Vísir - 24.10.1925, Blaðsíða 2
ylsiR
Nýkominn
Laukur
Jarðarför móður og tengdamóður okkar, ekkjimnar Sigríðar
ólafsdóttur frá Vík, Akranesi, fer fram frá dóníkirkjunni
mánudaginn 26. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili
hinnar látnu, Nesi, Seltjamamesi, kl. 11 f. h.
Börn og tengdabörn.
í
I
I,
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að faðir
minn, kaupmaður Marius Guðmundsson, andaðist að heim-
ili sínu, Fjarðarstræti 27, ísafirði, föstudaginn 23. þ. m.
Sigurður Mariusson.
1
A..............
B. K.
Rúmteppi,
Gardínutan,
KjÓlataU, ullar,
mikið úrval nýkomið.
Verslunin
| um, sem hann vill aS stjórnin
. leggi fram. Stjórnin hafnaði því
| tilboði hans, að segja af sér.
Frá Þýskalandi.
I Símað er frá Berlín, aö þýskir
1 þjóðernissinnar séu því mótfalln-
ir, að LocaTnouppkastið verði
samþykt. Er hætt vi'ð, að þetta
geti leitt til stjórnarskifta.
Frá Færeyjum.
Símað er frá Þórshöfn í Fær-
eyjum, að eyjarskeggjar kvarti
j ..yfir síldartunnaskorti.
^— r
Símskeyti
—o—
Khöfn 23. okt. FB.
\
Balkanófriðurinn.
Símað er .frá Aþenuborg, að
grískar hersveitir hafi farið yfir
landamæri Búlgaríu. Vægur bar-
dagi byrjaði í gær. Létu Grikkir
flugvélar skjóta á smáþorp. Bret-
ar og Frakkar reyndu á síðustu
stundu að miðla málum. Tilraun
þeirra varð árangurslaus. Grikk-
ir hafa brugðist skyldum sínum
gagnvart Alþjóðabandalaginu. —
Heimsblöðin álasa breytni þeirra
þunglega.
Símað er frá Sofía," að þorpið
Pertz brenni vegna árásarGrikkja.
Khöfn 24. okt. FB.
„ Frá Frökkum.
Símað. er frá París, að Caillaux
bjóðist til þess að segja af sér,
vegna ósamkomulags innanstjórn-
arinnar út af fjármálafrumvörp-
um, einkanlega skattafrumvörp-
Messur á morgun.
f dómkirkjunni kl. 11 árd., síra
Friðrik Hallgrímsson; kl. 5 síðd.
síra Bjarni Jónsson.
f fríkirkjunni kl. 2 e. h. (altaris-
ganga), sira Árni Sigurðsson; kl.
5 síðd. sira Haraldur Níelsson.
í Landakotskirkju: Hámessa
kl. 9 árd. ;■ kl. 6 síðd. guðsþjón-
usta með prédikun.
1 frikirkjunni í Hafnarfirði kl.
2 e. h. (missiraskifti), síra Ólafur
Ólafsson.
S jómannastofan.
Guðsþjónusta kl. 6 síðd. á morg-
un. Allir velkomnir.
H.áskólafræðsla
í kveld kl. 6—7, prófessor Páll
Eggert Ólason (um Amgrím
lærða). Þess skal getið, vegna ó-
kunnugra, að öllum er heimill
ókeypis aðgangur.
Veðrið í morgun.
Vetur gengur í garð í dag, með
bliðviðri um alt land. Hiti í
Reykjavík 6 st., Vestmannaeyjum
UJ—LlI IX. l.T-2-I LS2
ilHiiiiÍ
PRESERTENE
var auðvitað þrautreynd um langan tíma áður en heitið
var 20.000 krónum hverjum, sem sannað gæti að í henni
fyndist nokkur þvottaskaðleg efni. Enfafræðingurinn, sem
hafði sápuna til rannsóknar, lét vasaklút liggja í sápuleg-
inum í 33 daga og varð ekki séð, að nokkur þráður hefði
skemst í klútnum. Sápan er seld í stykkjum, sem vana-
leg þvottasápa, en þess er oft spurt, hvers vegna hún sé
ekki heldur seld í spónum úr því þurfi að skera þana í
spæni hvort sem er. En því er til að svara, að væri sáp-
an seld í spónum, þá mundi hún missa mikið af hreins-
unarkostum sínum og upplausnarmagni við það, að spæn-
imir þorna meira en sápan í heilum-stykkjum.
(Lesið nœstu auglýsinrju).
5, ísafirði 3, Akureyri 5, Seyðis-
firði 6, Grindavík 5, Stykkishólmi
4, Grímsstöðum 1, Þórshöfn í Fær-
eyjum 8, Angmagsalik (í gær) o,
Utsire 10, Tynemouth 9, Leirvík
11, Jan Mayen 4 st. — Mestur hiti
i gær 6 st., minstur 1 st. — Loft-
vægislægð um Færeyjar. — Veð-
urspá: Norðlæg átt. Úrkoma á
Norðurlandi og Austurlandi.
Silfurbrúðkaup
eiga í dag frú Gunnvör Sigurð-
ardóttir og Einar Jónsson, sjómað-
ur, Laugaveg 54.
Maður varð fyrir flutningahifreið
í Austurstræti síðd. í gær og
meiddist lítilsháttar á fæti og
hendí. Bifreiðin fór í hraðara lagi
og svo nærri annari bifreið, sem
þar stóð, að maðurinn varð fyrir
henni, þegar hann ætlaði að stíga
upp i hina bifreiðina. Hann hafði
tvo rafmagnslampa í höndum, og
varð þess vegna ógreitt að kom-
ást upp í bifreiðina. Vörubifréiðin
hélt tafarlaust áfram, og hefir
ekki hafst upp á bifreiðarstjóran-
um þegar þetta er ritað.
Valur
heldur hlutaveltu í Bárunni á
morgun. Ef til vill verður skemt
með ,Radio‘-hljómleikum.
Ekkjan Oddrún Jóhannesdóttir,
Laugaveg 62, er sextug á
morgun.
Nemendur Verslunarskólans
hafa tekið upp nýja skólahúfu,
dökkbláa með dökkrauðum borða
cg hvítri snúru. Framan á húfunni
er sproti Merkúrs úr silfri. Húf-
an er mjög snotur. Er það siðjir
á erlendum skólum, að nemendur
auðkenni sig með sérstakri húfu,
n.eðan þeir eru að námi.
Sáttatillaga
1 kaupdeilumálinu er fram kom-
in frá sáttasemjara. Verður rædd
á Sjómannafélagsfundi á mánudag
(sjá augl.).
Jónas Jónasson
lögregluþjónn verður sjötugur
mánudaginn 26. þ. m.
Vísir
er sex síður í dag.
Öldruð kona
viltist í gærkveldi úr Hafnar-
firði út í hraun, en var brátt sakn-
að og fór fjöldi manns að leita
hennar og fanst hún von bráðara.
Afmælisfagnaður
Sjómannafélags Reykjavíkur
verður haldinn í Iðnó í kveld, með
mikilli viðhöfn. Veislusalurinrt
hefir verið fagurlega skreyttur,
veggirnir prýddir myndum skipa
og báta. Þar má og sjá akkeri
með ýmislegri gerð, og tveir smá-
vitar loga inst og yst í salnum.
Esja
fer héðan á morgun.
Lúðvík Jónsson,
búfræðiskandidat kom hingað
með „Lyru“ síðast. Iíann hefir
verið utanlands í sumar að leita
fyrir sér um smiði á nýtísku jarð-
yrkjuverkfærum. Sýnishorn lét
hann smíða í einni verksmíBju í
Noregi, og verkfærin verða smíð-
uð þar seinna, ef til framkvæmda
kemur í því efni. Verkfærin verða
reynd hér innan skams tíma.
Móðurást,
eftir Nínu Sæmundsson, verður
til sýnis í Alþingishúsinu, kl. 1—r
3 á morgun. Listaverk þetta hefir
hlotíð mikið lof erlendra listdóm-
ara, svo sem kunnugt er, og má
búst við að marga hér langi til að
kynnast því af eigin sjón.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 10 kr. frá J. E.,
2 kr. frá M. M., 4 kr. frá B. G.
5 kr. frá Sveinbirni, 5 kr. frá S.
K. IE, 25 kr. frá Þ. Þ.
St. Framtíðin
heldur 300. fund sinn á mánu-
daginn kemur.
Á heimssýnmgunni
í Paris í sumar hlaut híð fagra
postulín frá Bing & Gröndahl í
Kaupmannahöfn mikið lof, endæ
er það orðið heimsfrægt. Thora
Friðriksson & Co., sem mjög bráð-
lega munu opna aftur verslun sína