Vísir - 08.12.1925, Blaðsíða 3

Vísir - 08.12.1925, Blaðsíða 3
tflSlR Þnðjudaginn 8. des. 1925. Bnðmuadur Einarsson i lfstamaður. --O— GuSmundur Einarsson lista- maSur frá MiSdal er einn þeirra ungu manna, sem dvalist hafa er- lendis viö listanám, en ætlar nú aö setjast að hér í bænum í vetur og veröur hér aö líkindum til næsta hausts. Sýning sú, sem hann liélt í haust í Goodtemplarahús- inu dró aö sér mikla athygli, og þess vegna má ætla, aö mörgum þyki fróðlegt aö vita, hvaö á daga hans hefir drifið í útlöndum og hvaö hann ætlast fyrir. Hann hefir fengið sér bjarta og rúmgóða starfstofu á Grettisgötu 11, og þar hitti tíðindamaður \'ísis hann að máli. — Guðmund- ur er hinn gerfilegasti maður, glaðlegur og karlmannlegur, víð- förlari en flestir Islendingar á hans aklri og hefir öðlast marg- háttaöa lífsreynslu, sem hefir stælt hann til áræöis og karlmensku. Hann var frá barnæsku hneigöur til aö draga 0g skera myndir, en vegna fátæktar tókst honum ekki að fá tilsögn í þeim efnum fyrr en hann var kominn yfir tvítugt. Þá var það, að hann réðst i að móta myndir þær, sem siðan hafa verið við uppgönguna í húsi Nathan og Olsen, og allir bæjarbúar kannast við. Eftir það réðst hann til lvaupmannahafnar og var þar átta mánuði viö nám, en hvarf síðan heim hingað og vann að innan- húss skreytingum eitt ár eða svo. Haustið 1921 réðst hann öðru sinni til utanfarar og þá til Mún- chen og komst þar i einkaskóla hjá prófessor S.chwegerle og nam af honum myndhöggvaralist, en stundaði jafnframt af kappi drátt- list, „raderingar“ og freskó- málningar í öðrum skólum og þar var hann óslitið við nám (að frá- skildum stuttum sumarleyfum) ■íram i aprílmánuð s. 1. vor, en lagði þá i langferðalag með vini sínum Ósvaldi Knudsen, sem var við nám í Múnchen í fyrravetur. Fóru þeir um margar borgir í Þýskalandi og síðan til Vinar- borgar, en þá sUður um Balkan- skaga til Konstantínópel og það- an eftir viku dvöl til Litlu-Asiu. Ilöfðu þeir i hyggju að fara aust- ur þaðan alt til Sýrlands og það- an til Egiptalands, en urðu að hætta við það vegna óeirða í Litlti" Asíu, og sneru þá til Aþenuborg- ar. Voru þeir þar hálfan mánuð; íóru þá til ítalíu og þaðan norð- ur um Sviss til Frakklands, Eng- lands og Skotlands, en komu heirn hingað eftir þriggja mánaða ferð. Margt sögulegt bar fyrir þá, eins og nærri má geta, þó að ekki verði frá því skýrt hér. Hefir og Guðmundur flutt erindi um þá för uýlega fyrir fjölda manns. —< Þó rná geta þess, að þeir hittu nokk- ura íslendinga, t. d. Jóhann Jóns- son, sem stundar þýskunám í Leipzig, Finn Jónsson málara, i Dresden, Jón Leifs í Berlín, Kjart- an lækni Ólafsson og Jón Asgeirs- son í Vinarborg (Jón er þar viö Lakaléreft tvíbr. á 2.10 pr. met. Hörléreit tvíbr. á 2.85 pr. met. og þar að auki 10% afsláttur. Egill lacobsen sönglistarnám; (leikur einkum • á piano). Þar hittii þeir og barón von Jaden og frú hans, (systur Dr. Iielga Pjeturss) og fengu þar hinar ágætustu viðtökur. — í París hittu þeir Gunnlaug Blön- dal, sem þá hafði komið málverk- um sínum á sýningar þar og hlot- ið góða dóma i listablöðum. I London hittu þeir Björn Steffen- sen. Hann er þar við verslunar- nám. Þarf þess ekki að geta, að fagnaöarfundur varð með þessum mönnum öllum, hvort sem þeir þektust áður eða ekki. Síðan Guðmundur kom heirn, hefir hann farið víða um Suður- land og Vesturland og um nokk- urn hluta Norðurlands. Hann fór og um óbygðir (Arnarvatnsheiði og Kjöl) og hafðist þar við nokk- ura daga. Nokkurar myndir málaði hann á þessum ferðum, en jafnframt safnaði hann sýnishornum af öllu þvi grjóti, sem hann hugði, að nota mætti til þess að höggva úr myndir. Honum leist vel á sumar steintegundir til myndagerðar, einkanlega eina tegund kalksteins, gulan og rauðan sandstein, ljós- gult liparít, eina basalttegund, al- svarta, sem er að vísu nokkuð h'orð, og eina tegund af „grano- phyr“, mjög fallega. Tók hann litil sýnishorn af þessum steinteg- undum, en ætlar sér að fá stærri steina með vorinu. Einnig tók hann sýnishorn af nokkurum leir- tegundum, sem hann hefir ekki reynt enn, en býst við að megi tak- ast að brenna og nota til mynda- gerðar. I vetur ætlar hann bæði að móta myndir og mála, og undirbúa ymisleg listaverk, en ætlar með vorinu að gera tilraun til að meitla þau í íslenskan stein, því að hon- um leikur mikill hugur á að vita, hvort það megi takast. Hann hefir þegar tekið að sér af móta og mála nokkura kunna menn hér í bænuin og sinnir að sjálfsögðu beiðnum einstakra manna um þau efni. Ef til vill veit- ir hann kehslu í myndagerð og dráttlist. Siðasta árið, sem Guðmundur var i Múnchen, hafði hann sjálf- ur vinnustofu og seldi 'nokkuð af verkum sínum áður en hann fór þaðan, en sumt er óselt, þar á meðal þrjár höggmyndir, sem hann ætlar að láta senda hingað ir.nan skamms. Hilka í hvers mauns munni Hisöliirgðlr befir Elridur Leilssonj, Regljauít Ofnar svartir og emailleraðir. Eidavélar stórar með bakaraofni og emaill. suðu< katli frá kr, 130,00. Þvottapottar 50-85 utra. Ofnrör og ofnkitti, ísleifor Jónsson. Laugaveg 14. Eg geri ráð fyrir, að reykvikskir borgarar, sem annars eru kunnir að brjóstgæðum og hjálpfýsi, sé farnir að þreytast nokkuð á bóna- kvabbinu hin siðari árin. Blöðin hafa oft gengist fyrir samskotum til hinna og annara, sem taldir hafa verið mjög bágstaddir. — I'au hafa gert þetta i greiðaskyni, fvrir bænastað ýmsra manna. — Þetta er og oft hið mesta nauð- synjaverk, þvi að margir eiga erf- itt í þessum bæ, en því er þó ekki að leyna, að stundum hefir þörf- in ekki reynst svo brýn, sem af hefir verið látið. Hefir það komið í ljós við rannsókn á hag þeirra, sem hjálpin var ætluð. — Ættu biöðin ekki að taka í mál, áð bera fram slíka kveinstafi eða hjálpar- beiðnir, nema þau viti með fullri vissu, að hjálparþörfin sé brýn, og hafi í höndum skriílega vitnis- ljurði trúverðugra manna þar að lútandi. — Það er vitanlegt, að ýmsum þykir fyrirhafnarminna, að fá hjálpina úr vasa náunga síns, en að afla sér og sínum viðurvær- is og annars með sjálfsafneitun og strangri vinnu. En þó að þessu sé þann veg háttað, að góðgerðasemi bæjarbúa sé stundum misnotuð, þá langar mig nú samt til að fara þess á le.it við góða menn, að þeir sýni enn á ný örlæti sitt og hjálpfýsi og styrki að nokkuru bágstatt heimili eitt hér í bænum. í litlum og lélegum skúr í ein- um útjaðri bæjarins býr maður og kona nleð tveim börnum ungum. Karlmanna- fötin fallegu, sem hvergi fást fallegri, betri né ódýrari, ennfremur yf- irfrakkar, rykfrakkar og regn- kápur, nærföt, milliskyrtur, treflar, axlabönd og margt fleira. — Afsláttur frá 10— 50 procent. Hvergi betra. Hvergi ódýrara. Best að versla í FATABÚÐINNI. — Maðurinn fatlaðist frá vinnu mikinn hlut sumarsins og hefir af einhverju sökum orðið út undan með vinnu í haust, og er atvinpu- , laus sem stendur. — Yngra barn- ið, á fyrsta ári, hefir legið fyrir dauðanum að undanförnu, og kon- an stendur uppi með tvær hendur tómar, því að þetta fólk á ekkert til. — En konan á bágt með að biðja uin hjálp, og verði henni elcki vikið einhverju, sem urn mun- ar, er ekki annað fyrir höndum en sultur og allsleysi eða sveitin. — Vona eg að góðir menn sjái, að hér er full hjálpar þörf. — „Vís- ir“ hefir góðfúslega lofað að taka á móti samskotum handa þessu heimili, og koma þeim til skila. Að endingu skal þess getið, að •eg læt liggja á afgreiðslu blaðsins til sýnis væntanlegum gefendum, vottorð tveggja mætra og kunn- ugra manna um örðugar ástæður þessa heimilis. 7. des. 1925. Kunnugur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.