Vísir


Vísir - 02.08.1924, Qupperneq 3

Vísir - 02.08.1924, Qupperneq 3
VISIR en Bayard Taylor skál<i frá Ame- ríku svaraði með fallegri, einkenni- legri ræðu á blendingsmáli úr norsku, dönsku og ensku! Helgi Helgason talaði fyrir minni Klein, sem kon- ungur hafði sama dag skipað ráð- herra íslands, hinn fyrsta. Klein svaraði með skörulegri ræðu. Eftir ræðurnar var dansað og drukkið. Áður en konungur kom á hátíðina, hélt hann veislu mikla í latínuskólanum. Svona fói þá þjóðhátíð Reykvík- inga fram, en mörgum þótti hún ! ekki hafa hepnast eins vel og æski- j legt hefði verið. Var því efnt til nýrrar J?jóðhátíðar 30. ágúst.í þetta sinn var hún haldin á túni niður við bæinn. pótti hún takast ágætlega. En hún var í rauninni óþarfa upp- , bót, og skal því ekki frekar minnst á hana. ,| pann 3. ágúst lagði konungur á stað til Geysis. Hrepti hann gott veður á lerðinni, og gekk alt að óskum — nema Geysir gaus ekki. Meðan hann var fyrir austan, hófst hátíðin á pingvöllum. Fyrst var haldinn stjómmálafundur 5. ágúst og voru ]?ar ýms mál rædd, sem hér þýðir ekki að minnast á. Samþykt var einnig að flytja konungi ávarp er hann kæmi aftur til pingvalla. Var fimm manna nefnd falið að færa það konungi- Voru til þess ' kjörnir þeir Grímur Thomsen, j Tryggvi Gunnarsson, síra Stefán Thorarensen, Torfi Einarsson alþm. í Kollafjarðarnesi og Jón Sigurðs- son á Gautlöndum. Næsta dag hófst hin eiginlega hátíð. Var J?á sungið, ræður haldn- ar og íj?róttir sýndar, og reynt að skemta sér eins vel og framast var auðið. Halídór Friðriksson stýrði bæði fundinum og nátíðinni. Mikill fjöldi manna var á þingvöllum, og lágu allir í tjöldum, því að sam- komuhús var þar ekkert. Alls voru J>ar 65 tjöld og sum afarstór. par voru fuiltrúar fyrir öll kjördæmi landsins, og gestir frá hinum af- skektustu útk.jálkahéruðum. Ovana- legur háúðarblær var yfir samkom- unni, og svo segja þeir menn, er þar voru, að Jæirdagar séu einhverjir hin- ir minnisstæðustu á æfi þeirra. Af ræð- um, er flutar voru, J>ótti sérstaklega mikið koma til J>eirrar, er Nordal Rolfsen hélt um fornbókmentir ís- lendinga og J>ýðingu J>eirra fyrir mentalíf Norðurlanda. Seint um daginn kom konung- ur til pingvalla. Voru 12 bændur sendir á móti honum til þess að bjóða honum á hátíðina. Tók hann ve! kveðju J>eirra. Var mikið um dýrðir er konungur reið á pingvöll, allur J>ingheimur skipaði sér í raðir meðfram veginum, en konungur reið eftir. Halldór Friðriksson hafði orð fyrir fundarmönnum og bauð kon- ung velkominn á hátíðina, en kon- ungur svaraði með fám en fögrum orðum. Síðan var sungið kvæði Matt- híasar: ,,Stíg heilum fæti á helgan völl,“ og svo hrópaði allur J>ingheim- ur húrra fyrir konunginum. Næsta dag gekk nefnd pingvalla- fundarins á fund konungs, til }>ess að flytja honum ávarp fundar- manna. Gríinur Thomsen hafði orð fyrir nefndinni og las honum ávarp- ið.* 1) en hann svaraði með stuttri ræðu. Síðan gekk konungur á völl- una, J>ar sem samkoman var, og út- lendir og inr.Iendir menn héldu ræð- ur. Svo skoðaði hann allan staðinn, og að J>ví Ioknu hófst veisla mikil í tjöldunum. — Yfir borðum taiaði Grímur Thomsen til konungs, og J>ótti það hin snjallasta ræða, sem J>á var flutt á pingvöllum og töluðu þó margir vel, t. d. Jón Guðmunds- son og Eiríkur Magnússon. pá vildi forstöðunefnd hátíðarinnar sýna kor.ungi íslenska glímu, en menn voru ekki ti! þess auðfengnir. Munu hafa verið feimnir við hátignina. pó fengust J>eir guðfræðingarnir Lárus Halldórsson og Sigurður Gunnars- soíí, præp. hon. nú í Reykjavík, til J>ess að glíma fyrir konung, og lauk hann lofsorði miklu á íj>rótt þeirra. Er J>að alleinkennilegt, að J>að skyldu vera prestar, sem héldu uppi heiðri íslenskra íj>róttamanna, J>egar hinn fyrsti konungur vor heimsótti landið. Sýnir J>að, hér sem oftar, að íslenskir prestar hafa verið landi og lýð til sóma, víðar en í prédikunar- stólunum. — Síðar um daginn hélt konungur á stað til Reykjavíkur, en allur mannfjöldinn gekk upp í AI- mannagjá og skipaði sér í raðir beggja megin vegarins. Allir J>ögðu meðan konungur og föruneyti hans reið fram hjá, „en er konungur og sveit hans var að hverfa upp úr gjánni, kváðu við köll og óp, kall- aði J>á allur Júngheimur í einu hljóði og bað konung vel fara og árnaði honum allra heilla, en gjáin dunaði og hamrabeltin endurkváðu heilla- kveðjurnar með jötnalegum rómi.“1) Hér með var J>jóðhátíðinni eigin- lega lokið. Menn skemtu sér á ping- völlum um daginn, en flestir at- kvæðamenn héldu burt næsta morg- un. Konungur lét í haf J>. 11. ágúst. Höfðu áður verið veisluhöld mikil í bænum, en engin stórtíðindi gerst. Konungur var kvaddur með mikilli viðhöfn; hafði íslendingum geðjast ágætlega að honum, enda var fram- koina hans hin prúðasta og hann hinn hermannlegasti í öllu látbragði. púsund ára hátíðin er einn hinn merkilegasti viðburður í sögu ís- lands á síðari tímum, og hin eina virkilega þjóðhátíð, sem haldin hefir verið á landi hér. pá voru tímamót í íslandssögu. Einveldið vék sæti fyrir J>ingstjórninni. pjóðin sá frels- isdrauma sína rætast og hún var bjartsýn og stórhuga og vænti hins besta af framtíðinni. Að vísu voru skoðanir manna ærið sundurleitar, eins og var.t er að vera, þar sem íslendingar safnast saman, en yfir hátíðahöldunum hvíldi óvanaleg hrilning og hátíðlegur blær. Koma konungs og hinna erlendu gesta varpaði Ijóma yfir hátíðirnar, og menn fundu og skildu, að stórtíð- indi vóru að gerast og að með stjórnarskránni væri brotið blað í sögu íslands. Kynslóðin, sem I) Ávarpið er prentað í pjóð- ólfi 1874, bls. 178. 1) Valdimar Briem í „Fréttum frá íslandi" 1874, bls. 19. undir forustu Jóns Sigurðssonar hafði barist í 30 ár fyrir frelsi föður- landsins er líka J>ess verð, að henn- ar sé minst. pað voru sterkir menn með heitar tilfinningar, menn sem treystu guði og elskuðu landið. Hin J>rautseiga barátta J>eirra fyrir stjórnarfarslegu frelsi og andlegum og efnalegum framförum íslands, er grundvöllurinn undir sjálfstæði voru og menningu nútímans. pegar vér í dag höldum hátíð og minnumst 50 ára afmælis stjórnarskrárinnar, eig- um vér fyrst og fremst að minnast leiðtoga vorra í baráttunni, sem leiddi til sigurs 1874. peir börðust harðri baráttu og útlitið var lengi tvísýnt. Á köldum tímum héldu J>eir eldinum lifandi í sál J>jóðarinnar. pá dreymdi um fullkomið sjálf- stæði íslands, en J>eir fengu að eins að skygnast inn í fyrirheitna landið, en ekki stíga J>angað fæti sínum. Nú hafa draumar J>eirra rætst. Vér, sem nú lifum, höfum skorið upp ávöxtinn af starfi J?eirra. Blessuð sé þeirra minning. H. H. ' Kaupstefna Noregs. veröur haldin í Kristjaníu dag- ana 31. ágúst til 7. sept. næstk. Er þetta fimta kaupstefnan og fer hún fram viS Akerhuskastala. Til- gangur þessarar kaupstefnu, sem annara, er sá, aö styöja aö aukinni framleiðslu og sölu norskra af- uröa, auka álit á norskum vörum og sýna bæSi Norðmönnum og öörum þjóöum, hvaö landiö getur fraimleitt. Aösóknin að þeim kaupstefnum, sem þegar hafa verið haldnar hefir reynst svo mikil, aS nú hefir veriö ákveöið, að stefnan skuli haldin á hverju ári, meö sama fyrirkomu- lagi aö ööru leyti sem undanfarið. Þessir eru aöal sýningarflokk- arnir á kaupstefnunni: 1. Steinategundir, járn, stál og málmar. , 2. Vélar, áhöld og verkfæri. 3. Vélar, áhöld, lagnir o. s. frv. lútandi aö rafmagni og gasi. 4. J’árn-, stál-, málmvörur og steypuj árnsmun i r. 5. Almenn áhöld og vísindaleg tæki. 6. Hljóöfæri. 7. Gull-, emaille- og' silíurmunir. 8. Gler, postulín og leirvörur. 9. Búöargögn og auglýsinga- tæki. 10. Smávörur, leikföng og handa- vinna. .11. Veiöiáhöld og iþróttatæki. J2. Fiskveiöaáhöld. 13. Leöurtöskur og ferðagögn. 14. Skófatnaöur, munir úr gúmmí, skinni og leðri, 15. Tóvinna og fatnaður, ásamt efnum þeim, sem slikt er unn- iö úr. 16. Timbur, trjámauk og „cellu- lose“. 17. Prentvinna, pappírsiönaður og dráttlístarvinna. 18. Munir úr tré, húsgögn og skrifstofugögn. :9- Byggingarefni og húsabygg- ing. 20. Strá- og tágaiðnaöur, kaðla- spuni, burstar og mottur. 21. Efnablöndun og lyf, þar meö talið: sápa, litaefni, farfi, olí- ur, lakk, tilbúinn áburöur o. f 1. 22. Skotvopn, skot og flugeldar. 23. Miatvara og munaðarvara, þar á meðal: a. Jarðar- og garöa- gróði, b. Sild og fiskur, c. Niðursoðinn matur, d. Mjólk- urbúaafurðir, e. Malaðar korn- tegundir, f. Sláturhúsafurðir, g. Smjörlíki, h. Súkkulaði og sykur, i. Tóbak, j. Drykkir o. s. frv. 24. Gripafóður. 25. Ný einkaleyfi norsk, og upp- götvanir. FB. Bsðjapfréttir. Messur á rnorgun. I dómkirkjunni kl. 11 árd. síra Bjarni Jónsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 árdegis. KI. 6 síðdegis bænahald en engin prédikun. Islend'mgmmn hefir fram að þessu aflað lang- mest allra skipa- nyrðra, er á tíld- veiðar ganga í sumar. Hefir fengið um 3300 tunnur. Fiárflutningar í bílum hafa verið reyndir í sumar austan úr sveitum og þótt gefast vel. Nýlega voru 35 kindur fluttar í ein- um kassabíl austan frá pjórsárbrú, og kostaði ,,farið“, að sögn, 2 kr. fyrir hverja. pjóðhátíðajinnar 1874 mun verða minst víða í kirkjum landsins á morgun. H j ólreiða-kappmót. Að tilhlutun Hjólreiðafélags Reykjavíkur verður háð hjólreiða- keppni sunnudagana 10. og 17 ág. Spretturinn til Þingvalla i bæði skiftin. Samskonar verölaun verða veitt. 1. verðlaun, fyrsta fl. kapp- reiðahjól, annað er gefið af „Fálk- anum“, hitt af Sigurþóri Jónssyni. 2. verðlaun verða 100 kr. í pening- um. 3. verðlaun bikarar. — Hjólið sem Fálkinn gefur verður til sýn- is J)ar í glugganum nú um helgina. Hitt hjólið kemur ekki til landsins fyr en ca. 14. ágúst, eða nokkrunj dögum áður en kept verður um það. Hjólreiðamennirnir stansa við Tungu. I kvikmyndahúsunum eru sýndar þessar myndir: í Gamla Bíó: Á þökum New York, áhrifamikil mynd frá Paramounf félaginu, og í Nýja Bíó, Sannleik- urinn um eigmmenn (í síðasta sinn) og á morgun Bifieiðastjórinn, Para- mountmynd í 6 þáttum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.