vínland hinu megin við hafið var þar með|týnt. Hlutskifti þessarar ræktarlausu þjóðar varð að berjast vonlausri lifsbaráttu á nöktum og einangruðum hasaltkleftti norðtir viö heimskautsbaug. — Fólkið, sem með réttu hefði átt að nema ný lönd, aukast og margfjildast og breiða íslenskan kynstofn og islenska tungu út yfir heiminn og gera íslendinga að voldugri heims- þjóð, hneig merglaust úr hor á húsgangsstöðinni á mannfellisár- unum, veslaðist árlega upp og dó úr eymd og sulti eða afleiðingum þeirra — eða hefir vegna kyrk- ingsins og kringumstæðanna ald- rei fæðst. íslendingar eru einasta þjóð Norðurálfunnar, sem ekki hefir f jölgað siðustu 800 'ár. — Óham- ingja heimssólarinnar hvílir yfir Jiessari þjóð, uns hún vaknar til meðvitundar um köllun sína, að aukast og margfaldast sem land- námsþjóð. Þetta lifandi þjóðlík, með dauða- dóm sögunnar yfir höfði sér, er enn í almætti á meðal vor, og legst með öllum blýjmnga óme«sku sinnar og ódygða á móti því, að íslendingar verði aftur stórhuga og auðug landnámsþjóð. Vínland er fallið annari fram- sýnni þjóð*í skaut. Nýju löndin íyllast óðum af landnámsmönnum. — En Grænland er af einskærri sögulegrj 'tilv/iljun (éínokun'inni) ónumið enn qg bíður nýrra land- námsmanna. (Niðurl.) Jón Dúason. Stór nótnaútsala. Klassisk og moderne Musik. Hjemmets musik, stórt safn af gömlum og nýjum lögum í fallegu skrautbandi, nú 4,50, áður 7,00, Perlen der musik Opera, salon og danslög i skrautbandi 3,50, áður 6,00, Schuberts Musik til Operet- ten ..1 Ianne“ 2,50, áður 5,50. áður útkomið Jomfruburet Schuberts musik 5,00, aö eins fá eintök, safnið ,,Taterviser“, inniheldur meðál annars hið margeftirspurða lag „Sorte Öjne", kr. 4,75. Moderne Balalbum í fimm heftum frá 1918 til 1923. seljast öll í einu á 10,00, síðasta heftið 1923 kostar sér 4,00, hin 2,50 heftið. Neðantaklir valsar kosta nú 1,25 stykkið, (áður upp i kr. 3.60) : A tooo Kisses, Dream- ing, Kiss of Spring, Dream Kisses, Wyoming, Douce secrets, Etu mt faís mourir, Nv Fiskervals, Skár- gárdsflickan, One step, Shimmy o. s. frv. Whispering 1,25, Lille Ven- neminnevej 1,25, Donauwellen 0,75, Ueber den Wellen 0,75, Lanciers, allir túrar. 1,00, Balsirenen, þrír valsar. 1,50, Under den hvide Bro 1,50, MisSourivals 1,75, Destiny- vals 1.50, Harmonyvals 1,50, Flat- teryvals 1,50, Bright eyes, föxtrot 1,50, Chagrin d’amour vals 3,00, Forget me not, Shimmy 3,00, Kiss of love, nýr vals 3,25, Electric girl, nýjasta Shinuny, 3,00, Blow- ing Bubbles, nýjasti vals 4,25, Val- entino foxtrot, Shimmy, alveg nýtt 3,00, O. Bajadere 3,00, Vend til- bage til Naturen, one step, 2,25,. Dragörvals 2,50, Du har en Ven, med Pagehaar 3,25. Salon stvkki: alveg nýr vals, 2,00, Lille Skat Augustinatt 3,00. Höstroser 3,00. Vintergækken 2,50. Blomsterne hviske 2,00. Det gamle Spinet 2,75. Norges Melodier, 3 bindi á 5,00. Danmarks Melodier, 4 hefti á 5,50. Óperuhefti á 2,50. Chopin verk á 3,00 heftið. Beethoven sonater, 2 hefti á 6,50. Mozarts sonater com- plet 6,00. Heises — Griegs-söngv- ar o. fl. Nýjustu danslög: Maggi Duddi. En douce (Lige ned ad Gaden). Ding-Dang-Dong. To ad Gangen. Stándchen. Jeg savner kun en lille kær Veninde. Han kan ikke la’ være. Nicolas. HljóDíæraMs Reyljavíknr. Sími 656. Símn.: Hjóðfærahús. NB. Þegar keypt er fyrir kr. 6,00 fylgja 6 póstkort með vísum ókeypis. Klippið auglýsinguna úr blaðinu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.