Vísir - 11.06.1924, Blaðsíða 4

Vísir - 11.06.1924, Blaðsíða 4
fliBin Bjamason. Sá fundur hefst kl. 8J4 >og er öllum konum heimill aSgang- ur a'ð honum, svo lengi sem hús- rúm leyfir. Á föstudaginn hefst ftmdur aft- ur kl. 4. VerSa þá fyrst á dagskrá nokkur félagsmál, en sxSar um daginn veröur rætt um mentamál kvenna, framsögumaöur frú Björg J>orláksdóttir. Á kvöldfundinum veröa heilbrigöismál til umræðu. -Framsögumaður verður einn af íæknum bæjarins. HíkarÖur Jónsson hélt sýningu á .smíðisgripum og teikningum nemanda sinna, annan ‘hvitasunnudag, og kom þangaö margt manna. Þegar þess er gætt, að námstiminn var stuttur og sum- ir nemandanna höföu etigrar til- sagnar notiS áður, þá er mikiö, hve margir góðir gripir og fagrar teikningar voru þarna. Ber það bæði vott um góðá kenslu og hag- leikseðli uemandanna. Af útskorn- am gripuxn, sem vel voru gerðir, tná einkum nefna noklcra tnynda- ramma og af teikn. sumarkönnurn- ar og einn ítalskan larnpa. Þess :má geta, að þarna voru ágætar teikningar eftir Jóhannes Sigfinns- son, höfund ferðasögunnar, sem Vísir flutti í fyrri viku. Iieiðrétting. Misprentast hefir eitt orð í greini I. E. um íslandsbanka hér í bíað- inu í gær. Þar stendur: ... höt- uðu íslandsbanka, en þeir, sem tneð honum héldu, ættu að n o t a Landsbankann", ert átti að vera: hata Landsbankann. Visiskaffíð *©rir alla glaða„ LitiH smjörpakki hefir verið skilinn eftir i skóverslutx Stefáns Gunnarssonar. (230 Ljósmyndavéi (Codak 6X9) tapaðist annan i hvítasunnu intx við kappreiðavöll. Skilist gegn fundarlaunum á afgr. Vísis. (222 Göngustafur með silfurhún hef- ir tapast. Skiíist gegn fundarláún- um á skrifstofu Sláturfélagsins, Lindargötu. (214 Eversharix-blýantur fundinn. Vitjist á afgr. Vísis. (213 Peningabudda hefir tapast frá Bcrgþórugötu 9, suður Njálsgötu og Skólavörðustíg. Skilist á Berg- bórugötu 9. , (239 g 11IW— KAU PSKAPU R Graetz gasolíuvélar svíkja engan. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. (234 Hæna með 6 unga og 3 varp- hænur til sölu, sökum burtferðar. A. v. á. (223 Mjög ódýr barnavagn til sölu á Smiðjustíg 7, efstu hæö. (219 ! Notað karlmannsreiðhjól óskast keypt. Úppl. á Nýlendugötu 13. (229 Góður barnavagn til sölu. A. v. á. (227 Versl. Eggerts Jónssonar á Óð- insgötu 30, selur bæjarins bestu vörur: Strausykur, hvítan og fín- an, á 65 au. pr. JÁ kg., smjör, tólg, ný-orpin egg, og hinn margeftir- spurða rikling, sem er nýkominn, spikfeitt saltkjöt og niargt fleira. Simi 1S4S. (225 Rósir x pottum til sölu Þórsgötu 2. (224 Riklingurinn góði kominn aftur, narðfiskur og reyktur rauðmagi fæst í Vesluninni Laugaveg 62. Sími 858. (237 10 góðar grammófónsplötur til sölu á Lokastíg 10, niðin. Verð kr. 25.00. (221 Til sölu: Rósir í pottum. Ti! svnis eftir kl. 7. A. v. á. (220 Þið, sem eigið söngnótur og aðr- ar bækur óbundnar, getið fengið þær bundnar afar ódýrt á Hverfis- götu 32 B. (215 VERÐLÆKKUN. Stxausykur 65 aura, Molasykur 70 aura. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. (233 Sterkt efni i verkamannabuxur kr. 9,50 meter. Guðm. B. Vikar. (235 Telpa, 12 ára, óskast til a'ö gæta. barna í suinar. Sínii 1461. (228 Stilt og iríyndarleg telpa, 10— 13 ára, óskast strax til aö g'æta. barna. A. v,- á. . (217: Ungur mentamaður óskar eftir atvinnu nokkra daga. A.-v. á. (236- 2—3 herbergi og eldhús óskast á leigu handa hreinlegu og kyr látu fólki. Tilboð sendist afgr. Vísis strax, merkt:, „Góð íbúð“... Til leigu á Amtmannsst.ig 4: Stofa með svefnherbergi, húsgögn um, miðstöðvarhita og raflýsingu, Steingrímur Guðmuudsson. (23; 1—2 herbergi og eldhús óskast t Vesturbænum. "Góð unigengni. Áreiðanleg borgun. A. v. á. (226 -• '■■■ -- , ... —. .. ... .— Ábyggileg stúlka' getur fengið ódýrt herbergi með annari. Uppl á Klapparstíg 40. (218 1 stórt herbergi, aðgángur aö eldhúsi og góð geymsla, til léigu Grettisgötu 53 B. (216 Eins manns herbergi til leigu nú þegar á Laugaveg 62. (238 Félagsprentsmiðjan. ©HEILLAGIMSTEINNINN. 14 alds, sá hinn sami scm Lexham hafði minst ú við hann. Reece lagði við hlustirnar, og alt í eimi heyrði hann skrjáfa í runnunum, og fám augnabliikuni síðar kom Eevlyn Desborough út úr skóginum. Hún kallaði upp yfir sig aí gleði og fögnuði, þegar hún kom auga á hinn amga mann og fleygði sér í faðm hans. — Það var bróðir hennar. IV. KAFLI. Bróðir og systir. : „Ronnie!“ mælti hún lágt, og þrýsti hon- ; om innilega að sér. „Gí Ronnie, hvers végna ' Tcrtix kominn ?“ Ronald Desborough tók báðum höndum um höfuð henni, strauk lokkana frá augnnum, kysti hana og hló glaðlega. „Það er öllu óhætt. Evie!“ sagði hann stiHi- 'l fcga og blíðlega. „Vertu ekkt hrædd. Hvað er ■þetta? Þú titrar eins og mús! En þú ert auð- í -vrtað hrædd af þvt að þú hefir orðið að stel- í ast út eins og þjófur á nóttu. Það er illa gert af mér, að leggja þétta á þig, og mér þykir fjrrir því.“ „Nei, nei!“ sagði hún lágt. „Auðvitað vildi «g koma. Eg ætlaði að koma hingað nokkur- nn mínútum áður, en eg þóttist heyra eitt- hvað í skóginum og nam staðar milli trjánna, 4il þess að lilusta. Ertu sannfærður um, að ■engínn hafi séð þig, Ronnie? Veistu það fyrir : wÍ9t?“ Hann hló glaðlega og rólega, eins og sár sem ekki kann að hræðast, eða bregður ekk: við óvænt atvik. „Það er alveg víst! Hver ættí að hafa séð mig? Eg lélc á skógarvörðinn. Hann er við hina skógarbrúnina. Vertti ekki hrædd, barn! Mér þykir þá fyrir, a'ð eg skylddi bi'ðja þig að korna hingað. En eg fékk ekki af mér að fara, án þess a'ð sjá þig einu sinni —.“ „Ó, Ronnie!" mælti hún áhyggjufull. „Nú hefirðu lent í nýjum vandræðum. Eg er alveg sannfærð um það! Scgðu mér, hvað það er, góði Ronnie, scgðu mér það fljótt. Er þaö eitthvað mjög alvarlegt?“ Hann ypti öxlum, brosti við henni og sveip- aði yfirhöfninni að henni. „Jæja, nokkuð svo. Eg býst við, að það sé talsvert alvarlegt, Evie. Svona! Láttu þér ekki bregða, og farðu ekki a'ð gráta. Það gæti einhver heyrt til okkar.“ „Hvað er það, Ronnie?“ hvíslaði hún titr- andi. „Ertu aftur í fjárþröng?“ „Sumpart,“ sagði hann brosandi. „Eg hefi alt af verið í fjárþröng, þegar þú hefir ekki útvegað mér fé. En svo er nú nokkuð annað. Sjáðu til! Eg vildi helst ekki segja þér frá því, en e£ eg gerði það ekki, mundir þú ímynda þér það verra en það er, og hafa af því óþarf- ar áhyggjur. Eg hefi lexit í ryskingum, en þér kemur það nú líklega ekki mjög á óvart, eöa hvað?“ Hann hló og kveikti í öðrum vind- Jingi. „Við skulum ganga inn í húsið og setj- ast.“ Hann Jeiddi hana inn í sumar-húsið; þau settust og hún lagði höfuðið á öxl honum, en hann lagði handlegginn um mitfcið á henni. Þau unnu hvort öðru, systkinin. Hún dáðist að honum af öllu hjarta og var fús til þess að fóma öllu fyrir hann, en hann unni henni heitt, og langaði til að vernda hana, þó að hann hefði engin tök á þvi. Þau höfðu verið hvort öðru alt í öllu frá þvi er þau mundu fyrst til sín, og aldrei skiliðf fyrr en gáleys; Ronalds sleit hann frá henni og lei'öir þeirrs. skildi. Dexter Reece tókst bæði að heyi'a hvert orð, sem þau sögðu, og að sjá þau greinilega gegnum rifu, sem var á gisnum veggnum. „Segðu mér það nú,“ sagði Evelyn áhyggju full og óróleg. ,Jæja þá,“ svaraði hann, „en láttu þér ekki hregða. Eg er í fjárþröng eins og eg hefx alt af verið, en svo hefi eg ratað i önnur vandræði. — Þú þekkir Lydstone? Nei, þfk þekkir hann ekki, auðvitað, en þú hcfir heyrt mig minnast á hann. Eg hefi lent í áflogum við hann. Hann er skepna, sem erfitt er aö eiga friðsamleg skifti við. Þú getur átt orða stað við flesta menn, án þess að þeir erfi þaS nokkuð, en um Lydstone er öðru máli aS • gegna. Hann er geðvonsku leppalúði og þýtur upp eins og naðra, þegar hann lýtur í lægnt haldi.“ „Hvcrs vcgna hefirðu kynst slíkum manní ?“ spurði Evelyn. „Hvers vegna ertu að eiga hann að vini?" Ilann ypti öxlum og hló. „Æ, þvi er nú svo varið, að menn geta ekid ævinlega valið sér kunningja. Lydstone er • enginn vinur minn og hefir aldrei verið, jafn- vel ekki áður en okkur lenti saman. En hann er í félagsskap okkar og eg hcfi ekki komist hjá því að kynnast honum.“ „Um hvað voru þið að deila?“ — Ronaid hykaði við að svara, og hún tók þétt um hand- legg honum og mælti alvarlega: „Hvers vegna svarar þú ekki? Þú verður að seg'js.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.