Vísir - 05.04.1924, Side 2
VlSIR
.Hamlet'
,A- 1'
og .Dolmen1
Me5 síðustu skiputn fengum vi5 afbragðs reiðhjótadekk og
slðngur, er við seljum með hinu afar iága eftirtalda verði:
Dekk 28X11/* kr. 5,50.
Slöngur 28X11/* — 2 00
ern édýrnsta m]élknrtegnndirnar.
Jöh. Olafeson & Co.
Síml 584.
Sfmi 584.
Símskeyti
Khöfn 4. apríl FB.
Poincaré iœr irauslsyfirlýsmgu.
SímaS er frá París, að í neðri
deild franska þingsins hafa verið
borin fram tillaga um að lýsa
trausti á hinu nýja ráðuneyti Poin-
caré. Var traustsyfirlýsingin sam-
íþykt með 408 atkvæðum gegn 51.
Frá pjóSoerjum.
Fj ármálaráðherra alríkisstjórnar-
ínnar þýsku hefir borið fram frum-
varp um, að pjóðverjar, sem leysi
vegabréf til erlendra ríkja skuli
gjalda fyrir það 50 gullmörk. Er
ástæðan til þessa sú, að í Ítalíu
einni eru nú um 70.000 pjóðverjar,
sem vekja á sér eftirtekt fyrir það,
hve miklu þeir sóa af peningum, og
er gremja mikil orðin í þeirra garð,
íþví að hátterni þeirra þykir í litlu
samræmi við fjárhagsástand pýska-
lands.
Utan af landi.
Skip fersi.
í gærkvöldi fréttist að frampart
af skipi hafi rekið undir Staðar- í
bergi í Grindavík, og bát, og á
þóftunni á bátnum stóð „Anna ,
Toffe“ (Tofte).
Tvö lík hafði einnig rekið. Sé
fregnin sönn, er líklegt að þetta sé
færeyskur kútter „Anna“ frá Tofte,
sem hefir farist þarna.
Grindavík 5. apríl. FB.
í fyrrinótt hefir fiskiskip
Ktrandaö undir Staðarbergi og
brotnað í spón. Fór brak úr því
að reka upp í fjöruna fyrir aust-
an bergið í gær síðdegis, sömu-
leiðis rak bát frá skipinu og árar.
Tvö lík rak í gær, en í rnorgun
voru þau orðin fimm. iíkki er enn
kunnugt hér, hvort á líkunum
finnast áreiðanlegar vísbendingar
um hvaðan skipið sé.
En á bátsþóftunni og á árun-
tun varð lesið nafniS „Anna Tof-
fe“. Sennilega mun skipiS því vera
fiskikútterinn „Anna“ frá Tofte á
A.usturey í Færeyjum. Skipiö er
talið 82 smálestir að stærð, og er
f.'ví sennilegt, að áhöfnin á því
hafi verið 15—20 manns.
Skipið hefir að líkindum strand-
að á sama stað og þýski togarinn,
sem strandaði þarna syðra fyrir
nokkrum vikum.
Kútter „Anna“ mun vera sama
skipið, sem áður var eign P. J.
Thorsteinsson & Co., og hét þá
„Sléttanes“.
Akureyri 4. apríl. FB.
Góður afli er á Siglufirði þessa
dagana og dálítill síldarafli hér á
firðinum.
FB: I uppsveiium Arncssýsiu,
einkanlega í Biskupstungum, hefir
veturinn víða verið allharður og
mjög gjaffelt. Lagðist veturinn
snemma að og jörð hefir verið mjög
illa gerð lengst af. Innistöðutími er
orðinn langur og á einstaka bæjum
er nálega heylaust.
Afii á Austfjörðum.
Síðasta hálfa mánuðinn hafa
komið 1939 skippund þar á land
af fiski og er það helmingi meira
en aflast hefir frá nýári.
Síðasia bjargráðið.
Mér brá í brún, þegar eg sá hina
síðustu tillögu til viðreisnar þjóð-
inni, sem fram er komin á Alþingi,
— frumvarpið um breytingu á
berklavarnalögunum, sem Klemens
Jónsson flytur.
pao var að vísu svo, að búast
mátti við einhverjum gönuhlaupum
í hinu mikla sparnaðarkapphlaupi,
sem nú er háð þar, en að tekið yrði
svcna stórt „hliðarhopp" af sparn-
aðarbrautinni hefði mér ekki að
óreyndu geta dottið í hug. — Hverj-
um gæti líka dottið í hug, að sparn-
aðartillögur færu svo langt, að vilja
stofna mannslífum í hættu í þeirri
von, að hægt væri að forða ríkis-
sjóði frá nokkurra króna útgjöld-
um?
Eg held eg sé saklaus af því, að
hafa látið mig nokkru skifta um
gerðir þessa þings, en þegar svo
freklega er ráðist á heilbrigðislög-
gjöf þjóðarinnar og einnig lífs- og
heilsuvonir ýmsra einstaklinga þjóð-
félagsins, þá get eg ekki lengur orða
bundist.
Frumvarp þetta um breytingu á
berklavarnalögunum virðist mjög
| fljótfærnislegk samið og vanhugsað.
Einkum er það undravert, að það
er ekki sýnilegt, að leitað hafi verið
álits heilbrigðisstjómar ríkisins um
jafn stórfelda byltingu á einu und-
irstöðuatriðinu í þessum merkilega
þætti beilbrigðislöggjafarinnar. Fyr-
verandi ráðherra hefði þó átt að
telja sér slíkt að minsta kosti kur-
teisisskyldu.
Aðalatriði frumvarpsins er að
útiloka þá efnalitlu berklaveika
sjúklinga, sem ekki hafa smitandi
berkla, frá ókeypis sjúkrahúsa- og
heilsuhælisvistum. Á þessu atriði
mun ríkissjóði ætlað að græða.
Utaf þessu vil eg benda á, hvers I
vegna núgildandi Iög eru Játin ná
til allra berklaveikra. — Aðal-
ástæðan var sú, að fá sjúkiingana
til þess að leita sér lækninga í tæka
tíð, og svo hitt, að sundurgreining
smitandi og ekki smitandi sjúklinga,
er í þessu lítt framkvæmanleg.
Svo mikið vita þó allir, að lík-
urnar fyrir bata eru því meiri, því
fyrr sem hinn berklaveiki sjúklingur
leitar sér heilsubótar. En nú er því
þannig varið, að helsta og líklega
eina ráðið til þess að efnalítið fólk
leiti sér Iækninga í tæka tíð, er það
að bjóða því ókeypis vistir á heilsu-
hæli eða sjúkrahúsi. — pað munu
áreiðanlega flestir kannast við það,
minsta kosti allir þingmenn, að
margur mað'urinn er svo skapi far-
inn, að hann þrælar sér heldur út
fram í rauðan dauðann en leita
hjálpar hjá sinni sveit, heldur en að
„fara á hreppinn.“
Margir mun þeir vera, þó að eg
ekki viti, hve margir þingmenn eru
í þeirra tölu, sem telja það mestan
hagnað fyrir þjóðfélagið að stuðla
til þess að sem fæstir verði óvinnu- I
færir á besta aldri og þaðan í frá,
og að sem fæstir deyi á besta aldri,
telja það einnig mestan hagnað fyr-
ir ríkissjóð að ekki fækki skattþegn-
unum.
En samkvæmt frv. því, sem hér
um ræðir, á þjóðfélagið og ríkis- I
sjóður framvegis að fara að græða
á því, að stuðla til þess eftir föng-
um, að menn leiti sér ekki heilsu-
bótar í tæka tíð, stuðla til þess að
óþarflega margir verði heilsulausir
aumíngjar og bi/rði á ríkissjóði,
stuðla til þess að fleiri deyi á besta
aldri. — Er þetta nú ekki dásam-
legt bjargráS?
pað þýðir hvort sem er ekki neitt,
þó að fylgismenn þessarar óhæfu
svari því, að þessir sjúklingar, sem
hér um ræðir, geti leitað til sinnar
sveitar og því sé í engu spilt þeirra
batavon. — En þeir góðu herrar
hljóta að vita betur. peir hljóta að
vita, að það er stór flokkur manna,
sem ekki gerir þetta fyrr en það ef
til vill er um seinan, og það er oft
og einatt sjálfstæðustu atorkumenn-
imir, — mennirnir, sem þjóðinni er
mest eftirsjá í. Eg þykist um þetta
geta úr fiokki talað, því að I rnín-
um verkahring Ihefi eg svo ofí séð»
hvílíkar hörmungar það eru fyrir
margan sjúklinginn að þurfa aS
leita hjálpar hjá bæjar- eða sveitar-
stjóm.
Enn er það eitt í þessu sambaísdL,
sem eg vil benda á, og það er,
hvernig þetta Jpemar rtiður á born-
umtm. pað er tiltölulega svo miklu
sjaldgæfara um börn, þó að berkla-
veik séu, að þau séu smitandi. petta
nýmæli hefnist því einkum á börn-
unum. — Elfnalítill maður, sem vill
fá hjálp til þess að bjarga barninu
sínu, útvega þjóðfélaginu nýtan
borgara og koma í veg fyrir aS það
síðar verði ekki smitandi, öð'rum
hættulegt og byrði á rikissjóðnum,
hann verður að segja sig tií sveitar,
og honum má ekki hjálpa, honum
má ekki ríkissjóður rétta krumluna,
af því að bamið er ekki smitandL
í mörgum tilfellum mætti segja, af
því að barnið er ekki rtógu rnihia
veikt. — pað mætti segja að frum-
varpshöfundurinn ávarpi foreldrana
á þessa leið: Nei, kæru vinir, styrk
fáið þið' ekki hér, baraið ykkar er
ekki enn orðið nógu mikið veikt tif
þess að við viljum hjálpa til a3
bjarga því. — En — ef því end-
ist aldur til að verða smitandi, þá.
skuluð þið eiga mig að. -—-
Já, svona er þetta. petta er andi
frv. — Og aíleiðingar frv. verða
eftir þessu, ef það yrði að íögum.
Og það væri blátt áfram hlægi-
legt, ef leyfilegt væri að brosa í
þessu alvörumáli, að enn sfeuli eiga
að standa áfram í lögunum ákvæð-
in um styrk til sjúklinga á sumar-
hælum barna, þar sem það mætti
þá teljast hreinasti viðburður, e£
nokkurt bamanna gæti orðið styrks-
ins aðnjótandi. Eg mundi því telja,
að þetta væri íátið standa í frv. tií
þess að slá ryki í augu almennings
og Iáta líta svo út, að framv. væri
meinlaust, ef eg efefei þættist þess:
fulíviss, að þetta er sprottið af iljót-
fæmi og vanþekkingu.
og tvíbreið