Vísir - 03.11.1925, Blaðsíða 2
VffllR
Höfmn fyrirliggjandi:
Rúsíimr,
Sveskjnr,
Hið marg eftirspnrða át
súkknlaði „KISSES“ frá 1
Ðershey Chocolate Co. höf-
nm við fengið aftnr. —
JÚH. ÓLAFSSON & CO
Epli þurknð,
Apricots
Blandaða ávexti.
Ferskjur.
Símskeyti
Khöfn 2. nóv. FB.
Merliileg uppgötvun, ef sönn
reynist.
Símaö er frá Berlín, aö þýskum
vísindamönnum hafi tekist aö
fullgera ])á uppfundningu, aö
senda bréf og hverskonar prent-
mál þráðlaust ótakmarkaöa fjar-
læg'ð á broti úr sekundu. T. d.
veröi hægt að senda skjal frá
New York, láta undirskrifa og
endursenda á sömu mínútu. Þetta
á aö veröa ódýrara en nemur
venjulegum póstgjöldum. Álitiö
er, aö hægt verði aö senda út
kvikmyndir frá einni aöalstöö og
sýna sömu kvikmynd samtímis í
öllum kvikmyndahúsum heimsins.
Álitiö er að aðferðin muni hafa
ákaflega þýöingu fyrir blööin.
Látinn ráðherra.
Símaö er frá Möskva, aö Frunze
hermálaráðherra sé látinn.
Sarrail kvaddur. heim.
Símað er frá París, aö stjórnin
hafi ákveðið að kalla Sarrail heirn
frá Sýrlahdi. Almenn ánægja yfir
j^essari ákvörðun hennar.
Færeyingar og fiskiveiðar
við ísland.
Símaö er frá Þórshöfn í Færeyj-
um, aö ákveðið hafi verið aö láta
20 mótorkútfera fara til íslands-
veiða næsta ár.
Regn-
FRAKKAR
marpar fallegar teg-
undir nýkomnar.
Ennfrernur
Regnkápnr
fyrir unglinga og börn.
-Jiam&lwfflnaien
Khöfn 3. nóv. FB.
Frá Tyrkjum.
Símað er frá Genf, aö Tyrkir
reyni að sporna viö rannsóknum
nefndar þeirrar, er sett var til þess
að rannsaka hvaö hæft væri i
fregnum um misþyrmingar þeirra
á kristnum mönnum í Mosul-hér-
uðunum.
Ráðagerðir Rakovskis.
Símað er frá París, að Rakovski
ætli að reyna af öllum mætti að
vingast við Frakka og gera París
aö miðstöð fyrir starfsemi Rússa
í Vestur-Evrópu.
Wansen kosinn háskólarektor
í Skotlandi.
Símað er frá London, að stúd-
entar í St. Andrews háskólanum i
Skotlandi hafi kosið Friöþjóf
Nansen rektor.
Námaslys í Þýskalandi.
Símað er frá Berlín, aö í kola-
námu í Westphalen hafi orðiö
sprenging. Fimtán létu lifiö.
m
1
É|
Utan af landi.
ísafirði 3. nóv. FB.
Innbrot var nýlega framið hjá
Fannberg á Flateyri og stoliö all-
miklu af peningum.
Stórgaröur hér. Fjöldi botn-
vörpunga liggur hér inni á fjörð-
unum. V.
WiIIams & Humbert
Sherry
Molino
Walnnt Brown
ern heimsfrægar tegandir.
r &
unin á fjallinu, eftir Valdimar
Briem, og hin er sálmurinn Allt
eins og blómstrið eina, eftir Hall-
grtrn Pétursson. Er sérlega mikil
snilld á þeirri þýðingu, og leikur
þýð. sér að því, að nota höfuðstafi
og stuðla á dönsku, og ferst það
prýðilega úr hendi. Væri óskandi,
að hann sæi sér fært að þýða fleiri
sálma af íslensku.
Jakob Jóh. Smári.
RiUregn.
—x—
T h o r d u r Tomasson:
Kors og Krone. Digte og
Sange. O. Lohse. Köben-
havn 1925.
Ljóð þessi eru mestmegnis and-
legs efnis. Þau eru mild og þýð
og bera vitni um einlæga guð-
rækni og þó nokkra skáldskapar-
gáfu. Sumar sonnettur höf. eru
einstaklega snotrar. Höf. er auð-
sjáanlega bragsnillingur, — hann
yrkir víða dýrt. Þýðandi er hann
ágætur, ef dæma má eftir tveim
])ýöingum úr íslensku, sem í kver-
inu eru. Er önnur ])eirra Ummynd-
Bæjarfréttir
8cx=>o
□ EDDA 59251137 — 1
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 10 st., Vest-
mannaeyjum 7, fsafirði 6, Akur-
eyri 6, Seyðisfiröi 5, (engin skeyti
frá Grindavík og Hólurn í Horna-
firði), Stykkishólmi 6, Grímsstöð-
um 3, Raufarhöfn 5, Þórshöfn í
Færeyjum 8, Angmagsalik (í gær)
1, Kaupmannahöfn 6, Utsire 7,
Tynemouth 10, Leirvík 9, Jan
Mayen 1. (Mestur hiti í Rvik síð-
an kl. 8 í gærmorgun 11 st., minst-
ur 8 st.). Loftvægislægð fyrír
sunnan land. Veðurspá: Austlæg
og norðaustslæg átt, allhvöss sum-
staðár. Úrkoma, einkum á Norð-
urlandi og Austurlandi.
Kvenfélagið „Hringurinn“
efnir til leiksýninga nú í vikunni
og sýnir bráðskemtilegan gaman-
leik: ,,Herra Pim fer hjá“. Leikið
verður á morgun, föstudag og
laugardag. Sjá augl.
S óknamef ndaf undurinn
liefst á morgun kl. 1 í húsi K.
F. U. M. Verða þar ýms mikilvæg
mál til umræðu, svo sem: Sam-
star'f prests og sóknarnefndar,
sjómannadagur, safnaðarsöngur,
sunnudagaskólar, heimilisguð-
rækni og helgidagafriðun. — Bú-
ist er við að flest allir prestar úr
nágrenninu og ýmsir sóknarnefnd-
armenn sæki fundinn. Þjónandi
prestar og sóknarnefndarmenn,
sem kynnu að vera staddir hér í
bænum, eru velkomnir á fundinn,
hvort sem þeim hefir borist nokk-
urt sérstakt fundarboð eða ekki.
Sigurbjörn Á. Gíslason •
(p. t. oddviti sóknarnefndar dóm-
kirkjusafnaðarins).
Gullfoss
fór héðan til Vestfjarða 1 gær.
— Meðal farþega voru: Knútur
íæknir Kristinsson, frú Elísabet
Proppé, frú Þlalldóra Proppé,
Karl Olgeirsson, kaupm., Hans
Þórðarson (Bjarnasonar), Magnús
Thorberg, P. A. ÖJafsson, Carl
Olsen, Kristinn Magnússon, Páll
Hannesson, Jljörtur Hjartarson,
Helgi Guðmundsson, útibússtjóri,
Axel Magnússon o. fl.
Hjúskapur.
31. f. m. voru gefin saman í
lijónaband Gíslína Erlendsdóttír,
Örlygshöfn í Patreksfirði, og Hin-
rik Hansen, bæði til heimilis í
Merkurgötu 4 í Hafnarfirði. Síra
Árni prófastur Björnsson í Görð-
um gaf þau saman.
Mikið 04
íallegt úr/ol af
mlslitum
fyrir karlmenn
nýkomið.