Vísir - 22.05.1925, Blaðsíða 6

Vísir - 22.05.1925, Blaðsíða 6
Föstudagirin 22. maí '1925. VlSIR Skrifstofustálka sem er vön bókfærslu, vélritun, ensku og dönsku, óskar eftir at- vinnu strax. Ágæt meSmæli fyrir hendi. — Tilboð merkt: „Skrif- stofustúlka,, sendist Vísi. Ráðuglei Yerð aðeins kr. 130. Fyrirliggjudi: Mikið úrval af eldavélum, emailleruðum og svörtum, ofnum jg steyptum ofnrörum. Verðið bvergi lægra. og kítti var, er og verður ódýrast lelgi Hagnússon & Co. í járnvöruverslun JÓNS ZOfiGA. Steubitsriklingur. [ ■ Steinbítsriklingur, reyktur rau'5- magi, hér heimatilbúin stykkja- kæfa, ísl. smjör, hangikjöt og skyr á eina litla 50 aura pr. y2 kg. V 0 N Strástólar nokkrir óseldir ennþá, Púðar í strástóla fást jeinnig V0RUHOSIÐ ÉlD Eimskipafél.húsinu 3. hæS. Semur sérstaklega um alla mánaðar innheimtu fyrir versl- anir. Tekur einnig einstaka víxla og aðrar skuldakröfur til innheimtu kl. 10—1 á dag- inn. 1 er viðurkent af Efnarann- sóknarstofu ríkisins, algjörlega óskaðlegt fyrir þvottinn. ÞaðJ|slítur ekki tauin og gerir þvottinn ekki gulan eða blakkan. Notið eingöngu PERSIL til þvotta og haf- ið ekkert saman við það, þá verður þvotturinn altaf mjallahvít- ur og tauið slitnar ekki við þvottinn. PERSIL fæst alstaðar. Yarist eftirlíkingar. — Verðið lækkað. Linoleum heinr verið, ,er og ýerðor ódýrast hjá okkur, Kiklar birgðir nýkomnar. Helgi Magnússon & Co. GRiMUMAÐURINN. leið til Brússel. Getur þú útvegaS mér hann?“ „pa5 eru fjórir slátrarar hér í borginni, göf- uga frú, sem annast alla flutninga og sendiferS- ir. Frændi gæti farið og vitað, hvort einhver þeirra vildi fara....En nóttin er dimm og versta veður.....“ „Eg greiði þeim manni fimm gulldúkata, sem fara vill með orðsending mína til Brússel," sagði Lenóra, og var mikið niðri fyrir. Greta leit stórum augum á hana, og var mjög forviða. „Fimm gulldúkata," kallaði hún undrandi upp yfir sig. Ef satt skal segja, þá höfðu fá- tæklingarnir í Dendermonde aldrei séð slíka fjárhæð í einum stað. „Eg efast ekki um, að Michel Daens, slátr- ari, sem á búðina „Kálfshöfuðið“ í Meerhem, vildi feginn vinna sér inn þetta fé. Og hann á afbragðs góðan hest.“ „Segðu þá frænda þínum, barn, að fara taf- arlaust til hans og fá honum þetta bréf, sem hann á að fara með til Brússel, og það má ekki bregðast, að það verði komið þangað fyr- ir klukkan 10 í kveld.“ Hún dró úr barmi sér bréfið, sem hún hafði ritað um nóttina, og fekk stúlkunni. „]7etta bréf,“ mælti hún hægt, „er til vel- borinsjdon Juans de Vargas, forseta í ráði hans hágöfgi landstjórans. Hann býr í Brússel, þar sem heitir „Bláa himinhvelfingin,“ andspænis Broodhuis. Láttu frænda þinn brýna það fyrir slátraranum, Michel Daens, að ef bréfinu verði ekki skilað fyrir klukkan 10 í kveld, þá verði hann látinn sæta þeirri þyngstu refsingu, sem lög leyfa að beitt sé, við þá, sem ekki gera skyldu sína, þegar ríkið á í hlut. Taktu við bréfinu, barn!“ Þessi síöasta, stranga skipun, var í raun og veru einhlít, því aö þegar Greta heyrSi, hver ætti að taka við bréfinu, þá varö hún svo skelkuð, að hún þorði varla að snerta á því. Ekki þurfti að óttast, að Michel Daens léti undir höfuö leggjast að gera skipanir hinnar tigíiu frúar, bæði fljótt og samviskusamlega. Naín Juans de Vargas var eitt ærið til þess að korna hverjum manni til þess að ganga út í eld og vatn, ef á þyrfti að halda. Orðsend- ing, frá honum eða til hans, yrði vissulega flutt skilvíslega, þó að himininn Væri kominn að hruni, eða jörðin væri að sundrast. En Gretu var þetta nafn enn ægilegra en öðrum. Það minti hana á hina hræðilegustu viðburði, — allar þær skelfingar, sem yfir henni vofðu nóttiná miklu, þegar spánversk- ur herforingi ógnaði henni og svívirti hana og Katrínu, þegar þær áttu um að velja dauða eða smán, þangað til hinn dularfulli Grímu- máður kom til sögunnar og skakkaði leikinn. Hún tók við bréfinu, sem ætlaS var þeim manni, sem, ja/nvel var meiri og ægilegri en hinn spánverski herforingi. Hún tók viS þvi meS skjálfandi höndum, eins og þa'ð væri helgur dómur, og þegar hún hafSi kvatt frúna, gekk hún út úr herberginu.* Lenóra stóS á fætur og gekk á eftir henni út i göngin og stó'ð þar hlustandi, þangað til hún heyrði Gretu kalla á frænda sinn og frænku. Þau töluSust viS á flæmsku, en Len- óra skildi litiS í henni, en hún heyrSi nöfnin Michel Daens og don Juan de Vargas, og síS- an heyrSi hún aS Greta lagði mikla áherslu á „klukkan 10 í kveld“. Þvi næst gekk hún inn í herbergi sitt og lokaSi þvi hljóSlega á eft- ir sér. §3- Loks var þá teningunum kastað! Þessi urSu endalok efasemda henuar, kvíSa og þjáninga á sál og líkama, sem hafSi kvalið hana og þjáS, á meSan hún var á báSum átt- um um, hvaS gera skyldi. Nú var hjarta henn- ar þrungiS vonlausri hrygS og bitrustu gremju. Hún hafSi veriS nörruS .og tálum tæld! NörruS meS blíSmælum og tæld með ginn- ingum, lýgi og svikum, og munaSi minstu, aS hún gengi í þá sviksamlégu gildru. Flón! Flón! ÞaS hafSi hún veriS ! Hún end- urtók þetta margsinnis upphátt. Iienni var

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.